Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 Þjó&leikhúsið að verksvið sitt Ræða Vilhjálms Þ. Gíslasonar, formanns Þjóðleikhússráðs, þegar nýja leiksviðið var tekið í notkun hefur víkk- ÍJG vildi gjarna íylgja staríi þessa nýja leiksviðs úr hlaði með fáeinum orðum um uppruna þess, eðli og tilgang. Ekki er ástæða til þess að kalla þetta nýtt leik- hús — það er sama góða Þjóð- leikhúsið og í gamla húsinu. En Þjóðleikhúsið hefur víkkað verk svið sitt, haslað sér nýjan völl og reynt að opna íslenzkum leik- Bkáldum, leikurum og sviðslista mönnum nýja möguleika. Þetta hefur lengi verið á döfinni. Ég hóf máls á þessum möguleika enemma á árum Þjóðleikhússráðs og hélt upphaflega að unnt yrði að reka þessa starfsemi í sal uppi i Þjóðleikhúsinu sjálfu. Fyrir mér og okkur hér vakti það, sem nú er fram komið, að fá stað við ^ Vilhjálmur Þ. Gíslason, for- maður þjóðleikhússráðs. hlið upphaflega sviðsins, þar sem flytja mætti ýmislegt, sem ekki væri ástæða til að sýna á stóra sviðinu eða færi betur á litlu sviði. Hér ættu ekki einung is eldri öndvegisleikarar að geta gert nýjar tilraunir eða flutt klassísk eldri hlutverk eða ungir leikarar og leikstjórar að fá fram rás og geta prófað nýjar stefnur Og leiðir og sviðsmöguleika. Hér áttu íslenzk leikskáld að geta skrifað fyrir svo viðráðúnlegt svið og persónufjölda, að útbún ings- og f j árhagserfiðleikar þyrftu ekki að hamla framgangi listar þeirríu Allan þennan tíma hefur verið hér miklu brýnni þörf á þess- háttar litlu sviði og litlum, veru- le,ga vistlegum og góðum sal held ur en á öðru stóru leikhúsi, eins og Þjóðleikhúsinu, þar sem það er enn við vöxt borgarinnar^ag við hæfi nútímakröfu á flestan hátt. Því eru einnig skorður sett ar, hversu mikið er rétt eða hægt að leika í ekki stærri borg en Reykjavík, — því eru m.a. sett- ar skorður af afkastagetu þess tiltöluiega fámenna leikara og sviðsmannahóps, sem hér er völ á, einkum þegar þess er gætt, að ein stofnun enn, utan hinna eig- inlegu leiksviða, s.s. Ríkisút- varpið gerir vaxandi kröfur og flytur miklu meira efni en leik- húsin samanlögð. Ekki er ástæða til að draga fjöður yfir það, að þessi mikla og öra leikstarfsemi getur orðið hemill á heilbrigðar, listrænar kröfur og vandvirkni og persónulegt túlkunargildi, nema vakandi auga sé með þessu haft. Samt sem áður er hömlu- laust aðstreymi að leikskólum líka varhugavert o.g þyrfti þar nýrrar skipunar, eins og nú hef- ur um skeið verið unnið að end- urskoðun leikskóla Þjóðleikhúss- ins. Ýmsan þennan vanda, sem ég nefndi, getur þetta nýja svið Þjóð leikhússins hjálpað til að leysa. Þetta getur verið í senn nokk- urs konar tilraunasvið og það getur líka verið einskonar baug- ur til þess að greipa í gamla klass- ík. Það getur verið öðru hvoru griðastaður fyrir sælkera sjald- gæfrar listar, það getur líka ver- ið staður fyrir þá, sem vilja skemmta sér í litlum hóp við gamanleik. Slíkum nöfnum og skilgreiningum má velta fyrir sér eftir vild — kalla það leiksvið hinna leitandi, eða hinna vand- látu, eða heimilisleigt svið fyrir einskonar stofuleiklist, líkt og talað er um stofutónlist. Það skemmtilega er, að þetta er ekki einungis nýjung — það er líka að vissu leyti afturhvarf til uppruna íslenzkrar leiklistar, einfalds og elskulegs. Ef við sleppum þeirri fræði- legu vafatilgátu, að ýmis Eddu- kvæði séu leifar af fornri leik- list, þá er, að skólaleikunum slepptum, líklega fyrsta leiksýn- ing hér einmitt stofuleiklist, flutt hjá Vibe amtmanni á Bessastöð- um og var leikinn Holberg. Slíkar stofuleiksýningar fóru síðan lengi og alloft fram á Bessa stöðum og í Reykjavík og við þær voru riðnir ekki ómerkari menn en t.d. Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson. Oig um Loffleiðir fá leyfi til að byggja aifgreiðslu og gistihús á ReykJsviliurfflugveSBi LOFTLEIÐIR hafa nýlega sótt um leyfi til að byggja afgreiðslu- og gistihús við Reykjavíkur- fluigvöll, skv. uppdráttum. Bkipulagsnefnd hefur mælt með erindi félagsins og borgarráð fallizt á það fyrir sitt leyti. Jafn- framt var borgarstjóra heimilað eð semja við félagið um um- rædda lóð. Þarna er um að ræða hús- grunn, sem Loftleiðir höfðu ætlað fyrir afgreiðslu, en þær éætianir breyttust við tilkomu sömu mundir sagði Tómas Sæ- mundsson í ferðabók sinni, að sjónleikir hafa ætíð .... ei ein- asta verið hið veglegasta skemmt unarmeðal hjá öllum siðuðum þjóðum, heldur hafa þeir og svo drjúgum styrkt til að milda sið- una og borið aðra mikilvætga ávexti fyrir menntun og siðgæði. Inn á þessa braut var svo stefnt hér með stofnun fasts leiksviðs hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Indriði Einarsson gerðist odd- viti og aðalsmaður þessarar leik- listar. Og nú á Þjóðleikhúsið á að skipa bæði stóru oig litlu sviði og auknum listrænum möguleik- um. Það er þessi leitandi og rann- sakandi, þessi glaða og persónu- lega list fyrir næma gesti í per- sónulega hlýju oig yfirlætislausu umhverfi, sem þetta nýja leik- svið ætlar að reyna að stunda. Listamaðurinn og listnjótandinn eiga að geta haft hér enn nánara samband en í víðara og fjölmenn ara leikhúsi, sem á öðrum svið- um á þó ennþá stærra hlutverki að gegna. Það er iðulega ekki rétt að gera þann skarpa mun á skapandi og túlkandi list, sem oft er gerður. Góð leiklist og tónlistartúlkun getur verið skapandi og á að vera það. Oft verða skörp mörk milli lífs og listar að þurrkast út. Til- gangur allra lista er einlægt að meira eða minna leyti fólginn því að yfirvinna sjálfa sig, að vera líf, listrænt líf. Þroskaður leikur er ekki sízt fólginn í því að leika ekki. Það eru helzt við' vaningar, sem leika ákaft og geist Það, sem á veltur í leik er lífs- gildi og listform, lögmál og vinna, það er persónuleg trú leik arans á sannleiksgildi þess, sem I listarinnar hér hefur staðizt sitt Vl n M V, A n 'X V /\Mn .—. —\ ■ ■ I . 1 C a ■■ !■ ,*■ n ■ "X t, /, — un A T — —■ 1 J hann er að gera, persóaulegur máttur hans til að móta það úr hlutverki sínu, sem hann fann innra með sjálfum sér, eða mátt- ur hans til að ganga úr sinni eigin persónu og í aðra. Mönnum hættir til að gera gæl ur við afvegaleidda og uppskrúf- aða list, sálsjúkar flækjur og sið rænt óeðli og þjóðfélagsleigt nið- urrif á ýmsu, sem annars er heil brigt og gróandi. Auðvitað getur hagur listamaður notað list til gaignrýni og sálgreiningar, hvatn ingar og uppreisnar. En í innsta eðli sínu er listin ekki kúbein til niðurbrots, ekki boxhanzki til að berja niður náungann, og ekki búktal til að blekkja. Það er auð- velt að segja það, sem neikvætt e^, en erfiðara að gera það já- kvæða. Ég veit mætavel, að okk- ur hefur stundum mistekizt og missýnzt í Þjóðléikhúsinu, það er hversdagslegur sannleikur í öll- um leikhúsum. Ég hef líka stund- um farið með erlendum öndvegis- mönnum, gestum okkar um Þjóð- leikhúsið, og einu sinni til daem' is með Jean Paul Sartre. Ég veit því, að húsið og umhverfi leik- próf, en húsið þarf samt að halda áfram að staðfesta igildi sitt og sinna nýjum kröfum. Ég veit líka, þrátt fyrir allt, að aldrei hefur í þessu landi verið leikið eins mikið og eins oft á jafn- skömmum tíma eins og á sviði Þjóðleikhússins, aldrei leikið fyr- ir eins mörgu fólki, og upp og of- an aldrei betur eða vandvirknis- legar. Og aldrei fyrr en í Þjóð- leikhúsinu höfðu leikarar öðlazt þau lista Oig vinnuskilyrði og þá þjóðfélagsstöðu, sem þeim ber og þeir hafa nú. Þetta er aðeins sagt til þess að slá fram fastri einfaldri staðreynd, ég get eins vel gert það og hver annar. Aðrir getá svo sagt sitt og á því er enginn hörgull að menn noti sér sjálf- sagt málfrelsi sitt um Þjóðleik- húsið. Ég met mikils marga þá leiklist, sem fram fer hér utan Þjóðleikhússins g árna henni alls góðs, en hér í kvöld er Þjóðleik- húsið og þess nýja leiksvið hjarta okkar næst. Þessvegna eruð þið öll velkomin til þess að vera með okkur í voninni, viðleitninni og vinnunni og í gleðinni yfir góðri list, sem hér á að fara fram. »•» «<ió».»