Morgunblaðið - 27.08.1964, Side 21
’ Fimmtudagtir 27. ágúst 1994
M O RC UN BLAÐIÐ
21
miHIIIIIMHIttllttlllllWIHilltHHIItllHlillHlllltlUIIIUIIillHltlUIIMtlUllitllMtlllllHllllimilttlillimHJIIIHIMmilllllllinHMtHmiMltllllllllHltUIIIIIIIIIIHItltllHMIItltHltltlHUIIIMHtftHlltlltmiKltliriltlllltllllltlHltlllllllimtimilllllllllllllllltllllltlltltlltimiilllllllllMlitllllllllimillllKliilltlUMIIt*
Lútherska
heimssamb.
Framh. af bls. 10
og komið við í London á leið
sinni hingað 'núna til að ná
tökum á framburðinum. Tók
Lundúnarnámið 5 vikur, og
er álit allra nema biskupsins
sjálfs, að það hafi borið
undraverðan árangur.
Auala biskup kvað finnska
trúaboða hafa stofnað Ovam-
bokavango kirkjuna árið
1883. Finnarnir komu til
suð-vestur Afríku 1870 og
hófu þegar trúboðsstarfið, en
13 ár liðu, þar til starf þeirra
bar árangur og þeir sneru
fyrsta heiðingjanum til krist-
innar trúar og jusu hann
vatni. Nú er Ovambokavanga
kirkjan helzta driffjöður
menningar í Suð-Vestur
Afríku, þar sem hún hefur
yfirstjóm flestra skóla og
sjúkrahúsa landsins, auk
klerklegrar þjónustu. Bisk-
upinn kvað 37 söfnuði í
kirkju sinni. 72 prestar þjóna
söfnuðum, þessum, einn til
þrír í hverjum, en í sumum
safnaðanna eru allt að átta
þúsund manns. bess ber þó
að gæta, að fleiri kirkjur
starfa í Suð-Vestur Afríku,
þótt minni séu.
I>egar biskupinn var spurð-
ur um ástandið í Suð-Vestur
Afríku sagði hann, að þjóð
hans berðist mjög fyrir
frelsi, menntun og sjálfstæði.
„Er mikið um blóðsúthelling-
ar?“, spurði blaðamaður
Morgunblaðsins: „Nei, ekki
Þau hafa sthrfað að undirbúningi að fundum Framkvæmdaráðsins : Helga Cierpinski frá Þýzka-
landi, Pastor Cari H. Mau, Jr., frá Bandaríkjunum, Roberta Olgiati frá Sviss og sr. Ólafur Skúla-
son. Stúlkurnar starfa báðar hjá aðalbækistöðvum Heimssambandsins í Genf.
ennþá", svaraði biskupinn.
„Munduð þér segja, að
ófriðarástand ríkti í yðar
umdæmi?“ „Það er aldrei
ófriður í kirkjunni sjálfri,
en á svæðinu, sem kirkjan
nær yfir, rikir ófriður, enda
þótt ekki hafið komið til al-
varlegra átaka“.
Biskupinn lýsti yfir sér-
stakri ánægju sinni að koma
til íslands. „Að fljúga yfir
nýju eyjuna ykkar er eins og
að upplifa sköpunarverk guðs
á jörðu. Þið hafið annars nóg
af þessum heitu gusum upp
úr jörðinni, bæði grjóti
og vatni. Það er bæði
fróðlegt og skemmtilegt
að sjá þetta, en ég og
landar mínir hefðum engin
not fyrir slík fyrirbæri. Ef
einhverjar gusur kæmu upp
úr jörðinni heima, þá færi bet-
ur áð þau væru köld, því að
þar er hiti nógur. Hins vegar
er mikill skortur á vatni. Af-
koma fólks er næstum ein-
göngu undir landbúnaði kom-
in, og regnleysi hrjáir okkur
oft mánuðum saman. Síðast-
liðin 5 ár hefur þurrkur verið
óvenju mikill og sannkallað
hallæri ríkt í landinu. Yfir-
völdin hafa ráðagerðir á prjón
unum um að veita nokkrum
hluta ár einnar í Angola yfir
landamærin og um norður-
hltua Su-Vestur-Afríku, Ow-
ambo, þar sem mikið er um
akurlendi. — Áveituskurður
þessi er ráðgerður um 150 mil-
ur“.
