Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 14
14 MOHGUN BLABIB Fimmtudagur 19. sept. 1964 Útgefandi: Framk væmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. UTANSTEFNUR "Mýlega var stefnt til Rúss- ^' lands þeim félaga Einari Olgeirssyni, félaga Lúðvík Jósefssyni, félaga Guðmundi Hjartarsyni, félaga Brynjólfi Bjarnasyni og félaga Sigurði Thoroddsen. Þeim var gert að ganga á fund húsbænda sinna og skýra þar ágreining þann, sem verið hefur í kommún- istaflokknum hér á landi, en þessir menn eru umboðsmenn fyrir allar þelztu klíkurnar í flokknum. Mikið var við þá haft, enda mikið í húfi, því að 5. her- deild Sovétríkjanna á íslandi logar í innbyrðis deilum og riðar til falls. Sjálfur ritari miðstjórnar kommúnista- flokksins í Rússlandi, Bresn- ev, tók að sér hlutverk sátta- semjarans, og er ekki að efa að bæði hafi hann þreytt samningamenn og beitt hót- unum á milli blíðulátanna, enda er heilaþvottur sú iðn- grein, sem snurðulaust hefur þróazt í kommúnistaríkjun- um, þótt flest annað hafi gengið á afturfótunum. Enn hefur Morgunblaðið ekki áreiðanlegar fréttir af því, hvernig heilaþvotturinn 'hafi gengið, en líklegt er þó talið, að sæmilega hafi horft á fundunum austantjalds, hvernig svo sem samninga- mönnunum gengur að sann- færa flokksmenn hér heima, en þeir búa eðlilega ekki yfir sömu reynslu og hæfileikum í list þeirri, sem til slíks þarf, eins og Bresnev og hjálpar- menn hans. LÉLEGT YFIRVARP 17' ommúnistar hafa sérstakt lag á að gera sjálfa sig broslega. Þeir taka sig álíka alvarlega og börnin, sem þessa dagana eru að hefja skólagöngu í fyrsta sinni; en fullorðnu fólki fer þetta hlut- verk álíka illa og börnunum fer það vel. Nú hefur sýning verið sett á svið. „Þjóðviljinn“ lýsir því með andakt yfir, að fréttatil- kynning um utanstefnuna til Moskvu birtist samdægurs í kommúnistablaðinu hér á landi og sjálfu Pravda. Og svo gefur að líta eftirfar- andi: „Að frumkvæði nefndar Sósíalistaflokksins var rætt um möguleika á auknum við- skiptum milli íslands og Sovétríkjanna. í þessum við- ræðum kom í ljós, að góðar horfur eru á aukningu slíkra viðskipta.“ Þeir sendimennirnir hafa sem sagt — þrátt fyrir allt — haft einhvern snefil af sóma- tiifinningu. Þeir hafa fundið til þess, að þeir væru heldur litlir karlar og mundu ekki mikinn orðstír af því hljóta hér á íslandi, að vera barðir til ásta úti í Rússlandi. Þeir hafa þess vegna leitað að yfir- varpi, sem að haldi gæti kom- ið — og sjáum til: Þeir ympr- uðu á því að auka þyrfti við- skipti Rússa og íslendinga. Líklega hafa þeir líka haft einurð til að skýra húsbænd- um sínum frá því, að hylli Rússa færi dvínandi hér- lendis og af því meðal ann- ars stöfuðu erfiðleikarnir í kommúnistaflokknum. Ekkert er ólíklegt að hinir þrautreyndu áróðursmenn austurfrá hafi skilið þetta mætavel og boðizt til að hlaupa undir bagga. Verður nú fróðlegt að sjá hvaða kostaboð íslendingum verða boðin — hvaða bjarghring verður kastað út til þess að reyna að forða kommúnista- flokknum frá upplausn. En auðvitað munu íslendingar meta slík tilboð eftir efni sínu, þótt ljóst sé hvernig þau eru til komin, AFSTAÐA HANNIBALS TVTaumast verður því héðan ’ í frá mótmælt, að komm- únistaflokknum er stýrt frá Moskvu. Þangað er mönnum stefnt til að leggja þeim lífs- reglurnar og þaðan kemur línan. Af því tilefni er ekki úr vegi að spyrja, hvað Hanni- bal Valdimarsson geri. Ætlar hann að vera hlýðinn, eins og Einar Olgeirsson hefur haldið fram að ætíð mætti treysta, eða ætlar hann að hafa sjálf- stæðar skoðanir. Það er meira en lítil niður- læging fyrir mann, sem verið hefur mikill áhrifamaður í ís- lenzkum stjórnmálum og m.a. ráðherra, að vera gjörsamlega settur hjá við allar ákvarðan- ir, en síðan beitt fyrir vagn- inn er til kosninga