Morgunblaðið - 23.10.1964, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.10.1964, Qupperneq 8
n MORGUNBLAÐID Föstudagur 23. okt. 1954 FUNDIR voru í gær í báífum deiidum Alþingús. Á dagskrá í efri deild var frumvarp um gjaldviðauka. 1 neðri deild var á dagskrá frumvarp til laga um vaxtalækkun, um byggingu leigu húsnæðis o. fl. EFRI DEILD. Ólafur Björnsson gerði grein fyrir nefndaráliti, sem framsögu maður nefndar um frumvarp um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka, sem er stjórnarfrum- varp. Leggur nefndin til, að frum varpið verði samþykkt óbreytt, en einn nefndarmanna Arnór Sigurjónsson hefur þó óbundn ar hendur um málið. Amór Sigurjónsson (Aþbl.), sagði, að frumvarpið væri líkast bandormi og vildi vera laus við að greiða atkvæði um það. Vaxtalækkun rædd í Neffri deild Fundur hófst í neðri deild með umræðum um lagafrumvarp um vaxtalækkun, sem þingmenn Framsóknarflokksíns í neðri deild hafa lagt fram. Eysteinn Jónsson (F) mælti fyrir frumvarpinu, en efni þess er, að vextir verði lækkaðir til muna frá því, sem nú er. — JSagði hann, að lof háir vextir I ættu mikinn jþátt í því að jhalda dýrtíðinni [við og að ekki jhefði tekizt að ’skapa það við- skiptafrelsi í landinu, sem markmiðið með þeim hefði verið. Taldi hann, að rýrnun sparifjár hefði aldrei verið meiri en undanfarin ár. Lagði hann til, að frumyarpinu yrði vísað til 2. umræðu og fjár- hgasnefndar. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra (A) kvaðst ekki vilja gera þessar umræður að umræð |um um efnahags jstefnu ríkis- jstjórnarinnar lannarsvegar og £» efnahagsstef nu 'j Framsóknar- f flokksins hins ivegar. Sagði Ihann m.a,, að | ríkisstjórnin ‘hefði náð mikil- vægum árangri með stefnu sinni í vaxtamálum. í ársbyrjun 1960 hefði mismunurinn á myndun sparifjár og eftirspurn eftir láns fé verið mjög mikil. Hefði þetta misræmi ýtt undir verðbólgu. Eitt helzta verkefni ríkisstjórn- arinnar 1960 hefði verið að koma á samræmi í þessu efni. Hefði þessu markmiði verið náð og sparifé stóraukizt. Sæist það bezt með því, að í upphafi árs 1960 hefði sparifé landsmanna numið 1829 millj. kr. en hinn L okt. sl. hefði það verið 4509 millj. kr. Aukningin væri 2680 millj. Markmið vaxtapólitikur hlyti að vera að miða að sem mestu jafnvægi milli sparifjár og lánsfjár. Ráðherrann sagði enn fremur, að skömmtun á lánsfé hefði ver ið sízt minni í tíð vinstri stjórn- arinnar. Engum dytti hins vegar í hug að skapa jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á láns fé með bankapólitík einni sam an eins og Framsóknarmenn bæru stjórninni á brýn. Tók ráð herrann það fram í lok ræðu sinnar, að ástandið hefði verið svo geigvænlegt, þegar vinstri stjórnin hefði farið frá, að um 11% af gjaldeyristekjum þjóðar innar hefðu farið í afborganir á erlendum skuldum og vexti af þeim. Ástandið væri allt annað og ólíkt betra í þeim efnum nú. Eysteinn Jónsson taldi, að verð giidi sparifjárins hefði minnkað. Sagði hann m.a., að stefna stjórn arinnar hefði mistekizt og að stutt vörukaupalán hefðu aukizt mikið undanfarin ár. Gylfi f>. Gíslason sagði m.a., að það væri algjör rangtúlkun á máli sínu, sem hefði komið fram hjá Eysteini, að hæð vaxta skipti ekki máli fyrir þjóðarbú- skapinn. Það sem þá greindi á um, væri í hverju þýðing vaxta hæðarinnar væri fólgin. Hann sagði, að allt of mikið væri gert úr þýðingu vaxta á reksturs- kostnað. Eysteinn