Morgunblaðið - 27.08.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.1964, Blaðsíða 27
Fimmtudaffur 27. ágúst 1964 MORCUN BLADIÐ 27 Sjómannaskólinn iær 84 þús. ferm. svæði Lóð fyrir prestshús og safnaðarhús Háteigskirkju SKIPULAGSNEFND hefur lagt til við borgarráð og það sam- þykkt tilhögun á svæðinu kring- um Sjómannaskólann og Háteigs- kirkju. Þar er reiknað með að sá hluti af syæðinu milli Vatnsholts, Háteigsvegar, Nóatúns og Skip- holts, sem óráðstafað var áður, skuli ganga til Sjómannaskólans, þar á meðal lóðin nr. 31 við Nóa- tún. Lóðin nr. 33 verður ætluð sem — Erfíðlega Framhald af bls. 1. foringjaráðinu, og hinsvegar það, að búa fólkið i landinu undtr yfirlýsingu þess efnis, að xnaðurinn sem stúdentar og húddhatrúarmenn voru sem undsnúnastir, skuli aftitf taka við sem leiðtogi þjóðarinnar. Óeirðirnar undanfarið hafa kostáð mörg mannslíf og er talið sð a.m.k. sjö manns hafi farist í bænum Da Nang í óeirðum milli buddhista og kaþólskra manna og sjúkrahús í borginni eru yfirfull. Um. 3.000 kaþólskir menn hafa misst heimili sín, 'því hermenn stjórnarinnar brenndu til grunna þorpið Duc loi þaor sem þeir bjuggu. Da Nang er eins og draugabær að sögn, ekkert fólk á götum úti en engir hermenn heídur og skothríð allri hætt. Síðar í dag kom þó aftur til óeirða í Da Nang, handsprengju var varpað að menningarmiðstöð Frakk- lands og tilraun gerð til að brenna helztu rómversk- kaþólsku kirkjuna í borginni. Síð ustu fregnir herma að aftur sé barizt í Da Nang. — Indland Framhald af bls. 40 manns særðust í viðureign við lögreglu. Mótmælagöngur og handtök- ur að þessu marki hafa ekki verið í Indlandi síðan í sjálf- stæðisbaráttu Mohandas K. Gand hi fyrir 20 árum. Lal Bahadur Shastri, forsætis- ráðherra, fór í dag í flugvél að skoða flóðasvæðin í nágrenni Nýju Dehli, en þar er taiið að flóð hafi eyðilagt uppskeru að verðmæti yfir eina milljón dala, auk þess sem eyðilagðist í öðrum héruðum. Heilbrigðismála ráðuneytið hefur gert ráðstafan- ir til almennrar bólusetningar gegn kóieru, sem oftast siglir í kiölfar flóða austur þar. I héruðunum nálægt Nýju Dehli hafa 200.000 manns misst heimili sín og hálft annað hund- rað þúsund í Punjab. Svipað er að segja um fylkin Bengal, Ass- am og Orissa. Flóð eru á vegum og illfært miili borga svo ekki verður komið matvælum þang að sem þeirra er mest þörf. Ekki er vitað með vissu um mannr tjón og eigna, en það er talið mjog mikið. — /jb róttir Framhald af bls. 26. Kúluvarp: 1. Jón Sigurðsson, BSS 12,74 2. Sigurkarl Magnúss. HSS 12’ö7 3. Karl Bjarnason, HVI 12^46 Spjótkast: 1. Emil Hjartarson, HVI 45,94 2. Gunnar Pálsson, HVI 43*77 3. Sigurkarl Magnúss. HSS 43’12 Kringlukast: 1. Sigurkarl Magnúss. HSS 39,51 2. Karl Bjarnason, HVI 36,60 3. Jón Sigurðsson, HSS 35,71 í stigakeppni hlaut HSS 80% Stig, HVI 66 og UMSB 63% st Að lokinni íþróttakeppni fór fram knattspyrnukappleikur milli HSS og Borgarness og vann HSS nieð 1—0. prestsetur fyrir Háteigssókn. Og í framhaldi af því er gert ráð fyrir safnaðarhúsi og er lóð kirkj unnar afmörkuð. Að öðru leyti fer svæðið til Sjómannaskólans. Og svæðinu fyrir neðan skólann og milli hans og Suðurlandsbrautar er haldið opnu vegna skólans, svo líklegt má telja að honum verði gefinn kostur á því líka. Yrði skólalóðin þá 84 þús. fermetrar, að því svæði meðtöldu. — Hestur Frh. af bls. 28 síðan. Ekki getur hann þó hafa festst þá strax. Drengirnir tveir, Jón