Morgunblaðið - 22.10.1964, Page 24

Morgunblaðið - 22.10.1964, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmludagur 22. okt. 1964 r JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni v. U — Hræðilegt! Það fór hrollur um Mildred. — En þegar þú varst að tala um þetta heima hjá piltunum áðan, var helzt á þér að heyra að þeUa hefði verið eintómt gaman. Ég held varla að ég hefði getað haft gaman af að lenda í þesskonar, enda er ég miklu tilfinninganæmari en þú ert. En vitanlega hefur þú fengið tækifæri til að ljóma. . . — Ljóma? hváði Gail. Hún skildi ekki. . . . — Ég á við, að láta dugnaðar- ljómann skína af þér, og ganga á milli sem engill mannúðar- innar. Var enginn læknir þarna í flugvélinni? Þú hefur svo að segja stjórnað þessu öllu? — Nei, það var flugstjórinn 12 sem . stjórnaði, vitanlega, sagði . Gail. — En hann var mér þakk- látur fyrir hjálpina. —Ja, ég átti við það, sagði Mildred. — Það er gaman, þegar maður finnur að það sem maður gerir er einhvers metið. Ég varð hrærð í kvöld þegar Grant sagði að hann hefði haft gagn af mér. — Já, það kom sér vel að þú gazt hjálpað honum, sagði Gail. — En nú fer ég inn í baðklef- ann og hátta mig. — Hvað er að heyra þetta — ertu svona feimin? Ég hélt ekki að hjúkrunarkonur væru feimn- ar við að afklæða sig í viður- vist annara. Þær eru svo vanar að sjá fólk meira eða minna nakið. Hversvegna þarft þú að kynoka þér við að láta sjá þig bera? — Ja, það er nú ekki bein- línis mitt fag, svaraði Gail stutt, og Mildred fór að velta fyrir sér hvort hún hefði reiðzt. — Heyrðu, sagði hún. — Ef við eigum að vera í sama her- bergi er ekki vert að við séum mjög tilfinninganæmar. Loks komst Gail í rúmið. Þær höfðu slökkt í herberginu, en gult tunglið skein á himni inn- an um tindrandi stjörnur. Hún var komin til Hong Kong aftur eftir öll þessi ár. . . . Sem betur fór var Bobby alveg eins og hann hefði verið áður, og mundi eflaust alltaf verða sami glaði og viðfeldni kunninginn. En Mildred hafði breytzt og var orð in sjálfstæðari en áður. í Eng- landi hefði henni aldrei dottið í hug að tala við Grant í þeim tón, sem hún hafði gert í kvöld. Og hún hafði meira að segja sýnt honum ástleitni. Gail var ekki heldur sama manneskjan. Hún hafði þegið boð Grant um að fara út með honum annað kvöld, eins og það væri sjálf- sagður hlutur, og hafði alls ekki orðið uppvæg útaf þeim stór- atburði. Fyrir sex mánuðum hefði henni fundizt þetta óhugs- andi. — Svei mér ef ég held ekki að ég sé farin að þroskast, hugsaði hún með sér. — Það getur staf- að af flugslysinu. . . . En hún fann með sjálfri sér að ástæðan var önnur líka. Það voru faðm- lög Bretts sem höfðu þroskað hana. í kvöld var hann í sömu borg og hún, undir sama tungl- inu. Ef til vill átti hann erfitt með að sofna líka, vegna þess að hann.var að hugsa um hana? Hún hugsaði með sér að hún yrði að síma til hans á morgun, og loks sofnaði hún með sælu- bros á vörunum. Austurlandasjúkdómastofnun Malcolms Henderson var í hvítri stórbyggingu uppi í háskóla- brekkunni og var jafn ópersónu- leg og flestar aðrar opinberar byggingar. Gail og Milred fóru þangað í strætisvagni. Grant var farinn að vinna að einhverri tilraun þegar þær komu, en nú lét hann Bobby taka við, og fór að sýna Gail húsakynnin. Efst í húsinu var veitingasalur, en uppi á flötu þakinu ljómandi fallegur hvíldarstaður með ágætu útsýni. — Þér hafið ekki séð yfir- boðara okkar Kalavitch lækni ennþá? Nú skal ég kynna yður fyrir honum. Kalavitch hafði margar stofur á annari hæð. Þetta var langur og grannur maður á fimmtugs- aldri, og kom vel