Morgunblaðið - 27.08.1964, Page 8

Morgunblaðið - 27.08.1964, Page 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 27. ágúst 1964 Makarios dregur í land Enosis á næstu grösum ? London, 26. ágúst, AP BREZK yifirvöld hadiast nú heldur að því að Makarios Kýpur forseti og George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hafi komizt að einhverju sam- ikomulagi á fundi sínum í Aþenu í gær á grundvelli Enosis, (sam- einingar við Grikkland.) Til stuðnings þessari skoðun er vitnað í ummæli Makariosar er hann tók á móti gríska sendiherr anum Menelaos Alexandrakis á Kýpur í dag, en þá sagði forset- inn að hann vonaði að Alexandr- akis yrði síðasti gríski sendiherr- ann í Nieosíu. Fjölsóft héraðs- mótíPotreksfirði SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld efndu Sjálfstæðismenn í Vestur- Barðastrandarsýslu til héraðs- xnóts á Patreksfirði. Var mótið fjölsótt og fór vel fram. Samkomuna setti og stjórnaði Jóhannes Árnason, sveitarstjóri, formaður Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar. Ræður fluttu Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra og Matthias Bjarnason, alþingis- maður. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, söng einsöng, en undirleik annaðist Carl Billieh, píanóleikari. Leikararnir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haralds- aon fóru með skemmtiþátt. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. Svefnsýki í Texas Houstcn, Texas, 26. ágúst, NTB Mörg þúsund manns berjast nú ötullega til þess að útrýma moskítóflugum í Houston. Er talið, að flugurnar beri með sér svernsýki þá sem herjað hefur á borgina undanfarið og orðið 18 manns að bana en sýkt 216. Slökkvistöðvar borgarinnar dreif a nú skordýraeitri meðal íbú- anna. AKRANESI — Þilfarstrillan Frosti fiskaði í gær 1100 kg. og trillan Bensi 400 kg. Þeir voru með ýsulóð. Hingað kom Ms. Kyndill í gær og losaði olíu. — Oddur. — 5 drengir Framh. af bls. 28 voru búnir að átta sig. Einn Sveinn Jónsson, var þó sendur á slysavarðstofuna til öryggis. Þegar við lögðum af stað hafði verið hringt í allar áttir heiman að frá okkur, og voru tveir aðrir bátar lagðir af stað líka. Og lögreglan í Kópavogi var komin, þegar við lögðum að uppi í Stálvík. Lögreglan ók svo strákunum heim. — Hvað heldurðu að hafi komið fyrir? — 0-0 ekkert, þeir hafa bara farið of langt út á voginn og keyrt í kaf. Þeir voru með sterka vél í bátnum og hafa keyrt upp í ölduna, þá getur skyndilega fyllt. — Heldurðu, Ingólfur, að þið hefðuð séð strákana á kilinum, ef þið hefðuð ekki verið að fylgjast með þeim áð- ur. — Örugglega ekki. Þeir hefðu ekki sézt frá okkur, nema mjög vel væri að gáð. Til þessa hefur Makarios með öllu neitað að fallast á nokkra þá lausn Kýpurdeilunnar sem skert gæti sjálfstæði eyjarinnar. Er talið að Papandreou hafi feng- ið Makarios á sitt band með því að lofa fullum stuðningi Grikkja við Kýpurbúa ef til átaka kæmi við Tyrki og ennfremur stuðningi í andstöðu grískra Kýpurbúa gegn ti'llögum Breta og Banda- ríkjamanna um herstöðvar tyrk- neskumælandi manna á eynni. í staðinn hafi Makarios samþykkt að láta af fyrirætlunum sínum um að leita eftir hernaðarað- stoð Sovétríkjanna. Hundraðasti ísiending- urinn með Fulbright-sfyrk Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, kynnir sér bandariska gagnfræðaskóla í GÆR var eitt-hundraðasta íslendingnum veittur námsstyrk ur frá Menntastofnun Bandaríkj- anna á Islandi, eða Fulbright stofnuninni, eins og hún er oftar nefnd. Hundraðasti styrkþeginn er Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri viff héraðsskólann að Skógum, og hlaut hann kennarastyrk tii sex mánaða náms við háskóla Bandaríkjunum til að kynna sér skólastjórn og skipulagningu bandariskra gagnfræðaskóla. í tilefni af þessari hundruðustu úthlutun hafði stjórn Mennta- stofnunarinnar boð inni í Sig- túni í gær fyrir all