Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLADIÐ Fimmtudagur 10. sept. 1964 ÚTVARP REYKJAVÍK Á SUNNTJDAGSK V ÖLD, 30. ágúst, flutti Jóhann Hannesson, prófessor, mikið erindi um Þing- vallavatn, stærsta stöðuvatn landsins. Ekki gat hann um stærð vatnsins í ferkílómetrum, en ég þöttist nema það rétt, að það væri a.m.k. 14 km. á lengd. Annars hefur stærð þess tekið miklum breytingum í áranna rás. Mikið fuglalíf tr við Þing- vallavatn. Þar verpir himbrimi, svartbakur, kría, endur, gæsir og fleiri merkisfuglar. Mikil* silungur er í vatninu bæði urr- iði, bleikja og murta. Stærstu urriðarnir verða 20—26 pund á þyngd, en murturnar fara allt niður í 80 grömm. Silungsveiði í vatninu er bönnuð í september og október. Fegurst er við Þing- vallavatn í september. í „hvippinum og hvappinum“ þetta kvöld var m.a. rætt við gamla konu á Snæfellsnesi um dularfulla atburði á velmektar- dögum huldufólks. Þá var rætt við áttræðan Þingeying, Bene- di'kt Baldursson á Garði í Aðal- dal. Faðir hans var hómopati, las sig til í þýzkum lækningabókum og þótti farsæll læknir. Benedikt sagði, að um 1890 hefðu bændur fengið 18—21 kr. fyrir sauðinn, en um aldamót hefði verðið lækkað. 9 aurar fyrir pundið í lifandi sauð var lengi taxtinn. Þá ræddi Agnar við þingeyska konu, Matthildi Halldórsdóttur, sem er sérfræðingur í að vinna liti úr grösum. Síðast brá Agnar sér að Vögl- um í Skagafirði og ræddi við Magnús Gíslason, skáld og bónda þar. Magnús fór m.a. með vísur eftir sig otg gat um leið tilefnis þeirra. Hann saknaði málfundanna, sem voru áður fastir liðir í „Sæluviku Skag- firðinga“, en hafa nú verið af- lagðir. „Ég veit ekki hvemig æskan er að verða", sagði Magn- ús. Jazz og bítilsöngvar virtust nú vera hennar líf /o« yndi, svo og atomljóð, en Magnús var næsta þungorður um þann ljóða- stíl. Þegar Agnar hafði orð á því, hvort ekki væri eðlilegt, að yngri skáldin leituðu nýrra forma, sagði Magnús eitthvað á þá leið, að hugsjónir og andi skáldanna endumýjuðust í hin- um klassisku formum og þyrftu ekki á atomstíl að halda. Hann sagði, að fólkið lærði ekki kvæði atomskáldanna. „Þetta eru aumingjar, þeir kunna ekki að yrkja“, sagði Magnús, og hana nú! Á mánudagskvöld talaði Har- , aldur Guðnason, bókavörður í Vestmannaeyjum, um daginn og veginn. Hann ræddi mikið bæk- ur og bókaútgáfu. Sagði hann. að árið 1888 hefðu komið út 59 bækur á íslandi, þeirra á meðal 4 skáldrit íslenzk. Til saman- burðar gat hann þess, að árið 1962 hefðu komið út 30 skáld- rit islenzk, en árlega kæmu nú út 400—500 bækur hérlendis. Þó taldi Haraldur, að við værum nú í öldudal sem bókaþjóð Sagði hann, að þvi færi fjarri, að allir tækju köllun sína til ritstarfa nægilega alvarlega. Hann kvað hér mjög skorta út- igáfu tæknirita. Þá kvað hann furðulegt, að enginn bæklingur skyldi gefinn út í tilefni af 300 ára afmæli Árna Magnússonar í fyrra, né 350 ára afmæli Hallgríms Pét- urssonar í ár. Haraldur sagði að vafalaust fengjum við sjónvarp í framtíðinni, en því lægi ekk- ert á. Nauðsynlegra og meira aðkallandi vabri t.d. að leggja fé til sjúkrahúsa Og