Haralds- son, 10 ára, og Smári Baldursson, 6 ára, ætluðu að fara að veiða niður við sjó um 7 leytið og héldu þangað frá Brúarlands- hverfinu. í Markholtslandi komu þeir að hestinum, tjóðruðum við staurinn. Var hann með beizli og einteyming og var taumurinn vaf inn um girðinguna. Virtist af um- merkjum líklegra að hann hefði verið bundinn þarna en að hann hefði stokkið yfir girðinguna og fest tauminn sjálfur í upphafi og síðan flækt honum í girðingunni, þannig að hann gat ekki hreyft höfuðið. Drengirnir losuðu hest- inn, sem svalg stórum úr næsta læk, og fóru svo og sögðu frá þessu. Tveir menn, sem vanir eru hestum, fóru niður að girðing- unni. Þeir sáu verksummerkin, traðkað niður úr grasinu í kring- um staurinn, skeifurnar í mold- inni og nagaða staurinn, og einnig rauðskjótta hestinn, en þótti ekki ástæða til að taka hann til hjúkrunar. Morguninn eftir var hesturinn svo horfinn. Það kom í ljós að Benedikt Árnason leikari tapaði fyrir 10 dögum rauðskjóttum hesti með beizli frá sér í nánd við Hrísbrú og hefur leitað hans mikið og víða síðan. Þekkti Benedikt beizli sitt í gærmorgun og leitaði hann I hestsins í allan gæraag, án þess — Eldsvoði Framh. af bls. 28 höfninni. Slökkvilistarfi Iauk um hálfníu-leytið. Hafði það verið erfitt vegna hita og reyks, en engin slys urðu á þeim, er að því unnu. Logandi tjara rann nður veggi skemmunnar, en slökkvi- liðsmönnum tókst að forðast hana. Nú standa aðeins uppi gaflar skemmunnar. Þekjan féll í brun j anum og útveggir, sem klæddir! voru svokölluðu Robertssons- | járni með einangrunarefni á báð um hliðum, brunnu gjörsamlega Er tjónið af völdum þessa bruna því geysimikið, og ófyrirsjáan- legt er, hvenær síldarverksmiðj an, sem þar.na átti að hefja starf- semi sína í haust,. getur tekið til starfa.. Brunavakt var á staðnum í alla nótt. Sjá 3. síðu. að finna hann. Getur hesturinn ekki hafað festst við girðinguna fyrr en nokkuð löngu eftir að | hann tapaðist, hvernig sem það hefur gerzt. — Johnson Framh. af bls. 2. hvítra manna í Suðurríkjunum mjög andsnúinn Johnson forseta vegna mannréttindafrumvarps- ins og mótmælaaðgerða blökku- manna. „Fráhvarf“ kjósenda Gold waters stafar aftur á móti af ó- beit hægfara repúblikana á í- haldssemi hans í skoðunum. Flestir fulltrúar á þinginu voru þó sammála því sem frambjóð- andi flokksins árin 1952 og 1956, Adlai E. Stevenson, sem nú er fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði, en hann komst svo að orði: „Ef við virðum lögin, og látum engum haldast uppi að hafa í frammi ofbeldi og uppþot, ef við sýnum jafnrétti í verki, en tölum ekki bara um það, ef hinir sterku hjálpa hinum veiku og hinir ríku þeim fátæku, verður ekki um neitt „fráhvarf“ að ræða . . . “ Síðustu fregnir herma, að Johnson forseti hafi kallað frétta menn til fundar við sig í Hvíta Húsinu til að lýsa því yfir að hann hafi nú tekið ákvörðun um það hver verði varaforseta- efni flokksins og að hann muni fara til Atlantic City flugleiðis að tilkynna landsþinginu ákvörð un sína. Kvaðst Johnson myndu koma til Atlantic City um kl. 9.15 að staðartíma (klukkan kortér yfir eitt að ísl. tíma) og halda ræðu sína að öllum Skemman logaði öll að innan og mikill reykur og hiti gerðu slökkviliðinu erfitt fyrir. Slökkviliðsmenn í brunarústu num. (Ljósm. Sv. Þ.) (iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiitiiiiimiiiiiimiuiiiiiiiiiiiudiiiiiilHiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiliiiiiiiiui