Morgunblaðið - 04.09.1964, Page 3
Föstudagur 4. sept. 1964
MOHGUNBLADIÐ
3
EKKI eru allir jafn ernir og
fullir af vinnuþreki og Hage-
rup Isaksen, 77 ára gamall
maður, sem vinnur þessa dag-
ana að því að gera við þak
Herkastalans í Reykjavík.
Hagerup stendur daglangt
uppi á þakinu og skiptir á
gömlum þakhellum og nýjum,
horfir öðru hverju niður á
götuna fram af þakskegginu
og lætur sér hvergi bregða.
Um lærið hefur hann bund-
inn vað, sem gæti haldið hon-
um ef honum kynni að skrika
fótur, en til lofthræðslu
kveðst Hagerup aldrei hafa
fundið. Ókunnugir mundu
sennilega telja hann milli 55
ára og sextugs.
„Hvernig datt þér í hug að
flytja frá Noregi til íslands?“
spurði blaðamaður Morgun-
blaðsins, er hann hitti Hage-
rup í gær.
„Það gerir konan. Hún er
sko íslenzk. Ég kom til Siglu-
fjarðar á síldarbáti fyrir
löngu. Jacobsen útgerðarmað-
ur stóð á bryggjunni, þegar
við vorum að landa. Jacobsen
var skrambi góður fýr. Hann
sagði við okkur, þegar búið
var að landa, viljið þið ekki
koma og líta á stelpurnar
Hagerup Isakseu skiptir um þakhellur á Herkastalanum.
starfað við lagningu þak-
hellna á sumrin síðan og við
höfnina á veturna. Þó var ég
tvisvar skamman tíma á tog-
urum, fyrst á Braga, sem sökk
í stríðinu og svo á Draupni
gamla."
„Hefurðu aldrei séð eftir
því að hafa flutzt til íslands?"
„Nei, aldrei. Mér hefur lík-
að prýðilega hér í Reykjavík
allt frá fyrstu tíð. Ég hef ekki
kynnzt nema góðu fólki og
hér er alltaf nóg vinna, fyrir
þá, sem á annað borð nenna'
að vinria. Systkini mín reyndu
að fá mig aftur til eftir stríð-
ið, en mér datt ekki í hug að
fara héðan. Ég á heima á ís-
landi.“
„Varstu alltaf til sjós, áður
en þú komst til íslands?"
„Já, ég var í allskonar sjó-
mennsku. Á fiskibátum, sel-
föngurum, hvalföngurum og
flutningaskipum. Ég þvældist
til Grænlands, Spitzbergen og
um allt. Svo réðist ég til Sam
einaða danska gufuskipafé-
, lagsins og var í siglingum
milli Bandaríkjanna, Suður
Ameríku, Frakklands, Spánar
og fleiri landa. Þá var maður
ungur og var óskaplega
skemmtilegt, en við skulum
alls ekki fara að segja neitt
nánar frá því.“
„Hvernig ferðu að því að
vera svona unglegur? Hefurðu
aldrei orðið veikur?"
„Jú, ég var veikur fyrir
nokkrum árum, þegar ég var
að vinna suður í Hafnarfirði.
Þá fékk ég snert af hjarta-
slagi og datt niður á stein-
gólf í húsi, sem var í bygg-
77 ára gamall- og klífur þök
SpjáHað við Hagerup Isakseai
mínar? Við gerðum það. Svo
sagði hann við mig, viltu ekki
fá þér eina? Og ég gerði það.
Konan mín heitir Margrét
Markúsdóttir og er ættuð úr
Fljótshlíð. Hún fór út með
mér um haustið heim til
Tromsö. Þetta gerðist fyrir 42
árum og elzti sonur minn,
Óskar, leigubílstjóri í Reykja
vík, er 41 árs.“
„Hvenær ákvaðstu svo að
flytjast til íslands?"
„Það var fimm árum seinna
og fyrir 37 árum fluttumst
við hjónin til Reykjavíkur.
