Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 22. okt. 1964
MORCUNBLAOID
27
Peter Snell ætlaði sér að
vinna - og vann með 15 m.
Enginn fékk ógnað sigri hans
ÞAÐ VORU ekki orðin tóm hjá
Peter Snell að hann „ætlaði sér
1500 m hlaupið á Tókíóleikun-
um“. Hann var einn af mestu yf
irburðasigurvegurum leikanna í
gær. er hann var um 15 m á
undan næsta manni. En ekki
ógnaði hann OL-meti eða heims
meti Elliots frá Rómarleikunum.
En Snell hafði alls ekki þurraus
Ið krafta sína eins og svo margir
aðrir er að marksnúrunni kom.
J»vert á móti var eins og hann
væri „rétt að byrja“ er hann
kom að henni.
— xxx —
1 Whetton Bretlandi ákvað hrað
ann i upphafi hlaupsins og allir
voru ánægðir með hann þar til
á öðrum hring að Davies tók
forystu. Þá hélt Snell sér í góðu
sæti, en naut hraða hinna fyrri.
Þegar '300 m voru eftir var
hraðinn ekki nægur fyrir Sneil
og hann tók forystuna. Sú for-
ysta var 5 metrar er að síðustu
Verðlaun
í frjátsum
I GÆR lauk frjálsíþrótta-
keppninni í Tókíó. Er ekki ó-
fróðlegt að líta á hvernig verð
launin skiptust í þeirri grein
cinni:
Bacdaríkin
Sovétríkin
Nýja Sjáland
Þýzkaland
PóIIand
Astralia
Rúmenía
Belgía ..
Eþíópía ..
Finnland
Ítalía
Ungverjaland
Tékkóslóvakía
Trinidad
Kanada
Frakkland
Kúba .,
Túnis
Japan
Svíþjóð
Ken.va
beygju kom. Hún jókst jafnt ög
þétt og var 15 m í markinu. Harð
ari var baráttan um næstu saeti
og þar réðu sekúndubrot.
Snell stóð við sitt — gull í
1500 m, sem hann ætlaði sér
sem hann ætlaði að mýkja sig
og „aukagull“ í 800 m þar
upp fyrir 1500 m hlaupið. Nú
hefur hann í hyggju að hætta
keppni. Þetta var lokatak-
markið og vel við það staðið.
Kússar uimu í
fimleikum kvenna
í FIMLEIKAKEPPNI Tókíóleik
anna í gær unnu rússnesku stúlk
umar keppni landssveitá með
knappri forystu yfir liði Tékkó-
slóvakíu. Japanir urðu í 3. sæti
og Þjóðverjar í fjórða. Keppnin
var afar hörð og skiptust lönd-
in á um forystu.
Japan iekk annað
^ull í judo
AÐAL GULLVONIR Japans virð
ast vera í judo-glímunni að von
um. í gær unnu þeir annað gull
í þeirri grein. Sú fyrri í gær,
vannst eftir 1 mín. og 15 sek.
glímu. Sú í dag vannst í milli-
vigt og stóð í 1 mín og 30 sek.
Þjóðverji vann silfrið en brons
inu skiptu þeir með sér Banda
ríkjamaður og Japani.
Úrslit:
Ol.meist.
Peter Snell N-Sjálandi 3.38,1
2. J. Odlozil Tékkóslv. 3.39,6
,3. J. B,, Dayies N-Sjálandi 3.39,6
4. A. Simp.son Bretland 3.39,7
5. D. Burleson Bandar 3.40,0 ,
6. W. Baran Pólland 3.40,3
7. M, Bernard Frakkland 3.41.2
8. J. Whelton Bretland 3.41,4
Úrslit í
köriuknatlleik
í GÆR urðu úrslit í körfuknatt-
leik í Tókíó þessi:
Sovétríkin — Brasilía 53:47
22:19 í hálfleik)
Japan — Finnland 54:45
Bandaríkin — Puérto Rico
63:42 (23:24)
Ástralía — Mexico 70:58
(35:25)
Til hamingju, elskan, sagði Bobbie Brigtwell við konuefni dtt,
Anu Parker, er hún setti heimsmet í 800 m hlaupi. — Ó, þetta
er allt fyrii þig. Nú eigum við gullið saman, svaraði hún.
Bandaríkin unnu bæii boi-
hlaupin og settu heimsmet
Bob Hdyes bjargaði helmsmetl
í 4x100 m.