Samsæri gegn Makariosi? = Nicosia, Kýpur, 26. ágúst, AP = Þrjú af fjórum dagblöðum §§ grískumælandi Kýpurbúa S fluttu í dag á forsíðu, fregnir §§ af „samsæri" sem sagt var E að væri stofnað til að undir- S lagi Vesturveldanna og til S þess gert að steypa Makariosi g erkibiskupi úr stóii og setja í = hans stað sem leiðtoga Kýpur = Grikkja, einhvern mann hlynnt l§ an Atlanshafsbandalaginu, §§ sem ganga myndi að Acheson- S áætuninni svokölluðu um §§ lausn Kýpur-deilunnar, en = þeirri áætlun hefir erkibiskup = inn svo sem kunnugt er hafn- = að. Tvö dagblaðanna sem frétt §§ ina birtu eru málgögn hægri S sinna og eitt málgagn komm- = únista. = Engra ,samsærismanna‘ var getið, en biöðin gáfu í skyn, §[ að hér væri um að ræða hægri = sinna fylgjendur ENOSIS 1 (Sameiningar við Grikkland) E sem borið hafa þær sakir á E Makarios, að hann vilj heldur §§ skara eld að sinni köku og §1 vera áfram forseti sjálfstæOs h Kýpur-ríkis en vinna að sam §§ einingu við Grikkland. Eitt §§ blaðanna fullyrti, að blöð á = Vesturlöndum hefðu undirbú = ið fall Makariosar með því a𠧧 sverta hann á prenti og hefðu §§ blöðin jafnframt gefið í skyn = að George Grivas, fyrrum = leiðtogi EOKA andspyrnu- s hreyfingarinnar væri líklegur = eftirmaður Makariosar. Gri- = vas er nú yfirmaður hers §§ Kýpur-Grikkja § HiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiitiiiiiiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiii líkindum skömmu fyrir kl. 2. Aðspurður hvort hann myndi ekki láta varaforsetaefnið vita að hann hefði verið valinn, anzaði Johnson: Ég var nú ekki farinn að hugleiða það. Viðstaddir blaðamannafund forsetans voru öldungadeildar- þingmennirnir Humphrey og Ðodd, sem forsetinn hafði boðað á sinn fund fyrr um daginn. Hvorugur þeirra lét neitt uppi um fyrirætlanir forsetans. Drengur drósl með hesti í gærkvöldi fældist hestur með dreng, Hermann Hermanns- son frá Kolviðarhóli og dró hann fastan í ístaðinu nokkurn spöl. Var Hermann á leið heiman frá sér með systur sinni, er hestur hans fældist af ein- hverjum orsökum og datt ha>nn hann af baki. Festist hann í ístaðinu og' dróst með hestinum yfir grýttan jarðveg áður en ■hann losnaði við hann. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna, og kom í ljós að hann var ekki mik ið meiddur, að vísu hruflaður og eitthvað skorinn, en ekkert brot inn. Honum leið vel í gæirkvöldi. Cleo komin til Kúbu Miami, Florida, 26. ágúst, AP. FELLIBYLURINN Cleo þjösnað- ist áfram yfir mið- og norður- héruð Kúbu í dag og er nú sögð á leið yfir til Flórida. Vindhraði Cleo sem var 225 km á klukku- stund yfir Haiti, þar sem 50 manns biðu bana af hennar völd- um auk þeirra 14 sem fórust á Guadaloupe, minnkaði niður í 120 km. á leið yfir Kúbu. Þó óttast menn að Cleo taki fjör- kipp á leiðinni yfir sundið til Flórida og er þar mikill viðbún- aður til varnar. Kúbanskar veður stofur hafa sent út tilkynningar um för Cleo á klukkustundar fresti og fylgjast menn með þeim af athygli á Miami og þar í grennd. Fidel Castro forsætisráðherra fór í morgun til Camaguey-hér- aðsins þar sem Cleo fór yfir áður, að skoða skemmdir þær sem felli bylurinn hafði valdið. Eru þær sagðar minni en við var búizt og er það þakka varnarráðstöfunum yfirvaldanna, sem m. a. létu flytja fólk á brott úr strandhér- uðunum meðan fellibylurinn fór þar yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.