Morgunblaðið - 27.08.1964, Side 2
2
MORGUN BLAÐID
Fimmtudagur 27. ágúst 1964
Gengu í 11 tíma úr bilu&um
bílum í Ódáðahrauni
SEX Svisslendingar lentu í hrakn
inguni á öræfum norðan lands í
lok siðustu viku, eftir að þeir
höfðu orðið að skilja bíla sína
eftir. Gengu þeir í 11 tíma í sælu-
húsið í Suðurárbotnum og 3 af
þeirn niður í Svartárkot í Bárðar-
dal daginn eftir. Ekki lentu Sviss-
lendingarnir í neinum villum, en
voru blautir, hraktir og þreyttir
er þeir komu til byggða.
Hörður Tryggvason, bóndi i
Svartárkoti,sagði Mbl. í símtali,
að þarna hefði verið um að ræða
svissneska námsmenn, sem höfðu
tekið á leigu tvo jeppa hjá bílá-
leigu og voru búnir að ferðast
mikið um. Höfðu þeir farið norð-
ur Kjöl til Akureyrar, haldið til
Kaufarhafnar og ferðazt um Brú-
aröræfin og í Öskju og þaðan
voru þeir að koma þegar þeir
lentu í þessum erfiðleikum.
í>eir höfðu ætlað að aka niður í
Bárðardal, en urðu að skilja bíl-
ana eftir suðaustur af Dyngju-
* fjöllum, annan bilaðan og hinn
olíulausann.
Gengu piltarnir af stað. Þeir
höfðu áttavita og fóru rétta leið,
en krapahríð var og yeður vont.
Minningarathöfn
um ]ón Þ. Björns-
sonfrá Veðramóti
t DAG fer fram frá Dómkirkj-
unni hér í Reykjavík minningar-
athöfn um Jón Þ. Björnsson,
fyrrverandi skólastjóra á Sauð-
árkróki. Hefst athöfnin í kirkj-
unni kl. Í0.30 f.h. Mun sr. Bjarni
Jónsson, vígislubiskup, flytja
þar minningarræðu.
Útför Jóns Þ. Björnssonar
verður gerð á morgun, föstudag,
frá Sauðárkrókskirkju. Hefur
bæjarstjórn Sauðárkróks óskað
þess að sjá um útförina, en eins
og kunnugt er var Jón Björns-
son oddviti byggðarlagsins um
fjöldamörg ár og síðar heiðurs-
'borgari Sauðárkrókskaupstaðar.
Komu þeir eftir 11 klst. göngu í
leitarmannakofa í Suðurárbotn-
um. Voru þeir þá blautir og sár-
fættir, en þar höfðu þeir hvílu-
poka. Daginn eftir lögðu þrír af
stað og komu eftir um 10 km
göngu að Svartárkoti. Þar var
hlynnt að þeim og félagar þeirra
sóttir í bíl í leitarmannakofann,
og þeir fluttir niður í Mývatns-
sveit. Var einn þgirra sem eftir
var svo sárfættur orðinn, að
hann komst ekki í skó og varð að
fara á sokkaleistunum í Mý-
vatnssveitina. Sagði Hörður í
Svartárkoti að piltarnir hafi ver-
ið sárfættir og æði kaldir og
hraktir, en að þeir hafi hresstzt
fljótlega.
Hörður sagði að mjög mikil
umferð hefði verið ofan af há-
lendinu og upp á fjöllin hjá
Svartárkoti í sumar, miklu meira
en verið hefur á sumrin. Hefði
ferðafólkið verið í jeppum, Land-
roverbílum og fjallabílum, en
yfirleitt hafi þeir sem ætluðu á
litlum bílum snúið við.
Fjórir fulltrúar athuga
afslátt af opinberum
gjöldum
SAMKOMULAG hefur orðið um
að ríkisstjórnin, Alþýðusam-
bandið, Bandalag starfsmanna
likis og bæjar tilnefni, ásamt
Sambandi ísl. sveitarfélaga sinn
manninn hvert til að athuga alla
möguleika á því að veita afslátt
og frekari greiðslufrest á álögð-
um opinberum gjöldum, svo sem
skýrt var frá í blaðinu í gær. Nú
hafa þessir fulltrúar verið til-
nefndir. Þeir eru Jónas Haralz,
ráðuneytisstjóri, frá ríkisstjórn-
inni, Páll Líndal, skrifstofustjóri
frá Bandalagi ísl. sveitarfélaga,
Árni Halldórsson, lögfræðingur,
frá Alþýðusambandi íslands og
Guðmundur In,gvi Sigurðsson,
iögfræðingur frá Bandalagi starfs
manna ríkis og bæjar.