Jónsson kvaðst ekki hafa gert of mikið úr þýðingu vaxta fyrir reksturkostnað at- vinnuveganna einkum sjávarút- vegsins. Máli sínu til stuðnings um erfiðleika varðandi lánsfé, vexti og efnahagslífið almennt las hann upp úr grein Hannesar Þo-rsteinssonar, sem birtist ný- lega í Morgunblaðinu, um skipa- smíðar. Síðan var samþykkt samhljóða að vísa frumvarpinu til 2. um- ræðu og fjárhagsnefndar. Bygging leiguhúsnæðis Einar Olgeirsson (Alþbl.) mælti fyrir frumvarpi um bygg- ingu leiguhúsnæðis, sem hann og tveir aðrir þingmenn Alþbl. hafa borið fram. Er efni þess að láta byggja leiguhúsnæði til þess að bæta úr skorti á því sviði, sem nú ríki í ýmsum kaupstöð- um og kauptúnum. Taldi Einar, að óhæft ástand ríkti nú í þessu efni, og væri hið opinbera sá aðili, sem eitthvað gæti gert til að bæta hér úr. Kvað hann kom ið hafa fram hreinar lygar í leið ara í Morgunblaðinu varðandi þetta mál. Einar sagði enn fremur, aþu frumvörp, sem Alþbl. bæri fram í vetur, væru prófsteinn á það, hvers stjóminni væri í mun að leysa þær vinnudeilur, sem fram undan væru næsta sumar. Eftir þetta var fundi slitið, en atkvæðagreiðslu um frumvarpið frestað. Stjórnoiínunvarp um rnnn- sóknir í þógu ntvinnnvegnnnn Fjórum nýjum frumvörpum var útbýtt á Alþingi í gær. Eru þaff stjómarfrumvarp um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna, stjórnarfrumvarp um fjárhags- legan stuðning við starfsemi á- hugamanna. Þá kom fram frum varp um breytingu á Iögum um landamerki o. fb og frumvarp um stýrimannaskóla í Yestmanna eyjum. — xxx — Frumvarp um rannsóknir í þágu atvinnuveganna er skipt í 8 kafla, um eftirtaldar stofnanir: Rannsóknarráð ríkisins, rann- sóknarstoínanir, Hafrannsókna- stofnunina, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofn- un landbúnaðarins, Rannsókna- stofnun iðnaðarins og Rannsókna stofnun byggingariðnaðarins. Þetta frumvarp var lagt fyrir Alþingi 1963, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Er í því að finna ýtar leg ákvæði um ofannefndar stofn anir, starfsemi þeirra og skipu- lag. f frumvarpinu um fjárhagsleg an stuðning við leiklistarstarf- semi áhugamanna, segir m.a., að þau félög, sem koma til greina við veitingu styrks samkvæmt frumvarpinu, skulu fullnægja nánar tilgreindum skilyrðum og þeim skuli skipt í tvo flokka varðandi styrkveitinguna, eftir því hversu starfsemi þeirra er umfangsmikil og hvernig henni er hagað. -- XXX -- Ólafur Jóhannesson hefur flutt frumvarp um breytingu á lög- um um landamerki. Aðalefni þess er, að kostnaðúr dóménda í merkjadómsmálum verði greiddur af almannafé, sem í öðrum dómsmálum, en þessi kostnaður er samkv. núgildandi lögum greiddur af málsaðilum. Frumvarp um þetta efni var flutt á síðasta þingi, en náði þá ekki afgreiðslu. Frá frumvarpinu um stýri- mannaskóla í Vestmannaeyjum er skýrt annars staðar í blaðinu. Haustmarkaðiir Sjólistæðis- flokksins í Hoiuarfirði HAFNARFIRÐI _ f sumar heflr verið unnið við að endurbæta og laigfæra Sjálfstæðishúsið og verður það tekið í notkun síðar í haust. Er þessi breyting að sjálfsögðu mjög kostnaðarsöm, og hefir því verið ákveðið að afla fjár með haustmarkaði, sem haldinn verður í Góðtemplara- húsinu þriðjudaginn 27. októ- ber. Er þess að vænta að Sjálf- stæðisfólk leggist á eitt um að styrkja markaðinn með varningi, en reynt verður að vanda til hans eins og kostur er á. Um breytimgar á Sjálfstæðis- húsinu hefir Þorvaldur