Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 1Ö. áept. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 Sextugur i dag: Cuðmundur Magnússon Salvör María Frið- riksdóttir - Minning F. 3. 5.1884. — D. 3. 9.1964. GUÐMUNDUR Magnússon, Lang i holtsvegi 60,verður 60 ára í dag. Þó að nú þyki það ekki hár ald- ur, finnst mér rétt að minnast þess með nokkrum orðum, því að starf mannsins er orðið all- nokkuð miðað við æviskeiðið. Guðmundur er fæddur í Ólafs- vík 10. sept. 1904, sonur hjón- anna Önnu Sigurbrandsdóttur og Magnúsar Þórarinssonar, er bjuggu alla sína búskapartíð í Hrútsholti í Eyjahreppi. Þar ólst Guðmundur upp ásamt fjölda- mörgum systkinum sínum, sem öll voru yngri en hann. Um 1930 flutti Guðmundur til Heykjavíkur og stofnsetti hér 6itt eigið heimili með konu sinni, Áslaugu Sigurðardóttur. Hafa þau búið lengst af á Lanholts- vegi 60 í sínu eigin húsi, er þau byggðu sér þar í lok stríðsár- anna. Þeim hjónum varð 9 barna auðið, sem nú eru öll að verða fullorðnar manneskjur, heiðar- legt, myndarlegt og bindindis- samt fólk, foreldrum sínum til ánægju og góður vitnisburður. Þó að örlögin bæru Guðmund frá æskustöðvunum hingað til Reykjavíkur, urðu þó ræturnar eftir. Hugurinn stóð snemma til búskapar, en það fór svo fyrir mörgum, er hleyptu heimdrag- anum um 1930, að „kreppan“ beit þá í hælana og ýmsar torfærur bæði þjóðfélagslegar og í lífi ein- staklingsins heftu för flestra er vildu sækja fram á við á þeim árum. Var Guðmundur einn í þeirra hópi. Guðmundur var ungur að ár- um þegar hann eignaðist fyrst bíl, sem þótti í þá daga mikið í IMíræð í dag: Kristjana Kr. Hjaltalín NÍRÆÐ er í dag Kristjana Kr. Hjaltalín í Brokey. Kristjana er fædd að Gunnarsstöðum í Hörðu dal, dóttir hjónanna Kristjáns Guðbrandssonar frá Hólmlátri og Guðbjargar Hákonardóttur á Gunnarsstöðum. Kristjana giftist árið 1894 Vig fúsi J. Hjaltalín bónda í Brok- ey og eignuðust þau átta börn, Jón, bónda í Brokey, Kristínu, ekkju í Reykjavík Láru frú á Narfeyri, Hildi, frú i Stykkis- hólmi, Lilju frú í Hafnarfirði, Vilhjálm, bónda í Brokey, Eygló frú í Reykjavík og Laufey sem dó 1939. Hjónaband Kristjönu og Vigfúsar var farsælt enda þau samhent í sérstökum höfð- | ingsmyndarskap. Vigfús lézt 1952. Kristjana er, sem hún á ættir til, gagnmerk kona hússtjórn hennar og heimilishald allt rómað mjög og gestrisni við- brugðið. Orð hefur farið af list- fengi hennar t.d. í meðferð ullar Hún hefur til skamms tíma epunnið svo fínt band að miklar liannyrðakonur hafa sótzt eftir því. Snillingur er hún í litun úr íslenzkum jurtum og svo eru ýmsir munir eftir hana hekl- »ðir eða prjónaðir hrein lista- verk. Nú situr Kristjana í skjóli *ona sinna og tengdadætra í Brokey, eftir að hafa lagt bú- sýsluna á hilluna fyrir all mörg- um árum. Vinir og ættingjar Kristjönu tnunu margir heimsækja hana í dag og árna henni heilla í til- efni dagsins, en fleiri munum við vera, sem verðum að láta ©kkur nægja að senda þér kveðjur úr fjarlægð. Guð blessi þér ævikvöldið, eins og hann hefur blessað þér níutíu árin liðnu. Vinur. ráðizt af ungum og efnalitlum manni. Það var engin tilviljun að hann keypti sér vörubíl og hefur æ síðan ekið vörubíl. Hann var og er fyrst og fremst maður hinna verklegu framkvæmda. At- hafnaleysi og dauð augnablik getur hann ekki þolað. Hann hefur alltaf fylgzt með tímanum í starfi sínu og keypt sér nýrri og stærri bíla, eftir því, sem kröf- urnar hafa heimtað á