Morgunblaðið - 13.11.1964, Side 19

Morgunblaðið - 13.11.1964, Side 19
Föstudagur 13. nóv. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 19 UM BÆKUR Að vera nær dauða af trega Jóhannes úr Kötlum: Tregaslagur. Heimskringla 11 1964. JÓHANNES úr Kötlum gerði merkilega tilraun til að endur- nýja ljóðíorm sitt með bók- inni Sjödaegru, sem út kom árið 1955. Jóhannes var þá lengi bú- inn að sigla undir fölsku flaggi: dulnefninu Anonymus, og voru nfkvæmi þessa óþekkta höfundar birt í Tímariti Máls og menn- ingar. Jóhannes úr Kötlum hefur lengi verið höfuðskáld kommún- ismans á íslandi, maðurinn sem óskaði þess að „Sovét-ísland, óskalandið“, kæmi sem fyrst. Þá voru aðrir tímar oig skáldin vígreifari en nú tíðkast. Jóhann- es úr Kötlum aflaði sér margra aðdáenda í röðum flokksbræðra sinna. Þeir dáðu hann eins ékaft og hann sjálfur elskaði „son skóarans". Löng ádeilu- kvæði og baráttusöngvar eftir Jóhannes þöktu síðurnar í Rauð- um pennum, og ljóðabækur hans þóttu jafn nauðsynlegar íslenzk- um kommúnistaheimilum og Biblían hermönnum Krists. Kannski hafa það verið saman- tekin ráð til að styiggja ekki baráttufélagana og gömlu aðdá- endurna sem ollu því að Jóhann- es kaus að dvelja í þoku gerfi- nafns um sinn, og víst var skáld- inu vorkunn, því það er kunn- ara en frá þurfi að segja að allar nýjungar í bókmenntum og list- um hafa átt sér vísa fjandmenn í röðum þeirra sem telja sig róttæka í þjóðfélagsskoðunum, og eru bannfærðar í sæluríki kommúnismans. Sjödægra kom út merkt Jó- ha'nnesi úr Kötlum, en með ljóð — Minning Framh. af bls. 18 Ólafur og Þuríður báru ekki sorg sína á veg út. Þréttán börn lifa föður sinn, öll uppkomin, mynd arl^gt og duglegt fólk. Flest eru þau búin að stofna sín eigin heim ifli og vegnar vel, enda tengda- börnin sérstaklega góð og mynd- arleg. Eitt var eftirbreytilegt við þessa stóru fjölskyldu í Knarrar nesi. Það var hið nána samstarf við foreldrana, þó börnin væru flutt að heiman. Þegar þreyta Oig lúi fóru -að gera þessum hjónum erfið heimilisverkin komu börn- in og tengdabörnin heim og unnu allt sem þau máttu, með svo glöðu geði, elsku og umhyggju að betur verður ekki hægt að launa foreldrum sínum. Kæru börn og tengdabörn, þetta er mikill heiður, allt ykk- ar fórnfúsa starf. Þegar nú vinur minn Ólafur Pétursson hefur lokið jarðvist sinni síðastur systkina sinna, er margs að minnast eftir 58 ára kynningu. Margt hefur á daga okkar drifið. Það var gaman að tala við Ólaf, þegar tómstund gafst tifl þess, talað var um daginn og veginn. Ólafur gerði miklar kröfur til sín og að vonum nokkr ar kröfur tii samferðamanna sinna. Gat hann þá orðið dálítið hvass, hélt vel á sínu máli, en imeð afbrigðum hreins'kilinn. Eins fljótur til sátta og manna glaðast ur þegar búið var að jafna ágrein inginn ef einhver var. Ólafur var mikill drengskaparmaður og vildi öllum vefl. . Blessuð sé minning hans. Stefán Árnason. um Anonymusar, og þessi bók var ekki eimmgis athyglisverð leit þroskaðs skálds að nýjum leiðum, heldur voru í henni snjöll og skemmtileg kvæði. Svipur bókarinnar allur kom á óvart, og hún stafaði frá sér mannlegri hlýju. Ég er viss um að Sjödægra hefur haft drjúga þýðingu fyrir íslenzkan nútímaskáldskap, og þess er vert að minnast að Jó- hannes úr Kötlum hefur alltaf verið hliðhollur ungum skáldum, og oft þegar mest á reyndi. Jóhannes úr Kötlum hóf skáld- feril sinn sem rómantískt sveita- skáld og smáblómadýrkandi, og^ þessar tilfinningar hafa