heilbrigðis- mála. Krabbamein og hjarta- sjúkdómar gerðu til dæmis miklar fjárkröfur, og væri brýnna að sinna þeim. Haraldur kom víðar við en hér er getið, og var erindi hans at- hyiglisvert. Fjárframlög til heil- brigðismála ættu að sitja fyrir öðrum, því hvað gagnar mönn- um sjónvarp og önnur þægindi, þegar öndin er skroppinn úr kroppi þeirra? Jafnvel bækur í tilefni af afmælum merkis- manna koma þeim þá að litlu haldi, þótt útgáfa þeirra sé út af fyrir sig æskileg, ef vel er til hennar vandað. f því sambandi dettur mér í hug hin myndar- laga útgáfa á ljóðum Einars Benediktssonar, sem bókaútgáf- an „Bragi“ géngst fyrir i tilefni af 100 ára a^mæli skáldsins 31. október n.k. Haraldur hefði gjarnan mátt geta hennar, því að viðeigandi er að geta þess, sem veí er gert, jafnhliða þvi sem annað er gaignrýnt. Síðar á mánudagskvöld var þátturinn: „Sitt sýnist hverjum". Fjórir þekktir borgarar, þeir Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, Guðmundur Thoroddsen, pró- fessor, Vilhjálmur S. Vilhjálms- son, rithöfundur og Þórir Kr. Þórðarson, þrófessor, ræddu ýmis félagsleg vandamál í sam- bandi við ellina. Gísli Sigur- björnsson sagði, að það mundi að mörgu leyti bezt, ef gamla fólkið gæti dval ið heima hjá sér, en þess væri oft enginn kost- ur. Hann lagðí áherzlu á, að Gísli komið yrði á Sigurbjörnsson fót elliheimil’un í sem flestum sveitum og þorp- um og taldi þar vera verkefni fyrir kirkju og söfnuði út um land. Þá kvað hann vanta hæli fyrir geðveilt, gamalt fólk. Taf- arlaust yrði að hefjast handa um þessi verkefni. Guðmundur Thorddsen sagði, að í sínu ungdæmi hefði meðal- aldur fólks verið um 30 ár. Nú næðu fleiri háum aldri við sæmi lega heilsu. Hann taldi mikil- vægt, að gamla fólkið fengi ein hver létt störf við sitt hæfi. Elli- heimili kvað hann gera ómetan- legt gagn, en taldi heppilegt, að gamla fólkið dveldi heima annað slagið. Hann sagði, að gömlu fólki leiddist oft gamalt fólk og þráði samband við fjölskyldu sína. Og yfirleitt hefði það á- nægju af léttum störfum við sitt hæfL - Vilhjálmur S. Vilhjálmsson sagði, að gamla fólkið væri ekk- ert ölmusufólk. Yngra fólkið stæði í skuld við það, og þá skuld bæri því að greiða m.a. með hækkuðum ellilífeyri. Hann vildi láta stofna áhugamannafé- lög til að aðstoða gamalt eins og tíðkanlegt væri úti. í Reykja- vík væri mikið af einmana gömlu fólki, sem væri í þörf fyrir slíka starfsemi. Þórir Kr. Þórðarson varaði við að treysta um of á opinbera for- sjá í vandamálum gamla fólks- ins. Hann sagði, að frjálst starf söfnuða og kirkna í samvinnu við það opinbera hefði víða reynzt árangursríkast. Þáttur þessi var fróðleigur, enda umræður um málefni þetta á opinberum vettvangi í fyllsta máta tímabærar. En óhjákvæmi legt er að kvarta yfir því, að Hólmfríður Gunnarsdóttir skyldi taka þriðjung þess stutta tíma, sem þættinum var ætlaður, til að flytja inngangsorð. Með þessu er ég ekki að gagnrýna það, sem hún sagði, það var alls ekki svo slæmt. En vel hefði hún getað skorið formálann niður um 50% án þess að nokkurn hefði sakað. Á þriðjudagskvöld flutti Hann es