Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. sept. 1964 .....................................................................................................................................mmmimmimm.... Menjar eftir steinaldarmenn á ís- landi eða merkur jarifræðifundur? Margt er skrytið á botni Þorskafjarðar ÞEGAR ekið er út Reykhóla- sveitina að Kinnarstöðum, rétt vestan við Bjarkarlund, þá blasir við Þorskafjörður- inn, einn fegursti fjörður á íslandi. Þegar ekið er inn með firðinum er farið Ivjá Skógum, þar sem séra Matthí- as er fæddur. Skömmu innar eru Hnausabúðir. aðsetur að hitta hann síðdegis. >á hafði hann klætt sig upp og gekk þegar út og kastaði á okkur kveðju, þegar við ók- um í hlað. Jochum segir okkur fyrst, að hann hafi keypt Skógana af Sesselíu Helgadóttur í Skóg um, hún megi þó sitja heima- jörðina, eins lengi og hún 1 Jochum M. Eggertsson að Hnausabúðum heldur hér á lofti S grip, sem hann segir vera menjar um steinaldarmenn á ís- S landi. (Ljósm. J.E.R.). S Jochums Eggertssonar, skóg- = ræktarmanns, skáids, fræði- | manns og náttúruskoðara, = Inn af fjarðarbotni eru Kolla- = búðir, mikil fjárjörð, og þar | skammt frá var haldið hið S sögufræga Þorskafjarðarþing. Fegurri er þó Þorskafjörð- = nrinn af Þorskafjarðarheiði, | þegar ekið er niður snar- = bratta hliðina, en sá vegur er S vestan úr ísafjarðardjúpi. 3 Þaðan var biaðamaður Mbl. S að koma fyrir jkömmu og j§ staldraði við að Hnausabúð- 1 um og talaði stundarkorn við S Jochum Eggertsson. Sú við- §j dvöl mátti vera lengri, því að = hann hafði frá mörgu forvitni == legu og stórbrotnu að segja. = Hann kveðst hafa fundið S menjar um búsetu manna í §j Þorskafirði á steinöid og hef- S ur grafið úr firðinum fjöl- S marga gripi, sem hann telur = styðja tilvist þessara sveit- tf unga sinna fyrir mörgum þús = undum ára. 3 -------------★ HANN heitir fullu nafni 1 Jochum Magnús Eggertsson, 3 Jochumssonar frá Skógum, = toróður séra Matthíasar. 1 Skáldanafn Jochums er 3 Skuiggi. Hann settist að í 3 I>orskafirðinum árið 1950, en = hafði áður verið víða, mest = í Reykjavík. Hann býr í litlum skúr við 3 veginn, í fögrum trjálundi, 3 sem hann hefur grætt og alið. 3 Við höfðum hitt Jochum að H máli um morguninn, þegar 3 við ókum vestur og ákveðið vilji. Hann búi því hér í Skóg arlandinu og stundi skógrækt og landgræðslu. Hér að Hnausabúðum, eins og hann nefnir staðinn, sé uppeldis- og tilraunastöð. Þú ert eitthvað að grúska við náttúruathuganir, spyrj- um við Jochum, en þá verð- ur hann dulur og íbygginn, en sagir síðan: — Ég á ýmislegt af dóti og veitti ekki af því að vera þús und ára til þess að gramsa í því. Hann fer nú með okkur inn í skúrinn og dregur fram fjölmarga pappakassa, sem eru fullir af allskonar stein- um og skeljum. Hann segist hafa safnað fleiri þúsund stykkjum, og þetta verði að varðveitast ag rannsakast vis- indalega. Síðan fer hann að sýna okkur mjög furðulega steina. Þeir eru litlir, u.þ.b. 10 cm. á lengd. Þar eru odd- mjóir, ferstrendir steinar, sem minna á örvarodda, en aðrir eru í lögun, sem minnir á öngla og tvíkrækjur. Þeir eru gráleitir og ferstrendir og hornbeinir, eins og kristalar. VIÐ furðum okkur á þess- um skrítnu steinum og spyrj- um, hvar hann hafi fundið þetta? — Þetta eru ekki steinar, segir þá Jochum, þetta eru steingerfingar. Þetta eru á- höld fólks, sem hefur búið hérlendis á steinöld. Merkin sýna verkin. Hér er ég með þúsundir menja frá steinöld, en þeir fyrir sunnan segja, að þetta sé ekki til, þótt maður sýni þeim hlutina. Þetta er nú svona samt. Pýþeas segir frá ferð sinni til Þúle fyrir næst- um tvö þúsund árum og talar um mannabyggð þar. Eftir lýsingum hans að dæma, þá 'hlýtur Þúle að vera ísland. En hann var talinn mesti lyga- laupur. Á meðan Joehum talar, þá handfjatlar hann steinana einn af öðrum og réttir okkur síðan til áréttingar orðum sín um. Steinar þessir eru svo furðuiegir, að það þarf ekki frjótt ímyndunarafl til þess að verða hugsað til gamalla steinaldarminja í söfnum í út- löndum . — Hvað varð til þess, að þú fórst að spekúlera í þessu? — Mig hafði lengi grunað þetta, sagði Jochum. Það eru margar leifar hér, sem taldar éru gamlar tóftir en eru leif- ar eftir hringbyggjana, sem voru hér löngu á undan Pöp- um. Og hverjir voru Kollar? Ég leitaði lengi, þar til ég fann þessa gripi hér í firð- inum. Fyrst hélt ég, að þetta væri einhverskonar steypa, en hef síðan séð að þetta var bein. — Hvar fannstu þessa steina? — Ég finn þá hér