Morgunblaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐI0 i Fðstudagur 13. nóv. 1964 r JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni V.. u Þau sátu þarna í marga klukku tíma, hjöluðu og gaeldu hvort við annað, og klukkan var yfir tvö þegar Gail laumaðist inn í mat- söluhúsið. Hún var þreytt, bæði andlega og líkamlega, en þó í sjöunda himnj. Hún reyndi að komast í rúmið án þess að Mildr ed yrði vör við það, en það tókst ekki. Mildred leit á klukkuna. — Þú ert seint á ferli, muldraði hún syfjulega. — Hvar í ósköpunum hefurðu haldið þig, allan þenn- an tíma? — Fyrst var ég í kokkteilboði, og síðan fórum við og borðuð um miðdegisverð í Repulse Bay. — Þið hafið þá verið lengi að borða, sagði Mildred og hló hæðn islega. Svo sneri hún sér til veggjar og sofnaði. Þetta atvik varð til þess að spillu sælutilfinningunni, 6em hafði verið í Gail. Henni var ó- mögulegt að sofna. Hún gat ekki annað en hugsað og hugsað um það, sem hún hafði upplifað. Hugsanir hennar snerust fyrst og fremst um Wong, sem sagði Jienni að hann hefði þekkt föður hennar. Hún varð að hitta hann aftur o’g fá upplýsingar hjá hon- um. Þekisti hann manninn, sem hafði svikið föður hennar. Eða ímyndaði hún sér þetta? Svo hugsaði hún til Bretts, og hve sæl hún hafði verið hjá honum. Hugsaði til kossanna hans. Og loks sofnaði hún með bros á vör unum. Gail vaknaði snögglega og fann ósjálfrátt að eitthvað var að. Hún leit á vekjaraklukkuna á náttborðinu, og sá sér til skelf ingar að klukkan var orðin yfir tíu. Hún átti að vera komin í vinnuna fyrir meira en klukku tíma. Hún hafði sofið yfir sig. En hversvegna hafði Mildred ekki vakið hana? Hún hoppaði fram úr rúminu í óðagoti, fékk sér steypu og klæddi sig í flýti. Hún gaf sér ekki tíma til að bíða eftir strætisvagni en náði í leigubíL 20 — Hversvegna vaktir þú mig ekki? spurði hún kínverska strák inn, sem var til snúninga. — Og hversvegna komstu ekki með te eða kaffi? Strákurinn hristi höfuðið og sagði, að hin stúíkan hefði sagt að ekki mætti vekja hana, því að hún hefði farið svo seint að hátta. Grant stóð hálfboginn yfir smá sjánni þegar hún kom inn í rann sóknastofuna. Hann rétti úr sér þegar hann sá hána, og sagði: — Þér komið seint, systir. Hann sagði þetta í svo kald- ranalegum tón, að hún fann að hætta var í uppsiglingu. — Mér þykir þetta ákaflega leitt, læknir, stamaði hún. — Ég svaf yfir mig. Mildred hefði átt að vekja mig. — Jæja, álítið þér það eitt af skylduverkum Mildred, að koma yður á fætur á morgnana? — Vitanlega ekki, sagði hún með ákefð. — En hún hefði nú getað gert mér þann vinargreiða. — Mér skilst að bún hafi gert yður vinargreiða með því að lofa yður að sofa áfram, svaraði Grant — Þér komuð seint heim í nótt, sagði hún, —, og lituð ekkái vel út, eins og hún komst að orðL Hún hélt að þér væruð ef til vill veik og þessvegna væri réttast að lofa yður að sofa á- fram. Það var auðséð á augunum í hennL að nú fór að síga í hana. — Ég get ekki sag't annað en að mér þykir þetta mjög leitt. — Þér hafið þá enga afsökun? — NeL það hef ég ekkL Þau horfðust í augu. Hans voru hörð og ávítandi, hennar þrá. Loks sagði Grant: — Úr því að þér hafið enga afsökun, er ekki meira um þetta að ræða. Við skulum heldur fara að binna Ég skal segja yður í stuttu máli hvað við höfum ver ið að