í* r»****Yw» ........»».. .mwwiwií, *wr«<M«rí HERLENDIS er oft rætt um nauðsyn erlends fjármagns við uppbyggingu iðnaðar og þau skilyrði, sem erlendir fjár- magnseigendur verði að upp- fylla og þau kjör, sem þeir verði að hlýta. Eru menn gjarnan kröfuharðir í þessum efnum og ganga að mestu ein- hliða út frá því sjónarmiði, að faii »tt tnsjáiitáaw .wsaæúláaog, t.i«t irlaaáe ftatt vish tsfe»r>6ie* fRM- ' VartaSJa b»t «ur Ui XxlsaA sn gaviútroai í. M* bi« m »»áí CrSUsJ $#r a,t«.ihi3ua. 'ifill émUi úi« "»9V4 «.-«! rúfcretl <ú>r itr.utf fcvií*sdea íúní tíftero S»*«arara4át,^aig, , s , Í.JKir flie »!<•*> aaf tea Tlngtmtm* nS#aasrl**aan. iB»a tléhs r-tr 'mvKm&nxa.. ******* áiu ðlínarfrailfii’: 20 Jatea. 4. Sió íeaiaVt*-. iia tönföhr ven ftofc- JSa.ief#5sril»iiMi »0*1* ttaaoittnær,, rni von irt WmS hr-i'pmtvlltm Mmm mdU Vti prU-mna ócr mapfrltk oaft XrJU.-íi «in rCt fon<au storXtcr j Leita eftir erl. fjármagni stóru flugvélanna og flutning þeirra á Keflavíkurflugvöll. Hafa Loftleiðamenn verið með bollaleggingar um hvort og hvernig megi hagnýta hann cig er umsóknin um leyfi til að byjlja afgreiðslu- og gistihús þar í sambandi við það. En nú á næstunni munu Loft- leiðir opna farþegaafigreiðslu í nýja Loftleiðahúsinu á Reykja- víkurflugvelli til afnota vegna flutninga farþega suður á Keflavíkurflugvöll. erlendum fjármagnseigendum sé það mikið kappsmál að festa fé sitt í framkvæmdum hérlendis og eigi í fá önnur hús að venda. I heiminum er þó mikið kapphlaup milli þjóða um er- lent fjármagn og bjóða þær fjármagnseigendum mikil kostakjör. Sumar þjóðir,- eins og t.d. Norðmenn, sendu sér- stakan sendimann um heim- inn til þess að reyna að draga að fjármagn. Það var enginn minni en Tryggve Lie, fyrr- verandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Þegar Diosdado Macapagal, forseti Filips- eyja, var í heimsókn í Banda- ríkjunum fyrir skömmu, þá beindi hann aðallega orðum sínum til fjármagnseigenda og hvatti þá til þess að festa fé sitt á Filipseyjum. Margar þjóðir hafa sett sérstaka lög- gjöf til þess að tryggja rétt fjármagnseigendanna, þar er minna rætt um að tryggja hagsmuni viðkomandi lands, enda þykir það auðsýnt, að ríkisstjórn eigi að hafa í fullu tré við fjármagnseigandann, sem stendur höllum fæti í við skiptum sínum við yfirvöld þess lands, sem hann festir fé sitt í. Nýlega rak á fjörur Mbl. auglýsing úr þýzka blaðinu Industrikurier, sem þar birt- ist 3. okt. sl. Auglýsingin var frá iðnþróunaryfirvöldunum í Dublin á írlandi. Auglýsingin talar sjálf sínu máli og var á þessa leið: Um frland í frlandi Háttvirtu herrar! írland er eitt minnsta land Norður-Evrópu og þar er mikið umframframboð á góð- um vinnukrafti og hafa marg- ir tæknilega þjálfun. írska ríkisstjórnin hefur því ákveðið að veita þýzku framtaki töluverð hlunnindi við landnám í írskum iðnaði. 1. Ríkisstjórnin tekur að sér greiðslu allt að % hluta kostnaðar við lóðir, verk- smiðjuhús og vélar. 2. Ríkisstjórnin veitir algjört skattfrelsi á tekjum af út- flutningi til ársins 1974 og afslátt á skatti næstu 5 ár á eftir. 3. Fyrir fyrirtæki, sem verða mundu á iðnaðarsvæðinu við Shannonflugvöllinn og mundu flytja vörur sínar út með flugvélum, verður skattfrelsið í 20 ár. 4. Ríkisstjórnin veitir toll- frelsi á innfluttum hráefn- um, hálffraihleiddum vör- um og vélum. Á útflutningi á vörum fram leiddum í írlandi til Bretlands og samveldislandanna, er for- gangstollum aflétt. Milli Sambandslýðveldisins Þýzkalands og Irlands or nú gildandi samningur um tví- sköttun. Virðingarfyllst o. s. frv. Síðan er auglýsingin undir- rituð og mönnum bent á að afla sér frekari upplýsinga hjá fulltrúa iðnþróunar í ífska sendiráðinu í Bad Godes berg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.