Morgunblaðið - 22.10.1964, Síða 14
14
MORCUNBLAÐIÚ
Fimmtudagur 22. okt. 1964
Útgefandi:
F ramkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslust j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
SAMKOMULA G í
L OFTLEIÐAMÁLINU
■jslendingar fagna heilbrigðri
* lausn Loftleiðamálsins
ekkí einungis vegna þess að
aliir óska Loftleiðum vel-
farþaðar, heldur einnig og
ekki síður af þeirri ástæðu,
að lausn málsins treystir nor-
ræna samvinnu, en hefði deil-
an harðnað og slitnað upp úr
samningaviðræðum hefði það
getað leitt til margháttaðra
erfiðleika í samskiptum okk-
ar við frændþjóðirnar.
Eins og margsinnis hefur
verið bent á, eru öflug flug-
félög íslendingum lífsnauð-
syn. Við þurfum að brúa fjar-
lægðirnar og búa við örar og
traustar samgöngur við um-
heiminn. Án þeirra eru úti-
lokaðar þær framfarir, sem
við erum staðráðnir í að búa
við í framtíðinni.
Þess vegna þarf enn að efla
íslenzku flugfélögin stórum,
og það er síður en svo fjar-
stæða að hugsa sér að íslend-
ingar geti orðið mikil flug-
þjóð, sem annist flug á al-
þjóðlegum markaði víða um
heim. Norðmenn hafa keppt
að því að efla kaupskipaflota
sinn til að annast siglingar
fyrir aðra; hví skyldum við
íslendingar ekki efla flug-
flota okkar til að keppa um
flug á alþjóðlegum flugleið-
um.
EIGIN IBÚÐIR
EÐA LEIGUIBÚÐIR
C jálfstæðisflokkurinn hefur
^ um langt skeið lagt á það
megináherzlu, að sem allra
flestir gætu eignazt eigin
íbúðir. Fjárhagslegt sjálf-
stæði einstaklinganna er einn
af hyrningarsteinum sjálf-
stæðisstefnunnar og þess
vegna er eðlilegt að flokkur-
inn hafi barizt fyrir því, að
sem flestir ættu íbúðarhús-
næði sitt.
Aðrir flokkar hafa að vísu
í orði kveðnu oft stutt þessa
stefnu, en þó bryddir alltaf
öðru hvoru á óskum um
stefnubreytingu í húsnæðis-
málum, þannig að ríki og bæj-
arfélög byggi leiguíbúðir og
hin og þessi höft séu lögð á
einstaka húsbyggjendur.
Eftirminnilegust er hin
svonefnda „Gula bók“, sem
samin var á tímum vinstri
stjórnarinnar og gerði ráð
fyrir því að skammta íbúð-
arhúsnæði, takmarka hús-
byggingar einstaklinga og fela
ríkinu allsherjarforsjá hús-
næðismála. Hafði þegar verið
prentað frumvarp til laga um
þetta efni, en vinstri menn
gugnuðu á lögfestingu þess,
þegar þeir fundu andúð al-
mennings.
Nú eru kommúnistar enn
komnir á stúfana og flytja um
það fjálglegar ræður að nauð-
synlegt sé að ríkið hef ji bygg-
ingu leiguhúsnæðis. Fjárhags
legt sjálfstæði einstakling-
anna er að sjálfsögðu eitur í
beinum kommúnista. Þeirra
stefna er sú, að enginn megi
neitt eiga, heldur eigi ríkið
að vera eini atvinnurekand-
inn og eigandi alls þjóðar-
auðsins. Þess vegna er það
auðvitað í fullu samræmi við
þeirra stefnu að reyna að
hindra það að menn eignist
íbúðarhúsnæði og láta ríkið
eitt standá í húsbyggingum.
HRINGVEGUR
UM LANDIÐ
¥ gær birtist hér í blaðinu
viðtal við Jónas Péturs-
son, alþingismann, þar sem
hann vekur athygli á nauðsyn
þess að hraðað sé fram-
kvæmdum við að tengja Aust
uiland vegasambandinu á
Suðurlandi, með því að sigra
þann þröskuld sem er í
Skaftafellssýslu.
Án efa eru miklir erfiðleik-
ar því samfara að leggja veg
um Skeiðarársand og án efa
yrði sú vegagerð kostnaðar-
söm, en vafalaust er hins veg-
ar unnt að leggja slíkan veg
og vafalaust verður slíkur
vegur lagður áður en langt
um líður.