Jónsson, félagsfræðingur, at- hyglisvert erijidi um „fjölskyldu áætlanir". Ræddi hann mest um takmarkanir barneigna í því skyni, að hjón geti haft vald á stækkun fjölskyldu sinnar. Heilsufarsástæður, efnahags- ástæður o.fl. getur gert stækkun fjölskyldunnar óæskilega á viss- um tímaskeiðum. Frjóvgunar- varnir ýmsar eru sem kunnugt er, notaðar í þessum tilgangi, og taldi Hannes að frjóvgunarvarn- ir konunnar væru yfirleitt áreið- anlegri. Hannes hvatti til félaga- stofnana úm fjölskylduáætlanir. / „Seinni göngur á hríðarhausti“ nefndist frásaga séra Gísla H. Kolbeins á Melstað, sfem Stein- dór Hjörleifsson las á sumarvök unni á miðvikudagskvöldið. Síð ast á kvöldvökunni var ljóða- þáttur Helga Sæm. Mér virðast sumarvökurnar hjá útvarpinu heldur vera að ganga úr sér. Þær eru nokkuð tilbreytingarlitl ar, bæði að efni og uppbyggingu. Hefjast venjulega á »17 ára þætti“ og lýkur með 5 kvæðum, stöðugt völdum aí sama manni. Þarna vantar hugmyndaflug og hreyfanleika. 17 ára keppnin var vafalaust góð hugmynd og að mörgu leyti vel heppnuð, en naumast hægt að ætlast til, að hún endist hlustendum í heilt ár. Helgi Sæmundsson er vafalaust skyggn á góð kvæði og hefur igóðan ljóðasmekk, en að fela honum einum mánuðum saman andlega aðdrætti ljóðaunnenda á • HUGMYNDAFLUGIÐ Ég ætla ekki að minnast á Klambratún í dag. En leit að' góðum nöfnum er oft æði mis- heppnuð — og hef ég þá í huga nöfn á ótal stofnunum og fyrir tækjum, sem alltaf eru að skjóta upp kollinum. Mér finnst þó hvergi fara jafn- lítið fyrir hugmyndafluginu og hjá kaupmönnunum, þegar þeir eru að gefa nýjum verzlunum nöfn. Teljandi fáar verzlanir, sem opnaðar hafa verið á síðustu ár- um, hafa borið önnur nöfn en KJÖR, VAL eða VER — þ.e.a.s. samsett orð — þar sem eitthvert þessara þriggja myndar síðari eða fyrri helming heitisins. Þessi endalausa eftiröpun fer í taugarnar á mér og vonandi ein/hverjum fleirum. Fyrir þá, sem eru í þann veginn að opna verzlun, legg ég eftirfarandi tillögur um nafn: KJÖRVAL- VER, VALKJÖRVER, VER- KJÖRVAL, VALVERKJÖR, VERVALKJÖR, KJÖRVER- VAL. Enn hef ég hvergi heyrt neitt af þessum nöfnum svo að enn ætti að vera óhætt að opna nýj- ar verzlanir. A.m.k. sex í við- bót. Svo er hægt að bæta ein- hverju fallegu bæði aftan við og framan við. Dæmi: KOSTA- VALKJÖRVER eða VERVAL- KJÖRBÚÐIN. Já, þessi aðferðin ætti að geta dugað okkur næstu fimm- tíu árin. \ • BROTIÐ BANN í frétt í blaðinu í gær sagði, að hundur hefði bitið telpu. Hundahald er bannað hér í bæ. Það er kunnara en frá þurfi að segja. Um það bann má sjálf sagt deila — og ætla ég ekki að taka þá hlið málsins til með- ferðar. Hins vegar er ljóst, að töluverð brögð eru að því, að bann þetta sé brotið. Það gerir e.t.v. ekki meira til þótt þetta bann sé þverbrotið fremur en umferðarreglur, skattalög og fleira, sem allir keppast um að brjóta. Aukið aðhald og eftirlit á þessu sviði sem öðrum skað- aði vist ekki. • Á MIBJU SVIÐI í fyrradag skrapp ég til Þing valla til að sýna erlendum kunn ingja staðinn. Veðrið var ein- staklega fallegt, vatnið var spegilslétt á stóru svæði, logn oig