alltaf' verið ríkar í honum. Þær ganga aftur í bók eftir bók þrátt fyrir baráttuviljann, á einkar geð- felldan hátt 1 Sjödaagru, en stundum hefur Jóhannes gengið of langt í ljúfleika að mínu viti. Nú er komin á markaðinn ný ljóðabók eftir Jóhannes úr Kötl- um, og er þetta óvenju umfangs- mikil ljóðabók miðað við það sem algengast er nú: 143 blað- síðoir í þremur hlutum. Ekki er langt síðan Jóhannes sendi frá sér Óljóð, og þótti mörgum óljóð í fleiri en einum skilninigi. En það er ekki nýtt fyrirbrigði að skáld séu íljót að yrkja, og það er ekki heldur ný bóla að skáld vægi sjálfum sér, haldi að allt sem þau berji saman eða prjóni sé gallalaus vara. Að þessu sinni hefur Jóhannes úr Kötlum fallið í gildru. Trega- slagur er mjög veigalítil bók, þótt á stöku stað megi finna í henni viðkunnanleiga strengi, og stundum verði vart við þann karlmennskuþrótt sem ein- kennt hefur Jóhanns, og fengið margar hrifnæmar sálir til að glúpna. Ég skal reyna að rökstyðja mál mitt nánar. Tregaslagur hefst á ljóði sem nefnist „Bernska“, og er það í ætt við ýmsar rímæfingar Jó- hannesar frá fyrri tíð: Dýrleg með djásn við fót döiggvaðra stráa vappar um vorsins land vinan mín smáa. Allt er gott allt er nýtt ólgandi af lífi: er sem hvert andartak iði og svífi. Afllt er ljóðið lýsing á þeim undrum sem náttúran færir okk- ur, og mörgum mun eflaust finnast haglega að orði komist. En ljóðið hefur ekkert annað sér til málsbóta. Það eru til svo mörg ljóð sem líkjast þessu, (einkum eftir Jóhannes sjálfan) og hér er svo skammt sótt fanga, að það hlýtur að teljast þreytu- merki á reyndum skáldum að fást^ við slíkt: upptalningar á náttúrufyrirbærum, og segja manni floks í fréttum að „veður mörg/vorlandið sverfa", og „óttinn loks/undrum lífs/eyðir í /hljóði“. Eða lítum á hið dæmafáa kvæði um Viðey, sem hefur sáralítið framyfir margtuggnar umkvartanir hvað varðar hirðu leysi stjórnarvaldanna gaignvart þessari sögufrægu eyju. Hag mælska í meðallagi: „Öllum öðrum fremri/eyjan þótti sú og síðan er botninn sleginn í tunnuna með þeirri tilgátu að ljóðaþjóðin sé kannski dáin þar. Desandinn hefur rétt á að spyrja fáviskuspurninga: Hvað á skáld- ið við með ljóðaþjóð? Eru það kannski íslendingar? Eru- þeir dauðir eða kunna þeir ekki að meta ljóð lenigur? „Urðarmáni" nefnist eitt kvæð- ið, og fjallar um blóðlausa vofu sem heldur heim úr hildarleik. Ljóðið er aðeins daufur endur ómur frá Karin Boye, sænskri skáldkonu sem kunni vel að yrkja um ósigur lífsins. Jóhannes virðist hafa tekið ástfóstri við goðsagnarefni, og er að þvi leyti skyldur nokkrum íslenzkum skáldum sem um þessar mundir fást við að lesa eða rifja upp Eddurnar með misjöfnum árangrL Kvæðið „Yggdrasill", sem byggir á Völur spá, þykir mér ekki bæta neinu við þau kynni sem ég hef haft af hinu forna kvæði, þótt Jóhannes hafi vafalaust nútímann í huga í kvæði sinu. Völuspá er eins mikili nútíihaskáldskapur og þetta kvæði Jóhannesar, ef ekki meiri. Það er ekki um neina endurnýjun á fornum sannindum að ræða í kvæðinu „Yggdrasill“, þótt það sé laglega gert. í öðrum hluta bókarinnar sem nefnist: „Talað við sjálfan sig“, eru mörg frændsystkin Sjödægru á stjái: Ég bíð hinna nýju manna ég hef beðið þeirra lengi og hér eru líka ungar stúlkur sem vonast eftir þeim Hverjir hinir nýju menn eru fáum við ekki að vita, en eftir því sem skáldið tjáir okkur eru þeir miklir ferðamenn. Þegar þeir hafa stokkið af baki við lækinh, og hafa faðmað að sér dætur