Morgunblaðið - 29.08.1964, Page 6
6
MORGUN BLAÐIÐ
Laugardagur 29. ágúst 1964
Eírástjin Ctslason:
Togveiöar Eyjabáta
ÞAÐ þykir efalaust bæði laerð-
um og leikum óviðeigandi, að ég
undirritaður, sem er nýfluttur
til Vestmannaeyja, hreyfi á opin-
berum vettvangi því máli, sem ég
hyggst nú fjalla lítillega um í
eftirfarandi grein. En fálæti það,
sem mér finnst starfandi skip-
stjómarmenn hér og hlutaðeig-
andi útgerðarmenn sýna málinu.
vekur hjá mér lóngun til þess að
skrifa um það nokkrar línur, ef
það gæti orðið til þess, að fleiri
sjómenn létu í ljós skoðanir sín-
ar og ekki siður ef einhver okkar
ágætu fiskifræðinga fengjust til
að birta sitt álit.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að þróun sú, sem átt
hefur sér stað í útgerð vélbáta
af stærðinni 40 til 100 rúmlestir
undanfarin ár, er óviðunarxdi. Til
landsins hefur verið keyptur
fjöldi nýrra og glæsilegra skipa,
fullkomnari en jafnframt dýrari
en áður. betta hefur að sjálf-
sögðu valdið því, að erfiðara er
að manna minni og ófullkomnari
báta, sem til eru í landinu. —
Ómögulegt er að viðurkenna, að
bátar þessir hafi lokið hlutverki
sínu sem arðberandi atvinnu-
tæki. Að minnsta kosti ekki þeir,
sem ekki eru orðnir eldri en tíu
ára, að ekki sé talað ur~ hina,
sem lagt hefur verið fjögurra til
sex ára gömlum, vegna þess að
ekki var hægt að manna þá.
Ekkert er eðlilegra og sjálf-
sagðara en að íslenzki fiskiskipa-
flotinn sé hverju sinni eins full-
kominn og kröfur tímans heimta
og vænlegt þykir, svo að starfs-
kraftar hinna fáu íslendinga, sem
enn gefa sig að sjósókn, nýtist
sem bezt. Hitt verður einnig að
athuga, hvort við, þessir fáu sjó-
menn, og hinir, sem njóta góðs
af störfum okkar, höfum efni á
því að kaupa ný skip til landsins
fyrir hundruð milljóna króna og
leggja öðrum — mörgum ágætis-
fleytum —• vegna manneklu.
Verður ekki að finna þessum
bátum starfsgrundvöll, svo að
þeir að minnsta kosti fylli ára-
tuginn, áður en þeim er lagt?
Trúlegt þykir mér það, þótt full-
víst sé, að aðrir viti betur og þá
bezt þeir, sem landsmálum
stjórna og þá um leið bönkum
þeim og öðrum lánastofnunum,
sem til skipakaupa lána.
Hér í Vestmannaeyjum eru
nokkrir tugir báta frá 30 til 70
lestir. Margir eru þeir yngri en
tíu ára, aðrir litlu eldri og enn
aðrir gamlir bátar, en allir nota-
legir til veiða við hæfi. Sumir
eru afbragðsfleytur, eins og
vænta má um nýlega, 50 til 70
rúmlesta báta. Sá er þó hængur
á, að síðan nýju og stærri bát-
unum fór að fjölga, einkum
stærri hringnótarbátunum, er ill-
mögulegt að manna marga eldri
bátana á vertíðinni og útilokað
með öllu á sumrin, nema þá til
togveiða, þar sem hægt er að
komast af með 5 til 6 manna
áhöfn, en við aðrar veiðar þarf
allt að helmingi fleiri mettn. Af
þessum ástæðum hafa útgerðar-
menn og skipstjórar þessara
báta freistazt til þess að gera þá
út til togveiða og reynt með því
að forða sjálfum sér frá fjár-
hagslegu tjóni, sem fáir stæðu
unlir, um leið og þeir koma í
^ i rMi
veg fyrir fjölgun í „íþanghafinu“,
sem sýnist mega telja íslending-
um svipað vandamál og fólks-
fjölgun stórþjóðunum. En eins
og fréttir í blöðum og útvarpi
bera með sér, eru togveiðar
frá Vestmannaeyjum annmörkum
háðar, meðan dugmiklir skip-
stjórar og góðir aflamenn verða
að sætta sig við að vera annan
daginn við störf sín á sjónum, en
hinn sakborningar í réttarsal
bæjarfógetaembættisins hér. Get-
ur hver maður séð, sem sjá vill,
að slíkt ástand er óviðunandi.