Mbl. barst í gær eftirfarandi
fréttatilkynning frá Sambandi
ísl. sveitarfélaga um þetta:
,,Stjórn Sambands íslenzkra
sveitarfélaga bárust í gær til-
mæli ríkisstjórnarinnar um til-
nefningu fulltrúa í nefnd til að
athuga möguleika á því að veita
afslátt og frekari greiðslufrest
á álögðum opinberum gjöldum
og kanna nánar önnur þau
dttast ekki .fráhvarf'
kjósenda sinna
Atlantic City, New Jersey, 26. ágúst (AP)
LANSÞING Demókrataflokksins keniur saman til fundar klukkan
hálf eitt í nótt að íslenzkum tima og er ekki gert ráð fyrir því að
dragi til tíðinda fyrr en líður á nóttina.
atriði, er fram hafa komið í við-
innar við fulltrúa Alþýðusam-
bands íslands og Bandalags
starfsmanna ríkis ög bæja.
Stjórn sambandsins taldi rétt
að verða við þessum tilmælum
eg tilnefndi á fundi í dag af
sinni hálfu í nefndina varafor-
mann sambandsins, Pál Líndal,
skrif stof us t j óra.
Stjórn sambandsins vill þó af
þessu tilefni taka mjög greini-
iega fram, að hún telur litlar
iikur á því að sveitarfélögin í
landinu geti almennt dregið úr
útgjöldum sínum eða frestað
innheimtu útsvara sinna þannig
að teljandi áhrif hafi á afkomu
gjaldenda á næstu mánuðum.
Útgjöld sveitarfélaganna, það,
sem eftir er ársins, munu að lang
mestu leyti vera lögbundin eða
samningsbundin, þannig að ekki
verður raskað með einhliða
ákvörðun sveitarstjórnanna11.
Johnson forseti hefur enn ekki
sagt, hvern hann muni hafa í
framboði með sér sem varafor-
setaefni flokksins, en lét þess þó
getið í dag að hann myndi kveðja
Hubert Humphrey til fundar við
sig í Hvíta húsinu síðdegis. Ge-
orge E. Reedy, blaðafulltrúi for-
setans, staðfesti í dag móttöku
skeytis frá Eugene MacCarthy,
öldungadeildarþingmanni frá
Minnesota (eins og Humphrey),
þar sem MacCarthy biðst undan
því að koma til greina við valið
og mælir eindregið með Hump-
hrey sem varaforsetaefni.
o—O—o
Leiðtogar demókrata eru flest-
ir á einu máli um að þeir óttist
ekki neitt „fráhvarf“ hvítra kjós-
enda við forsetakosningarnar í
nóvember. Aftur á móti telja þeir
miklar líkur á því að ýmsir repú-
blikanar snúi baki við Barry
Goldwater þegar á herði.
Létu leiðtogarnir þetta í Ijós
við skoðanakönnun AP-frétta-
stofunnar á landsþinginu. Var
spurt, hvort leiðtogarnir teldu
líkur á fráhvarfi kjósenda sinna
og hvernig flokkurinn ætti þá að
bregðast við. Voru þeir mjög ó-
sammála um það hverjum tökum
bæri að taka málið, en virtust
litlar áhyggjur hafa af því og var
á þeim að skilja að meira hefði
verið úr því gert en efni stóðu til.
Svo sem kunnugt er, er fjöldi
Framhald á bls. 27.
Blaðamenn
ALMENNUR fundur verður í
Blaðamannafélagi íslands í dag
kl. 3 í Nausti (uppi). Umræðu-
efni m.a. eru kjarasamningarnir.
■ -VlXp;
Faðirinn stendur á staðnum þa r sem telpan datt niður. Hun var
að príla fyrir ofan og kom niður á stéttina og hefur líklega komið
við tröppubrúnina. Ljósm. Þráin n
Teípa hætt komin ef tir
fall af v..inupöllum
Akranesi, 26. ágúst
í fyrrakvöld var telpa að leika ]
sér og klifra upp í vinnupalla við
húsið Hjarðarholt 15 hér í bæ.
Telpan heitir Guðný og er dótt-
ir Guðbjarts Andréssonar, kenn-
ara. Telpan er átta ára gömul,
ugglaust hefur hún farið eitt-
hvað óvarlega eða svimað, því
hán féll fram af pöllunum ofan
á steypta stéttina, a.m.k. 3 m.
Lenti höfuðið á gangstéttarbrún
inni og var áverki á gagnaug-
anu.
Þetta var kl. 7 síðdegis. Li>g-
reglubíllinn kom með sjúkra-
körfu og kl. 8 hafði stelpan verið
flutt á sjúkrahúsið, þar sem hún
liggur nú. Um tíma var óttazt
um líf hennar. Hún er höfuð-
kúpubrotin og meira slösuð, sem
enn hefur ekki verið hægt að
rannsaka, sagði móðir hennar,
Ester Aradóttir. Hún er komin
til meðvitundar.
