Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 24
u MORGUNBLAÐID Fimmtudagur^). sept. 1964 HERMIINIA BLACK: Eitur og ást Og fór að vorkenna honum! hugsaði Blake með sér, dálítið ergilegur. Ergilegur út í Wray- man. Hann yppti öxlum. — Flestir húa sér sitt eigið helvíti sjálfir, og þvinga aðra til þess að taka þátt í því með sér. Ég mundi ekki vorkenna Wrayman ef ég vaeri í þínum sporum. Hann hef- ur eflaust sínar góðu hliðar' — líklega hafa allir það. En hann virðist alls ekki vera fullskapað- ur maður. Corinna fann að það var ein- mitt þetta,' sem ávallt mundi verða þröskuldurinn milli Rob- ins og Blake. Því að sjálfur var Blake heilsteyptur. Og hann gat ekki annað en fyrirlitið mann, sem var lygari — eða kannske þjófur. Annars fannst henni und arlegt, að Blake skyldi hafa ver ið svona opinskár. Hann var ekki vanur að segja kost og löst á kunninfjum sínum. Nú varð þögn og allt í einu lagðist myrkrið yfir. Og nú sást sveimur af stjörnum og stórt silfurtungl sigldi í stjörnuhafinu. Blake stöðvaði hestinn og tók kápuna, sem lá á hnakkbogan- um. — Farðu í hana, sagði hann. Hún hikaði. — Verður ekki verra að ráða við hestinn ef ég fer í kápuna? — Nei. Þér verður kalt annars. Lofaðu mér að hjálpa þér í hana. Blake var leikinn reiðmaður. Hann hallaði sér svo mikið, að flestir hefðu dottið af baki, og lagði kápuna á herðarnar á henni. Hestarnir hreyfðu sig ekki; þeir stóðu hlið við hlið. En þau voru þó nær hvoru öðru. Corinna var hrædd um að hann mundi finna hve mikinn hjartslátt hún hafði. Hún vissi ekki að hann hafði engu minni hjartslátt sjálfur, og að hann langaði nær óviðráðan- lega til þess að faðma hana að sér og kyssa hana. Hann rétti úr sér í hnakknum. — Nú skulum við halda áfram, sagði hann. — Við ættum ekki að verða nema klukkutíma heim. Um leið og þau héldu af stað varð stjörnuhrap. Þau sáu það bæði. Hann hló. — Þau eru allt af horfin áður en maður fær tíma til að óska sér, sagði hann. Corinna þurfti ekki að hugsa sig um hvers hún óskaðL Ósk hennar var alítaf vakandi. En henni datt aldrei í hug, að hún mundi nokkurntíma ganga eftir. Corinna tók eftir því, það sem eftir var leiðarinnar, að einhver undarleg spenna var orðin milli þeirra, eitthvað sem ekki hafði verið áður. Hún reyndi að telja sér trú um, að þetta væri ekki annað en ímyndun. Hún gerði eina eða tvær tilraunir til að vera eðlileg — eins og hún átti að sér — en þrátt fyrir það varð þögli múrinn milli þeirra hærri, og loks gerði hvorugt þeirra til- raun til að rjúfa hann. Þau riðu þegjandi áfram í myrkrinu. Þegar þau loksins komu heim til frú Glenister sneri Blake sér að henni og nú tók hann eftir hve föl hún var í tunglsljósinu. Og hún sat álút á hestinum, en var vön að sitja teinrétt. — Ertu þreytt, Corinna? spurði hann. _— Dálítið, sagði hún. f raun réttri hafði hún aldrei verið jafn þreytt á ævi sinni. — Ég hefði átt að fylgja þér beint heim til þín. Þetta hefur verið of mikil áreynsla fyrir þig. — Nei, alls ekki, ég hef notið . . . Hún hafði ætlað að segja „hverrar einustu mínútu“, en röldin brást henni. Og sér til skelfingar fann hún tárin svíða augnahvarmana. En hún gat varn að þeim framrásar og nú rétti