Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 10. sept. 1964 MOKGUN BLADIÐ 27 Létt á matarskömmtun til tyrkneskra Kýpurbúa Nicosia, Kýpur, 9. sept. — AP-NTB — RÍKISSTJ ÓRNIN á Kýpur hefur fallizt á að afnema að- flutningsbann á matvælum til tyrkneskra íbúa í borgunum Famagusta og Laranca. — Er þetta gert vegna eindreginna og ítrekaðra tilmæla fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á eyj- unni. í borgum þessum búa um 15 þúsund tyrknesk-ætt- aðir menn. Ekki hefur verið afnumið aðflutningsbann á matvælum og vistum til tyrkneskra manna í Nicosia, Lefka og Kokkina, og segja leiðtogar Tyrkja á Kýpur að hungurs- neyð vofi yfir þessum Kýpur- búum. Þessu neita fulltrúar stjórnarinnar. íbúar á bannsvæðunum fá skömmtuð matvæli, og er hverj- um manni ætlað að fá ákveðinn fjölda hitaeininga á dag, sem Al- þjóða Rauði krossinn hefur við- urkennt að væri nægilegur. Galo Plaza, sérstakur fulltrúi U Thants, framkvæmdastjóra SÞ, á Kýpur, sagði í dag að vonir stæðu til að Kýpurstjórn slakaði enn til á aðflutningsbanninu. Kn hann taldi hugsanlegt að ef tyrkneskir Kýpurbúar ættu við hungur að stríða þá gæti það stafað af því að matvæli, sem þeim eru send, komist ekki á leiðarenda. Væri þar aðeins Tyrkjum sjálfum um að kenna, því þeir eiga að sjá um dreifinguna. Plaza sagði að ekki væri vitað um nein tilfelli þar sem tyrk- neskir Kýpurbúar beinlínis liðu af hungursneyð, en að sjálfsögðu hefði aðflutningsbannið skapað örðugleika. Ástandið hefði þó mjög batnað, því nú kæmust yfir leitt matarsendingar Kýpurstjórn ar til Tyrkjanna á áfangastað, hvað sem svo um þær yrðu í hönd um þeirra, sem sjá eiga um að skipta sendingúnum milli íbú- anna. En áður áttu grískir her- foringjar það til að tefja eða jafn vel stöðva matarsendingarnar. — Sagði hann að fulltrúar SÞ mundu halda áfram að vinna að því að draga úr viðskiptabann- inu og úr spennunni á Kýpur. - Leyndardómar Framhald af bls. 3. — Já, og rannsóknarstörf- tim, svarar Guðmund-ur. Við erum að fylgjast með karli á Laugaveginum, sem þykist vera leynilögga. Hann tekuir í vörina og eltir eiturlyfj asmvgl ara. Hann þykist líka eiga tal- stöð heima hjá sér, en hann hefur bara segulbandstæki í sambandi við talstöðvarkassa. Svo sagðist hann einu sinni hafa hent sér í höfnina til að bjarga svertingja. Þegar hann tók sundtökin, fann hann, að eitthvað m.júkt kom í höndina ó honum. Hann segir, að það hafi verið veski með 50.000 kr. dönskum — allt í seðlum, sem hann straujaði. — Þekkið þið leyndairdóma öskju'h-líðar? — Já, nokkra. Það er nú búið að setja rauða grind fyrir einn. Það eru göngin inn und- ir hitaveitugeymana. En veiztu um neðanjarðarbyrg- ið? Komdu, við skulum sýna þér það. Og svo gekk öM hers ingin yfir urð og grjót í átt- ina að neðanjarðarbyrginu. Ofanjarðar eru aðeins sýnileg ar inngöngudyr, en síðan taka við margar tröppur þangað til komið er niður í hvítmáluð salarkynni. Eyjólfur Sigurðs- son slóst í hópimn með vasa- ljósið sitt til að vísa okkur veginn. — Hérna voru Bretarnir, maður Þetta 'eru fjögur her- bergi, eitt með borði og arni segir Guðmundur. Á veggjunum ha.fa verið ýmsar áletranir, sem búið er að krota yfir. Á einum veggn- um eru gular og rauðar rend- ur, sem hafa kannski haft gríðarmikla hernaðarlega þýðingu. Á öðrum má lesa: „Hjarta er ekki til,“ og okkur dettur fyrst í hug svindl í póker eða, að hérna hafi ein- hvern tíma verið útsala á slát urafurðum. — Og svo er hægt að skríða 'hérna út um göng, segir Eyjólfur