dregur. Hvar er karlmannslundin? Á UNDANHALDl 17’ins og skýrt var frá hér í ^ blaðinu í gær féll Kristj- án Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, við kjör fulltrúa frá Félagi starfsmanna stjórnar- ráðsins á þing bandalagsins. Hann náði þannig ekki kosn- ingu í eigin félagi. Kristján Thorlacius hefur síðan hann var kosinn for- maður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, beitt þeirri áhrifastöðu til persónu- legs framdráttar og til þess Einn þekktasti hermaður fyrri heims- styrjaldarinnar átti við langvarandi vanheilsu að stríða VERALOARSAGAN geymir nöfn margra vaskra her- manna, en flestir voru þeir hershöfðingjar eða þjóðarleið- togar, og ber þar litið á ó- breyttum hermönnum. >ó kemur það fyrir, og hafa fáir einstaklingar getið sér jafn mikillar frægðar og Alvin York, sem var liðþjálfi í her Bandaríkjanna í fyrri heims- styrjöldinni. En York liðþjálfi lézt í síðustu viku, 76 ára gamall, eftir langvarandi veik indi. Alvin York var frá Tenn- essee-ríki. Þegar Bandaríkja- menn gerðust aðilar að heims- styrjöldinni fyrri reyndi hann öll brögð til að komast und- an herþjónustu og kvaðst vera andvígur styrjöldum og mann- drápum. Mótmæli hans komu þó ekki að notum, því hann var tekinn í herinn og sendur til vígstöðvanna í Frakklandi. Þar var það hinn 8. október 1918 að hann vann frægðar- verk, sem seint mun gleym- ast. Alvin York var þá undir- liðþjálfi (corporal) og var þennan morgun sendur ásamt 17 hermönnum öðrum til að vinna á nokkrum vélbyssu- hreiðrum Þjóðverjá í Ar- gonne-skóginum. í fyrstu gekk allt vel, og tókst her- flokknum að hrekja nokkra Þjóðverja á flótta. Þegar York og félagar hans voru að elta flóttann, komu þeir skyndi- lega á bersvæði yfirmanna vélbyssudeildarinnar, og var þar fyrir fjöldi hermanna og herforingja. MAJÓRNUM NÓG BOÐIÐ Bandarisku hermennirnir komu Þjóðverjum að óvörum, og gáfust nokkrir Þjóðverj- anna þegar upp. En vélbyssu- skyttur í nágrenninu hófu skothríð á bandarísku her- mennina af aðeins 25 metra færi, og féllu þá margir Banda ríkjamannanna, en þýzku fangarnir vörpuðu sér til jarð- ar til að verða ekki fyrir skot- um landa sinna. Hörfuðu bandarisku hermennirnir síð- an inn í skóginn, þ.e. allir nema Alvin York. Hann sat kyrr þarna á bersvæði í skjóli við nokkra særða Þjóðverja. f heimalandi sínu var York þekktur fyrir skotfimi, enda uppalinn við fuglaveiðar. Og nú kom leikni hans að góðum notum. Hann lét það ekki á sig fá þótt við ofurefli væri að etja, heldur hóf skothríð á vélbyssuskytturnar með riffli sínum, og brást ekki boga- listin. Varð mikið mannfall í liði Þjóðverja, og tóku þeir það til bragðs að sækja að York með brugðnum byssu- stingjum. York hélt skot- hríðinni áfram, fyrst með rifflinum, en þegar hann átti ekki fleiri riffilskot, greip hann til skammbyssunnar. Skaut hann alltaf aftasta manninn í árásarliðinu, sem jafnan féll án þess að hinir tækju eftir því. Fór svo að aðeins liðsforinginn, sem stjórnaði árásinni, stóð eftir. Þá var þýzkum majór, sem lá rétt hjá York liðþjálfa, nóg boðið, og skipaði hann mönn- um sínum að gefast upp. Það voru 90 Þjóðverjar, sem gáfust upp fyrir York, ber- sýnilega í þeirri trú að hann væri ekki einn, heldur hefði fjölmennt herlið sér til stuðn- ings. York lét á engu bera en tókst að kalla til sín sjö af bandarísku hermönnunum, sem leitað höfðu hælis í skóg- inum. Skipaði hann þeim að vera á verði gegn þýzkum leyniskyttum, en hélt sjálfur af stað í broddi fylkingar fanganna í gegn um víglínu Þjóðverja. Hafði hann tvo þýzka yfirmenn við hlið sér til að fyrirbyggja árás úr laun sátri. FELLDI 25, TÓK 132 FANGA Á leiðinni gegnum viglínuna §| lét hann þýzka majórinn skipa = hverju vélbyssuhreiðrinu á 3 fætur öðru að gefast upp, og = bættust þessar skyttur