Morgunblaðið - 04.09.1964, Qupperneq 24
24
MORGUN BLAÐIÐ
Föstudagur 4. sept. 1964
HERIUINA BLACK:
Eitur og ást
X. — Halló fagra ungfrú. 2. — Halló....
í>egar máltíðinni loksins lauk
setlaði Corinna að hafa sig á
burt, en prófessorinn tók í hana
og hélt aftur af henni. I>ó hann
væri oft talsvert viðutan, hafði
hann tekið eftir háttalági Söndru
og líkaði það ekkí. Hann reyndi
ekki að finna neina afsökun á
framferði hinnar fögru konu
sinnar, og hann var gramur út
af því að sjá Simon Zenoupous,
sem gest á heimilinu.
— Komið þér og fáið kaffi-
sopa með okkur, sagði hann við
Corinnu. — Ég kom ekki heim til
að vinna í dag, heldur til að
vera latur.
Hún leit á hann og brosti. —
Mig langar til að Ijúka við að
vélrita það, sem ég á eftir, — ann
ars verð ég ekki búin með það
þegar þér farið að lesa mér fyr-
ir næst.
— Því er óhætt, sagði hann og
togaði hana með sér út á svalirn
ar, að kaffiborðinu. Þar sleppti
hann henni og settist hjá konu
sinni.
Wrayman dró fram stól handa
Corinnu, en settist sjálfur á stein
garðinn meðfram svölunum.
— Hvernig líður yður í hend-
inni spurði Corinna. — Verkj-
ar yður mikið í hana?
— Það er ekki umtalsvert,
sagði hann. — Ekki nema svo-
lítil skráma. En næst þegar ég
ek með frú Lediard, vil ég held
ur stýra sjálfur.
— Hversvegna? Hún hefur
gaman af að stýra bíl.
— Já, vafalaust. En þó ég hafi
lítinn áhuga fyrir þessari tilveru,
vil ég enn síður fara að grúska
í þeirri næstu — ekki fyrst um
sinn. Þó ég gæti vitanlega feng-
ið blóðeitrun og komizt yfir
landamærin á þann hátt.
— En þér hefðuð ekki þurft
að fara bílandi til frú Glenist-
er.
— Þér getið sagt það, en þér
voruð heppin að sleppa í tæka
tíð. Sandra vildi endilega aka
mér og Ferguson eitthvað fyrir
hádegið. Þannig mættum við
þessum dökkhærða manni þarna.
Það lá við að hún æki beint á
hann. Það hefði ekki gert neitt
til þó hún færi hratt, ef hún væri
ekki svoddan klaufi við stýrið
• • •
— Hún getur heyrt til yðar,
hvíslaði Corinna.
Hann yppti öxlum. Það gerir
ekkert til. Hún veit hvaða álit
ég hef á henni — nákvæmlega
. . . Og svo kom þetta mók á
hann, sem hann átti vanda til.
Það var líkast og þetta þagnar
mók hans væri smitandi, því að
innan skamms voru allir þagn-
aðir. Corinna leit upp og Blake
horfði á hana. Það var eitthvað
í augnaráði hans sem ruglaði
hana. Hún brosti hikandi. Hann
brosti á móti, en í sömu and-
ránni rauf Zenoupous þögnina:
— Vel á minnst, Ferguson
pasja-, komust þér að því hver
hann var, þessi bófi, sem ætlaði
að myrða yður?
18
Blake Ferguson hnyklaði brún
irnar og röddin var hikandi er
hann svaraði: — Ja-á, í rauninni
komst ég að því.
— Nei, er það satt? sagði
Zenoupous og hallaði sér fram
í stólnum. — Á ég að trúa því,
að lögreglan hafi náð í hann?
— Já, það er einmitt það sem
ég var að segja, sagði Blake og
horfði fast á hann.
— Flugumaður? Æ, segið þér
okkur frá þessu!
— Þetta var geðveikur maður,
sem reynda að reka hníf í mig,
sagði Blake. — Og 1 rauninni
er ekki meira um það að segja.
— Afsakið þér, sagði Zenou-
pous, en ég held að þér gerið of
lítið úr þessu. Svo sneri hann
sér að Söndru og sagði: — Ég
fullyrði að það sé stórviðburður,
þegar ráðizt er á frægan mann
og ung stúlka bjargar lífi hans.
Ungfrú Langly hefur auðsjáan-
lega verið of hæversk til þess
að segja ykkur frá þessu sjálf.
— Hvað eruð þið að segja?
spurði prófessorinn. En áður en
Corinna gat svarað tók Blake
fram í:
— Það er ekki vegna þess að
ég meti ekki til fulls snarræði
ungfrú Langly, að ég hef ekki
sagt frá þessu. En það er
alveg rétt að hún bjargaði lífr
mínu . . .