fyrir sjónir. Augun lágu djúpt en voru tví- mælalaust gáfuleg. En Gail sýndist fljótt, að hann horfði aldrei á þann sem hann talaði við. Hún myndaði sér þá skoðun að hann væri einþykkur, hugs- aði lítið um þá, sem hann átti að umgangast, en mikið um starf sitt og sjálfan sig. Það var auðskilið að Grant ætti ekki auð velt með að starfa með honum. En að einhverju leyti voru þeir talsvert svipaðir. Grant var líka mjög þrálátur, að minnsta kostir hafði hann verið það í London. í gær hafði hún séð nýja hlið á honum, og var að velta fyrir sér, hvort austurlandaumhverfið hefði haft svona mikil áhrif á hann. Kalavitch heilsaði mjög formlega og lofaði að vera hjálp- legur, ef hann gæti komið þeim að einhverjum liði, en hún gat ekki betur fundið en að hann tæki alls ekkert eftir að hún var' þarna. Hafði hann andúð á henni eða var honum alveg sama um allt annað fólk en sjálfan sig? Ef til vill var hann allur 1 vís- indunum og tilraunum sínum. Hún gat ekki neitað því, að hann vakti forvitni hjá henni, og hún renndi grun í að það mundi ekki vera gaman, að eiga hann að óvini. Hann gat eflaust verið hrottalegur og vægðarlaus, og mundi ekki skeyta meir um til- finningar annara, en um kvik- indin, sem hann notaði við til- raunir sínar. Sólin skein inn í rúmgóðar stofurnar, en samt fannst Gail vera hrollur í sér, og hún var fegin þegar þessari heimsókn var lokið. — Jæja, hvernig lízt yður á húsbóndann? spurði Grant for- vitinn. Það var auðséð að hann lagði ^mikið uppúr áliti hennar. — Ég held að það mundi ekki vera gaman að eiga hann fyrir óvin, sagði Gail. — Ég er sammála yður um það, sagði Grant. — Ég hef reynt að varast árekstra við hann, þennan tíma sem ég hef verið hér, en ég geri ráð fyrir að þér hafið þegar séð, að það er ekki auðvelt að eiga að hafa sam- vinnu við hann. Hann verður alltaf önugur, ef maður getur ekki lagt fram mikilvægan ár- angur af því sem maður er að fást við. Og ef ég geri það, þá finnst mér hann öfunda mig þetta er satt, þó það kunni að þykja skritið. — Hvernig getur staðið á þvi, að hann var skipaður forstöðu- maður hérna? spurði GaiL Grant yppti öxlum. — Hann hafði ágæt vottorð og prófskírteini bæði frá Þýzka- landi og Frakklandi, og enda frá Englandi líka. En ég óska þess innilega að mér gæti fallið betur við hann, þá yæri miklu auðveld ara að vinna undir stjórn hans. — Mig grunar að þið séuð of líkir til þess að samvinna ykkar geti orðið lipur, sagði Gail. Rae- burn varð svo hissa að hann glennti upp augun og dálítil stund leið þangað til hann sagðij — Er yður alvara að ég sé líkur honum, systir Gail? IMokkur atriði úr Warren-skýrslunni Tilgátur: Það er sennilegt, að Oswald hafi fyrr haft samband við sovézka njósnara, áður en hann fór til Rússlands, árið 1959, því að umsókn hans um vgeabréfsáritun var athuguð og samþykkt jafnskjótt sem hún var lögð fram. Nefndin: Engin vitneskja hef- ur fram komið um það, að Os- wald hafi verið í nokkru sam- bandi við rússneska njósnara, áður en hann fór til Rússlands. Tíminn sem það tók hann að fá áritun í Helsinki, áður en hann færi inn í Rússland var að vísu talsvert styttri en í meðal- lagi, en alls ekki neitt óvenju- legur um slíkar áritanir. Hefði Oswald verið ráðinn njósnari fyrir Rússa, meðan hann var enn í landgöngusveitunum, er sér- lega ólíklegt að hann hefði verið fenginn til að gerast liðhlaupi. Hann var rússnesku leyniþjón- ustunni meira virði sem radar- starfsmaður í flotanum heldur en sem liðhlaupi. Tilgátur: Grunsemdir Sovét- manna um Oswald sjást af því, að hann var sendur til vinnu í útvarpsstöð í Minsk, sem