Oddur.
Páll páfl hvetur til friðar
Castel Candolfo, Ítalíu,
26. ágúst, AP.
ÞEIR sem sóttu heim Pál páfa
í sumardvalarstað hans að Castel
Candolfo, skammt sunnan við
Rómaborg, undruðust það nokk-
uð, að páfi skyldi ekki tala eins
og hann var vanur, um safnað-
armál og starf kirkjunnar í dag-
legu lífi og annað slíkt. En páf-
anum var annað og meira í hug.
„Alvarleg vandamál sækja nú á
hug vorn“ sagði páfi, og valda
oss þungum áhyggjum“. Hvatti
hann mjög til friðar með mönn-
Hákarl ræðst á bát
HÖFN, HornafirSi 26. ágúst-
Sá óvenjulegi atburður gerð-
Lst er m.b. Hafbjörg NK 7,
sem stundar humarveiðar frá
Höfn, var að enda við að
draga inn humartrollið, að
mjög harður hnykkur kom
á bátinn og hélt skipstjórinn,
að bátur hefði sigft á skip
sitt. Raunin var önnur. Stór
og mikil skepna hafði hlaupið
upp á bátinn og brotið rekk-
verkið og vantafestingu og
gátu skipsmenn ekki greint
annað en að þetta mundi vera
hákarl. Allt gerðist þetta með
leifturhraða og fór hákarlinn
út af hinni hlið bátsins. Haf-
björg er 25 smálestir. Segir
skipstjórinn, Ari Sigurjóns-
son, að hefði slíkur atburður
gerzt fyrr fairu engar sögur
af honum.
Humarvciðin er frekar treg,
en ir.íkið virðist vera af sild
á miðunum og mun hún senni
lega vera smá.
Gunnar.
um og drap á heimsstyrjaldirnar
tvær sem ættu hálfrar aldar og
aldarfjórðungs-afmæli einmitt
um þessar mundir og lagði fast
að stórveldunum að hætta víg-
búnaðarkapphlaupinu, sem þau
ættu í. „Það er eins og menn hafi
á ný ánetjast þeirri firru, að frið
urinn verði bezt tryggður með
hinu ógnvekjandi valdi stór-
virkra drápstækja“ sagi páfi.
Páfi drap einnig á deilurnar
á Kýpur, í Viet-Nam og í Kongó
og sagði m.a.: Nú verður aftur
vart við sundrung ög deilur
þjóða í milli, deilur milli hinna
ýmsu kynþátta og mismunandi
menningar þeirra. Að baki þess-
ari sundrungarupplausn liggur
þjóðernisrembingur, sýndar-
mennska í stjórnmálum, vígbún-
aðarkapphlaupið, þjóðfélags og
efnahagsaðstæður. Enda þótt
göfugmannlegar tilraunir séu
gerðar til að takmarka og af-
nema vígbúnaðinn stoðar það lítt
gegn síauknum eyðingarmætti
nýjustu hergagna, sagði Páll páfi.
Friðarhvöt páfa, sem flutt var
var við vikulega áheyrn hans í
Castel Gandolfo, þar sem slík
mál ber sjaldan á góma vakti
mikla athygli. Vatíkanið lagði
mikið upp úr henni og blaðaskrif
stofa páfastóls gaf út þýðingar
á henni á öllum helztu tungu-
málum heims, en það er alla
jafna ekki gert nema um mikil-
vægustu yfirlýsingar j>áfa. Páll
páíi talaði á ítölsku.
Páfi minntist friðarviðleitni
fyrirrennara sinna, St. Píus X,
og Benedikt XV. fyrir heims-
styrjöldina fyrri og meðan á
henni stóð og drap á friðar-
hvöt Píusar páfa XII. skömmu
fyrir heimsstyrjöldina síðarL
„Fálæti það sem menn sýndu
viðleitni fyrirrennara minna
knýr mig til að endurtaka varn-
aðarorð þeirra", sagði páfi.
Kvað páfi friðinn jafnan óstöð
ugan og ótryggan og sagði að
allt það sem menn héldu hafa
áunnizt í tveimur heimsstyrjöld
um væri nú að hrynja í rúst,
dómgreind manna á það sem
máli skipti væri skeikulli nú en
nokkru sinni fyrr, manngildið í
litlum metum og horfurnar vá-
legar.
Olympíueldurínn
ú leið uustur
Beirut, 26. ágúst, AP.
FLUGVÉLIN sem flytur
Olympíueldinn frá Grikklandi til
Tokíó, lagði af stað frá Béirut
í dag áléiðis til Teheran í Pérsíu
óg kom þangað skömmu eftir há-
degi. Frá Pérsíu er förinni heit-
ið Ul Fakistan.
»