Það er ekki að gamni sínu gert
að veiða innan landhelgi, heldur
vegna þess, að hér er um að tefla
lífsafkomu fjölda fólks.
Kunnugir vita, að togveiðarnar
héðan eru einkum stundaðar út
af Vík í Mýrdal, við Reynisdýpi
og út af Ingólfshöfða. Út af Vík
hagar þannig til, að brattur
kantur rís úr hafdijúpinu, og eru
'þarna straumar miklir, sem bera
með sér' alls kyns æti, sem fisk-
urimn fylgir eftir upp í kantinn
og veiðist þá á ýmsu dýpi, en þó
mest frá 60 föðmum og upp á
36 til 40 faðma. Þarna eru nær
allar tegundir íslenzkra nytja-
fiska, og naumast annar en sá,
sem nær því stærðarmarki, sem
sett er um fisk hérlendis, tii þess
að hann nái því að teljast stór-
fiskur, þ. e. ýsa yfir 50 sm og
þorskur 57 sm og þar yfir. Um
annan fisk, sem þarna veiðist,
gegnir sama máli. Hann er allur,
eða nær allur, ofan þeirra tak-
marka, sem sett eru fyrir fisk
fyrsta flokks. Hvað veldur göngu
þessa stóra fisks þarna, veit ég
ekki, en þetta er staðreynd, sem
fiskifræðingar okkar og aðrir
geta sannfærzt um, séu þeir í
vafa, með því að vera með tog-
veiðibátunum, sem þarna veiða.
Veit ég, að margir skipstjórar hér
væru fúsir að bjóða fiskifræð-
ingum okkar í veiðiferð, ríkinu
að kostnaðarlausu.
Nú spyr ég þá vísu menn, sem
þessum málum ráða, hvort það
sé rányrkja að veiða þennan
fisk í botnvörpu, þegar ekki er
rányrkja að veiða hann í drag-
nót eða snurpunót til dæmis eða
hvað amnað veiðarfæri, sem leyft
er að nota til fiskveiða innan
landhelgi? Ég skil það ekki, og
það skilja það ekki margir aðr-
ir, Fyrir hönd okkar, sem ekki
skiljum, vil ég biðja þá, sem
þessu ráða og skilja þetta, að
gefa okkur víðhlítandi skýringu
á því, hvers vegna verið er að
loka þessum svæðum fyrir ís-
lenzkum fiskibátum, og gera
þessi hafsvæði að alifiskabúri,
sem bannað er að nytja á skvij-
samlegan hátt. Ég er vel kunn-
ugur togveiðum fyrir Norður-
landi og veit, eins og raunar allir,
sem þar hafa stundað togveiðar,
að þar hefur farið fram og fer
fram lögvernduð rányrkja, þegar
bæði togarar og togbátar veiða
inn að fjögurra mílna mörkum,
ógrynni af ókyniþroska fiski,
bæði þorski ig ýsu, sem engum
verður að gagni nema múkka og
mávi. Helming aflans er varpað
fyrir borð og flýtur dauður fisk-
ur oft um allatt sjó. Þetta vita
kunnugir, og séu fiskifræðingar
í vafa, þá er auðvelt að sýna
þeim þetta. Ekki er hægt að á-
fellast norðlenzka skipstjóra.