í fylk- = ingu fanganna. Þannig hélt 3 York áfram í áttina að banda- = rísku víglínunni. Þegar Banda 3 ríkjamenn sáu Þjóðverjana 3 nálgast héldu þeir fyrst að 3 hér væri um nýja árás að 3 ræða, en á siðustu stundu 3 tókst York að sannfæra landa 3 sína um að allt væri í bezta 3 lagi. Þegar hann komst á leið- 3 arenda flutti hann með sér 3 132 þýzka fanga, en hafði auk = þess fellt 25 Þjóðverja. Þetta afrek Yorks þótti svo = ótrúlegt, að fyrirskipuð var 3 rannsókn á atburðum dags- ð ins. En rannsóknin leiddi að- 3 eins í Ijós að allt var rétt, sem 3 York sagði. Hann hafði afrek- 3 að þetta allt einn og án að- 3 stoðar. = Eins og nærri má geta 3 breiddist fréttin óðfluga út og §§ næstu daga var nafn Yorks 3 liðþjálfa á allra vörum. Yfir- 3 maður herja Vesturveldanna, 3 Foch marskálkur, sagði að 3 þetta væri mesta hetjudáð, sem nokkur hermaður í öllum = herjum Evrópu hefði unnið. — Og þégar York kom heim til = Bandaríkjanna var tekið á = móti honum sem þjóðhetju og 3 keppzt um að heiðra hann á 3 allan hátt. Var saga hans 3 skráð í bækur og kvikmynd 3 gerð um atburðina í október 3 1918. Lék Gary Cooper þar |j hlutverk Yorks liðþjálfa. 3 York liðþjálfa var boðið = stórfé frá kvikmyndafélögum 3 og útgáfufyrirtækjum fyrir 3 einkarétt á sögu hans, en 3 hann neitaði öllum boðunum. 3 Einnig neitaði hann tilboðum 3 um góðar stöður hjá ýmsum 3 stærstu fyrirtækjum Banda- 3 ríkjanna. Hann fluttist heim i= til Tennessee og kvæntist þar. §§ Átti hann síðustu árin vi𠧧 mikla fátækt að búa þar til 3 hann lézt í hermannasjúkra- = húsinu í Nashville á miðviku- 3 dag. 3 luiimiMimMmMummmiHmiiHimiiiimiMiimmiHiiiHiimmiiimumtuiiimimiiiiiiiiiiuimiiHumiHiuiimHmiiumiiiiMimiiummiiHiuMHmimiMmiiiiiHmiiiiimui A-Þjóðverjar á eftirlaunaaldri fá að heimsækja ættingja í V-Þýzkalandi Berlín, 8. sept. (NTB) FRÉTTASTOFAN ADN í A- Þýzkalandi skýrði frá því í dag, að framvegis fengju íbú- að réyna að styrkja aðstöðu Framsóknarflokksins — og hefur raunar ekki grátið það, þótt kommúnistar styrktust á leiðinni. En sjálfur hefur hann nú hlotið sín málagjöld og er niðurlæging hans mikil. Kosningar á þing Starfs- manna ríkis og bæja hafa nú staðið alllengi, og er ljóst, að vinstri menn eru þar á und- anhaldi, enda mundu naum- ast heyrast miklir kveinstafir, þótt yfirráðum Thorlacius- anna lyki. ar landsins, sem náð hafa eft- irlaunaaldri, að heimsækja ættingja sína í Vestur-Þýzka- landi. Fréttastofan segir, að Walter Ulbricht, leiðtogi austur-þýzkra kommúnista, hafi sent Moritz Mitzesheim,. biskupi í Thuering- en, bréf og tilkynnt honum, að innanríkisráðuneyti A-Þýzka- lands hafi fengið fyrirskipun um að leyfa öllu fólki, sem komið sé á eftirlaunaaldur, að ferðast til ættingja sinna í V-Þýzkalandi Biskupinn rædcU bréfið við frétta menn og kvaðst líta á ákvörðun stjórnarinnar, sem tákn góðvilja og trausts. Biskupinn sagðist hafa rætt þetta mál við Ulbricht um miðjan ágúst sl. Ekki hefur verið skýrt frá því hvenær heimsóknirnar geta haf- izt í Vestur-Berlin líta borgaryfie völdin á þessa ákvörðun austur- þýzku stjórnarinnar sem tilraun til þess að flýta fyrir því að satu komulag náist um heimsóknir milli Austur- og Vestur-Þýzka- lands. Austur-Þjóðverjar hafa sett skilyrði fyrir slíkum heim- sóknum, sem stjórnin í Bonn tel ur óaðgengileg. Viðræður um heimsóknirnar hefjast í Bonn á morgun. Einnig telja menn í Vestur- Berlín ákvörðun Austur-Þjóð- verja lið í tilraunum þeirra til þess að létta lífskjör fólksins. í landinu eru hlutfallslega margic á eftirlaunaaldri og ef einhverjir þeirra nota tækifærið og fara til Vestur-Þýzkalands, léttir það byrðar ríkisins, en það borgar eftirlaunin. Einnig losnar hús- næði, og húsnæðisvandamál i Austur-Þýzkalandi eru mikiL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.