Morgunblaðið - 23.10.1964, Síða 10

Morgunblaðið - 23.10.1964, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. okt. 1964 Egill Skallagrímsson nálægt því að vera existentialisti, sagði Sartre, er hann heimsótti Islard EINS og frá er skýrt ann- ars staðar hér í blaðinu, var franska rithöfundinum Jean-Paul Sartre, veitt bókmenntaverðlaun Nób- els. Sartre er 59 ára að aldri og hefur um langt skeið verið einn helzti for- svarsmaður existensíalism- ans. Sartre heimsótti ísland árið 1951 og birtist hluti samtals, sem Morgunblað- ið átti þá .við hann hér, á eftir frásögninni um ævi hans. í viðtalinu segir Sartre m.a. að sér finnist athyglisvert, að enda þótt örlagatrúin hafi yfirleitt verið ríkjandi, komist Egill Skallagrímsson all-nærri existensíalismanum, þegar hann fari að hugleiða að berjast við hafið eftir drukknun Böðvars, sonar síns. í Lesbók Mbl. 23. ágúst sl. birtist viðtal við Jean- Paul Sartre, sem Kenneth Tynan, einn af yngri og virtari gagnrýnendum Breta átti við hann. Skömmu áður, 26. apríl sl., birtist í Lesbókinni g’-ein eftir Claude Mauriac, sem nefnist „Bækur og ást í Frans“ en þar fjallar Mauriac um Jean-Paul Sartre og Simone de Beau- voir. Jean-Paul Sartre er fæddur í París 1905. Faðir hans var yfirmaður í franska flotanum og lézt þegar Sartre var að- eins níu ára. Var þá Sartre settur í fóstur til móðurafa síns, Karls Schweitzers, sem var kennari. Eins og nafnið bendir til, er Sartre því ná- skyldur dr. Albert Schweitzer, er hlaut friðarverðlaun Nóbels 1962. Jean-Paul Sartre gekk menntaveginn og gerðist kenn ari í heimspeki. Árið 1931 fór hann til Berlínar til fram- haldsnáms í þýzku og þýzkum bókmenntum. Þar komst hann í kynni við nýjar heimspeki- stefnur og varð fyrir miklum áhrifum af þeim. Hafði þessi dvöl Sartres í Þýzkalandi mikil áhrif á hann sem rit- höfund, þegar hann hóf þann feril sinn árið 1936, jneð rit- gerðinni „L’Imagination“ (í- myndunin). Fyrstu meiri háttar verk Sartres komu út 1938, skáld- sagan „La Nausée“ og smá- sögusafnið „Le Mur“. Og strax í þessum fyrstu verkum sínum kemur Sartre á fram- færi ýmsum þeim hugmynd- um, sem existensíalisminft byggist á, en Sartre hefur . jafnan verið talinn einn helzti forsvarsmaður þeirrar bók- mennta- og heimspekistefnu. Meðal þeirra verka hans, sem íslendingar þekkja, eru leik- ritin „Flekkaðar hendur“, „Lokaðar dyr“ og „Fangarnir í Altona", sem öll hafa verið sýnd á leiksviðum höfuðborg- arinnar. Samkvæmt existensíalisman um er Guð ekki til og heimur- inn hefur hvorki takmark né Simone de Beauvoir og Jean-Poul Sartre á heimili franska sendiherrans í Reykjavik 1951. — Myndina tók ljósm. Mbl, Ól. K. M. merkingu, aðra en þá sem maðurinn sjálfur dregur af at- burðunum. Maðurinn er sam- safn af eðlishvötum, sem svífa frjálsar í alheiminum, ofurseldur sjálfum sér, án nokkurs æðri dómstóls til að styðjast við í leit sinni að leið- arvísi um völundarhús tilver- unnar, sem ætíð rekur hann að krossgötum og neyðir hann til að velja. Af þessu leiðir þrennt, að áliti Sartres: 1. Algjört frelsi mannsins; 2. Nauðsyn þess að velja stöðugt á eigin ábyrgð; 3. Óttinn, sem aldrei yfir- gefur okkur. Sjálft lífið krefst viðbragða, og vals milli margskonar möguleika. Valinu fylgir á- byrgð, því hver einstaklingur velur ekki fyrir sjálfan sig, heldur fyrir mannkynið allt. Það er þessi sameiginlega á- byrgð, sem óhjákvæmilega vekur ótta, það er að segja óttann við valið og