Þessi samgöngubót yrði
einhver hin mikilvægasta
fyrir landsmenn alla, en þó
auðvitað fyrst og fremst
Skaftfellinga og Austfirðinga.
Það er eðlilegt að þeir berjist
fyrir þessu mikla framfara-
máli og aðrir eiga að veita
því stuðning.
ÆSTARI
KOMMÚNISTAR
Fnn virðast Framsóknar-
foringjarnir ætla að
halda áfram þeirri stefnu
sinni að yfirbjóða kommún-
ista og vera enn óábyrgari og
æstari en þeir.
Efnilegasti liðsmaðurinn á
þessu sviði er Þórarinn Þór-
arinsson, Tímaritstjóri, enda
voru þingstörf vart byrjuð er
hann tók til við stóryrðavað-
alinn þar sem frá var horfið
sl. vor.
Nú er hann hinn argasti
yfir því að samkomulag
Jariarbúar 6 milljarðar
árii 2000 varlega áætlað
Fréttir trá sam.þjóðunum
Apartheid, alþjóðáviðskipti og
fjárhagur S.Þ. eru á dagskrá
Allsherjarþingrsins.
EINS og stendur eru 83 mál
Páll páfi.
Páll páfi
heimsækir
litdland
PÁLIi páfi hefur skýrt frá
þvi, hann hyggist heirn-
sækja Indland í nóvember
n.k. í tilefni af ráðstefnu, sem
kristnir menn halda þá í
Bombay. Páfinn sagðist ekki
ætla að heimsækja fleiri
staði í Indlandi en þessa einu
borg. Gert er ráð fyrir að
páfinn ferðist með flugvél og
verður þetta lengsta ferð, sem
páfi hefur lekizt á hendur tii
þessa.
I tilkynningu sinni um
ferðina sagði páfinn m.a., að
ferðalag hefðu til þessa ekki
fallið undir hið postullega
starf, en hann teldi, að bæði
hin fyrirhugaða ferð og ferð-
in, sem farin var til „Landsins
helga“, gætu samrýmzt þeim
kröfum, sem gerðar væru til
starísins.
- á bráðabirgðadagskrá 19. AUs
herjarþings Sameinuðu þjóð-
anna, sem hefst á Aðalstöðv-
unum i New York þriðjudag-
inn 10. nóvember, nálega
tveimur mánuðum seinna en
venjulega. Meðal þeirra eru
hin miklu alþjóðlegu vanda-
mál eins og afvopnun, apart-
heid-stefna stjórnarinnar í
Suður-Afriku, breytingar á al
þjóðlegutn verzlunarviðskipt-
um og hlutfall fólksfjölgunar
við efnahagslegar framfarir —
en þar verða líka rædd vanda
mál Sameinuðu þjóðanna
sjálfra: allt frá uppsetningu
sérstakra véla til að telja at-
kvæði í fundarsalnum til
hinna miktu efnahagserfið-
leika samtakanna.
Meðal hinna 83 mála eru
tíu pólitísk vandamál, meðal
þeirra almenn ag algier
afvopnun, spurni-ngin um
ráðstefnu til að ganga frá sátt
mála um bann við notkun
kjarnavopna og spurningin
um algera stöðvun á tilraun-
um með kjarnavopn. Þessi
vandamál verða rædd með
hliðsjón af skýrslum frá ráð-
stefnu 18 ríkja í Genf, sem
fjallað hefur um afvopnunar-
máþð. Nokkur ríki í Afríku
hafa lagt til, að Sameinuðu
þjóðirnar kveðji saman allþjóð
leg ráðstefnu í því skyni að
komast að samkomulagi um,
að Afríka skuli vera laus við
kjarnorkuvopn.
Meðal efnahagsmála sem
rædd verða á Allsherjarþing-
inu er eitt efni sem vekja mun
sérstáka athygli: skýrsla frá
verzlunarmálaráðstefnu í vor
og sumar, þar sem lagt var til
að tekinn yrði upp nýr háttur
á alþjóðaviðskiptum til að létt
undir með vanþróuðu löndun
um. Meðal annarra umræðu-
efna má nefna spurninguna
um hlutverk einkaleyfa þegar
flytja þarf tækninýjungar til
vanþróaðra landa, dýrtíð og
efnahagsþróun, fóiksfjöLgun
og efnahagsþróun o.s.frv.