okkur. Strákarnir taka upp hlera á gólfinu og smeygja sér iinn í rör, sem liggur út úr byrginu, og þreifa sig áfram 1 myrkr- inu. — Er þetta ekki frárennslis rör úr snyrtiherberginu?, spyrjum við. — Eruð þið vitlausir? Þetta er eina leiðin, sem Bretarnir gátu flúið um, ef Þýzkararnir befðu konuð. Réttindalaus drukkinn öku- maður fær 2ja mán. fangelsi. DÓMUR hefur verið kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur yfir ungum pilti, sem lögreglan tók drukkinn og ökuréttinda- lausan undir stýri og að auki með stolið bilhjól aftur í. Fékk hann tveggja mánaða fangelsis- dóm, óskilorðsbundið. Löigreglumenn veittu athygli ógætilegum akstri á götu Reykjavík og ætluðu að stöðva bifreiðina, og tókst það eftir nokkurt þóf. Kom þá í ljós að við stýrið var piltur, sem hafði ver- ið sviftur ökuleyfi æfilagt. Var hann undir áhrifum áfengis og í aftursætinu var bílhjól, sem hann hafði skrúfað undan öðr um bíl og var á leið með það upp í Rauðhóla, til að nota hið stolna hjól á annan bíl. Dálítil síldveiði í Eyjum Vestmannaeyjum, 9. sept.: ENGIN síldveiði hefur verið september fyrr en í gær. Þá fengu 3 bátar dálítinn afla austur í Bugtum. Gullborgin kom inn með 700 tunnur af síld, sem fór í frystingu. Huginn fékk 300 tunn ur og þriðji'báturinn 150. Marg- ir bátanna fóru austur, er aflinn tók að glæðast þar aftur og eru nú innan við 10 bátar á síldveið- um frá Eyjum. — Sigurgeir. — Hafði mikilvzega Framhald af bls. 28. um kynnzt lútherskri kristni í stærra þroti en við erum vanir hér heima fyrir og innan lands Og hin alþjóðlega lútherska kirkja hefur orðið okkur áþreif anlegri veruleiki en áður. Margir af fremstu mönnum lút herskrar kristni hafa látið til sín heyra í okkar landi, predikað í kirkjum og kynnzt einstökum mönnum og ég tel að þetta sé allt mjög jákvætt. Mér hefur skilizt að gestir okkar hafi verið mjög ánægðir með dvölina hér og þótt allt vel takast um undirbúning af okkar hálfu og ég geri mér vonir um að úr þessu verði mjög víðtæk og jákvæð landkynning fyrir ísland. Á heimleið í SUMAR var sett upp í Hljómskálagarðinum högg- myndin „Á heimleið“ eftir Gunnfríði Jónsdóttur, mynd- höggvara, en þessa mynd keypti Reykjavíkurbær af listakonunni fyrir nokkrum árum. Var myndin þá send til Kaupmannahafnar í steyp- ingu og hefur henni nú verið komið fyrir. — Þetta er ágæt- ur staður, sem henni hefur verið valinn, sagði Gunnfríð ur í símtali við Mbl. — Henni er ekki í kot vísað, með Þor- finn karlsefni á vinstri hönd og Thórvaldsen og Jónas Hall gj ímsson á hina. Gunnfríður kvaðst hafa unnið myndina á árunum 1S44 og 1945. Tildrögin voru þau, að löngu áður eða árið 1933 hafði hún mætt telpu niðri i bæ og telpan situr svo undar lega á tröppum, eins og hún sé leið og vilji komast heim. — Hún sat svo undarlega með hægri fótinn bærra, stelling- in svo eðlileg á barni sem leiðist mikið, segir hún. Þet'ta sat svo í mér og ég býrjaði á myndinni, sem ég kallaði „Á heimleið.', árið 1944. — Myndni fór svo á Norðurlanda sýninguna í Stokkhólmi 1947. Myndin Landsýn fór til Nor- egs til að höggvast, en ég fór með þessa styttu og myndina af móður minni til Stokk-- hólms. Ég steypti svo mynd- ina af telpunni í garðinn minn þar sem hún hefur verið síð- an 1952, steypti hana sjálf í sement og sand. Og nú hefur Reykjavíkurbær látið steypa hana og setja upp í Hljóm- skálagarðinum. — Að hverju eruð þér. að vinna núna, Gunnfríður? — Ég er að stækka Síldar- stúlkurnar upp í 1,40, þrisvar sinnum það sem þær eru nú. Það er mikið verk fyrir ga-mla konu, svarar listakonan og hlær við og á hlátrinum heyr ist að hún er ekkert bangin við að takast á við erfitt verk efni. Enn hreyfingar á stiórn S.