gerðir sínar. Þetta er í fáum orðum heimspeki Sartres og félaga hans. Hann hefur orðið fyrir áhrifum víða að, m.a. frá Kierkegaard, Jaspers og Heidegger, en verkum hins síðast nefnda kynntist hann á þriðja tug aldarinnar og má segja, að síðan hafi hann unn- ið þrotlaust að því að útbreiða kenningar existensíalista og með þeim árangri að þær urðu um eitt skeið að eins konar guðspjalli í augum fjöl- margra mennta- og lista- manna og heimsáhyggjuæsk- unnar á vinstri bökkum Signu. Existensíalisminn hafði mikil áhrif, ekki aðeins á heila kyn- slóð leikritahöfunda og rithöf unda, heldur einnig á þá æsku, sem óx upp í heimsstyrj öldinni síðari, en nú hefur nýjabrumið farið af hug- myndafræðinni og bæði Sartre sjálfur og margir lærisveinar hans frá fyrri tíð líta nú á exi- stensíalismann eins og gamla lummu. Nú er af sem áður var, þeg- ar kaffihúsaumræðurnar í París snerust að mestu um þessar allt að því óskýranlegu kenningar og reynt var að varpa á alla hluti sólarljósi existensíalismans — og án þessa ljóss (sem kannske á meira skylt við sólmyrkva), þótti tæplega fært að ræða gáfulega um jafn hversdags- lega hluti og siðleysi, djass eða duggarapeysur. Skemmti- kraftar á borð við Juliette Greco auglýstu sig sem „exi- stensíal-söngvara" og þótti hljóma vel eins og á stóð. Og til að kafna ekki undir nafni, fór hún með dapurleg heims- þjáningarljóð fyrir dáleidda áheyrendur í þröngum húsa- kynnum, og gætti þess vand- lega að greiða sér ekki áður. Rödd hennar í þessu umhverfi, að sögn sumra, var eins og hún kæmi úr draugsbarka. - Mikið hefur því dregið úr áhrifum heimspeki Sartes, en sem leikritaskáld hefur hann skipað sér virðulegan sess. Og eru það framlög hans á því sviði sem nú hafa fært honum N óbels verðlaunin. Á stríðsárunum tók Sartre virkan þátt í andspyrnuhreyf- ingunni gegn Þjóðverjum. Sat hann um tíma í fangelsi, en varð seinna ritstjóri frétta- blaðs neðanjarðarhreyfingar- innar. Hernám Þjóðverja og ógnir styrjaldarinnar höfðu mikil áhrif á Sartre. Starf hans í neðanjarðarhreyfing- unni og andúðin á nazisman- um gerðu hann róttækan vinstri sinna og var hann tal- inn hallast að kommúnisma. En 1948 réðst hann í bók sinni „Les mains Sales“ harðlega á Stalinismann og olli bókin miklum deilum í hressingar- skálum Parísarlistamanna. Sartre er ókvæntur, en hef- ur undanfarin 30 ár fylgt skáldkonunni Simone de Beau voir og segja þau að samband þeirra sé nánara en í nokkru hjónabandi. Hefur Simone de Beauvoir lýst sambandi sínu við Sartre í sjálfsævisögu sinni, „Souvenirs“ auk þess sem hún hefur ritað fjölda greina í tímarit Sartres, „Les Temps Modernes". » SARTRE Á ÍSLANDI Sumarið 1951 komu Jean- Poul Sartre og Simone de Beauvoir til íslands, en vetur- inn áður hafði Þjóðleikhúsið sýnt leikrit Sartres, „Flekkað- ar hendur“. Frönsku rithöf- undarnir dvöldust hér á landi í tíu daga og fóru víða. — í veizlu, sem franski sendiherr- ann hér hélt þeim, ræddi fréttamaður Morgunblaðsins, Þorsteinn Thorarensen, við Sartre, m.a. um íslandsförina. Sartre sagði: „Ég flaug hér yfir landið á bjartri sumar- nótt í júlímánuði 1949 og var þá á leið til Ameríku. Og mér fannst landið, sem við flugum yfir svo fagurt, að ég hét, að ég skyldi koma hingað síðar og dveljast hér nokkra stund“. Jean-Poul Sartre. Fréttamaðurinn spurði Sartre hvort hann hefði þekkt nokkuð til íslands áður og hann svaraði: „Já, ég hef kynnzt nokkuð fornritum íslendinga. Góðvin- ur minn