Morgunblaðið - 10.09.1964, Page 28

Morgunblaðið - 10.09.1964, Page 28
| Meiri síld á miðunum en | I í fyrra — en verra veður 1 Um 1700 nemendur í menntaskólum °g menntadeildum Samtal við Eggert á Sigurpali f GÆR var batnandi veður fyrir Austurlandi og flest skip in á leið út á síldarmiðin. Morgunblaðið átti samtal við Eggert Gíslason, skipstjóra á Sigurpáli, og spurði hann tíð inda af miðunum. Eins og kunnugt er hefur Eggert á Sigurpáli verið ýmist aflahæstur eða með þeim aflahæstu á síldveiðum fyrir Norðurlandi undanfarin ár, og mikið orð farið af fengsæld ha.ns. í sumar hefur hann feng ið' 29.400 mál og tunnur og er það lítið eitt minna en afli hans var sl. sumar. En talan á ugglaust eftir að breytast, því vertíð er ekki lokið enn, og eftir því sem hann segir sjálfur er það veðrið en ekki síldin, sem hefur hamlað veið um á þessu sumri. Það hefur verið mikil ó- tíð upp á síðkastið, sagði Egg ert, nema síðasta vika var góð, en þar á undan var hálfs mánaðar landlega. Nú er batn andi veður og flest skipin á útleið. — Hvar eruð þið staddir núna? — Við erum að fara út á Eggert Gíslason, Reyðarf j arðardýpi. — Hvað vildurðu segja okk ur um vertíðina í heild? — Ja, hún hefur verið ó- gæftasamari en undanfarin ár. Það hefur verið töluvert mik il síld á miðunum og vaxandi síld hérna út af Austfjörðun um, að því er manni virðist. Það er greinilega meira af síld í sjónum núna heldur en í fyrra á sama tímabili, og hennar víðar orðið vart. Síld in er gríðarlega misjöfn og mikið blönduð. Það er ekki mikið af stóru, gömlu síldinni, og ber meira á milliárgöngum l svona 5 ára gamalli síld, sem er á takmörkunum að vera söltunarhæf. — Hefur meira farið í bræðslu hjá þér en salt? — Ætli það sé ekki nokkuð svipað, við höfum landað í bræðslu og salt til skiptanna, eftir því hvernig á stendur. Löndunarskilyrðin á Aust- fjörðum, þar sem síldin hefur veiðzt að langmestu jeyti í sumar, eru nokkuð takmörk uð og höfum við stundum orð ið að fara með aflann vestur á Eyjafjarðarhafnir. — Ertu nokkuð farinn að hugsa til heimferðar — Nei, síldveiðarnar ganga aldrei eftir fyrirframgerðri á- ætlun. MR fær nýja skólahúsið í vetur í MENNTASKÓLUNUM í Reykja vík, á Akureyri og Laugarvatni og í menntadeildum Verzlunar- skólans og Kennaraskólans verða í vetur um 1700 nemendur alls og má reikna með um 320 nýjum stúdentum í vor. Menntaskólinn í Reykjavík er fjölmennastur með um 950 nem- endur í 41 bekkjardeild og um 70 kennara. Býst rektor, Kristinn Ármannsson, við að þegar skól- inn hefst 1. október verði hægt að taka í notkun efri hæðina í nýja skólahúsinu, sem er í byggingu, fyrir ofan gamla skólann, og neðri hæðina seinna í vetur. Á efri hæðinni eru 4 kennslustofur og bókaherbergi, á þeirri neðri 3 stofur. Menntaskólinn mun einnig hafa Þrúðvang í vetur, en þar verður tvísett í 5 stofum. Þó að bæði Þrúðvangur og öll nýja byggingin- komist í notkun í vet- ur, er samt langt frá því að hægt verði að einsetja í skólann. — Bekkjardeildir eru 41 talsins, en stofufjöldi 26 alls, 12 í aðalbygg- ingunni, 2 í Fjósinu svokallaða, 5 í Þrúðvangi og 7 í allri nýju byggingunni. Verður því enn þröngt í Menntaskólanum, þrátt fyrir nýtt skólahús. Næsta skref í byggingarmálum er svo bygg- ing nýs menntaskóla í Öskjuhlíð- inni, og er byrjað að teikna hann. — Fjöldinn er orðinn svo mikill í Menntaskólanum gamla, að nú vantar nýjan menntaskóla, sagði Kristinn Ármannsson í sím- tali við blaðið. Erlendis er talið að borg á borð við Reykjavík þurfi a.m.k. 3 