Meðal félagslegra umræðu-
efna má nefna tillögu um
sáttmála gegn kynþáttamis-
rétti, tillögu um yfirlýsingu
gegn rúarlegu umburðarleysi
ag tillögu um sáttmála og yfir
lýsingu varðandi frelsi til að
afla upplýsinga og dreifa
þeim. Gæzluverndarmálin á
Allsherjarþinginu . taka til
efna eins og skóla- og mennta-
mála meðal íbúa Suðvestur-
Afriku og svæða sem Portú-
galar ráða.
Eins og stendur liggur fyrir
ein upptökubeiðni í Samem-
uðu þjóðirnar frá Malawí
(sem áður hét Njasaland).
Jarðarbúar 6 miUjarðar árið
20Ö0, varlega áætlað.
Jarðarbúar, sem voru kring
um 3 milljarðar árið 1960,
verða komnir upp í 5,3—6,8
milljarða árið 2000, samkvæmt
„varanlegum framtíðarútreikn
ingum“ í skýrsiu frá Sani-
einuðu þjóðunum sem fjallar
um horfurnar í fólksfjölgun-
armálum heimsins. Er þar tal
ið að 6 mílljarðar sé sennileg-
asta tatan, þ.e.aa. helmingi
fleíri jarðarbúar en árið 1960.
í skýrslunni, sem ber heit-
ið „Provisional Report on
World Population Prospects,
as Assessed in 1963“, segir hins
vegar að ekki sé útilokað að
fólksfjöldinn í heiminum verði
kominn upp í 7,4 milljarða,
ef fæðingatalan frá 1960 verði
óbreytt, og ef dánartalan lækk
ar jafnört og á sjötta tug ald-
arinnar. f»ó er tekið fram, að
ek'ki megi búast við að fram-
tíðarþróiunin verði þannig, að
bæði þessi skilyrði verði fyrir
hendi,
„Mjög er sennilegt, að
þeir viðburðir gerist sem
breyti núverandi þróun í fólks
fjölgunarmálum", segir í
skýrslunni. „Greina má á-
kveðnar tilhneigingar, sem
hafa munu ótvíraeðar afleiðing
ar í náinni framtíð, og það
er líka unnt að reikna út af-
leiðingarnar með meiri eða
minni nákvæmni lengra fram
í tímann.“
Meðal annarra athugasemda
í skýrslunni má nefna þessar:
í nálega öllum vanþróuðum
löndum eru mikiir möiguleik-
ar á að lækka dánartöluna
með skjótum hætti, þannig að
þar er tilhneiging til mjög
aukinnar fólksfjölgunar.
Fólksfjölgunin í flestum
vanþróuðum löndum nemiur
nú 1 til 3,5 af hundraði ár-
lega, en aukningin í flestum
háþróuðu iöndum liggur milli
0,5 og 1,7 af hundraði.
Hlutdeild vanþróaðra landa
í fólksfjölda heimsins mun
aukast úr 71 af hundraði árið
1960 upp í 81 af hundraði árið
2000. Austanverð og sunnan-
verð Asía verður ákaflega
þéttbýl, mun þéttbýlli en
Evrópa.
Ný flóttamannaplata meS
heim.skunnum pianóleikurum.
Sex af kunnustu pianóleik-
urum samtimans munu leika
inn á hljómplötu, sem Sam-
einuðu þjóðirnar senda á mark
aðinn haust til styrktar flótta
mannasartinu. Hljómplatan
ber heitið „International Pi-
ano Festival“ og á henni verð-
ur tónlist eftir Mozart, Schu-
bert, Schumann, Beethoven,
Chopin og Liszt. Þeir sem
leika inn á plötuna verða
Claudio Arrau, Wilhelm Bao-
haus, Alexander Brailowsky,
Robert Casadesus, Byron Jan-
is og Wilhelm Keinpff.
Platan verður stór ag hæg-
Framhald á bls. 17.
skyldi nást í sumar í vinnu-
deilunum og segist „lýsa yfir
óánægju með það að ríkis-
stjórnin skyldi ekki fallast á
sjálfsagða aðalkröfu verka-
lýðsfélaganna um lífvænleg
kjör fyrir 8 stunda vinnu-
dag“, eins og hann kemst að
orði. Leynir sér ekki, að Þór-
arinn er með þessum orðum
að reyna að spilla fyrir eðli-
legum samskiptum milli
vinnuveitenda og launþega og
æsa hina síðarnefndu til þess
að gera óraunhæfar kaup-
kröfur.
Er hér vakin athygli í
þessu svo það fari ekki frara
hjá mönnum, að Framsóknar-
leiðtogarnir eru enn óábyrg-
ari en jafnvel kommúnistar.