Morgunblaðið - 23.10.1964, Síða 13

Morgunblaðið - 23.10.1964, Síða 13
f Föstudagur 23. okt. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 þeim, sem yfirheyrðu hann, hver raunverulegur tilgangur hans hefði verið. Bæði í sam- eiginlegu yfirheyrslunni og í 6kýrslum sínum, sem lesnar voru upp fyrr mér, sagði Pen- Ikovsky þeim blátt áfram, að hann hefði í gjörðum sínum ekki ætlað að hjálpa Vestur- löndum, heldur verið að gæta hagsmuna síns eigin lands. hegar hér var koimið, var mataræðið farið að batna. Ég hafði verið veikur og var dá- lítið jnáttfarinn. Læknirinn Téð til að breyta mataræði mínu. Ég fékk nú kjöt á hverj um degi, íisk á hverjum degi, Og ‘ mjðMn " kom aftur. Ég fékk hveitibrauð og meira að eegja egg daglega og stöku einnum pylsu. f>eir voru að fita mig fyrir réttarhöldin — það er mér Ijóst nú.' Sheiia, konan. mín, hafði sent nokkrar krukkur af súpukjaraa, sem ég var enö ekki farinh að sjá, þegar hér var kotmið sögu, og svo Nes-kaffi, handsápu og þess háttar, og nú kom allt þetta snögglega í Ijós í klefanum mínum. Og auk þess gaf lækn irnn mér fjörefnapillúr. Samtímis fór fram annar undirbúningur undir réttar- höldin. í eina eða tvær vikur hafði ákærendahópurinn ver- ið viðstaddur yfirheyrslurnar yfir mér. Sá, sem þeir kváðu mundu víxlspyrja við réttar- höldin, var stór, feitur dólgur, rauður í framan og gelti eins og Elsasshundur. Þetta var jruddaíegur maður. Hann var 6Íargandi En það fékk ekkert á mig því að ég var orðinn öllu slíku svo vanur, að það hrökk af mér eins og vatn af gæs. Ég eagði bara: — Yður þýðir ekk ert að æpa svona að mér; ég skil ekkert af því hvort sem er, það þarf að koma gegn um túlkinn héma, og ég skil yður ekki — þetta gerir ekki annað en æsa yður upp. Þetta var nú aðeins til þess gert að hughreysta sjá'.ian mig, en það hafði samt furðu- leg áhrif. Eítir svo sem tvo daga, fleygði hann reglustrik- unni sinni á borðið, gjammaði eitthvað á rússnesku og gleypti nokkra aspirin- skammta. Mér var seinna 6agt, að hann hefði gefizt upp á mér. Að vissu leyti var gaman að þessu — eftir á. Annar ákærandi var skipað ur. Hann byrjaði líka á því að æpa. En ég sagði bara: — Afsakið.... og svo talaði ég lágt við túlkinn og sagði svo: — Hvað var þetta? Ákær andinn róaðist, í staðinn fyrir «ð sá fyrri hafði stokkroðnað. Einn daginn var ég spurður, hvort ég óskaði eftir lögfræði legri aðstoð. Ég svaraði um hæl: — Já, sannarlega. Ég hef ágætan mann í London. Þetta vakti enga kæti hjá þeim, enda eru þeir gjör- eneyddir öliu skopskyni. — Ég þekki ykkur líka of vel, sagði ég. — Sleppið þið þessu öllu. Þ-etta líkaði þeim heldur ekki; þeir urðu önugir og sögðu: — Við höfum mann, ef yður er þægð í því. Komið var með Borovik. — Hér er hr. Borovik, sem á að koima íram fyrir yðar hönd við réttarhöldin. Við látum ykkur talast við einslega í fimm minútur, til að sjá hvernig ykkur kemur saman. Og svo fóru þeir út. Ég sagði: — Hver eruð þér, hr. Borovik? Hann sagðist vera lögfræðingur frá Aðal- lögfræðiskrifstofunni í Moskvu. Hann var eitthvað 48 ára að aldri otg ósvikinn uppalningur kommúnistakerfis ins. Hann var útlærður lög- fræðingur á sovétvísu, en hafði ekki svo mikið sem nasa sjón af umheiminum, enda hafði hann aldrei út fyrir land steinana komið, og vitanlega hafði hann enga hugmynd um vestrænt réttarfar. Og nú átti hann að fara að verja útlend- ing! Ég sagði við