Morgunblaðið - 23.10.1964, Page 6

Morgunblaðið - 23.10.1964, Page 6
9 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 23. okt. 1964 Vetraráætlun FÍ gengin í gildi UM síðustu mánaðamót gekk vetraráætlun innanlandsflugs Flugfélags íslands í gildi. Vetrar- áætlun millilandaflugs félagsins hefst hinsvegar ekki fyrr en um mánaðamótin október/nóvember. Innanlandsflug Samkvæmt vetraráætlun Inn- anlandsflugs verður flogíð til eftirtalinna staða sem hér segir: Akureyri: Þangað verða ellefu ferðir í viku, þar af morgunferð- ir alla daga vikunnar og síðdegis- ferðir á þriðjudögum, miðviku- dögum, föstudögum og laugar- dögum. Vestmannaeyjar: Til Vest- mannaeyja verður flogið alla daga. Egilsstaðir: Til Egilsstaða verða flugferðir fimm sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. ísafjörður: Þangað verða ferð- ir alla virka daga. Húsavík: Til Húsavíkur verður flogið þrisvar í viku, á þriðju- dögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kópasker og Þórshöfn: Þangað verður flogið á miðvikudögum. Allar ferðir um Akureyri. Höfn í Hornafirði: Til Horna- fjarðar verður flogið á mánudög- um og föstudögum. Fagurhólsmýri: Þangað verða ferðir á föstudögum. Sauðárkrókur:-Til Sauðárkróks verða ferðir þriðjudaga og laug- ardaga. Milli Akureyrar og Egilsstaða verður flogið á þriðjudögum og föstudögum og milli Húsavíkur og Sauðárkróks á þriðjudögum og laugardögum. Milli Akureyr- ar og Húsavíkur verður flogið á fimmtudögum. Millilandaflug Vetraráætlun millilandaflugs félagsins, hefst sem fyrr segir um mánaðamótin október/nóv- ember. Ferðum „Faxanna" milli landa verður í vetur hagað sem hér segir: Tfl Kaupmannahafnar verða fjórar ferðir í viku, á mánudög- um, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Bretlands verða fjórar ferðir í viku, þar af þrjár til Glasgow, á mánudögum, mið- vikudögum og laugardögum, og bein ferð til London á föstudög- um. Til Ósló og Bergen verður flogið á föstudögum. Eftir 8. jan. 1965 falla niður viðkomur í Berg en um sinn, en ráðgert er að flug þangað hefjist að nýju í byrjun apríL Skók Sotschi: í Sotsohi við Svartahaf er ný- lokið vel setnu alþjóðaskákmóti. 1. Krogius Rússlandi 11 vinn. 2.3. CSholmof Rússlandi 10. vinn. 2. -3. Dawjanovic Júgóslavíu 10. v. 4.-5. Spassky Rússland 9 vinn. 4.-5. Matulovic Júgóslavíu ,9 v. 6.-8. Antoschin Rússl. 8!4 vinn. 6.-8. Lein Rússlandi 8% vinn. 6.-8. Nezmetdinow Rússl. 8% v. 9. Bondarewsky Rússl. 8 vinn. Alls voru þátttakendur 16. Þeir Krogius og Dawjanovic hlutu stórmeistaratitil fyrir árangur sinn. New York: Skákmeistari Manhattan skák- félagsins varð 1. Shelby Lyman 9 Vz vinning. 