loftið tært og hressandi. Haustlitirnir í kvöldsólinni að Þingvöllum eru fallegir. Síðan endurbætur voru gerð- ar á veitingastaðnum, Valhöll. er miklu betra að koma þang- að, en ástæðan til þess að ég sumarvökunni er vægast sagt einstrengingslegt. Hví ekki að leyfa sem flestum að velja sér kvæði á sumarvökunni, líkt og þegar menn velja sér hljómplöt ur síðdegis á laugardögum? Benedikt Gröndal, ritstjóri, stjórnaði fróðlegum þætti á fimmtudagskvöldið, sem hann nefndi „Þegar ljósin slokknuðu“. Var þar rakinn nokkuð ævifer- ill Adolfs Hitlers og aðdragandi heimsstyrjaldarinnar síðarL Hann kvað Hitler hafa verið snjallan skipuleggjanda og að mörgu leyti slyngan stjórnmála mann, þrátt fýrir sína miklu og augljósu galla. Hitler kom sjálf- ur fram í þættinum og mæltist sköruglega. „Á tíundu stund“ kom svo Ævar Kvaran með fangið fullt af furðulegúm tilgátum og til- raunum og frásögnum af vofeig leguín dauðdaga manna og dýra endur fyrir löngu. Færði hann líkur að því. að hafið hefði tek- ið sig upp fyrir allmörgum ára- tuga þúsundum og bylt sér yfir löndin, og ekki aðeins sálgað þeim dýrum og mönnum, ér á vegi þess urðu, heldux þeitt sumum þeirra heimsálfanna á milli. Steingerf- ingar, sem fundizt hafa, styðja þessa kenningu. Dr. Páll ísólfsson og Jónas Jónasson ræddust' við í vikulok- in. Sagðist Páll þó vera hrædd- astur við tvennt í heimi: hlaðna byssu og opinn mikrófón. Byssan ógnaði lífi mairns, en míkrófónn inn ærunni. — Páll rakti síðan nokkuð æviferil sinn. Greindi frá bernskuárum sínum austur á Stokkseyri, komu sinni til Reykjavítur, þar sem hann hóf fyrst að læra prentiðn, síðan löngu tónlistarnámi erlendis, en hann snéri alkominn til íslands frá námi árið 1921. Allt frá þeim tíma hefur Páll verið forgöngu- maður í jslenzkum tónlistarmál- um og mun nú þekktastur allra Íslendinga, sem lagt hafa stund á þá listgrein. Jónas spurði Pál um muninn á þýzkri og franskri tónlist eða tónlistarskóla. Páll kvað erfitt að Framhald á bls. 10. minnist á þetta, er sú, að mér virtist allt benda til þess að nær eingöngu hefði verið huga að um framhlið hússins, þegar þar var tekið til hendinni. Þag- ar staðið er á Lögbergi og horft yfir þetta fallega land — þá væri synd að segja, að allt drasl ið á bak við Valhöll og nærföt á þvottasnúrum ykju verulega hátíðleikann og fegurð landsins. Frá Lögbengi blasir þetta allt við, þgð er á miðju sviðinu, ef svo mætti segja. Næsta stórátak í „viðreisn" staðarins ætti að vera hreinsun á ,lóðinni“. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hver það er, sem stendur á Lögbergi. Hvort það eru Pét- ur og Páll úr Reykjavík, ein- hver erlendur ferðamaður, eða Filippus prins, Hertogi af Edin borg. Umræddir hlutir skaða áhrifin, sem menn verða fyrir á þessum sögufræga og fallega stað, enda er það sjálfsagt eins dæmi, að þvottasnúrur skuli hafðar í „forgrunn" á Lögbergi, Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti timinn til að panta rafhlöður fyrir veturinn Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3. — Símj 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.