Borovik: — Þetta er ekki annað en tíma- eyðsla . Mér er ætlað að tala við yður í fimm mínútur, til þess að sjá hvort við kunn- um hvor við annan, og ef svo verður ekki, koma þeira bara með einhvern annan. Þér get- ið áreiðanlega ekkert fyrir mig gert, hr. Borovik — eða er það? — Ó, hr. Wynne, ég er sannarlega lögfræðingur, og frá sjálfri Aðalskrifstofunni. Og ég er hér til þess að verja yður. Þá kom ákærandinn inn, ásamt varaofurstanum, sem hafði spurt mig út úr, og tveim eða þrem öðrum — ineð an ég var að tala við verjand- ann. Allt var skrifað niður. Þetta var sovét-réttvísi. Næsta mörgun fékk ég aft- Ur mín eigin föt og mér leyft að nota rafmagnsrakvélina mína. Þegar ég hafði snurfus- að mig, var éig settúr upp í vagn og mér þeytt eftir stræt um Moskvu til húsakynna Æðstaréttar Sovétríkjanna. Nú átti æfing að fara fram. Ég var leiddur inn í réttar- saiinn. Dómarinn var þar efcki sjálíur, en þarna var einn hers höfðingi enn, sem stóð við dómaraborðið uppi á pallin- um. En ákærandinn var þama. Hann var að fara gegn uim hlutverkið sitt með Penkov- sky á rússnesku. Penkovsky var mjög niður- dreginn, enda þótt hann liti betur út en í fyrri skiptin sem ég hafði séð hann. Hann var rakaður og ofurlítið meiri litur í kinnunum á honum, en augun voru rök og dauf. Og svo komu þeir til min. Þeir sögðu mér að þetta yrði opinbert réttarhald, en að ég yrði að gera mér ljóst, að íæri ég út af strikinu, hið allra núnnsta, yrði hlé á rétt- arhaldinu og það síðan úr- skurðað fyrir lokuðum dyrum. Þeir sögðu, að mér yrði ekki leyft að hafa neinar minnis- greinar. En ég sa-gði: — Ég hef vont minni, og ég get ekki munað dagsetningar og þess- háttar. Og eftir nokkurt þref, leyfðu þeir mér að hafa spurn ingarnar og svörin hjá mér. Og það var einmitt það, sem ég vildi — nú gat ég sýnt heiminum, að allt þetta hafði verið vandlega æft og undir- búið, og að þetta væri alls ekki neitt réttarhaid í alvöru. Þeir sögðu, að ég mætti hafa minnisblöðin á lágri hillu fyrir framan mig. Á þessari æfingu gat ég hall að mér aftur í sætinu og hlust- að á spurningaraar og svörin með heyrnartól á höfðinu, tekið upp blöðin og lesið af þeian svo allir mættu sjá og heyra. En við réttarhaldið styttu þeir snúruna í heyrnar tólið, svo að ég varð að halla mér fram og halda höfðinu lágt, til þess að hlusta á þýð- inguna og lesa minnisgrein- araar samtímis, og þá leit þetta út eins og ég væri að einbeita huganum. Borovik kom á æfinguna og reyndi að róa mig með því að segja mér, að hann væri lög- fræðingur og mikilvæg per- sóna, að þetta væri Sovét-rétt vísi, og allt það. Hann gaf mép sígarettu og hann gaf mér súkkulaðistykki — ég hik aði við að leggja mér það til munns, en svo hungraður var ég, áð ég — með skömm frá að segjá — hámaði það í mig í einúm hvelli. Ég sá ekki Borovik aftur fyrr en tveim dögum fýrir rétt arhaldið. Hann kom fraan með öll skjölin og fór í gegn um þau með mér. Hann vildi láta mig undirrita, að ég hefði les- ið þau. Nú hafði ég, enn þegar hér var komið, aldrei undixrit að neitt — gerði mér það að reiglu að neita því. En hann sagði, að írá lagalegu sjónar- miði, mundi brezka sendiráð- ið vilja vita, að ég hefði lesið þau. Hann hélt því fram, að þetta væri minna eigin hags- muna vegna gert Það var ekki nema satt, að þeir höfðu lesið þessi skjöl og samtöl fyrir mér. Þess vegna lét ég undan þrábeiðni þeirra og