Morgunblaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIB 3 Föstudagur 13. nóv. 1964 Olympíu- mótið í FYRSTTJ umferð í úrslitakeppn inni í A-riðli uxðu úrslit þessi: USSR 3 —ísrael 1 Búlgaría 3 — Ungverjal. 1 USA 2 — V-Þýzkaland 2 Júgóslavía 2% — Holland 1% Rúmenía 3 — Argentía 1 Kanada 2 — Spánn 2 Póliand 2 — Tékkóslóvakía 2 C-HðilL ísland 2% — Frakkland 1% Finnland 3 — írland 0+1 bið Venezúela 3 Vz — íran Vz Indland 3 — Monaco 1 Kólum'bía IVz — Porto Rico 1% Sviss 3 — Tyrkland 1 Grikkland 2 — Mexco 2 < Úrslit á einstökum borðum hjá íslandi og Frakklandi: Björn Þorsteinsson 1 — Mazzoni 0 Trausti Björns Vz—Bergrasser Vz Jónas Þorv. — Noradounghian 0 Magnús Sólmundars. 0 — Zinserl í annarri umferð urðu úrslit þessi í C-riðli: ísland vann írland 4—0 Frakkland vann Monaco 3—1 Sviss vann Grikkland 4—0 Tyrkland v. Puerto Rico 2Vz—1% Columbia vann Indland 3—1 Venezúela vann Monaco 3—1 BHBMHnniMMHK Séð eftir 700 metra kafla Austurvegar, sem malbikaður var. Malbíkun á Selfossi EINS og skýrt hefir verið frá í Morgunblaðinu, hafa að und anförnu staðið yfir miklar vegaframkvæmdir á Selfossi. Skipt var um jarðveg á 700 metra kafla Austurvegar og hann malbikaður nú í sept- ember. Mun ráðgert að haida áfram malbikun Austurvegar í vor, en framkvæmdum mun loki'ð á þessu ári. Morgunblaðið hringdi í gær til Sigurðar Inga Sigurðsson- ar. oddvita á Selifossi. Skýrði hann frá framkvæmdunum. Á Austurvegi var malbikaður 700 metra kafli, með 15 metra breiðri akbraut. Mal- bikslagið er € sentimetrar á þykkt, en ætlunin er að bæta fjögurra sentimetra lagi ofan á í vor. Þá voru malbikuð vegamótin austan Ölfusárbrú- ar, 70 metra kafli upp eftir Eyrarvegi og 200 metra kafli af Selfossvegi út að kirkjunni. Til malbikunarinnar voru fenignar vélar og vinnuiflokk- ur frá Reykjavíkurborg. Sig- urður kva'ð verkið hefði tekið 3 daiga ef veður hefði ekki verið óhagstætt, en 5 dagar fóru í malbikunina. 1400 til 1500 tonn af löguðu malbiki voru flutt austur til gatnagerð arinnar. Sigurður sagði, að akbraut- ir allar væru greiddar af rík- isfé, en gangstéttir og leiðslur af hreppnum. Hann kvað 1.8 milljónum króna hafa verið varið til vegaframikvæmda á fjárhagsáætlun hreppsins árið 1964. Sýning og leiðbeiningar um hvað hægt er að gera með saumavél FRK. GUTARP frá Husquvarna verksmiðjunum í Svíþjóð dveiur hér á landi í viku í þeim erind- um að sýna og leiðbeina um með- ferð Husquvarna saumavéla í húsakynnum umboðsins, Gunnar Ásgeirsson h.f. við Suðurlands- braut ásamt þeim Erlu Ásgeirs- dóttur og Önnu Kristjánsdóttur. Miðvikudagur og fimmtudagur eru ætlaðir handavinnukennur- um í skólum og nemendum handavinnukennnaraskólans, en á föstudag og laugardag getur hver sem er komið og verður þá sýnd meðferð vélanna og kennt að sauma á þær eftir þvi sem hægt verður á svo skömmum tíma. Frk. Gutarp hefur komið fyrir smásýningu á hlutum sem saum- aðir hafa verið, til að gefa hug- mynd um hvað hægt er að gera með góðri saumavél. Eru þar margir skemmtileigir hlutir, barnaföt með útsaumi, en hún segir að skv. rannsókn sem gerð var í Svíiþjóð, aukizt