-Vietnam Saigon, 9. sept. (AP-NTB). NGUYEN Khanh, forsætisráð- herra Suður-Vietnam, tók í dag við embætti varnarmálaráðherra. Þá skipaði hann nýjan borgar- stjóra í Saigon, nýjan innanríkis- ráðherra og nýjan yfirmann ör- yggisráðs hersins. Einnig hefur Khanh nú afnumið ritskoðun við dagblöðin og leyst úr haldi fimm hershöfðingja, sem setið hafa í stofufangelsi frá því í janúar sl. Breytingar þessar voru til- kynntar á fundi, sem þriggja manna herforingjaráðið í Suður- Vietnam átti með fréttamönnum Minningarsióður Olavs Brunborgs ÚR sjóðnum verður íslenzkum stúdent eða kandídat veittur styrkur árið 1964 til náms við norskan háskóla. Styrkurinn er að þessu sinni 2200 norskar krónur. Umsóknir skulu sendar skrif- stofu Háskóla íslands fyrir 1. októ ber 1964. Æskilegt er, að umsækjendur sendi með umsókn skilríki um námsferil sinn og ástundun. (Frá Háskóla Islands). Lciðrétting INN f minningargrein um Hlöð- ver Ágúst Árnason frá Oddsstöð um, sem birtist í blaðinu í gær slæddust tvær villur. í 16. línu í þriðja dálki átti að standa . . . að heyra nið árinnar eða lindanna sem falla ..." Og fyrsta ljóðlínan í kvæðinu í nið urlagi greinarinnar er rétt svona: „Enn kveður foss í háum hamrasal“. í dag. Hershöfðingjarnir þrír, sem sæti eiga í ráðinu, voru allir mættir á fundinum, en þeir eru Khanh, Duong Van Minh og Tran Hien Khiem. Fráfarandi varnar- mála- og innanríkisráðherrar höfðu verið sakaðir um andstöðu við Búddatrúarmenn, *g er því talið að breytingarnar hafi verið gerðar til að þóknast þeim. Aðspurðir hvort hernaðar- ástandi yrði aflýst í landinu eftir þessar breytingar svaraði Khanh að svo yrði ekki. Bæði væri það vegna þess að í landinu væri nú 150 þúsund manna skæruliðaher Viet Cong kommúnista, og svo væri hitt að margs- konar hættur steðjuðu að utan lands frá, sérstaklega frá Kam bodia, sem hann sagði að væri leppríki kommúnista. Litið er svo á í Saigon að þess ar breytingar Khanhs á stjórn- inni ættu að auðvelda honum að ráða fram úr því vandræðaá- standi, sem skapazt hefur vegna sífelldra óeirða og óánægju í landinu að undanförnu. - Um 7700 Framhald af bls. 28. Miðskóli felldur niður í MA í Menntaskólanum á Akureyri verða 430—440 nemendur í vetur. Miðskóladeildir verða felldar þar niður í vetur. en 140 nemendur verða í þriðja bekk. Kennarar eru um 20 í skólanum. f Menntaskólanum á Laugar- vatni verða 107 nemendur í vet- ur. Þar eru 7 fastráðnir kennarar, auk skólastjóra. í Verzlunarskólanum eru 50 nemendur í stúdentadeild, þar af t, AThUGití að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunbiaðinu en öðrum blöðum. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu SVANFRÍÐAR AÐALBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ólafsvík. Börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar GUÐRÚNAR PÁLMAEH3TTUR CLAUSEN fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. þ.m. Hjörtur Clausen og dætur. Jarðarför móður minnar, RÍKEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR Lækjargötu 6C, Siglufirði, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. septerh- ber kl. 3 e.h. — Blóm afþökkuð. Fríða Sigurðardóttir. Innilegar kveðjur og hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á sjötugs afmæli mínu 7. september sL Helgi Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.