undirritaði þessi skjöl, þar sem sagði, að þessi þýðing hefði verið lesin mér og væri rétt, en ekki hitt, að allur þessi framburður væri frá mér kominn og ég væri honum samþykkur. Réttarhöldin hófust 7. maí 1963. Við komutm í Æðstarétt- inn gegnum umferðatátananir því að allri annarri umferð hafði verið beint aðrar leiðir. En seinna, þegar ég sat í rétt inum, voru gluggarnir alopnir og úti fyrir var mikil umferð í þessari götu, sem venjulega var mjög róleg. Hávaðinn af þessari umferð, sem þangað hafði verið beint, kæfði mest- allar orðræður við yfirheyrsl- una. Allir vestrænu blaða- mennimir hafa síðar staðfest, að þeir hafi varla getað heyrt orð af því seon fram fór. Eftir að hafa heyrt sektardóm sinn fékk Wynne að ræða við hinn rússneska verjanda sinn með aðstoð túlks. Konan við réttarhöldin Mér gekk illa að finna kon- una mína í réttarsalnum, þar sem hún hvarf í mannþröng- ina. En eftir um það bil fimm mínútur, komum við auga hvort á annað. Ég ætlaði að lyfta hendi til að veifa til hennar, en vörðurinn sló hönd ina á mér niður. Seinna tókst mér þetta samt. Ég tók eftir því við réttar- höldin, að fremstu bekkirnir, þeirra, sem ætlaðir voru al- menningi, voru þétt skipaðir sama fólkinu hvern daginn eftir annan. Svo virtist sem þetta væri sérstakleiga útval- inn áheyrendahópur. Hvenær sem sækjandinn gerðist fynd- inn á kostnað Penkovskys, ráku þeir upp hávær íagnaðar. óp. Fýrsti dagur réttarhaldanna fór allur í Penkovsky. Á öðr- um degi var athyglinni beint að mér. Ég komst brátt að því, að þeir höfðu áhÖld til að draga úr styrk raddar niínnar, frá því sem hún fór í hljóð- nerhann. Þarna voru þrír enskumælándi túlkar við rétt- arhöldin og tveir þeirra sátu stöðugt við borð með einhverj um hnapp á, sem þeir voru alltaf að fikta við. Ég er viss um, að dregið hefur verið úr rödd minni viljandi, eða jafn- vel lokað fyrir hana. Einu sinni, þegar ég hallaði inér nið ur að hljóðnemanum mínum til að tala, en þá var ég af ásettu ráði að „fara út fyrir strikið", gat ég ekki einu sinni heyrt bergmálið af minni eig- in rödd. Hljóðneminn var dauður. Og árangurinn varð sannar leiga mikill. Enskumælandi fólk í réttarsalnum gat með litlu fylgzt af því sem íram fór, og olli því bæði þessi meðferð á hljóðnemunum og umferðarskröltið úti fyrir, enda þótt hátalarar væru um allan salinn. En ég gerði það sem ég gat til að láta til mín heyra. Ég vildi sýna fram á það, að ég væri að vissu leyti undir hömlum í réttarhaldinu — ég vildi sýna minni eigin þjóð, að ég færi eftir eigin minnis- greinum, en væri ekki að leika rússneska skrípaleikinn að öllu leyti. Ég greip því öll tækifæri, sem buðust til að seigja við dómarann: — Af- sakið, en ég verð að líta í minnisgreinaraar mínar. Og stundum sagði ég með áherzlu: — Jæja, á ég nú að tala? Þetta var til þess gert, að blaðamennirnir skyldu heyra, að ég vissi, hvað ég átti að segja næst. Ég vildi gera þeim það Ijóst, að þessi leik- ur hefði verið undirbúinn og æfður. Ákærandinn sagði: — Þeg- ar þér voruð heima hjá Chis- holm (brezkum sendifulltrúa), sögðu þér við yfirheyrsluna, að þér hafið talað lágt við hann. Til hvers töluðuð þið lágt? Engir Rússar voru stadd ir þarna í íbúðinni. Og ég svaraði: — Ja, það er nú ekkert leyndarmál löndum mínum og annarra þjóða mönnum, að hljóðnem- um er komið fyrir í íbúðum sendiráðsstarfsmanna i Moskvu. Þeir urðu gulir í