Og Corinnu var nauðugur einn
kostur að sitja þegjandi og hlusta
á, meðarTBlake sagði í fáum orð
um frá atburðinum.
— Þetta finnst mér skammar-
legt! hrópaði Sandra. — Við höf
um ekki haft hugmynd um, að
hér býr hetja undir okkar þaki!
Corinnu langaði til að gefa
henni utanundir.
— Er þetta virkilega satt, að
þér hafið barið manninn niður?
hélt Sandra áfram.
-— Ég gerði ekki annað en það,
sem hver manneskja hefði gert
í mínum sporum, sagði Corinna,
skýrt og skorinort. — Þetta er
ekki umtalsvert, og ég kýs helzt
að ekki sé talað um það.
Hún sneri sér að Blake og
spurði: — Náðu þeir í manninn?
— Já, þeir gerðu það.
— Og fenguð þér að vita hvað
gekk honum til að myrða yður?
spurði Zenoupous.
— Já, þeir komust að því — og
ýmsu fleiru. í rauninni varð
margt athyglisvert uppvíst í sam
bandi við þetta. Og þessi kunn-
ingi okkar, sem hét Mustafa og
var tyrkneskur, reyrúr aldrei
að fremja morð aftur.
— Eigið þér við að hann verði
tekinn af lífi? spurði Zenou-
pous. — En . . .
— Ég á við að hann hefur
þegar verið tekinn af lífi, sagði
Blake. — En yfirvöldin gerðu
það ekki. Þegar fangavörðurinn
kom í klefann til hans morgun-
inn eftir, var hann dauður.
— Einmitt það? sagði Zenou-
pous og hallaði sér aftur í stóln-
um en andlitið var áberandi fölt.
— Hann hefur þá tekið eitur?
— Nei, hann var stunginn til
bana, svaraði Blake.
— Hvað var ögreglan að hugsa
að láta hann bera vopn á sér?
spurði prófessorinn forviða.
— Hún lét hann ekki hafa
nein vopn á sér. Hún leitaði á
honum. Það var óhugsandi að
hanh hefði falið nokkurt vopn á
sér. En samt stóð rýtingurinn í
honum — milli herðablaðanna.
Og af því að þetta var enginn
fimleikamaður, er óhugsandi að
hann hafi getað rekið rýtinginn
í bakið á sjálfum sér . . . Blake
horfði framan í Zenoupous óg
hélt áfram: — Það gerði reynd-
ar ekki mikið til þó hann væri
drepinn. Aldrei þessu vant höfðu
orðið mLstök í valinu á flugu-
manninum. Við fengum ýmsár
upplýsingar hjá Mustafa áður en
hann var drepinn. Ef við náum
í svolítið ítarlegri fregnir, þá er
erindi mitt meirá en hálfnað —
svo að segja fullkomnað.
— Eigið þér við að þér hafið
komizt að því, hverjir standa
bak við þetta — hverjir höfuð-
paurarnir eru?
— Það er kannske of snemmt
að fullyrða það ennþá.
Zenoupous varp öndinni. Svo
fór hann að hlæja. — Þó að þér
séuð duglegur, vinur minn, þá
held ég að þér verðið að fara
fyrr á fætur ef þér eigið að kom
ast fyrir ræturnar á þessu, því
að þær ná auðsjáanlega mjög
langt.
— En hvað þetta er spennandi
gall Sandra fram í. — Það eru
eiturlyf sem um er að ræða, er
ekki svo, herra Ferguson? Ég
reyndi að færa þetta í tal í morg-
un, en þá þögðuð þér eins og
steinn. En ég verð hreint og
beint að fá að vita, hvað um er
að ræða. Hversvegna er verið að
reyna að drepa yður?
— Af því að þeir vita, að ef
það verður ekki gert, spilli ég
fyrr eða síðar gamninu fyrir
þeim, svaraði Blake.
— Getið þér ekki skýrt þetta
betur fyrir okkur? Svo að ég
skilji hvernig í því liggur.
— Það kemur undir því, hvað
það er, sem þér viljið vita, frú,
sagði hann.
— Ég vil vita allt. Hvaða menn
eru þetta?