Þetta er lögum samkvæmt. En
verða menn ekki þrátt fyrir þetta
að viðurkenna, að lög eiga að
vera þegnum þjóðfélagsins til
heilla? Er ekki tímabært, að lög
um verndun fiskimiða við ísland
verði lagfærð, svo að þau beri
tilætlaðan árangur? Ég tel það
brýna nauðsyn, og fleiri eru
sama sinnis.
Ekki get ég skilizt svo við
þetta mál, að geta ekki þess, sem
ég tel skipta meginmáli. Sé það
satt, sem fróðir menn halda
fram, að botinvörpur spilli svo
botngróðri, þar sem þær fara
yfir, að líkast sé akri eftir engi-
sprettufaraldur, og hafi í för með
sér eyðileggingu uppeldisstöðva,
væri bæði óráðlegt og skaðlegt
að leyfa slíkar veiðar á hrygn-
ingar- og uppeldisstöðvum nytja-
fiska. Hins ber að geta hér, að á
aðalveiðisvæðum Eyjabáta er
nær einvörðungu sandbotn, sem
lítill sem enginn botngróður
þrifst á, enda er sandurinn á sí-
felldri hreyfingu bæði vegna
sjávarfalla og strauma og vegna
framburðar stórfljóta. Yíðast
hvar annars staðar við suður-
strönd landsins er þessu á annan
veg farið. Þar er botn fastari og
gróður stöðugur. Þar gæti verið
stórskaði af því að veiða með
botnvörpur og jafnvel dragnót.
Að þessu athuguðu sést, að
skaði ætti enginn að vera af þvi
að opna umrædd veiðisvæði fyrir
botnvörpubátum Eyjamanna og
ef til vill víðar við landið, þar
sem svipaðar eru aðstæður, enda
er hér um mikið hagsmunamál að
ræða.
Núverandi ástand er óviðun-
andi. Lagfæring verður að fást.
svo að hægt sé að gera fyrr
nefnda báta út, báta sem ekki
verða gerðir út á aðrar veiðar
vegna manneklu, en gætu fært
björg í bú.
Kristján Gíslason.
Eftir að grein þessi var rituð,
hef ég talað við fiskifræðing, sem
lýsir sig hlynntan skoðunum
þeim, sem ég hefi í lijós látið.
K. G.
*
-í
Eins og fram hefur komið í auglýsingu er Hafskip hf. að hefja reglubundnar siglingar frá Kaup-
mannahöfn til íslands einu sinni í mánuði. Fyrsta ferðin er fyrrihluta september frá Kaupmanna-
höfn. Skipið, sem þessar ferðir fer er ms. Rangá, seð einnig hleður vörur í Gdynia og Gautaborg í
sömu ferð. Umboðsmenn félagsins í Kaupmannahöfn eru E. A. Bendix & Co., A/S, Store Kongens-
gade 47, Kaupmannahöfn.
Sjónvarp og samkeppni
Þá ætla þeir að hefja undir-
búning að stofnun íslenzks sjón
varps, ráða skrifstofustjóra —
og sennilega fleira starfslið. Það
er útvarpið, sem undirbýr mál-
ið og manni skilst, að þessi tvö
fyrirtæki verði nátengd í fram-
tíðinni. Sjálfur efast ég um að
heppilegt sé að hafa bæði fyrir
tækin undir sama hatti og ég
hef heyrt marga lýsa sömu skoð
un.
Sennilegt er, að útvarpið geti
á margan hátt aðsoðað við að
byggja undir væntanlegt sjón-
varp, en æskilegast væri vafa-
laust að láta þessar tvær stofn-
anir keppa um hylli almennings.
Þau eru harla fá opinberu fyrir-
tækin, sem eiga kost á hylli al-
mennings. Og samkeppnin held
ég að auki möguleika beggja
stofnanna.