hverjum tíma. Guðmundi hefur alltaf farnast vel við akstur og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja í sambandi við það starf sitt. Þó að Guðmundur öðlaðist ekki það hnoss að verða bóndi í sveit eins og hugur hans stóð til hefur hann að nokkru fengið þrá sinni svalað í því að ala önn fyrir nokkrum tuga kinda hér í nágrenni Reykjavíkur. En eins og allir vita, sem til þeirra hluta þekkja, kostar það mikla fyrir- höfn og erfiði að annast um bú- pening hér við bæinn og það í hjáverkum og enginn gróðavegur en Guðmndur hefur ekki talið það eftir sér né reiknað alla snún inga sína fyrir sig eða aðra með hæstu kaupgjaldstölum. ÞANN 20. fyrra mánaðar lézt að heimili sinu Mjölnisvegi 8, heið- urskonan Guðbjörg Guðmunds- dóttir í hárri elli, fædd að Krossi í Lundareykjadal, Bongarfjarð- arsýslu þann 7. september 1867. Foreldrar hennar voru Guðmund ur Guðnason og Inigibjörg Hann- esdóttir, fædd að Sámsstöðum í Hvítársíðu. Guðbjörg fékk fljótt að kenna á baráttu lífsins. Foreldrar bennar voru fátæk eins og títt var í þá daga. Á öðru ári var hún send til vandalausra og var f.'utt fjórum sinnum til dvalar á sama árinu, og ólst upp til 'ullorðinsára sitt á hvorum staðnum Hún giftist að Bláfeldi í Staðarsveit Jóni Hermannssyni frá Veiðilæk í Þverárhlíð. Þau bjuggu að Bláfeldi í 10 ár, það- saa fluttu þau vestur í Grundar- fjörð. Þau áttu tvisvar heima á Kirkjufelli og 2-3 ár í Grafar- nesi og síðan 3 ár í Móabúð. Frá Móabúð fluttust þau inn í f.tykkishólm, bjuggu þar í 5 ár en fluttu síðan til Reykjavíkur. Ég kynntist Guðbjörgu fyrst rem sjö ára drengur. Hún bjó þá á Kirkjufelli, en freldrar mínir áttu heima í Hellnafelli og standa bæirnir hver gegnt öðr- um á sjávarbakkanum og er mjög stutt á milli bæja. Minnist ég þess. að Guðbjörg gaf mér fyrstu útlendu skóna sem ég dgnaðist og man ég hvað ég var hamingjusamur með skóna, fór út á tún g labbaði á útlendu skón um. Maður hafði nú ekki geng- ið á öðru en íslenzkum skóm, en mér þóttu þessir miklu ásjálegri og ég vildi vera fínn. Slægjulönd liggja saman í '<irkjufelli og Hellnafellslands, aðeins lítil á sem skilur á milli Holtunum kringum sumarbú- stað sinn hefur hann breytt í fagurgrænt tún, sem gefur af sér nóg hey handa 50—60 fjár. Það er álit fólks, sem hefur gott vit á fjárhirðingu að fé Guðmundar beri af öðru vegna góðrar fóðr- unar og hirðingar, ásamt snyrti- legu umhverfi og eiga þau hjón þar óskiptan heiður af, því báð- um er þeim eðlilegt og í blóð borið allt, sem að búskap lýtur. Það er trúlegt að öll héruð landsins eigi fjárbændúr hér í eða við Reykjavík og eiga Snæ- fellingar góða fulltrúa á því þingi þar sem þau hjón eru, ^ Guð- mundur Magnússon og Áslaug Sigurðardóttir. Eins og fyrr segir urðu ræturn- ar eftir í átthögunum. Það sést bezt á því að hugurinn stefnir alltaf þangað og það eru ótald- ar ferðirnar, sem farnar hafa verið í þágu bæði heima- og heimanmanna og átthagatryggð þeirra hjóna hefur tengt þær kynslóðir, sem nú eru að vaxa úr grasi órofaböndum við æsku- stöðvar þeirra. 