skáldsins, nýstignar upp úr svölu vatninu, þá mun hið brúna hörund dætra minna glitra sem raf rauð blóm munu spriniga út á vörum þeirra og lófar þeirra og iljar verða að silki og þær munu hvísla: loksins loksins .... Hér er það afllt saman komið á einn stað það sem skáld ættu að forðast, það sem búið er að slefa yfir hundraðmilljón sinn- um: brúnt hörund sem glitrar eins og raf, rauð blóm sem springa út á vörum, lófar og ifljar sem verða að silki, og hvíslið loksins loksins. Af jafn miklu ástríðuleysi og vanahugsun synigur skáldið Jóhannes úr Kötlum um fund karls og konu árið 1964. í þessum hluta bókarinnar er víða áleitinn rabbtónn, hispurs- leysi sem skáldinu á kannski eftir að verða að liði síðar meir, því varla má gera ráð fyrir að Jóhannes úr Kötlum fari að hætta að yrkja, ungur og hraust- ur að sjá. Það er líkt og talað sé til barna: Þegar guð almáttugur reiðist þá blæs hann frá sér heilögum anda svo voða voða snöggt að allt hýalínið sópast af aumingja blessuðum litlu fuglunum Ég felli mig ágætlega við þennan tón hjá Jóhannesi þegar liann er ekki of þaninn eins og í „Lítið skáld“. „Enn heldurðu þig við jörðina/ og það er kannski bezt“, segir í „Blóðberg". Og náttúruunnand- inn Jóhannes, segir við hinn slynga sláttumann: Þá segi ég: æ lof mér að lifa fram á vorið segi ég bara ofurlítið fram á vorið því þá koma þessi bláu litlu blóm þú veizt sem glöddu miig svo mikið í vor eð leið og hvernig get ég dáið án þess að fá að sjá þau einu sinni enn bara einu sinni enn? Það er auðvelt að finna til samkenndar með skáldi sem yrkir af svona einlægni og ein- faldleika, en aftur á móti erfiðar að skilja þá fyndni sem ljóðin „Smásaga um ástina" og „Tungl- skinsnótt“ eiga að miðla „hrefck- lausum lesendum". En kankvís- ina í ljóðinu ,,Ilmur“, ættu allir að geta tileinkað sér. Þriðja og síðasta hluta bókar- innar hefur Jóhannes gefið nafn- ið: ,Stef úr glataðri bók“. Þetta eru hefðbundin Ijóð, að nokkru leyti tengd minningu látins vinar skáldsins. En þótt Jó- hannes beri sig borginmannlega eins og hans er vandi, læðast þó að honurn áleitnar spurninigar ■um tilvist mannins, og ávöxtur þeirra spurninga er m.a. kvæðið „Maður hver“, sem ég birti hér í heild: Maður hver er mold hljóðlega flýgur nú hrafn yfir skóga sáran þýtur í sefi hnígur senn vort hold maðkarnir náflgast á báða bóga eina vonin er efL Skáld er skammlíft mjög orð þess sem gári á öreyðu þagnar tærist og deyr af trega leysast upp vor lög reynt er á þol hverrar einustu agnar ferst hið forgengilega. „Skáld er skammlíft mjög“, og „eina vonin er efi“, segir hið fyrrverandi baráttuskáld. Það er ekki títt að álíka harmatölur berist frá Jóhannesi úr Kötlum. Ef til vifll er hann orðinn mæð- inn, járnið farið að deflgna. En mér finnst gæta full mikils lítil- lætis þegar hann kveður í lok bókarinnar: Af hjartans lyst ég heiflar bækur kvað en vinur kær ég vildi að sérhvert blað í felur væri fokið Við skulum fara verlega í að trúa því að þetta sé álit skálds- ins. En það breytir ekki þeim bláköldu sannindum að í þetta skipti hefur Jóhannes úr Kötlum sent frá sér fl>ók, sem er meira en helmingi of þykk. Jóhann Hjálmarsson. Theodór S. Gcorgsson málflutningsskrifstofa Hverfisgötu 42, in. hæð. Sími 17270. IET/URI - HITABLASARI - ÞIJRRKARI Fyrir: fokheldar nýbyggingar þurrkun bátalesta upphitun á vinnustað verndun gegn frosti GISLI HALLDORSSOIM Hafnarstræti 8. — Sími 17800.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.