framan. Ákærandinn flýtti sér að fara út í aðra sálma, og dregið var úr svari mínu með áðurnefndu tæki. í hádeigisverðarhléinu kom yfirheyrslumaðurinn ásamt ákærandanum til mín í klef- ann. Þeir aðvöruðu mig um það, að svona framburður gæti komið mér i alvarleg vandræði; að fleiri aðvaranir fengi ég ekki, Qg þegar ég kæmi aftur i fangelsið, yrði meðferðin á mér í samræmi við þessi mistök min. Ég vildi, að ég gæti sagt, að tilraunir mínar til að draiga athygli vestrænu blaðamann- anna að ástandi minu hafi borið árangur. En því miður var það hvorttveggja, að illa heyrðist í salnum fyrir um- ferðarhávaða, og auk þess kom hér til fáfræði ílestra vest- rænu blaðamannanna um rétt arfar Sovétrikjanna. Víst var um það, að mjög fá orð mín eða viðbrögð, sem þó voru mér hið mesta hættuspil, komu nokkurn tima íram í enskum eða öðrum vestræn- um blöðum. Réttarhöldunum var haldið áfram opinberlega í fjóra daga. En þá urðu þeir að breyta um aðferð, vegna þess, að ég hafði gerzt þeim erfið- ' ur. Ég var spurður: „Iðrast þú, Wynne?“ Og mér hafði verið sagt að svara: „Já, ég iðraSt nú, mér þykir mjög fyrir þvi að hafa framið þennan glæp gegn Sovétríkjunum, þar sem ég hef ekki reynt annað en vináttu, gestrisni og friðsam- lega sambúð, hvenær sem ég hef komið hér áður“. Þetta hafði verið skrifað handa mér, en ég hafði mig ekki í að segja það. Það sem ég saigði, var: „Það vtar nú aldrei mín ósk að ktana til Sovétríkjanna og misnota vinsemdina, sem ég hef alltaf reynt hjá kaupsýslu fyrirtækjum landsins". Þetta var ekki nema satt, því að þarna átti ég auðvitað við mjög takmarkaðan hóp manna. Þeir urðu bálreiðir við þessi orð; gulnuðu beinlínis í framan. Næsta dag veittust þeir að mér í klefanum mín- um í Lubyanka, en þanigað var farið með mig aftur á hverju kvöldi. Þetta voru enda lokin, því að þohnmæði þeirra var á þrotum. Næsta dag var því. lýst yfir í réttinum, að lokaframburður hinna ákærðu yrði heyrður í lokuðu réttar- haldi. Félagi dómari........ Þegar Penkovsky hóf loka framburð sinn, var hann sann arlega orðinn illa farinn. Hann hóf mál sitt: „Félagi dómari, þú hefur hlustað með þolinmæði á þessi réttarhöld. Ég bið þi(g jafnframt að muna, að ég hef einnig veitt Sovét- sambandinu þjónustu, ég var henmaður og þjóðhollur þjónn, ég bið þig að sýna þolinmæði oig ég fel framburð minn yfir- vegun þinni, áður en þú kveð ur upp dóminn“. Þarna þagnaði hann, grát- andi, og tók upp vasaklútinn sirm. Þetta var engin uppgerð. Hann talaði við dómarann og Borovik kom til mín og sagði mér, að Penkovsky hefði far- ið fram á, að ég yrði ekki við- staddur lokaræðuna hans — Honum mundi líða betur, eí þú værir ekki viðstaddur“ — og hvorj mér væri sama þó ég færi út? Ég vildi ekki koma Penkov- sky í nein vandræði og fór því út. Ég gat vel heyrt til hans, því að það var ekki nema ein þunn hurð milli mín og dómsalarins og lúga í klefahurðinni minni, sem ég bað um að hafa opna, þar eð mjög var heitt í klefanuam. Vörðurinn dró lúguna niður og ég gat heyrt Penkovsky tala langa stund og heyrði snökt. Þegar ég kom aftur inn til að halda lokaræðu mina, var hann sannarlega illa á sig kom inn. Ræðu mína hafði Borovik skrifað íyrir mig, og svo sagði ég bara, að ég hefði ekkert frekar að segja, að réttarhöldin hefði farið fram fyrir rússneskuim dómstóli, og ég vonaði vissulega að Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.