Tæknin — aðalatriðið
Sjónvarpið þarf nýja starfs-
krafta, nýtt blóð, nýjar hug-
myndir. Það þarf að byrja á að
senda lítinn hóp ungra og á-
hugasamra tæknimanna út af
örkinni, senda þá til náms er-
lendis. Oig það þarf að gera hið
bráðasta ásamt mörgu öðru, ef
sjónvarpið á að hefjast eftir
tvö ár. Nokkrir íslenzkir sjón
varpsmenn starfa við stöðina á
Keflavíkurflugvelli og þætti
varla óeðlilegt að notfæra sér
þeir eru fúsir til starfa.
Annars ætla ég ekki að fara
að segja sjónvarpsstjórninni fyr
ir verkum . En óg óttast, að
þekkingu þeirra og reynslu, ef
tæknimálin, sem eru í raun-
inni aðalatriðið, falli í skugig-
ann fyrir „stóru“ embættunum
hjá væntanlegu sjónvarpi.
Siglufjörður
Nú flykkist fólkið heim aft-
ir síldarvertíðina og margir
hafa haft fremur rýrar tekjur,
einkum þeir, sem ekki gerðu
annað en salta síld. Ef nú
kæmi aflahrota og allt fylltist
af söltunarhæfri síld, yrði megn
ið af henni sennilega að fara
til bræðslu eins og fyrri dag-
inn, því á höfnunum fyrlr aust
an eru heimamenn víða einir
eftir til að verka aflann.
Illa hefur síldarbærinn, sjálf
ur Siglufjörður, farið á mis við
allt gamanið í sumar — og
mun þar umhorfs eins og í hálf
yfirgefnum gullgrafabæ. Það
er enginn ný reynsla á íslandi,
að erfitt sé að treysta á síld-
ina, hvað þá heldur að byggja
allt á henni. En frekari nýting
á aflanum mundi hins vegar
skapa mikla atvinnu á þessum
útgerðarstöðum. Ég segi ekki,
að slíkum atvinnurekstri sé,
hægt að koma á fót á svip-
stundu. En einhvern tíma verð
ur að byrja.
Kraf taverkaf æðan
í rauninni er síldarmarkaður
inn mjög þröngur, því að síld-
ar er neytt á tiltölulega mjög
litlu landsvæði og mér er sagt,
að neyzlan fari minnkandi með
betri efnahag viðkomandi
þjóða. Sjálfir ættum við ekki
að undrast þetta, þótt hér sé
orðin venja að tala um ,,ís-
lenzku síldina“ eins og ein-
hverja kraftaverkafæðu — i
gæðaflokki, sem hafinn sé yfir
allt annað. Við skulum bara
líta í eigin barm. Háma Islend
íngar þetta „sælgæti" í sig?
Nei, ekki aldeilis. En þeir
borða enskt súkkulaði-kex þótt
dýrt sé.
Spurningin er hins vagar sú.
hvort hægt sé að framleiða
einhvern annan mat úr síldinni
— mat, sem hægt sé að finna
markað fyrir utan þessa alda-
gamla síldarneyzlusvæðis. Með-
an íslendingar gera engar at-
huganir á þá átt er óhætt að
segja, að margt sé ógert.
Leiðrétting
í gær féll niður hluti af
tveimxir setningum úr síðustu
klausunni hér í dálkunum. Þar
átti að standa: ....ég tel það
skyldu hvers og eins gagnvart
samfélaginu að vara við öku-
föntum, sem ekki stofna að-
eins sjálfum sér í hættu, held-
ur líka lífi og limum allra
þeirra, sem um götur borgarinn
ar aka. Það þýðir lítið að góna
upp í loftið og vandræðast yfir
ört fjölgandi slysum, snúa sér
síðan á hina hliðina og halda á-
fram að sofa.
ELDAVÉLAR
ELDAVÉLASETT
GRILL
Sjálfvirkt hita- og
timaval.
A E G - umboðið
Söluumboð:
HÚSPRÝÐI HF.