áhugi kvenna á að sauma heima eftir því sem meira úrval sé í búðun- um og fleiri fyrirmyndir. Þarna eru líka smágjafahlutir, sem lagin kona getur saumað í snar- heitum til gjafa, uppstoppuð dýr, sérvéttur, pottalappar o.fl. Kvaðst frk. Gutrap sjálf oft búa til á einni kvöldstund 6 mis- litar sérvéttur, ef hanni liggur á smá gjöf. Þarna á sýningunni eru líka sýnishorn af annarri framleiðslu Husquvarna, sem sendir frá sér eldavélar, elda- vélasamstæður, og ýmis raf- magnstæki, svo sem steikarraf- magnspönnu, sem hægt er að hafa á borðstofuborðinu og steikja jafnóðum eða halda mat heitum. Husquvarna Yapenfabrik, eins og verksmiðjan heitir, er nú um 300 ára gömul qg hefur fram- leitt saumavélar í tæp 100 ár og eru það nú stærstu sauma- vélaframleiðendur í Evrópu. Fyrir seinni heimsstyrjöldina voru almennt notaðar venjulegar fótstignar eða handsnúnar saumavélar, en eftir stríð komu fljótlega á markaðinn vélar, sem ’höfðu byggt inn ýmsar gerðir af mynstursaum og má nú sauma ólíkusbu mynstur á þessar vélar, stoppa í og fleira oig er nýjasta gerðin svo einföld að barn getur Útsaumuð bamafot og skcmmtil egar smágjafir, sem unnin eru í fljótheitum á saumavéL _ ........... IJngfrú 1 BretSand ( sígraði London, 12. nóv. — AP. | I í KVÖLD fóru frani úrslit | I í fegurðarkeppninni „Miss i I World“ — hér í borg. Titil- i | inn hlaut ungfrú Bretland, i | Ann Sidney, tvítug hár- | i greiðslustúlka. í öðru sæti ; | varð ungfrú Argentína, Maria i | Soria, í þriðja sæti ungfrú i i Kina (Formósa) Linda Swin, i i í fjórða sæti ungfrú Brazilía, i i Maria Isabel De Avellar 5 i Elcas og í fimmta sæti ung- | i frú Nýja Sjáland, Lyndal i i Cruickshank. = íslenzki þátttakandinn í i i keppninni var Rósa Einars- i | tir, 19 ára gömul. = Fyrsta síldin PATREKSFIRÐI, 12. -nóv. — Hingað var að koma fyrsta sí'ld- in á árinu. Það var Helga Guð- mundsdóttir, sem kom með hana. Hún hafði 800 tunnur, sem veiðzt höfðu undan Jökli. Er mikil á- nægja með að Helga Gúðmunds- dóttir s'kuli ætla að leggja upp hér, en þetta er heimaskip hér á Patreksfirði og eitt af hæstu aflaskipunum á síldveiðunum við Norðausturland. — Trausti. Frk. Gutarp við saumavélina saumað á hana. Það fengu biaða- mennirnir að reyna, er þeir komu í kennslu- og sýningarsal- inn, og janfvel karlmennirnir settust við saumavélar ag bród- eruðu. Frk. Gutarp benti fréttamanni Mbl. sérstaklega á saum, sem er með þrígerðu spori, þannig að teygja má á sporinu og er það notali á teygjanleg efni. Sagði hún að svokölluð „elastisk" efni ryddu sér stöðugt meira til rúms, og væri talið að árið 1968 yrði 75% af fataefnum teygjanleg. Því væri nauðsynleigt að geta saumað þau með spori sem gefur eftir. Sænski leiðbeinandinn mun sérstaklega leiðbeina handa- vinnukennurum fyrstu tvo dag- ana, en skólar bæði hérlendis og erlendis hafa tekið nýtízku saumavélar í notkun, og kenna auk venjulegs saums að Zik- zakka og stoppa í flíkur. Auk þess verður hverjum sem er leið- beint á föstudag og laugardag. SIAKSniNAR New York Times birtir sl. þriðjudag forystugrein, þar senr það gagnrýnir þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hætta f^árframlögum til tækniaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Segir blað- ið, að þessi ákvörðun hafi vakið hinn mesta ugg innan heimssam- takanna. Háttsettur maður innan samtaka Sameinuðu þjóðanna hafi líkt þessari ákvörðun við það, að sprengja hafi sprungið innan samtákanna. Sú sprenging muni verða ennþá örlagaríkari, ef Bandaríkin framfylgi þeirri aðvörun sinni að draga stórlega úr öðrum fjárhagslegum fram- lögum til Sameinuðu þjóðanna. New York Times "segir síðan: „Niðurskurður fjárframlaga til tækniaðstoðarinnar er óhyggileg vegna þess að hún bitnar ekki á Rússum, sem Bandaríkin vilja hegna fyrir það að neita að borga framlög sín til Sameinuðu þjóðanna og friðargæzlu þeirra. Það eru hinar vanþróuðu þjóðir og hinar fátæku, sem þurfa á aðstoðinni að halda, sem þessi ráðstöfun bitnar á.“ Skólasjónvarp Sigurður Jónasson, fyrrver- andi forstjóri, flutti nýlega út-. varpserindi, þar sem hann ræddi m.a. um íslenzkt sjónvarp. Lagði hann áherzlu á hagnýtingu þess í þágu skóla og fræðslumála. Komst hann m.a. þannig að orði: „Nú þegar hefur verið hafinn allmikill undirbúningur að stofn- un íslenzks sjónvarps, þótt varla megi segja að það hafi þegar beinlínis verið stofnað." Sam- kvæmt útreikningum sérfræð- inga virðist allgott útlit fyrir, að stofnkostnaður ríkissjónvarps, sem byggt verði upp á 5—7 ár- um, þurfi ekki að verða hærri en 180 millj. kr., og geti það sjónvarp þá náð til allra lands- manna. Virðist hér á landi að ýmsu leyti vera betri aðstæður til þess að ná til hlustenda um allt landið en t.d. í Noregi. Hefur Landssími íslands fengið mjög verðmæta reynslu í þessum efn- um, sem sjónvarpið getur vænt- anlega byggt mikið á. Árlegur rekstrarkostnaður hefur verið áætlaður frá 10,5 millj. kr. 1965 til 40,5 millj. kr. 1972, en þá er einnig talinn með kostnaður við fréttadagskrá og ýmislegt sem ekki þyrfti að kosta til, ef ein- göngu væri um fræðslusjónvarp að ræða.“ Eingöngu fræðslu- sjónvarp Síðar í erindinu kemst Sigurð- ur Jónasson að orði á þessa leið: ,ATauðsynlegt er að sjónvarpið verði í fyrstu eingöngu fræðslu- sjónvarp, en þar með er ekki sagt að fræðslan verði eingöngu í sambandi við skólanemendur. Bændum má kenna búskapar- tækni, iðnaðarmönnum iðntækni, og gildir þetta að sjálfsögðu um allar atvinnugreinar. Þá má ekki gleyma konunum, húsmæðra- fræðslu og annað er konur þurfa að læra er auðvelt að kenna í sjónvarpi. Vel rekið fræðslusjón- varp gæti þannig orðið eins kon- ar háskóli almcnnings. fslenzkt fræðslusjónvarp myndi nota mikið íslenzkar fæðslukvikmynd ir og þar með skapa grundvöll fyrir islenzkan kvikmyndaiðnað, sem væntanlega gæti fengið góð- an markað hjá erlendum sjón- varpsstöðvum fyrir vel teknar kvikmyndir af íslenzku landslagi, lífi og þjóðháttum. Sjónvarpið á, eins og ég sagði áður, að vera eingöngu fræðslu- sjónvarp en ekki frétta- eða skemmtisjónvarp, nema að því leyti, sem sýndar yrðu við og við erlcndar og ef til vill inn- lendar fréttakvikmyndir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.