fyrrver- andi styrkþega og aðr gesti. Menntastofnunin er stofnuð í febrúar 1957, en síðan hefur hún veitt íslenzkum kennurum og öðrum námsmönnum alls 5,8 mil'ljón króna styrki til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum, auk þess sem bandarískir nemendur, 24 talsins, hafa stundað nám hérlendis á vegum stofnunarinn ar. í hófinu í gær var að sjálfsögðu mættur Jón R. Hjálmarsson skólastjóri auk islenzkra og bandariskra stjórnenda Mennta- málastofnunarinnar á Islandi: En stjórn stofnunarinnar skipa fimm íslendingar og fimm Bandaríkja menn. Sem stendur eiga sæti í stjórninni þeir Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri formaður og Valdimar Johnson, sendiráðu- nautur. varaformaður. _ Auk þeirra íslendingarnir dr. Ármann Snævarr, háskólarektor, dr. Steingrímur Þorsteinsson, prófes sor, dr. Broddi Jóhannesson, pró- fessor, og Jón Nordal, tónská'ld. Frá Bandaríkjunum eiga sæti í stjórninni auk Johnsons, Ragn- ar Stefánsson, fyrrum ofursti, R. Monson fulltrúi USIS, dr.. Mull- in, M.D., yfir-skurðlæknir á Keflavíkurflugvelli, og Paul Taylor, gisti-prófessor við Há- skóla íslands. Framkvæmdastjóri stofnunar- innar á íslandi er John Berg, sem stundar íslenzkunám við H.í. Heiðursforsetar eru mennta- má'laráðherra íslands og sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi. Styrkveitingin í gær fór fram við hátíðlega athöfn, og voru þar mættir flestir forustumenn stofnunarinnar og fyrrverandi styrkþegar, auk fréttamanna. John Berg, framkvæmdastjóri setti samkvæmið, og ávarpaði gesti á íslenzku og skýrði frá starfseminni á undanförnum ár- um, eða frá því Fulbright stofn- unin tók til starfa árið 1957. Þakkaði hann fyrrverandi fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar, frú Doris Finnsson, fyrir störf hennar fyrstu sex árin, en hún var fyrsti fram'kvæmdarstjóri stofnunarinnar hér. Því næst fluttu ræðu þeir Ár- mann Snævarr, Háskólarektor, sem rakti sögu stofnunarinnar að því er varðar styrki til íslenzkra námsmanna, Valdemar Johnson, Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri (Ljósm. Sv. Þorm.) sendifulltrúi, sem skýrði frá starfseminni að því er varðar nám Bandaríkjamanna erlendis, og loks Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri að Skógum og hundr- aðasti íslenzki styrkþeginn, sem heldur utan hinn 1. september n.k. til sex mánaða námsövalar í Bandaríkjunum. í skýrslu Fulbright stofnunar- innar kom í ljós að íslendingarn ir, sem styrk hafa þegið frá stof uninni, hafa lagt stund á fjölda námsgreina við ýmsa þekktustu háskóla Bandaríkjanna. Eins og sjá má af skipun stjórn ar stofnunarinnar á íslandi, hefur 'hún jafnan haft náið samstarf við Háskóla íslands. Framkvæmdastjóri stofnunar innar í dag, John Berg, er af norrænum ættum. Var faðir hans sænskur, en móðirin finnsk. Faðirinn er fæddur í Svíþjóð, en fluttist 14 ára til Bandaríkjanna. Móðirin er hinsvegar fædd í Bandaríkjunum. Aðspurður hvort hann hafi ekki alizt upp við norræna tungu svaraði John Berg: „Nei, því miður. Faðir minn skildi ekki finnsku og móðir mín ekki sænsku, svo enska var töluð á heimilinu". Á þetta svar vel við mun halda utan á þriðjudags- morgun, og stunda nám við há- skóla í Washington, D.C. og Evanston, I’llinois, en síðan ferð- ast um landið milli skóla. Er talið að ferðin taki um sex mán- uði. gÞANNIG var ástatt þegar|§ gfréttaritari blaðsins á Blöndu- §§ = ósi kom að brúnni yfir Torfa- = glæk á Ásum, en 1—2 m frá = Ebrúnni lá þessi bíll á hliðinni,= = hafði oltið án þess að fara út§§ =af köntunum eða koma við = fjbrúna. Bíllinn var reistur við = log var lítið skemmdur, nema| idældir á hliðinni sem hann lá = =á. Engin meiðsli urðu á mönn§ §um. § i Mörg óhöpp hafa orðið við§ iþessa brú, og virðist það sér-|| Slega varasamur staður. Nú er = §verið að gera þarna nýjans §veg og kemur þá ný brú á = §hann. iiiiimiiimiHimiiiHHHttmimttmHitmmuttiiKtitiMUÍ Mánaðaritið Eining ÉG HEF oft dáðst að þessu mynd- arlega menningarriti Péturs Sig- urðssonar og stundum haft orð á því á prenti. Og þegar ég var að grúska í nokkrum árgöngum þess hér á dögunum þótti mér sem ég endilega þyrfti að bera því vitni einu sinni enn, meðan ég hefði sjón og heyrn. Og liðu svo nokkrir dagar, án þess að úr því yrði. En þá er það eina nótt- ina að mig dreymir draum, sem ég ætla mér að rifja upp meðan hann er í fersku minni. Mér þótti sem ég væri kominn á eitthvert stórt sölutorg, þar sem mikið var um að vera og eitthvað spennandi væri í vændum. Þar va>r margt manna, sem ég bar enginn kennsl á og fannst mér ég vera þar ókunnug ur öllum og öllu. Var þarna ys og þys, hróp og köll. Og nú kom einhver og sagði að uppboðið færi að hefjast. Þótti mér þá sem þarna ætti að faira fram mikið uppboð á blöðum og bók- um. Kom það, og brátt í ljós Elcki ætla ég mér að skýra frá ýmsu því sem ég þykist muna fráí þessu uppboði. En ekki þótti mér sumt af því, sem ég þekkti þar fá góða dóma hjá þessum söfnuði. Og nokkuð aif því vildi enginn sjá En allt í einu finn ég að áhugi vaknar. Ég sé stóran og myndar- legan mann hampa bunka af Einingu. og nú lifnar yfir upp- boðinu. Það er boðið og boðið og margir um boð. Ég fagna þessu og hugsa til vinar míns, ritstjórans, hversu glaður hann muni verða. Því að sú mynd er skýr úr draumnum, að Einingin fór allra blaða hæst og fengú færri en vildu. Og einnig er það minnisvert, að mér fannst yfir fólkinu, sem fastast sótti eftir ritinu, vera einhver glæsilegur menningarblæi^, sem hreif mig. I Það fór sem sagt ekki milli mála, að þetta mánaðarrit, Ein- ingin, þótti eigulegt og eftir sóknarvert á þessu mikla upp- ! boðsþingi. Og hitt ekki síður eftirtektarvert, hversu greini- legan menningarsvip þeir báru sem fastast sóttust eftir ritinu. -,,Og þar með var draumurinn búinn.“ En glaðvaknaður fagnaði ég þessum draumi, sem mér fannst að ætti og þyrfti að verða verti- leiki, að því er þetta rit varðar. Það þyrftu og ættu sem allra flestir að eignast og lesa. Þetta ætti að verða keppikefli menn- ingarþjóðar, eitt af mörgum. „Einingin" hefir nú komið reglulega út í meira en tvo ára- tugi, vönduð að efni og öllum frágangi. Og Pétur Sigurðsson hefir gefið henni líf og sögu. Hann var aðal'hvatamaður að stofnun hennar Og hefir ritað hana að mestu öll þessi ár. Og ekki af neinni aktaskrift hálf- velgjunnar, heldur hefir þar logað eldur orku og áhuga á menningarmálum og mannbót- um, kristin trú og siðgæði boð- að af einlægni og djörfung þesa manns, sem veit hvað hann er að segja. Þar er enginn gorgeir vanþekkingar á ferð, heldur lif- andi sannfæring gáfaðs hug* sjónamanns, sem er þaullesinn og kunnugur því sem hann fjail- ar um, og auk þess prýðilega ritfær. Einingin er því merkilegt rit og sérstætt, magnað trúarlegum og siðferðilegum þrótti, því að ritstjóranum er annt um menn- ina, og þjóð sinni ann hann af heitu Ihjarta. Því hefir hann um áratugi unnið að því í ræðu og riti, af fórnfúsum hug, að henni og hollusta við allt gott og göf- mætti aukast siðferðilegt þrek ugt. Það væri sannarlega engin vanþörf á því nú, að menn tækju sig til og reyndu að auka útbreiðslu þessa gagnholla og vandaða mánaðarrits, reyndu að koma því inn í sem allra flest heimili. Það hefir sýnt sig nú, eins og svo oft áður, hversu mik ill og veglegur styrkur það er þjóðlífi voru, að hugarfar það og háttsemi, sem Einingin dáir og boðar, sé sem víðast áberandi i féla>gs- og menningarlífi. Slíkt er nauðsynjamál nú og mun jafnan verða. Því að hér er ekk. ert dægurmál á ferð, heldur menningarmál, sem alla og alla tíma varðar. Þess vegna þyrfti sá draumur bjartsýninnar að verða að veru- leika, að málgögn hinna sígildu sanninda yrðu jafnan mest met- in á hinu daglega uppboðsþingju Snorri Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.