hún úr sér. — Nei, það gengur ekkert að mér, sagði hún. — Ég er bara dálítið lerka. — Og þér hefur ekki orðið kalt? — Hvernig hefði það átt að verða. Þú hefur vafið utan um mig eins og múmíu! Henni tókst að brosa til hans, en Blake var ekki ánægður. Hún var vafalaust dauðuppgefin, og það var honum að kenna. Þetta var afleitur krókur, sem þau höfðu tekið á sig, og hönum gramdist hve ónærgætinn hann hafði verið. Nú komu þau auga á Lediards- húsið, og Corinna vonaði að hún gæti komizt upp til sín án þess að rekast á Söndru og vini henn ar, en það var ekki sjáanlegt að þau væru heima. Það var ljós í forstofunni og vinnustofu próf essorsins, sem var beint yfir for- stofunni. Corinna hefði helzt viljað fara af baki strax, en fyrst varð hún að fara úr kápunni. Blake brá við skjótt og hjálpaði henni. Hann tók hana af baki. Hún var miklu stirðari en hún hafði hald ið, og mundi hafa dottið ef hann hefði ekki stutt hana. Hún fann afl hans, og lét það njóta sín, og hann tók fastar utan um hana án þess að hann tæki eftir þvL sjálfur. Þegar hann leit á hana fann hann hve dásamlegt það hefði verið að mega kyssa þreytu svipinn af andlitinu á henni. En hvað svo? Það var það, sem hann var í vafa um. Og þess- vegna stillti hann sig. Sumum stúlkum var koss í tunglsljósi ósköp lítils verði, augnabliks hrifning og kannske notaleg end urminning. En það var eins og hvíslað væri að honum, að það að kyssa Corinnu væri að ganga út á veg, sem ekki yrði snúið til baka á. Þessvegna studdi hann höndunum á axlirnar á henni og brosti_ til hennar. — Ég held að þó sért að sofna. Farðu nú inn — og engan út- reiðartúr á morgun — þér veitir ekki af að hvíla þig vel undir þessa frægu Zenoupousveizlu! — Já, ég er þreytt, en þetta hefur verið yndislegur dagur.. Hjartans þakkir . . . Hún hljóp upp þrepin þrjú að aðaldyrunum. — Góða nótt! kallaði hún, veif- aði og hvarf, Blake kveikti í vindlingi, vatt sér að bak White Satin og teymdi Black Velvet samsíða og reið hægt upp að hest húsunum. Fyrir utan gluggana hans var lítill blettur og grjótgarður í kring. Þar voru hvítar liljur í blóma, og pipartrén fyrir handan 22 teygðu greinarnar inn yfir múr inn. Blake gekk fram og aftur og reykti hvern vindlinginn eftir annan. Hann vonaði að Josep- hie frænka væri háttuð. Hann var hálf deigur við að horfa í hvössu augun í henni í kvöld. Blake var svo langt leiddur, að hann fann að hann var kominn úr jafnvægi, en hann var tregur til að viðurkenna, að það væri Corinna, sem hefði valdið því. Þó að undir niðri vissi hann vel að svo var. Corinna? Bar hún ástarhug til Robins Wraymans? Því varð ekki neitað, að hún hagaði sér einkennilega þegar hann barst í tal. Svo mikið var víst að hún hafði einhverskonar áhyggjur af Wrayman, það var Blake viss um. Blake reyndi að vísa öllum bollaleggingum um Wrayman á bug. Hann hugsaði til þess, að hann hafði vafið Corinnu örmum eftir að hann tók hana af baki. Ef hann hefði kysst hana þá, mundi hún vafalaust hafa tekið því vel. En mundi hún hafa gef ið sig öðrum manni á vald, undir slíkum kringumstæðum Blake reyndi að íhuga málið skynsam- lega — og jafnvel þó Corinna væri yndisleg og aðlaðandi stúlka, þá