1 eðli sínu er Guðmundur mik- ill sjálfsbjargarmaður og aldrei verið upp á aðra kominn né öðr- um háður, enda sjálfstæðismaður mikill í þess orðs bezta skiln- ingi, viljafastur og ákveðinn. — Tryggur fylgismaður Sjálfstæð- isflokksins hefur hann verið alla tíð, hvað sem á hefur gengið. Ég veit að frændur, vinir og samverkamenn Guðmundar senda honum hugheilar kveðjur á þessum tímamótum í lífi hans sem þó eru ekki neitt takmark eða áfangi í starfssögu hans, held ur blómum skrýddur grasbali til að tylla sér á í miðjum hlíðum manndómsáranna. Lifðu sæll og lifðu lengi, Guð- mundur Magnússon. Til hamingju með daginn. og man ég sem 7 ára drengur að ég fékk að fara með foreldrum mínum að heimsækja Jón og Guðbjörgu. Þau höfðu reist sér smá tjöld á árbakkanum til að n.atast í Oig man ég hvað mér þótti mikið til tjaldsins koma, i'ótti hátt til lofts og vítt til veggja .Svo fékk ég silung að !x>rða, sem þau höfðu veitt í ánni. Og áin niðaði og söng sitt júfasta lag, og ég var alsæll. Ég minntist oft á þetta við Guðbjörgu á síðari árum og sagði hún þá við mig og hló við, að tjaldið hefði verið úr gömlu sjali og pokadruslum. Ekkert er i'vo fagurt sem minningin um barnæskuna og dásamlegur er sá hæfiieiki að geta látið hug- ann reika til löngu liðinna stunda og finna sig ungan og end urnýjaðan í skjóli minninganna eg geta varðveitt barnið í sjálf- um. Svo var ég hjá Guðbjörgu og Jóni seinnipart vetrar 1909. Þau voru þá flutt í Grafarnes og man e'g, að hún var góð við mig, hún sáði ylnum í barnssálina. Einn- ig man ég eftir. að ég fékk að fara með móðui minni sáluigu til Guðbjargar. Hún var þá flutt .nn í Móabúð og man að hún fór uni allt búr og eldhús að finna allt sem hún átti til að gefa okk ur að borða, og þar með sá ég hana taka harðfisk sem hún átti og gefa okkur. Þetta fátæka fólk setti sig svo vel inn í hagi hvers ar.nars og skildi hvar skórinn breppti að. Það átti hinn sanna auð hjartans mitt í allsleysinu og stórbrotna höfðingslund. Eftir að Guðbjörg fluttist hing að suður endurnýjaði ég minn gamla og góða kunningsskap við i«ana. Hún þjónaði mér í mörg :: D A G fer fram frá Fossvogs- kapellu útför Salvarar Maríu Friðriksdóttur, húsfreyju frá Vog um í Reykjarfjarðarhreppi. Ætt- ingjar og vinir, nær og fjær, munu á þeirri kveðjustund minn ast hinnar traustu góðviljuðu húsfreyju, sem með árvekni og kærleika stóð vörð um heimili sitt og skyldulið, meðan þrek og heilsa leyfði. Salvör var fædd 3. maí 1884 að Neðri Bakka í Nauteyrar- hreppi í Norður-ísafjarðarsýslu, en fluttist á ungum aldri með foreldrum sínum, þeim Friðrik Bjarnasyni og Kristínu Kristjáns dóttur að Lágadal í sömu sveit og ólst þar upp til fullorðins aldurs ásamt stórum og gjörfu- legum systkinahóp. Eftir tvítugsaldur settist hún í Kvennaskólann á Blönduósi og stundaði þar nám um eins vetrar skeið. Að því námi loknu fór hún til ísafjarðar og lærði þar karl- mannafatasaum á saumaverk- stæði Þorsteins Guðmundssonar. Næstu árin stundaði hún sauma- skap á ýmsum stöðum, bæði í Nauteyrarhreppi og nærliggjandi sveitum. Haustið 1919 giftist hún Guð- jóni Sæmundssyni, bónda í Hey- dal í Mjóafirði, sem þá var ný- orðinn ekkjumaður. Tók Salvör því að sér heimili hans og reynd- ist í hvívetna stjúpdóttur sinni, Kristjönu Guðjónsdóttur, sem hin ástríkasta móðir. í Heydal bjuggu þau hjónin til ársins 1938, er þau keyptu Voga í Reykjarfjarðarhreppi og flutt- ust þangað í vordÖgum sama ár. Þeim hjónum, Guðjóni og Sal- vöru, varð 3ja barna aúðið. Dótt- ir þeirra, Ingibjörg, gáfuð stúlka og mikilhæf, lézt rétt liðlega tví- tug. Var það foreldrunum, sem gefur að skilja, hin þungbærasta ár meðan ég var einhleypur. Þá voru engar þvottavélar, hún var sjálf vélin og þó komst hún hátt á tíunda tuginn, vantaði aðeins nokkra daga upp á 97 ár. Þau Jón og Guðbjörg áttu þrjá ni, einn dó í æsku. Þau