2. Sherwin 8V2 v. 3. -5. Hoffmann, Levy, Weinstein 7 v. 6. Popovic 6% v. Ég get ekki skilið svo við lands keppni Rússa og Júgóslava, sem minnzt var á í síðustu viku, að ég birti ekki eina vinningsskák eftir Iþá síðasttöldu. Eftirfarandi skák fjallar um gamalt tema í nýjum búningi. Svartur velur leið sem Smyslov innleiddi (9. — h6) fyrir nokkrum árum, Hugmyndin með leiknum h6 er að 'hefja hðsflutit inga að baki víglínunnar, sem tryggja hinn hernaðarlega mikil- væga reit e5. Svartur teflir þá venjulega þrönga varnarstöðu, en sú aðferð skapar hvíti oft og tíðum örðugleika á að notfæra sér þá litlu stöðuyfirburði, sem hann öðlast í byrjuninni. Hvítt: Parma (Júgóslavíu) Svart: Antonchin (Rússland) 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, Be7; 6. Hel, b5 7. Bb3, d6; 8. c3, 0-0; 9. h3, h6; 10. d4, He8; 11. Rbd2, Bf8; 12. Rdfl. Parma reynir ekki þá leið sem sérfræðingar hallast mest að um þessar mundir, en hún er 12. a3, Bb7; 13. Bc2, Rb8; 14. b4, Rbd7; 15. Bb2, Db8; 16. c4, exd4; 17. cxb5, axb5; 18. Rxd4, c5; 19. bxc5, Rxc5; 20. Rf5 og hvítur stendur ívið betur. (Keres-Filip, Beverwjk ’64). 12. — exd4(?) Svartur brýtur grundvallarreglu uppbyggingar sinnar! Sjálfsagt var að halda miðborðinu lokuðu, og leika 12. — Bd7 ásamt g6 og Bg7. 13. cxd4, d5; Hugmyndin með 12. leik svarts, en þessi opn- un á stöðunni passar ekki inn í hernaðaráætlunina, eins og við komumst brátt að raun um. 14. e5. Re4; 15. Rg3, Rxg3; Ef 15. — f5?; 16. Rxe4, fxe4; 17. Hxe4 16. fxg3, Bf5; 17. Bc2í, Bxc2; 18. Dxc2, Rb4; 19. Dc3, He6; 20. He2. Leikið til þess að valda c2 reitinn vegna Hc6 og Rc2. 20. — Hc6; 21. Db3, a5; 22. a3, a4; 23. Ddl, Ra6; 24. Be3, Dd7; Ráðið í nær ail- ar kennarastöður BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi yfirlit frá skrifstofu fræðslu málastjóra um skólastjóra- og kennarastöður hinn 15. okt. 1964. I. Barnaskólar: Auglýst hefur verið fyrir 106 skólahéruð 28 skólastjórastöður og 185 kennarastöður. Settir hafa verið í embætti 33 skólastjórar og 169 kennarar. Sumir þeirra endursettir án aug lýsinga, svo sem venja er um kennara, sem hafa kennslurétt- indi, ef bádum aðilum líkar vel. (Skólanefndum og kennurum). í umferð eru bréf varðandi 2 skólastjórastöður og 28 kennara stöður. Nú vantar enn 3 skólastjóra (í 6 mán. skóla) og 11 kennara, en búið er að ráða stundakenn- ara á 3 stöðum, svo að raunveru leg kennaravöntun er ekki nema 8, flest farkennarar. n. Framhaldsskólar: Auglýstar voru 101 staða (þar af 3 skólastjórastöður) fyrir 36 stofnanir alls. Settir hafa verið 3 skólastjórar og 100 kennarar. Nokkrir þeirra endursettir í sömu stöðu. Nú vantar 4 kennara, en búið er að leysa vandann að mestu með stundakennurum. Það er sameiginlegt fyrir barnaskóla og framhaldsskóla, að allmargir kennarar, sem settir hafa verið, hafa ekki full kenn araréttindi og sumir eru rétt- indalausir, en þeir eru ekki sett- ir í stöður, nema ekki sé völ á mönnum með réttindum. (Frá skrifstofu Fræðslu- málastjóra). -jc Skóladansleikir Einn af lesendum Mbl. og þar að auki faðir 13 ára pilts hringdi og spurði að því hvers vegna skólastjórar bæjarins