var hún ekki fyrir hann — og hann ekki fyrir hana. Hann hafði annað þarfara að hugsa um en ástamál . . . Það getur verið einskonar hugg un í því að vera of þreyttur til að hugsa. Jafnvel þó Corinna hefði liðkað sig eftir útreiðina með því að fara í sjóðheitt bað, var hún dauðþreytt, bæði líkam lega og andlega. Hún fór beint í rúmið, og það munaði minnstu að hún hefði sinnu á að slökkva Ijósið áður en hún sofnaði. Hún vaknaði ekki fyrr en sólin gægð ist inn á milli rimlana 1 glugga tjaldinu. Ungfrú Morton hafði sett tebakkann á náttborðið, og var að taka til í herberginu. — Ó, sagði Corinna. — Hafði ég fleygt fötunum mínum svona hirðuleysislega? Ég man eigin- lega ekkert eftir að ég afklæddi mig. — Þér hafið verið þreytt, ung frú Langly, sagði Morton. — Þér hafið verið úti í allan gærdag, skilst mér. — Já, nema nokkra klukku- tíma inni í tjaldi. — Ojá, það er eiginlega sama og úti. Ali vissi ekki hvort þér ætluðuð á hestbak í dag . . . — Nei, ekki í dag.Og þakka yður kærlega-fyrir hjálpina, ung frú Morton. Mér þykir leitt að þér skylduð þurfa að taka til eft ir mig. — Nei, minnist þér ekki á það. Liggið þér bara kyrr, ung- frú Langly, ég skal láta senda yður morgunmatinn hingað. Hún hellti í tebollann, fór út og lokaði eftir sér. Corinna hallaði sér á koddann aftur og lokaði augunum. Hún hafði einkennilegan óhug á því að byrja nýjan dag. Lífið mundi aldrei verða eins og það hafði verið áður. Hún hafði glatað hjartanu í sér, án þess að nokk ur bæði hana um það. Eitt augna blik mótmælti metnaður hennar þessari tilhugsun, en hún hafði komizt að raun um, að metnað- urinn verður að þoka þegar ástin krefst þess að vera í öndvegi. Og hvernig hefði hún átt að af- stýra því, að hún yrði ástfang- in af Mlake? Það var líkast og þetta hefði verið skráð í stjörnu spá hennar frá örófi alda. Og hún skammaðist sín ekkert fyrir ást sína — því að hún vissi að vand fundinn var sá maður, sem var verðugri ástar hennar. Þó að hún yrði að lifa alla ævina án þess að þessari ást væri svarað, þótti henni samt vænt um, að Blake hafði komið inn í tilverubraut hennar. Það sem henni sveið mest þessa stundina var, að þó hún gæti hagað sér eðlilega í návist hans, mundi hún aldrei verða al gerlega frjáls og óbundin gágn- vart honum. Það munaði minnstu að hún hefði komið upp um sig í gær- kvöldi. Hún lokaði augunum aft ur og fann sterka arma Blakes vefjast um sig. Henni hafði aldrei líkað að snert væri á henni. Aftur og aftur hafði hún fengið að heyra að hún væri kaldlynd. En nú kom það á dag inn, að aðeins endurminningin um faðmlög nægði til þess að blóðið fossaði í æðunum. En Corinna var ekki svo gerð, að ástin gerði han.a tunglsjúka. Prófessorinn var heima þennan dag og vann að bókinni, og hafi hann tekið eftir því, að Corinna Var alvarlegri en hún átti að sér, mun hann hafa talið það stafa af því, að hún væri þreytt eftir gær daginn. — Ég vona að þér séuð ekki svo þreytt, að þér skemmtið yð ur ekki í veizlunni í kvöld, sagði hann. — Hvað sjálfan mig snert ir er ég viss um a8 fér leiðist. En það er eðlilegt að ungt fólk hafi gaman af að vera í sam- kvæmum. — Ég hlakka alls ekki til þess að fara, svaraði hún. — En