Þorvalds- son arkitekt séð, og verður húsið að breytingu lokinni hið mynd- arlegasta, til dæmis hafa farið fram gagngerðar breytingar á sölum og salerni endurbætt óg ,gluggar endurnýjaðir. Sneru við AKRANESI, 22. okt. — Vélbát- urinn Höfrungur II. og vélbátur- inn Anna fóru út á veiðar upp úr hádegi í dag. Þeir urðu báðir að snúa aftur vegna veðurofs* og sjógangs. — Oddur. Myndin sýnir þá Hring Hjör ieifsson skipstjóra á Hilmi II., sem nú verffur gerffur út frá Flat- eyri, Hannes Oddsson skipstjóra á Mumma, Rafn Fétursson, útgerffarmann og forstjóra Fisk- iðju Flateyrar og Olav Öyahals vélstjóra. Við höldum á sióinn aftur segja skipbrotsmennirnir aí Mumma L — Það þýðir ekkert aíi tala um annað. Á Flateyri verður ekki stunduð önnur vinna en sjórinn, sögðu þeir Hannes Oddsson skip stjóri á Mumma, sem sökk undan Vestfjörðum laugar daginn 10. október, og Ol- av Öyaihals vélstjóri, en þeir tveir björguðust af sex manna áhöfn báts- ins. Fréttamaður blaðsins var staddur um borð í Hilmi II ársgömlum báti 107 tonn að stærð, sem Rafn Pétursson hefir keyþt fyrir Fiskiðju Flateyrar, og gerður verður út þaðan í vetur. — Finnið þið ekki til sjó- hræðslu, þegar þið eruð komnir um borð á ný? — Nei. Við höfum að vísu ekki farið á sjó síðan, fyrr en nú. — Þetta hefir verið mik- il reynsla fyrir ykkur? — Já. Að sjá félaga okkar hverfa í sjóinn. Við hefðum ekki haldið út á sundi miklu lengur, þegar gúnurúbátnum skaut upp skammt frá okkur og rak tii okkar. Það er á- reiðanlega kraftaverk að hann barst okkur í hendur. Ka,ssinn utan af bátnum var negldur niður í stýrishúsið og það var eins og hann hefði verið rifinn upp, því naglarn ir stóðu út úr honum þegar honum skaut upp. Það fær enginn skilið hvemig hann hefir losnað. Ef við hefðum ekki fengið bátinn værum við ekki hér. — Hvemig voruð þið bún- ir. Það hlýtur að hafa verið talsvert erfitt að halda á sér hita í gúmimíbáti, sem sífellt var að hvolfa í þrjátíu klukkustundir. Það hefir verið lítið um hitagjafann? —Við voru jafn blautir þegar við komum upp úr gúmmíbátnum, eins og þeg- ar við komumst upp í hann, segir Hannes skipstjóri. Ol- av var klæddur í þunnar nær buxur, en ég í ullarpeysu, þeirri sem hann er í núna. Hann var sjóklæddur þegar við fórum niður, í stakk og stígvélum. Honum tókst að kasta af sér stígvélunum og komast úr stakknum. Eg var í ullarnærbuxum og þunnri ullarpeysu. Það sem bjargaði okkur frá því að fá lunigna- bólgu var að við settum peys- urnar upp fyrir nefið og önd- uðum niður á brjóstið til að reyna að halda á okkur hita. Auðvitað vorum við kaldir bæði á hönduim og fótum. Það þarf að koma upp sund- aðstöðu fyrir vestan. Það er gert ráð fyrir sundlaug í nýja skólanum. Olav var í sundþjálfun í vélstjórapróf- inu í vetur, en ég hef ekki stundað sund I mðrg ár, seg- ir Hannes — ég hafði afreks stig í sundi áður. — Og hvað ætlið þið svo að fara að gera? — Olav verður hér vél- stjóri um borð í Hilmi. Ætl- unin er að nýr bátur komi vestur í stað Mumma og þá fer ég á hann, segir Hann- es, — óg veit ekki hvað ég geri á næstunni. Verð eitt- hvað hér um borð, kannske. í da-g halda þeir félagax á Hilmi II. vestur til Flateyr- ar til að vera við minningar- athöfnina um félagana, sem sjórinn tók. Alfaðir ræður, en þeir tveir, sern af komust, ætla á sjóinn á ný. Nýr bátur til Ftateyrar, Ililnrir U. frá Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.