Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 1
2íf siOiiii •1. árgangur 211. tbl. — Fimmtudagur 10. september 1964 Prentsmiði^ IMorgunblaðsins ,.Dóra^ veldur miklu tfoni ■ Florida Búizt við að felli- bYlurinn gangi inn yfir austurströnd USA Jacksonville, Florida, 9. sept. (AP-NTB) FELLIBYLURINN ,.Dora“ nálgast í dag strendur Florida og hefur þegar valdið mik’u eignatjóni í borgunum Jack- sonville og St. Augustine. — Flóðöldur brutu niður varnar- garða og á götum borganna var mittisdjúpur sjór. — Er þetta í fyrsta skipti svo vitað sé að fellibylur gengur yfir. þetta landsvæði. Þúsundir íbúa á svæðinu þar sem búizt er við að fellibylurinn gangi yfir, hafa verið hvattir til að yfirgefa heimiii sín og leita hælis í öðrum borgum og í hjálp- arstöðvum Rauða krossins. Bjugg ust talsmenn Rauða krossins við um 100 þúsund flóttamönnum. Talið hafði verið að „Dora“ gengi yfir Kennedyhöfða á Flor- ida, en nú þykir útséð um að feilibylurinn fer austar, og komst vindliraðinn á Kennedyhöfða að- eins upp í um 90 kílómetra. En mesti vindhraðinn í fellibylnum er um 200 kílómetrar. Er fyrir- sjáanlegt að fellibylurinn fer yf- e~ ir Georgia- og Carolina-ríki. Bandaríska veðurstofan segir að ótriilega mikill sjógangur fylgi fellibylnum og valdi miklum usla við ströndina. Hafa þegar verið rofin skörð í varnargarða við Jacksonville og St. Augustine og sjórinn flætt inní hundruð húsa á þessu svæði. Rússar að- vara Japani Fjöldi repúblikana kýs Lyndon Johnson frekar en Goldwater Meiri sundrung 1 undaníarna EFTIR að Lyndon B. Johnson, forseti, var kjörinn frambjóð- andi demókrata við forseta- kosningarnar í Bandaríkjun- um í haust fór hann þess á leit við blaðamenn að kannað yrði hve mikill hluti þeirra, er fylgt hafa repúblíkönum, hefðu snúið baki við flokkn- um vegna framboðs Gold- waters. Gallup-stofnunin hefur orð- flokknum nú en þrjá áratugi ið við þessari ósk forsetans, og niðurstaðan er sú að mun fleiri repúblíkanar hafa yfir- gefið flokk sinn nú en við undanfarnar sjö forsetakosn- ingar. Segir Gallup-stofnunin að tæpur þriðjungur kjósenda Repúblíkanaflokksins, nánar tiltekið 27%, hyggist skipta um flokk. Barry Goldwater, öldungadeild arþingmaður, mun á næstu vik- um einbeita sér að því að reyna að ná til þessara manna og fá þá til að halda tryggð við flokkinn. Samkvæmt fyrri reynslu munu margir hverfa aftur heim til föð- urhúsanna. En hvort Goldwater tekst að skapa einingu innan flokksins á eftir að sýna sig. Eins og er stendur hann langt að baki Richards Nixons í þessum mál- um. Um svipað leyti fyrir fjórum árum, þegar Nixon var að hefja baráttu sína fyrir forsetakosning- arnar, sýndu skoðanakönnun að 90% flokksmanna fylgdu honum að málum, en nú nýtur Goldwat- er aðeins fylgis 62%. Framh. á bls. 2. IIM síðustu mánaðamót voru 25 ár liðinn frá því heimsstyrjöldin síðari hófst m*eð öllum sínum ógnunum og sorgum. Menjar um þann mikla hildarleik er víða að finna. í fjörunni á Seltjarnar neisi má sjá tvö virki, með skotraufum sem vita út á Skerjafjörðinn. Þar dvöldust synir stríðandi þjóðar langa daga og nætur, reiðubúnir til að taka á móti óvininum, ef hann birtist. Kyrrð hvílir nú yfir virkj- unum, sem eru hu'in til hálfs af gróðrinum, en út um skotraufirnar má greina Keili og fjöllin á Reykjanes- skaga í gegn um hávaxið grais og puntstrá. Ljósm.: Ól.K.M. Moskvu, 9. sept. — AP — COVÉTST J ÓRNIN birti í dag urðsendingu, sem hún hefur