Við höfum búið að Ásvalla-
götu 63 síðan og þar hafa börn
in okkar sjö alizt upp.
„Hvaða vinnu stundaðir þú
fyrst?“
„Ég var svolítið á togurum.
Fýrst á Júpíter. Svo lenti
ég í voðalegum sjávarháska
skammt norðan við Hull. Það
voru fjörutíU skip á þessum
slóðum á leiðinni með fisk til
Hull. öll leituðu vars, nema
Júpiter og enskur togari, sem
komust alla leið, en við mjög
illan leik. Sjórinn gekk yfir
skipið frá stafni og aftur fyr-
ir skut. Ég hafði aldrei séð
neitt þessu líkt, þótt ég hefði
siglt um allt Atlantshaf frá
því að ég var 12 ára. Mér varð
svo mikið um þetta, að ég
fékk hálfgert taugaáfall.
Þegar heim kom leitaði ég
læknis, sem ráðlagði mér að
leggja sjómennskuna á hill-
una, þar til ég hefði jafnað
mig eftir áfallið.“
„Hvað fórstu þá að gera?“
„Ég réði mig i vinnu hjá
Nikulási Friðrikssyni og fór
að fást við steinlagningu,
einkum á þök. Fyrst vann ég
við byggingu Herkastalans og
hef síðan séð um viðgerðir á
þaki hans. Ég hef að mestu
— Togliatti
Framh. af bls. 1
— að skortur sé á frjáls-
ræði í kommúnistaflokkunum
í Rússlandi og mörgum öðr-
um löndum undir stjórn
kommúnista og þar eimi enn
eftir af áhrifum Stalin-tím-
anna.
— ný tillaga Togliattis um
fund allra kommúnistaflokka
heims sem með völd fari til
þess að ræða sambúð sósíal-
isma og lýðræðis „til þess að
eyða öllu því sem eftir er úr
fortiðinni án ótta eða hræðslu
við að taka upp nýja báttu,
ingu. Þarna lá ég í 4% klukku
stund, þangað til kunningi
minn kom að mér. Ertu nú
loksins orðinn veikur, spurði
hann. Já, nú er ég veikur,
sagði ég. Það stóð heima, því
að ég var frá vinnu 1 tvö ár.
Annars hef ég bara fengið
kvef eins og gerist og gengur.
Núna hef ég það gott, eh mað-
ur verður dálítið þyngri með
aldrinum."
„Smakkar þú áfengi?"
„Já, mér þykir ágætt að
bragða vín, en ég hef aldrei
verið neitt mikið fyrir að
drekka of mikið af því.“
„Þú reykir ekki, en hefurðu
nokkurn tíma reykt?“
„Reykt!“ n'ú skellur Hage-
rup upp úr. „Ég reykti 3
pakka af sígarettum á dag
með pipu og munntóbaki, þar
til Björn Gunnlaugsson, lækn
ir taldi mig á að hætta, fyrir
tíu eða tólf árum. Það er ein-
hver versta raun, sem ég hef
þurft að þola. Mig langaði' í
sígarettur í 2 ár, en lét aldrei
eftir mér að taka neina, því
að ein hefði nægt til að koma
mér á sama sporið aftur.
Sennilega hefði ég farið að
reykja 4 pakka á dag ásamt
pípunni, til þess að vinna upp
tímann, sem ég tapaði úr.
— Uoks leggur Togliatti til,
að kommúnistaflokkar Vest-
ur-Evrópu skuli látnir alger-
lega sjálfráðir gerða sinna og
verði þeir einungis ábyrgir
gagnvart verkalýð síns
eigin lands og mælir með ráð-
stefnu kommúnistaflokka
Evrópu og Afríku, sem ekki
fari með völd í löndum sínum
til þess að ræða þetta nánar.
í minnisblöðum þessum
leggur Togliatti því til, segir
I/Espresso, tvær alþjóðlegar
ráðstefnur, aðra fyrir komm-
únistaflokka þá sem með völd
fari og hina fyrir þá sem ekki
sitji í stjórn.