menntaskóla. Framhald á bls. 27 Haf&i mikilvæga þý&ingu fyrir okkar kirkju segir biskup um fund Lútherska heimssambandsins SÍÐUSTU stjórnarnefndarmenn- irnir, sem sóttu fund Lútherska heimssambandsins í Reykjavík, fóru í gær, og síðasta skrifstofu fólkið er um það bil að fara. Að afloknum þessum stjórnarfundi Lútherska heimsambandsins, hringdi fréttamaður Mbl. til herra Sigurbjarnar Einarssonar, biskups, í gær og spurði hvað „Siöstafakverið" eftir Laxness væntanlegt Skrifar smásögur eftir 20 ára hlé „Ég tel að þingið hafi haft mjög mikilvæga þýðingu fyrir kirkju okkar. Við höfum komizt í nánara og lífrænna samband við kirkjuna í heiminum og henn ar starf og líf. Það er mikill á- vinningur að því, og með því móti höfum við lifað okkar eig- in kirkju, þessa heimakirkju okkar hér, á nýjan hátt. Við höf Framhald á bls. 27. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiimiiiii Anna-María, Konstantín og Friðrik konungur á Kastrup- flugvelli. Stefán Jóhann afhenti hann vildi segja af því tilefni. Biskup svaraði: HALLDÓR Kiljan Laxness er að ganga frá 7 smásögum, sem hann hefur skrifað í sumar, en þær koma í vetur út hjá Helgafelli í smásagnasafninu „Sjöstafakver- ið“. Hefur Laxness ekki skrifað emásögur í 20 ár, en tók upp á þessu aftur í vor, eins og hann orðaði það í símtali við frétta- mann Mbl. í gær. Sjöstafakverið verður stutt bók, innan við 200 síður að stærð. Um efni bókarinnar upplýsti skáldið það eitt, að hún saman- gtæði af 7 smásögum, sem eigin lega séu þó nokkurs konar sam- hangandi verk, þar sem hug- myndirnar eru dálítið sentrali- eeraðar utan um vissan punkt. Þar sé þó ekki endilega um einn ákveðinn punkt að ræða, heldur sé þar átt við þessi vanalegu lífs problem, komplex af hugmynd- um, sem eru að brjótast í mönn um nú á dögum, eins og Laxness komst að orði. Laxness byrjaði í vor á fyrstu sögunni, sem birtist þá í tímariti, og hefur svo haldið áfram að vinna hinar, sem hvergi hafa birzt enn. Kvaðst hann enn vera með sögurnar á handritablöðum í kringum sig og mundi líða mán uður áður en hann gæti skilað handritinu til útgefandans. Síð- asta smásagnasafn Halldórs Lax- ness var „Sjö töframenn", sem kom út fyrir um 20 árum, en í því eru smásögurnar 7 talsins, eíns og verður í nýju bókinni „Sjöstafakverið". | Önnu Maríu skilnaðargjöf ( fyrir hönd sendiherranna í Kaupmannahöfn = VIÐ MÓTTÖKU í Amalien- = borg á þriðjudaginn, þakkaði 3 Anna-María Danaprinsessa S fulltrúum þeii.-ra f jölmörgu 3 aðila, sem hafa sent henni E skilnaðargjafir, í tilefni þess 3 að hún kveður föðurland sitt 2 og verður drottning. Grikk- = la.nds. H Meðal fulltrúanna, sem | gengu lyrir prinsessuna, var | Stefán Jóhann Stefánsson, = sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, en hann hefur gegnt embætti lengst núver- andi sendiherra í borginni og kemur því fram fyrir þeirra hönd. Fréttamaður blaðsins ræddi stutta stund við Stefán Jó- hann í síma í gær og bað hann að segja okkur frá móttök- únni og öðrum hátíðahöldum vegna brottfarar prinsessunn- ar, sem hann hefur verið við- staddur. — Það var á þriðjudaginn, = sem ég gekk fyrir Önnu Maríu = og Konstantín Grikkjakon- 3 ung og afhenti prinsessunni s formlega gjöf frá erlendum 3 sendiherrum í Kaupmanna- 3 höfn, sagði Stefán Jóhann. 3 — Hinar fjölmörgu skiln- 3 aðargjafir, sem prinsessunni 3 bárust, voru sendar til Ama- 3 iienborgar nokkrum dögum áð 3 ur, en á þriðjuiaginn þökk- 5 Framhald á bls. 17. 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.