úti í firð inum á stórstraumsfjöru. Gref þá uppúr sandinum. — En hvernig gat þig grun að, að þeir væru einmitt þar? — Ég finn það út af eðlis- þyngd beinsins. Þessir gripir eru mannaverk, á því er eng inn vafi. VIÐ víkjum nú talinu að svartagaldri, en Jochum hef- ur nokkuð grúskað í þeim fræð um. — Hefur sú þekking komið þér að nokkru haldi? — Ég hef nú ekki verið að þessu beinlínis til þess að praktísera, segir þá Jochum, en ég héf þó komizt að ýmsu. Galdramennirnir hér áður fundu upp leyniletur og ég hef ráðið í það og komizt að mörgum launungarmálum, sem opnar manni nýja heima. — Er eitthvað um steinald- armenn í gömlum rúnum? — Ég hef ekkert séð um steinaldarmennina í galdra- letri, en get þó ekki sagt um það. — Hversvegna valdir þú þér bústað hér? — Mig langar til þess að sjá, hvort ekki væri hægt að koma upp nytjaskógi. Stein- aldarmennirnir fóru ekki jafn illa með skóginn og þeir sem kallaðir eru landnámsmenn. — Var það aðeins skóg- ræktaráhugi? Nú horfir Jochum út á fjörðinn og segir: Örlögin réðu því, *að ég settist hér að. Mér hefur verið ætlað það. Við kveðjum Jochum og hann biður okkur fyrir kveðj ur til þeirra á Morgunblaðinu. Hann fylgir okkur út að hiiði og við spyrjum hann hvern- ig hann sé til heilsunnar. Ég er nú orðinn 67 ára gam- all og er bara hress, þótt ég hafi þolað ýmislegt um ævina. Það er öllu til skila haldið. Það er viljaþrekið, sem held- ur manni uppL Við sjáum síð an á eftir breiðum herðum öldungsiris inn í kofann til árlega mun gert við rússnesku alfræðiorðatoókina! Mundi þurfa að taka niður styttu Ingólfs Arnarsonar? Voru for- feður okkar steinaldarmenn, frammynntir með lítinn heila, sem átu hráan fisk eða bitu gras? allra skeljanna og steinanna, stm hann hefur safnað af mikilli elju og rýni. Vindur- inn þýtur í greinum trjánna, sem umlykja kofann. EFTIRMÁLI ÞAÐ er margt skrýtið. Gat það verið, að Hrafna Flóki og Ingólfur Arnarson hefðu verið svona síðbúnir til þess að teljast landnámsmenn? Ýmsar slíkar hugsanir sóttu að okkur í bílnum, þegar við ókum út sveitina. Það gat varla verið, því að ekkert er getið um steinaldarmenn Jochums í fslandssögu Jónas ar frá Hriflu. Þó voru þessir smásteinar, sem Jochum sýndi okkur furðu líkir ein- hverjum áhöldum og furðu ólíkir þeim steinum, sem við höfðum áður séð. Svipaðar hugsanir sóttu einnig að fræðimönnum hér syðra, þegar Joohum sendi þeim fréttir af uppgötvun sinni og meðfylgjandi sýnis- horn fyrir nokkuð löngu. Slíkan stein höfðu menn ekki séð áður og þeir voru líkir....nei, þetta gat varla verið. Ekki varð það heldur til þess að draga byr úr vængj- um hugmyndaflugsins, þegar fregnir bárust vestan um haf, að fornleifafræðingar vestra tækju ekki fyrir það, að þetta væru menjar um steinaldar- menn. Bandarískir menn höfðu verið á ferð í Þorska- firði og furðað sig á gripum Jochums. Þeir höfðu tekið með sér sýnishorn vestur og látið fornleifafræðinga rýna í grjótið. Það gat verið, að þetta væru steinaldarmenjar, sögðu þeir, og hvaða steina- fyrirbæri er þetta annars^ spurðu menn sig hér, þegar þeim barzt fregnin. Þetta var erfitt mál, því að mönnum leizt ekki á þá hug- mynd, að fara þyrfti sömu höndum um íslandssöguna og EN öllum viðkomandi létti um síðir. Ungur jarðefna- fræðingur, Guðmundur Sig- valdason, kveðst hafa fundið lausnina. Gripir Jochums eru ekki steingerð beináhöld frá steinöld. Þeir eru þó samt hin ir merkilegustu, því að þeir eru fyrsti fundur slíkrar stein myndunar á fslandi segir Guðmundur, en slík stein- myndun mun vera mjög sjald gæf. Hann segir, að þetta séu kristallar, sandkristallar, sem myndist við set, einkum í vatni. Skeljasandurinn setzt á botninn, en síðan fellur út kalktegund, gayussit, og krist allamyndun verður um sand- korn. Þetta myndar stóra af- langa, gráleita kristalla, sem oftast eru ferstrendir. Stund- um verður tvíburamyndun í kross og geta þessir steinar því líkst stórskornum öngl- um í lögun eftir svörfun. ÞETTA var sagan um stein- aldarmenjarnar í Þorskafirðin um. Þær eru merkur jarð- fræðifundur, segir sérfræðing urinn. En Jochum M. Eggerts son spyr enn: Hverjir voru Kollar og hverjir voru hring- byggjar? Svona geta vísindin oft leik ið grátt skemmtilegar upp- götvanir. Þau eru oft þunigt akkeri á hugmyndafluginu. J.E.R, Jochum, skógræktarmaður, náttúruskoðarl og skáld sýndi okkur úr pappakassanum marga forvitnilega náttúrugripi, scm gefa hugmyndafluginu byr í vængi. (Ljósm. J.E.R.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.