— Það eru alþjó.ðlegír eitur-
lyfjabraskarar. Á stríðsárunum
dró úr aðgerðunum hjá þeim,
en nú eru þeir í fullu fjöri aft-
ur. Það er sérstaklega slæmt
hérna í nálægum löndum og í
Austur-Asíu, þar sem hasjisj og
ópíum eyðileggur fjölda fólks á
líkama og sál. Við vorum um
eitt skeið nærri því búnir að
komast fyrir ræturnar á þess-
um ófögnuði — að minnsta
kosti höfðum við orðið talsvert
eftirlit með bófunum. En nú verð
um við að hefja nýja sókn og
komast lengra. Það er ekki að-
eins í austurlöndum sem þessi
plága gengur. Eiturlyfjunum er
smyglað um allan heim. Það er
engum vafa bundið að aðeins
einn maður stjórnar öllum þess
um ófögnuði og þann mann verð
um við að finna.
— Þetta er eins og spennandi
glæpasaga, sagði Sandra óg hló.
— Hann faðir minn hefur afar
gaman af þesskonar bókum, og
þegar ég var unglingur stalst ég
í þær. Það var afar rómantiskt!
Mér er sem ég sjái sjálfa mig sem
eina af þessum svarthærðu drós
um með gljárauðar varir. Þær
nota vindlingamunnstykki úr
jade, og þær smygla eitrinu í
varalitarbauknum eða skóhæln-
um.
En Blake brosti ekki. — Raun
veran er hvorki litskrúðug né
rómantisk, sagði hann. — Hún er
blátt áfram ljót og hryggileg.
Eiturlyfjaverzlun er ekkert ann
að en verzlun með mannssálir.
Og mennirnir — og margar kon
urnar, er ég hræddur um — sem
standa að þessu, eru miklu meiri
glæpamenn en venjulegir morð-
ingjar, sem aðeins murka lífið
úr líkamanum.
Hann talaði svo blátt áfram
og æsingarlaust um þetta, að orð
hans urðu meir sannfærandi en
ella, og jafnvel Sandra varð al-
varleg.
— Þér eruð staðráðinn í að
uppræta þessi samtök? spurði
Zenoupous. — Og þér álítið að
þér séuð loksins kominn á spor-
ið?
— Hárviss, sagði Blake rólega.
— Hver svo sem það var, sem
áformaði að drepa mig við dyrn-
ar á Shepheards Hotel, þá hjálp-
aði hann mér vel, og ég er hon-
um þakklátur.
— Ég óska yður til hamingju,
sagði Zenoupous og stóð upp. —
En nú verð ég því miður að yfir-
gefa þetta skemmtilega fólk. Ég
vona að mér veitist sú ánægja
að fá að sjá ykkur öll heima hjá
mér einhverntíma í næstu viku.
Við verðum að gera okkur veru
lega glaðan dag, og vinir okkar
af flugstöðinni verða auðvitað að
koma líka, og yfirleitt svo margir
vinir sem ég get náð til.
— Það er vinsamlega boðið,
sagði prófessorinn af viðeigandi
kurteisi. — En hvað mig sjálfan
snertir þá . . .
— Nei, heyrðu nú góði, greip
Sandra fram í. — Þú skalt láta
mig ráða því. Við hlökkum til að
koma, herra Zenoupous.
— Og ungfrú Langly — og þér,
Ferguson pasja? Og hr. Wray-
man?
— Já, þökk fyrir, við komum
öll, svaraði Sandra. — Ég skal
sjá um það.
— Ég ætla að skrifa frú Glen
ister og bjóða henni, sagði Zenou
pous.
— Ég held að þér ættuð ekki
að gera ráð fyrir að hún komi,
sagði Blake þurrlega.
— En þér, þá?
— Jú, þakka yður fyrir, ef ég
verð hér um það leyti.
Corinna varð hissa. Hún skildi
ekki hversvegna hann tók boð
jnu. Henni datt ekki í hug, að
hún gæti verið ein ástæðan til
þess.
— Þá held ég að við ættum
að dagsetja þetta á miðvikudag-
inn, sagði Zenoupous og ljómaði
af gestrisni.
Svo hneigði hann sig djúpt fyr
ir öllu fólkinu og fór. Sandra
fylgdi honum niður þrjú þrepin
niður í garðinn, þar sem bíllinn
hans stóð.
— Kannske þú fýlgir honum
út, Blake? sagði prófessorinn
lágt. Svo sneri hann frá og fór
inn.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allat> Eyjaf jörð
og víðar.
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins á Akureyri er Stef-
án Eiríksson.
KALLI KUREKI
->f -
-K- —■K-
Teiknari; J. MORA
— Ég er kallaður Brandur, af því
að pókerspilamennskan mín er alveg
brandari.
— Ég hef verið kallaður Gamli
Skröggur svo lengi, að ég er naestum
búinn að gieyma mínu rétta nafni.
Jæja byrjum og þú gefur!
— Ég tapa alltaf. Þetta fer allt í
vaskínn hjá mér. Þú átt að segja
fyrst, segir Brandur og síðan sökkva
þeii félagar sér niður í spilamennsk-
una.