bjuggu með Herma.nni syni sínum, hann fórst af slysförum á Súðinni á stríðsárunum, en Jón heitinn dó 1927. Svo áttu þau Júlíus Jóns- son, skósmið, sem margir Reyk- víkingar kannast við. Hann er nú dáinn fyrir fáeinum vikum, svo það var ekki lanigt á milli mæðginana. Hermann gifti sig 1926 og bjuggu þá gömlu hjón- in með þeim. Ég hélt kunningsskap við rlessaða .gömlu konuna. Ég kom ‘il hennar mánuði áður en hún dó og sagði hún þá við mig, að mikið hefði nú skaparinm verið sér góður að láta sig ekkj hafa neinar kvalir, en hún bætti við. ,Ég var einu sinni hrædd við dauðann, en nú þrái ég hann.“ Svo gerði hún mér boð að finna sig tveimur dögum áður en hún có. og var þá málhress en mjög þreytt, og sá ég þá, að langt mundi ekki til leiðarloka. Hún sagði þá við mig, að vel ætlaði skaparinn að enda út líkamann. Kristín Bjarnadóttir, tengda- dóttir hennar bjó alltaf með henni og reyndist henni mjög vel, er kraftarnir voru að fjara ut Ég var oft búinn að biðja Guð biörgu aö láta mig vita, hvernig væri handan við gröf og dauða, og sagði hún þá við mig, að það væri ekki víst að sér yrði leyft það. Og það er eins og skálda- jöfurinn Eirvar Benediktsson seg- «r- Framhald á bls. 10 raun. Eftir lifa því tvö af börn- um þeirra, Friðrik bílstjóri hér í Reykjavík og Guðbjörg, gift Guðmundi Lúðvíkssyni forstjóra. Þeim hjónum, Guðjóni og Sal- vöru, búnaðist hið bezta eftir að jau fluttust að Vogum. Bættu þau jörðina og prýddu á hinn myndarlegasta hátt, enda voru þau bæði hagsýn og starfgefin, eins og aldamótakynslóðin yfir- leitt þurfti að temja sér, ef halda átti velli við erfiða starfshætti og fábreytt lífskjör. Salvör heitin var mjög vel skýr kona, raunsæ, einlæg og skapföst. Hún var tillögugóð í hverju máli og hugulsöm og nærgætin við þá, sem bágt áttu og þurftu skjóls og vinsemdar við. Hún var trygg- ur vinur, sem grannarnir gátu treyst og í hvívetna bar hún gott fram úr góðum sjóði hjarta síns. Á heimili þeirra hjóna naut að- komumaður hinnar beztu greiða- semi og gestrisni. Þess munu margir minnast, að oft var farið frá Vogabænum í veg fyrir ferðamenn, sem leið áttu með- fram firðinum, og þeim snúið heim til bæjar til þess að njóta þar góðgerða og hlýju hjá hús- freyjunni í Vogum. Og þótt gesta stofan væri hvorki háreist eða íburðarmikil andaði þár á móti manni hlýju og einlægri góðvild, sem yljaði inn að hjartarótum. Árið 1958 missti Salvör heitin eiginmann sinn. Bjó hún eftir það í Vogum um 2ja ára skeið með Friðrik syni sínum, en flutt- ist þá vorið 1960 til Reykjavíkur til dóttur sinnar og tengdasonar, þar sem hún, fram að hinztu stund, naut ástríkis þeirra og umönnunar, eins og bezt má verða, eftir að heilsa hennar og þrek var að þrotum komið. Hún andaðist hinn 3. sept. sl., eftir alllanga sjúkrahúsvist. Allir sem þekktu Salvöru frá Vogum munu geyma í huga sér ljúfar minningar um góðsemi hennar, gestrisni og viðmóts- hlýju. Vinir hennar nær og fjær kveðja hana að leiðarlokum með kærleika og þakklæti fyrir vin- áttu hennar, einlægni og tryggð. — Friður Guðs og handleiðsla fylgi henni inn til bjartra heima lífs og ljóss, þar sem hinn skæri eilífðarröðull ljómar yfir hinztu vegferð þessa lífs. — Þorsteinn Jóhannesson. Þér fóið nrvols niðursuðuvörur f NÆSTU BÚO. Einkaumbofl: KONRÁÐ AXRLSSON & CO. H.F. Vesturgötu 10 — Reykjavík Sími: 10440 Jc 21490. Guðjón B. Guðlaugsson. Guðbjörg Guðmundsdöttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.