BANDARIKJAMENN n n n u
bæði boðhlaup karla og það með
yfirburðum. í 4x100 m var það
cnn Bob Hayes sem bjargaði and
liti Bandaríkjanna. Eftir laka
skiptingu tók hann við keflinu
5 m á eftir Frökkum, en hafði
náð Frakkanum eftir 50 metra
og bandaríska sveitin setti nýtt
heimsmet 39,0, sem er 1/10 hetra
úr sek. en USA átti frá 1961.
Sýndi Bob Hayes enn yfir-
burði sýna yfir aðra spretthlaup
ara og engum vafa er það undir
orðið að hann er mesti sprett-
hlaupari, sem uppi hefur verið.
Mikið stríð var háð um 2. sæt-
ið. Það virtist blasa við Frökkum
en Foik frá Póllandi barðist sem
ljón á endaspréttinum og tókst
á marklínu að höggva fram úr
Delacour. Jafn hatröm var bar
Dnnk hlutn
ipll og brons
siglingnm
SIGLINGAKEPPNI Tókíóleik-
anna var til lykta leidd í gær eft
ir harða og stríða- keppni. Norð
urlöndin höfðu þar minni upp-
skeru en oft áður. Danir hrepptu
þó gullverðlaun í einmennings-
siglingum og brons í annarri
grein. Svíar hrepptu ein silfur
verðlaun. Danir hlutu og brons
verðlaun í þriðju grein sigling-
anna. Sjö greinar siglinga eru á
dagskrá — sjö gull, hlutu Þjóð-
verjar tvo þeirra en hin skiptust
milli landa.
Pólsku stúlkurnar unnu sveit USA
LOFTIÐ í Tókíó var raka bland
ið og keppnisskap þátttakenda
var heitt er síðasti dagur frjáls-
íþróttakeppninnar stóð. Pólsku
stúlkurnar í 4x100 m boðhlaupi
létu ekki sitt eftir liggja — og
öllum á óvörum hrepptu þær
gullið í boðhlaupinu þar sem
Bandaríkjastúikurnar höfðu ver
ið sigurstranglegastar.
Pólverjum tókst á þann hátt
að koma í veg fyrir „fullt hús“
hjá Bandaríkjamönnum í boð-
i hlaupum á frjálsíþróttavellinum.
| Bandarisku stúlkurnar höfðu
i forystu í hlaupinu þrjá fyrstu
sprettina. Þá mistókst skipting
hjá þeim og pólska stúlkan Klo-
bukovska eygði þegar tækifærið
og sigraði á mjög hörðum enda-
spretti, sem jafnvel bandaríski
OL-meistarinn fékk ekki við ráð
ið.
H. Carr færði bandaríska boð-
hlaupskeflið í mark á nýju
heimsmeti í 4x400 m boðhlaupi.
áttan um 5. sætið og þar vann
Jamaica eftir svipaðan hasar.
Úrslit í 4x100 m boðhlaupi:
Ol.meist.
Bandaríkin 39,0 Heimsmet.
2. Pólland 39,3
3. Frakkland 39,3
4. Jamaica 39,4
5. Sovétríkin 39,4
6. Venezuela 39,5
í 4x400 m boðh'laupinu kom
engum sigur Bandaríkjamanna á
óvart þó þeir hefðu ekki haft
beztan tíma í undanrásum. ,Eink
um virtist mönnum vonlaust: að
sigra USA eftir forskotið er Lar-
rabee, meistarinn í 400 m skap-
aði. Þó átti Williams á þriðja
spretti í örðugleikum Hann
neytti allra sinna krafta á síð-
sustu metrunum en skilaði ívið
á undan Jamaicamanninum til
Carr, síðasta manns USA og eftir
það var sigur Bandaríkjamanna
öruggur.
Mesta aðdáun á síðasta spretti
vakti Bretinn Brightwell. Hann
tók við keflinu í sveit Breta fyr-
ir lokasprettinn 5. í röðinni. Síð-
an rann hann fram úr hverjum
af öðrum og færði sveit sína í 2.
sætið. En kraftar hans voru
þrotnir og hann féll í ómegin
er hann hafði farið yfir mark-
línuna. Landar hans voru ekki
seinir á sér að reisa hann við —
og fagna silfrinu. Stuttu síðar
stóð Brightwell á pallinum, tók
á móti silfri — en getur glaðst
yfir að konuefni hans fékk gull
í 800 m hlaupi.
Úrslit í 4x400 m boðhlaupi;
Ol.meist.
Bandaríki 3.00,7 Heimsmet
(í sveitinni: Cassel, Larrabee,
Williams, Carr).
2. England 3.01,6
3. Trinidad 3.01,7
4. Jamaica 3.02,3
5. Þýzkaland 3.04,3
6. Pólland 3.05,3
7. Sovétríkin 3.05,9
8. Frakkland 3.07,4