hefðu ekki dansæfingar skól- anna innan ramma ákvæða lög- reglusamþykktarinnar um úti- vist bama og unglinga. Að vísu væru dansæfingar eða skóladansleikir ekki undir ber- um himni, en unglingarnir verða að komast heim, og sagði faðirinn, að sér liði ekkert vel að vita af syni sínum á heim- leið um miðnæturskeið, e.t.v. í slæmu veðri. Eríitt væri að banna honum að fara á skóla- böll úr því að öllum öðrum væri leyft að fara. — Hann bætti því við, að hann vissi til þess að einn skóli í borginni hefði aldrei skólaböll lengur til hálf tíu, en börn á aldrinum 12— 14 ára ættu að vera komin inn klukkan tíu. Verið getur að fleiri skólar hafi sama hátt á þótt umrædd- ur faðir hefði ekki vitneskju um það. Hins vegar standa skólaböll í þeim skóla, sem son- ur hans sækir, til klukkan hálf tólf. Samkvæmt lögreglusamþykkt inni eiga unglingar á aldrinum 12—14 ára að vera komin inn klukkan tíu á tímabilinu frá 1. október til 1. maí nema að þau séu í fylgd með fullorðnum. Á sumrin mega þau vera úti einni klukkustundu lengur. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta, en væntanlega gera forráða- menn skólanna ekki annað en það ,sem þeir telja rétt og skynsamlegt-- í þessu efni sem öðrum. Ljótt er að heyra Hér skrifar annar faðir gagn- legt bréf: „Kæri Velvakandi! Margt hefur verið rætt og ritað um hina siðspilltu æsku, sem taka á við af okkur „gömlu mönnunum". — En þrátt fyrir það get ég ekki stillt mig um að segja ykkur frá atviki, sem sýnir að æskan á hér ekki all- an hluta . af þessari „siðspill- ingu“, heldur miklu heldur hin- ir fullorðnu sem hafa hlutina fyrir þeim og láta þau komast upp með þá. Ég var á ferð í bænum fyrir helgina. Og eins og gengur og gerist fór ég inn í eina sæl- gætisbúðina sem varð á vegi mínum og ætlaði ég að fá mér poka af brjóstsykri til að geta glatt fjölskylduna er heim kæmi. Er ég kem inn I verzlunina er þar fyrir einn viðskiptavin- ur á undan mér og ung stúlka var að afgreiða hann. En á borði til hliðar sitja tvær ung- ar stúlkur á að gizka 11—13 ára og þömbuðu öl. Fyrir inn- an borðið stóð annar afgreiðslu- maður sem auðsýnilega var eig andi verzlunarinnar og talaði mikið við stúlkurnar sem aug- ljóslega voru_ tíðir viðskipta- vinir þarna. Ég beið eftir af- greiðslu hjá stúlkunni, því eig- andinn virtist engan áhuga hafa á því að afgreiða mig. Á meðan ég beið tók ég eftir því að hann rétti sígarettur að stúlk- unum og bauð þeim. Stúlkurn- ar litu hver á aðra efablandn- ar, unz önnur spurði: „Eigum við að prófa“, og þær tóku við sígarettunum og báðu um eld. Þarna hafði þeim verið komið\ á sporið, tveim ungum saklaus- um stúlkum. Er viðskiptavin- urinn var farinn gekk að ég að eigandanum og spurði hann ró- lega: „Var þetta rétt hjá þér að gera þetta?