hvað kemur að yður, að tala um „pngt fólk“, eins og þér væruð sjálfur gamall maður? Hann hló. — Ég verð að horf- ast í augu við það að ég er ekki ungur maðurlengur... Og hann var giftur ungri konu — bæði hann og Corinna höfðu það í huga. — Þér eruð að minnsta kosti ekki gamall, sagði Corinna, sem ekki vildi láta undan. Hann leit á hana. — Það er leitt ef þér hlakkið ekki til veizl unnar. Er það kannske húsbónd- inn . . . ? Hún kinkaði kolli. — Ég get ekki sagt að mér lítist á hann, hreint og beint ekki. Ég hitti vara-flugmarskálkinn hjá Curt- is í gær, og . . . nei, það er bezt að fara ekki með slúður, sagði hann svo. En sannleikurinn -var sá, að marskálkurinn hafði sagt berum orðum að honum þætti betra að „ungu piltarnir hans‘ hefðu ekk ert saman við Zenoupous að sælda, þó að ekki lægi neitt sér- stakt fyrir, sem gerði hann óhæf an í góðum félagsskap. — Það er peningalykt af manninum, og það er því miður gildur aðgöngu- miði nú á dögum. Og piltarnir mínir segja, að hann haldi ágæt- ar veizlur, hafði marskálkurinn sagt. En Sandra var á öðru máli um veizluna væntanlegu en maður- inn hennar. Hún hlakkaði afar mikið til —' bæði til veizlunnar og svo þess, að frú Glenister væri á förum. Það var ekkert gaman að vera í ónáð hjá öðrum, og samkomulagið hafði aldrei verið gott milli Söndru og frænku mannsins hennar. Meðan Sandra var að búa sig í samkvæmið, sagði hún við sjálfa sig, að ef ekki gerðist neitt bráðlega sem gerði tilveruna margbreyttari, mundi hún brjál ast úr leiðindum. Henni fannst sjálfri, að hún hefði hagað sér eins og dyggðablóð síðan hún gekk í hjónabandið. Ekki gat hún Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. I ,,Bakaríinu“ hjá Hlöðver Jónssyni er blaðið einnig selt í lausasölu yfir sumarmánuðina. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans og söluturni Kaupfé- lagsins er blaðið einnig selt í lausasölu. KALLI KÚREKI eA S THB POKER AZGUMENT SOES OA>, THEOLD - TJÍ-1EZ mUASES TO PALM TWO AC£S~" »*- -x- Teiknari; J. MORA IFYOU THE I.O.u.s, j. TAKE CATUE 8UT X DOM’TOWk) MO COWS.1 ONLYABOUTTEM HEAD' YOÚREATTHEEEP EYDER RANCH.--THEE.E'S PLENTYOF STOOK THEEE' IlL BEOUT TOMORROW AIOD DRIVE OFFTHIR.TY HEADOF STEERS/ THEM'S GED'S COWS' CIMME T/ME I T’BORROWTH’ MONEY' l’D FACE A&LIN BEFOJRE I'D STEAL FROM RED f YOU’LL FACE A &UM ALLRISHT, IF STEERS AREN’T READY.-MYSUM' wpmS KS Þegar Skröggur og Brandur hafa þráttað um pókerspilið góða stund, tekst Skröggi að fela í lófa sínum tvo ása ...... — Ef þú getur ekki borgað skuld- ina, segir Brandur, þá tek ég naut- grip. •— En ég á enga nautgripi, segir Skröggur, 10 stykki. ekki nema eitthvað um — Þú ert á búgarðinum hjá Kalla kúreka, segir Brandur. Það er nóg af búpeningi þar. Ég kem þangað á morgun og tek með mér 30 hausa af ungu geldneyti. — Já, en það eru kýrnar hans Kalla segir Skröggur. Gefðu mér bara dá- lítinn lánsfrest. Ég vildi heldur horfa í byssuhlaup en stela frá Kalla. — Þú skalt svo sannarlega fá að horfa í byssuhlaup, segir Brandur, ef þessi geldneyti verða ekki til reiðu, — það verður þá hlaupið á minni byssu. Ég kem á búgarðinn ykkar í fyrramálið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.