prófessor Jolivet í París hefur einstöku sinnum gert mér þann greiða að þýða fyrir mig brot úr íslendinga- sögunum. Áhrifaríkasta per- sónan, sem ég hef kynnst í þessum sögum er tvímæla- laust Egill Skallagrímsson. Og það finnst mér athyglisvert að enda þótt örlagatrúin sé yfir- leitt ríkjandi þá kemst Egill allnærri existentialismanum, þegar hann fer að hugleiða að berjast við hafið eftir drukkn- un Böðvars sonar síns“. „Ég hef ferðazt víða um landið“, heldur Sartre áfram, „því miður skil ég ekki málið, sem hér er talað og get tæpast bjargað mér á ensku, svo að ég hef lítið getað talað við fólkið. Samt hef ég haft hina mestu unun af að horfa á það starfa. Einkennandi finnst mér hvað fólkið er sterklegt og hraustlegt, alveg lifandi af- komendur Egils og fleiri forn- kappa. Ég hef annars ferðazt víða m.a. í hitabeltinu í Afríku og Mið- og Suður- Ameríku og það hefur gefið mér tækifæri til þess að gera samanburð á vandamálum þjóðanna, sem lifa í gróður- ríkum hitabeltislöndum og mikið til gróðurberum lönd- um norður við heimskauts- baug. Báðar eiga við sín vanda mál að stríða, sem þó eru sitt með hverjum svip“. Fréttamaðurinn spyr Sartre nú hvort hann hyggist ekki, sem ritstjóri mánaðarits í París, skrifa greinar um ferð sína hingað. „Nei, það ætla ég ekki að gera“, segir rithöfundurinn. „En ferð mín hingað hefur samt orðið mér góð reynsla. Ég ætla ekkert að skrifa um ferðina sjálfa, en ég hef orðið fyrir sterkum áhrifum hér og þau munu geymast í huga mér og ég býst við að þau brjóti sér leið fram eins og önnur sterk áhrif, sem menn verða fyrir“. IIUMHMHIIIMKIIIIHMinaHIHHIIIHHIHHHIHMUMH'IHHinillHHIMIHIIIHHmi'IIIHHIIinNN I' Lækningaheimili fyrir taugaveikluð börn í Rvík. Barnavemdarfélagið safnar í byggingarlóð FYRSTA vetrardag, sem er á laugardag, er hinn árlegi barna- verndardagur, en þá selur Barna- verndarfélag Reykjavíkur merki og barnabókina Sólhvörf. Nú, á 15 ára afmæli félagsins rennur ágóðinn í sjóð til að reisa lækn- ingaheimili handa taugaveikluð- um börnum, sem rísa á í Reykja- vík. Og í gær afhenti frú Lára Sigurbjörnsdóttir, gjaldkeri fé- lagsins, sr. Ingólfi Ástmarssyni gjaldkera sjóðsins 100 þús. kr. framlag. í sjóðnum eru nú yfir 720 þús. krónur, að iþví er Matthías Jónas- son, formaður hans, tjáði frétta- tnönnum í gær. En markmiðið er að koma upp einni milljón kr. fyrir vorið, en þá er vonazt eftir að fengin verði lóð á góðum stað, svo hægt verði að hefjast handa um byggingu lækninga- og tauga- veiklunarheimilis fyrir börn í Reykjavík. Ekkert slíkt heimili er til í landinu og mjög aðkall- andi að það komist upp. Hér er engin slík stofnun til, en mikið um börn með taugaveiklun á ýmsu stigi sjúkdómsins. Geð- verndardeild Heilsuverndarstöðv arinnar tekur börn og veitir heimagöngumeðferð, en miklu meiri aðsókn er en hægt er að anna. En nauðsyn getur verið að taka börnin um stundarsakir úr umhverfi sínu til meðferðar hjá sérmenntuðu fólki, ef á að vera hægt að hjálpa þeim. Og til þess þarf nauðsynlega lækninga- heimili fyrir taugaveikluð börn. Þriðja stigið er svo þar sem jaðr- ar við geðvéiki hjá börnum og þeir sjúklingar eiga heima í sér- deildum við geðveikraspítala. En það er semsagt lækningaheimili til að koma í veg fyrir að svo langt gangi, sem nú er verið að hugsa um. Slík deild ætti ekki að vera stór, gert ráð fyrir rými fyrir 12—15 börn í fyrsta áfanga, en Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.