“ En hann brást þá hinn versti við og spurði hvern andsk. mér kæmi það við — og ég hefði engan rétt að vera að skipta mér af málum innan veggja verzlunarinnar. Ég reyndi rólegur að segja hon- um til syndanna, en hann gekk þá fram fyrir borðið og leiddi mig út úr verzluninni. Ég sýndi 25. Hf2, Hg6; Svartur vill með öllum ráðum reyna að leika c5, en sennilega var 25. — b4 bezti möguleiki hans. Hinn gerði leik- ur flýtir einungis fyrir yfirvof- andi kóngssókn svarts. Eftir 25. — b4; t. d. 26. axb4, Rxb4; 27. Rh4, Hc6; 28. Rf5, cxd4; 28. Dxa4, Hclf ásamt Dxa4). 27. — Hca6 ásamt a3. 26. Kh2, c5; 27. Rh4, Hc6; 28. Rf5, cxd4; 29. Rxd4, Hc4; 30. Dh5, g6! Svartur er í slæmri klípu. T. d. 30. — Rc5; 31. Hafl og f7 verður ekki varið. Eða 30. — Bc5; 31. Hafl, 1) 31. — Bxd4; 32. Hxf7, De6; 33. Hfl-f6!, Dxe5; 34. Hxg7f Kxg7; 35. Df7t, Kh8; 36. HxhS mát. 2) 31. — Hf8; 32. Hxf7!, Dxf7; (32. — Hxf7; 33. e6) 33. Hxf7, Hxf7; 34. e6, He7; 35. Dxd5, Bxd4; 36. Dd8f!, Kh7; 37. Dxe7, Bxe3; 38. Dd7 með góð- um vinningslíkum. Hinn gerði leikur er sá bezti sem svartur virðist eiga völ á. 31. Dh4, De8; 32. Hafl, f5!; 33. Bxh6!, Dxe5; Hér á svartur um tvo aðra kosti,að velja. Ef 33. — Bxh6; 34. Dxh6, Hxd4; 35. Hxf5!, gxf5; 36. Hxf5 og vinnur. Eða 33. — Hxd4; 34. Dxd4, Bxh6; 35. Dxd5t, Kh8; 36. Hc2 og hvítur hefur allgóðar vinningslíkur. 34. Hf4, Hxd4?; Antosehin hefur varizt mjög vel fram til þessa leiks, en nú verður honum á slæmur fingurbrjótur. Eftir 34. __ Rc7 er enganveginn auðvelt að finna afgerandi leið fyrir hvítan. 35. Bxf8, Hxf4; 36. gxf4, De2; Endataflið eftir 36. — Dh8; 37. DxhÓt, Kxh8; 38 Bd6 er unn- ið fyrir hvítan. 37. Hel, Dh5; 38. Df6!, Hxf8; 39. Dxa6, Dh6; 40. Dd6, Kh8; 41. He6, Hg8; 42. He7, Hg7; 43. Db8t, Hg8; 44. De5t, Hg7; 45. He8t, Kh7; 46. Db8, gefið. IRJóh. f enga mótspyrnu en hélt í næstu verzlun. Þetta litla dæmi sýnir að i mörgum tilfellum eru hinir „fullorðnu", sem langmestan þátt eiga í siðspillingu æskunn- ar nú á dögum, og fer því illa að dæma hana eina seka fundna. Það getur oft reynzt vel að íhuga fyrst hvort við- komandi sé meðsekur í máli, sem hann ætlar að dæma sjálf- ur. ■— Faðir.“ Góð skemmtun Og loks kemur hér stutt bréf frá ánægðri móður — og var þá sannarlega kominn tíml til að heyra einhverja ánægða rödd: „Kæri Velvakandi! Ég fór á sunnudaginn var með börnin mín fjögur í bæinn i þeim tilgangi að fara í bíó eins og fleiri foreldrar, en í stað þess að sjá bíómynd fórum við niður í Tjarnarbæ, því krakk- arnir sögðu mér að þar léku dúkkur, jú, það stóð heim. Þar dúkkur, jú, það stóð heima. Þar mig, íslenzka brúðuleikhúsið. Það voru Eldfærin eftir H. C. Andersen sem sýnd voru. Ég vil í nokkrum orðum láta ánægju mína í ljós og þakka forráðamönnum þessa brúðu- leikhúss fyrir mjög ánægjulega skemmtun. Börnin voru mjög ánægð, því það er ekki oft sem maður heyrir sitt móðurmál á sunnudagseftirmiðdegi í bíó- húsi. Ánægð móðir." Rauðu Rafhiöðurnar fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.