ólærð ur starfsmaður og á lægstu launum, enda þótt hann væri útlærður radar og rafmagns- tæknimaður. Nefndin: Sovétstjórnin hefur sennilega haft Oswald grunað- an, eins og hvern annan Banda- ríkjamann, sem léti sér skjóta upp í Moskvu og þættist vilja eiga heima í Sovétríkjunum. Og eins og á stóð var ekki nema von, að hann væri settur í starf, sem ekki gæti orðið hættulegt öryggi landsins. Auk þess hafði Oswald verið radarmaður en ekki tæknimaður í landgöngu- sveitunum. Heildartekjur hans í 11 Sovétríkjunum voru hærri en gerðist, vegna þess, að hann hafði aukagreiðslur í um það bil eitt ár frá Rauða Krossi Sovét- ríkjanna, sem er ríkisstofnun þar. Oswald trúði því, að þessar greiðslur kæmu raunverulega MVD. Það er stefna Sovétstjórn- arinnar að styrkja strokumenn frá vestrænum löndum, svo að þeir hafi ekki mikið minna að lifa á en heima hjá sér. Tilgátur: Oswald var upp- fræddur af Rússum í sérstökum morðingjaskóla í Minsk. Nefndin: Rannsóknir nefndar- innar hafa ekkert fundið til að styðja þessa fullyrðingu, að til hafi verið slíkur skóli í Minsk, meðan Oswald dvaldi þar. Os- wald var í veiðiklúbb í nágrenni Minsk, en ekkert hefur komið fram, sem bendi til þess, að sá félagsskapur hafi verið neitt annað en venjulegur veiðiklúbb- ur. Tilgátur: Faðir Marinu Os- wald var háttsettur maður í njósnakerfi Sovétríkjanna. Nefndin: Faðir Marinu Os- wald dó meðan hún var enn ungbarn. Þetta á sennilega við föðurbróður hennar, Ilya Prusa- kov, sem var framkvæmdastjóri í timburiðnaðinum, en sú staða hafði með sér tign varaofursta eða ofursta í Innanríkisráðu- neytinu (MVD). Síðan 1953 hef- i^r MVD ekki haft á hendi nein störf fyrir ríkisöryggið eða neina aðra lögreglustarfsemi. Tiigátur: Það var mjög ein- kennilegt, að Öswald skyldi fá að fara með konu sína og barn út úr Sovétríkjunum með sér. Nefndin: Það er engin ástæða til að halda, að Oswaldhjónin hafi notið neinna forréttinda, þó KALLI KÍJREKI í Teiknari; J. MORA r 1. Ég vildi óska að þú hefðir séð Óhó, maginn í mér er að springa inn. þetta sjálfur, Kalli. Þegar þú steigst af öllum þessum hlátri. 3. Hvað þá. Er þetta ekki alveg í ístaðið og hnakkurinn snerist. __ 2. Komdu aðeins nær Frikki karl- drepfyndið’ að þeim væri leyft eða hjálpaS til að yfirgefa Sovétríkin. Aðrir amerískir borgarar hafa fengið að fara með rússneskar konur sínar út úr Sovétríkjunum, bæði fyrr og síðar en Oswald. Tilgátur: Oswald hefði aldrei verið leyft að fara aftur til Bandaríkjanna, ef sovézka leyni þjónustan hefði ekki ætlað sér að nota hann á einhvern hátt gegn Bandaríkjunum. Nefndin: Ekkert hefur komið fram til að styðja þá fullyrð- ingu, að Oswald hafi staðið i hokkru starfssambandi við so- vétstjórnina eða njósnakerfi hennar. Rússar hafa leyft fleiri liðhlaupum að snúa heim tii Bandaríkjanna. Tilgátur: Úr því að brottfar- aráritun Marinu Oswald fékkst svona greiðlega, hljóta sovézk yfirvöld að hafa viljað láta hana fylgja eiginmanni sínum. Nefndin: Umsókn Marinu Os- wald • um brottfarar-uppáskrift var ekki afgreidd _með neinum óvenjulegum hraða. Það leið að minfista kosti hálfur sjötti mán- uður áður en þeim var tilkynnt leyfið, í desember 1961. Mörg dæmi eru þess, að uppáskriftir voru veittar miklu fyrr sovézk. um eiginkonum amerískra borg- Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, sími 4<t"48. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins 1 fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Keflavík | Af greiðsla Morgunblaðsins t fyrir Keflavíkurbæ er að | Hafnargötu 48.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.