„Að undanförnu höfum við
sent margt ungt fólk utan til
landbúnaðarnáms“, sagði bisk-
upinn að lokum, „landbúnaðar
tæki eru enn mjög frumstæð,
en þegar áveitur og ný jarð-
ræktartækni koma til sögunn-
ar vonum við, að þjóð okkar
geti komizt til nokkurra þrifa.
ÍÍIUIIHHIIIIIIIIIIIIIIIIIItllHIIIIIHHIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIII|IIIHIHHIIIIIHIIIIHIIIHIIIIIIHIIIIlHIIIIHIIIIHIHHIIIIIIIIIIIIIHIIHHllllUHIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIHIHIIIIHIIIIIIIIIIIIIimimillllHIIIIIHIIIIIIIIIIIHHIIIIttlllllllHIIIHIIHIIIIHIIHHIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIHIHHHHIIIIIIHIIIUIIIIIIIIIIHIIIHIHIIIHIU
70 ára í dag:
Siprður Gíslason
MAÐUR verður víst að trúa því,
að hann Siggi Gisla sé orðinn
sjötugur. Heimsins ljós leit hann
27. ágúst 1894 að Jarðbrúargerði
í Svarfaðardal, sonur hjónanna
Kristínar Sigurðardóttur og
Gísla Þorvaldssonar. Á fyrsta ári
flyzt hann með foreldrum sínum
að Ifaga á Árskógsströnd, og á
Árskógsströnd dvelst hann til 9
ára aldurs við fátækt og basl,
6em jafnan voru kjör alþýðu-
fólks á þeim tímum. En dreng-
urinn var harðger og knár og
þótti snemma orðhvatur og ær-
ingi mikill. Þá er það að hann
er sendur af „landi burt“ og er
komið í fóstur á heimili Þor-
eteins Jörundssonar í Hrísey, og
þar er hann við bezta atlæti sín
uppvaxtarár, og í Hrísey hefur
hans heimili verið síðan, og þar
hefur honum farnazt vel.
Margar vertíðir var Sigurður
I Vestmannaeyjum, að minnsta
kosti sex, og leiftur kemur í aug-
un þegar hann rifjar upp minn-
ingar frá dvöl sinni þar. Árið
1928 kvænist hann Steinunni
Valdemarsdóttur, hinni mætustu,
konu, og hefur hún verið ljúfur
og traustur lífsförunautur hans í
36 ár. Árið eftir ræðst hann í
byggingu íbúðarhúss, sem á nú-
tíma mælikvarða er bæði stórt
og vandað, og nefnir það Hvamm.
Þar hefur kona hans búið hon-
um sérlega hlýlegt og vistlegt
heimili, og þar dveljast þau enn.
Ekki varð þeim hjónum barna
auðið, en tóku eina kjördóttur,
Erlu, sem nú er gift og búsett í
Hrísey. Auk þess ólu þau upp
þrjú börn önnur, sem nú eru
uppkomin.
Snemma hóf Sigurður útgerð
og rak hana ásamt miklum bú-
ekap til margra ára, eða allt til
ársins 1939. Grunur minn er sá,
að þótt útgerð og fiskverkun væri
6tunduð af kappi, þá hafi bú-
ekapurinn, og þó einkum sauð-
fjárræktin átti mest ítök í huga
hans, því að fjármaður er hann
með afbrigðum góður, og enn
hefur hann þó nokkrar ær. Gott
dæmi um yndi hans af sauðfé
er það, þegar hann haust eitt
ákvað að hætta öllum búskap.
Hóf hann þá allsherjar niður-
skurð, byrjaði á lömbunum og
síðan yngstu ánum, en er að
þeim gömlu kom, þá var eins og
eitthvað ætlaði að slitna í brjóst-
inu, og endirinn varð sá að hann
sat uppi með allar gömlu ærn-
ar.
Alla tíð hefur Sigurður verið
sérlega natinn og varfærinn við
skepnur, og ætíð verið boðinn
og búinn að veita hjálp og að-
stoð ,ef á þurfti að halda við bú-
skap þeirra Hríseyinga, og ávallt
farnazt vel.