Hagerup segist aldrei vera lofthræddur.
(Ljósm. Stefán Nikulásson).
STAKSIEINAR
Þegar Tíminn
fjallar um siðgæði
Tíminn ræðst í gær á Mbl.
með miklu offorsi og segir Mbl.
„hafa lagzt lægst allra blaða á
íslandi" og hvorki meira né
minna en „reist siðgæðinu þá
níðstöng, sem það hafði eitt blaða
innræti til að gera“.
Hvað hefur svo Mbl. til saka
unnið, að Tíminn skuli nú velja
því þær nafngiftir, sem blaða-
lesendur hafa fyrir löngu tengt
nafni Tímans?
Undanfarna mánuði hafa sum
blöð fjallað nokkuð um mála-
ferli nokkur og hafa þau skrif
ekki verið blóm í hnappagati
sannarar blaðamennsku né vand-
aðs fréttaflutnings. Hefur Mbl.
því ekki þótt ástæða til þess að
taka þátt í slíkum skrifum, sem
að mestu hafa verið endurprent-
anir upp úr sjaldséðu vikublaði.
Hefur ýmsa jafnvel grunað, að
vikublað þetta væri að bjarga
fjárhag sínum með þessum
„fréttaflutningi“, enda er nú
sýnt að tilgangurinn átti að helga
meðalið hjá þeim fínu mönnum,
sem að þessum blaðaskrifum
stóðu.
Þá er það, að á dögunum er
Morgunblaðið beðið fyrir birt-
fc)gu á yfirlýsingu um málið.
Mbl. birtir síðan yfirlýsingu
þessa athugasemdalaust, enda er
hún undirrituð af aðila í málinu.
Níðstöng íslenzkrar
blaðamennsku
Tíminn er ekki spar á óhugn-
anleg lýsingarorð. Það skal blað-
ið þó vita, að það þarf meira
til þess að vera niðstöng íslenzkri
blaðamennsku. Það þarf þó ekki
nema lesa einn árgang af Tím-
anum til þess að sjá, að sam-
keppnin er hörð um þann titil!
Jafnvel þessi smáklausa og árás
á Mbl. í Tímanum í gær sýnir,
að þar eru slíkir rógsfræðingar
á ferð, að vonlaust má telja, að
önnur blöð ræni titli Tímans í
bráð, níðstöng íslenzkrar blaða-
mennsku. Ekki er þess heldur að
vænta, að baráttan harðni, fyrr
en helzti hælbítur kommúnista-
blaðsins snýr aftur úr pílagríms-
för sinni til Kína, þar sem „ó-
sannsögli", „ábyrgðarleysi“ og
„óheiðarleiki" ráða ríkjum, að
sögn sendiráðs Sovétríkjanna
hér.
Greinir ábyrg blöð
frá sorpblöðum
Eitt virðulegasta og áreiðan-
legasta blað heimsins er banda-
ríska dagblaðið The New York
Times. Ritstjórum Timans þyk-
ir oft henta, að þýða upp úr
Times í blað sitt og ber það efni
af öðru því, sem ritað er í Tím-
ann. Ritstjórum Tímans virðist
hins vegar hafa sézt yfir kjörorð
N. Y. Times, en það stendur dag-
lega skráð við hlið nafns blaðs-
ins á forsíðu. Kjörorðið er: „All
the News That’s Fit to Print“:
Allar fréttir, sem hæfa þykir að
prenta. Þetta er merkt takmark,
enda greinir það sauðina frá
höfrunum, greinir ábyrg blöð frá
sorpblöðum.
Tíminn ætti að kynna sér þetta
kjörorð og tileinka sér. Það er
ekki ábyrg blaðamennska, að
prenta hvers konar sorp, níð og
árásir. Það er ekki ábyrg blaða-
mennska að prenta hvers konar
dylgjur og aðdróttanir að ein-
stökum borgurum, það eru ekki
„fréttir, sem hæfa þykir að
prenta“.