sent ■djórn Japans. Þar eru Japanir varaðir við því að ef bandarísk- •r herstöðvar í Japan eru notað- •r til hernaðaraðgerða gegn N- Vietnam, geti Japanir átt það á hættu að dragast inn í styrjöld. Segir Sovétstjórnin að stjórnin f Japan beri mikla ábyrgð á versn andi ástandi í Suðaustur-Asíu og á árekstrunum á Tonkin,flóa. — Segir síðan í orðsendingunni: „Með tilliti til atburðanna á Tonkin-flóa nú nýlega og hlut- verks Japans í þeim atburðum, verður stjórn Sovétríkjanna að láta í ljós þá ósk að Japan sýni meiri stillingu og ábyrgð, og heim ili ekki að erlent stórveldi noti jjapanskt landsvæði til árása“. Einn á fleka yfir Kyrrahaf Sydney, Ástralíu, 9. sept. — NTB — Bandarikjamaðurinn Willi- am Willis, sem er 71 árs, lenti 1 dag fleka sínum á norður- etrönd Queenslands í Ástralíu, eftir að hafa siglt honum al- einn þvert yfir Kyrrahaf frá Perú. Willis lagði af stað frá Perú hinn 4. júlí í fyrra og kom til Samoa eftir 128 daga eiglingu. Þar dvaldist hann í nokkra mánuði en hélt áleiðis til Ástralíu 25. júni sL niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu iiHiitiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiHiiiiii | íslenzkir kommúnistar | á sáttafundi í Moskvu Bresnev ffyrrv. forseti sattasemjari Viðurkennd Hloskvutengsl FULLTRÚANEFND ís- lenzka kommúnistaflokks- ins átti um síðustu mánaða- mót viðræður við forustu- menn kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Frá þessu er skýrt í Þjóðviljanum í gær og sagt, að tilkynning- in birtist samtímis í blað- inu og Pravda í Moskvu. í fréttatilkynningunni í Þjóðviljanum í gær segir: „Nýlega átti félagi L.I. Bresnev, meðlimur í fram- kvæmclanefnd Kommún- istaflokks Sovétríkjanna og ritari miðstjórnar hans, fund með fulltrúanefnd miðstjórnar Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalista- flokksins, en í henni voru félagarnir Einar Olgeirs- son, formaður Sósíalista- flokksins, Lúðvík Jósefs- son, varaformaður Sósíal- istaflokksins, Guðmundur Hjartarson, formaður fram kvæmdanefndar Sósíalista- flokksins, Brynjólfur Bjarnason og Sigurður Thoroddsen“. Um verkefni fundarins segir: „Voru rædd ýmis áhugmál beggja flokkanna“. Þá segir: „Við- staddur fundinn var vara- formaður alþjóðadeildar miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, fé- lagi A.S. Beljakov“. Það vekur athygli, að nefnd armenn kommúnista hérlendis eru allir fulltrúar mismnn- andi klofningshópa innan flokksins og þeirra helztu. Hér er því greinilega um sátta- fund að ræða. Sáttasemjarinn Bresnev er einn af valda- mestu ráðamönnum í Moskvu og hefur því mikið þótt liggja við. Hann var áður forseti Sovétrikjanna, en nýlega tók Mikojan við því embætti, en Bresnev varð hægri hönd Félagi L.I. Bresnev, sáttasemj- ari í deilum kommúnista hér á landi. Krúsjeffs og arftaki að margra áliti. Kommúnistar hérlendis hafa um skeið revnt að dylja tengsl sín við Moskvuvaldið og sendi ferðir austur þangað. Nú er birt tilkynning um sáttafund- inn á forsíðu í Þjóðviljanum og allir viðkomandi titiaðir „félagi“, en það hefur einnig verið sjaldséður titill í blað- inu í mörg ár. f forystugrein blaðsins er rifjað upp, að eitt helzta stefnuskráratriði Sósíal istaflokksins eru menningar- Framh. á bls. 2. jiiimmmimiiiiimiiiimmmmmimmimimmmiimimiiiiiimmmiiimiimimmiimi immmmmmmitimmmmmmmmmmiimmmmimimmmimmimiiimimiimHmmmmmimmmmimmmmmmmmmmiimiir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.