Þegar Sigurður hætti útgerð
var hann um mörg ár starfsmað-
ur hjá Andey h.f. og var verk-
stjóri á sumrin við síldarsöltun,
og lagði þá oft nótt við dag.
Heimili þeirra hjóna er róm-
að fyrir gestrisni og hjartahlýju,
sem þar er í fyrirrúmi, enda eru
þau samhent og elskuleg heim að
sækja. Sigurður, sem ávallt hef-
ur staðið á eigin fótum, er ör í
lund og getur verið kaldranaleg-
ur og hrjúfur ef á hans hlut er
hallað, en í brjóstinu slær stórt
og gott hjarta. Fáa menn þekki
ég er reynast betur en hann í
erfiðleikum, og hjálpsamur er
hann með afbrigðum. Fyrir ári
síðan varð hann fyrir alvarlegu
slysi, er nærri hafði gengið af
honuð dauðum, en skaparinn
ætlaði honum lengri lífdaga, svo
enn hleypur hann við fót sem
unglamb væri.
Kæri Siggi, mín ósk þér til
handa sjötugum er sú, að þú verð
ir alltaf jafn ungur í anda og
kvikur á fætur, og þá er víst að
við eigum oft eftir að spæna í
okkur vænan magál með glitr-
andi koníaki.
Eins og höfðingja sæmir situr
afmælisbarnið í dag á heimili
sínu í Hvammi ásamt konu sinni,
og veitir á báða bóga.
Þorleifsson.
Náms- og rann-
sóknarstyrkur í
Danmörku
STJÓRN styrktarsjóðsins „Gene-
rallöjtnant Erik Withs Nordiske
Fond“ hefur ákveðið að veita
íslendingi styrk úr sjóðnum á
þessu hausti. Nemur styrkurinn
3 þúsund dönskum krónum og
veitist til náms eða rannsókna
í Danmörku. Þeir ganga fyrir
um styrkveitinguna, er leggja
stund á efni, sem eru til þess
fsllin að auka samstarf og skiln-
ing milli Norðurlandaþjóða.
Umsóknir um styrkinn sendist
menntamálaráðuneytinu, Stjórn-
arráðshúsinu við Lækjartorg,
fyrir 3. september n.k. í um-
sókn skal greint fcá náms- og | stunda í Danmörku. Staðfest af-
starfsferli umsækjanda og hvaða iit prófskírteina skulu fylgja.
nám eða rannsóknir hann hyggst I (Frá Menntamálaráðuneytinu)
Fjórir íslendingur d nðolfund
Alþjóðnbnnknns og gjnldeyris-
sjóðsins
FJÓRIR fslendingar munu sitja
aðalfund Alþjóðabankans og
Gjaldeyrissjóðsins, sem haldnir
verða í Tokyó í byrjun næsta
mánaðar. Gylfi Þ. Gíslason, við-
skiptamálaráðherra er aðalfull-
trúi íslands í stjórn Gjaldeyris-
sjóðsins, en varaformaður Vil-
hjálmur Þór, bankastjóri og fara
þeir báðir, ásamt Thor Thors
sendiherra, sem fer sem aðalfull-
trúi íslsnds í stjórn Alþjóða-
bankans og Jóhannes Nordal,
bankastjóri, sem varamaður þar.
Alþjóðabankinn og gjaldeyris-
sjóðurinn halda árlega aðal-
fundi, og þriðja hvert ár eru
þeir haldnir utan Washington.
í þetta skipti í Tokyó. Greiða
þessar stofnanir ferðakostnað
fulltrúanna á fundina. Fundur-
inn í Tokyó stendur í viku og
eru þar á dagskrá venjuleg aðal-
fundarstörf.
Sýning á prjónafatnaði
nýjustu munstrum og garni
frá SÖNDERBORG
í dag (fimmtudag) kl. 3—5 verður sýning á nýjustu
munstrum á prjónavörum frá Danmörku í Mímis-
bar í Hótel Sögu (gengið inn um aðaldyr til vinstri).
Frú Nording, sérfræðingur í munstrum og prjón-
lesi frá SÖNDERBORG verksmiðjunum, er jafn-
framt til viðtals og leiðbeiningar.
Allir velkomnir
ÞÓRÐIJR SVEIIMSSOIM & CO HF.