fást í dag — Þakka yður fyrir, læknir, muldraði hún og gekk að langa borðinu sem smásjáin stóð á. Þetta var hræðilegur dagur og hver stund var lengi að líða. Grant var kuldalegur og talaði ekki við hana nema hann mætti til. Hún reyndi að ímynda sér að hún væri heiftarlega reið við hann, en í rauninni var hún að- eins sár. Hin virtist vera róleg og stillt, en í rauninni langaði hana til að hágráta. Bobby, sem þekkti hana vel, skildi hvernig henni leið, og þeg ar Grant fór út úr stofunni kom hann til hennar og studdi hend- inni á öxlina á henni. — Hertu upp hugann, Gail. — Þú veizt hve mikils ég met Grant, en mér fannst hann vera hræði- legur í dag. — Æ, Bobby . . . Nú gat hún ekki varizt grát- inum lengur. Hann lét hana gráta eins og hún vildi og rétti henni gríðarstóran vasaklút. — Mig sárlangar til að gefa MiMred utanundir, sagði hann. — Þetta er allt henni að kenna. Hvað gengur eiginlega að henni. — Ég held að henni sé illa við mig, snökkti Gail. — Gallinn á Mildred er öllu framur sá, að henni líst of vel á Grant, sagði Bobby dræmt. — Áður en þú komst var hún far- in að halda að hún hefði einka- rétt á honum, og að hún þyrfti ekkí annað en rétta upp litla- fingurinn til þess að hann félli í duftið fyrir henni. En þar skjátl asðist henni. Það var auðséð að honum leiddist hve frek hún var, en hann veigraði sér við að segja það upp í opið geðið á henni. Honum var illa við að láta nokkur leiðindi verða út af þessu, og hann vildi ekki særa hana . . . En þurrkaðu þér nú um augun, og þvoðu þér og farðaðu þig, og svo skulum við koma upp og fá okkur hádegis- verð. — Þú ert alltaf svo góður, Bobby, sagði hún og varp önd- inni — hvað ætii að yrði úr mér án þín? — Ég segi þér það satt, að ég kfcmst ekki af án þín, sagði hann og varð alvarlegur. — Þú ert gleðin í tilverunni minnL .og mál tíðirnar okkar saman eru Ijósi depillinn í dægurstritinu. Komdu nú, góða mín, — ég er orðinn banhungraður. Fæðið í mötuneytinu var ágætt og maður gat valið um kínversk an og evrópskan mat. Gail leið miklu skár eftir að hún hafði borðað, hún hafði ekki gefið sér tíma til að fá sér bita um morguninn. z— Það er auðséð að þú hefur átt fjörugt kvöld í gærkvöldi, sagði hann ertandi. — Mildred sagði okkur langa sögu af því hve seint þú hefði komið heim. Mig langaði til að taka fyrir kverkar henni þegar hún lét sem verst. Ég er viss um að Grant leiddist að hlusta á hana líka, en það var ekki hægðarleikur að stöðva hana, og hann gat ekki heldur látið eins og ekkert hefði í skorizt, við þig. — Nei, hann mun ekki hafa getað það, sagði Gail og neðri vörin titraði grunsamlega. — En hann hefði þó getað verið ofur lítið vingjarnlegrL fannst mér. — Nei, hafðu nú afturá, sagði Bobby hlæjandi. — Tímirðu að spilla þessari ágætu hákarls- uggasúpu? Hversvegna getur maður ekki fengið svona mat í Englandi? Gail fann að Bobby var að masa til þess að dreifa huga hennar, en tókst það ekki eins vel og hann hefði óskað. — Heyrðu, Bobby, sagði hún allt í einu. — Ég hitti í kckkteil boðinu í gær mann sem hafði þekkt foreldra mína. Hann heit ir Ernest Wong og er líklega kaupmaður. Hef ég ekki ein- hverntíma sagt þér, að faðir minn var svikinn af einum bezta vini sínum? Hann hindraði að foreldrar mínir gætu flúið, og þau dóu bæði í fangabúðum. Ég finn á mér að sá seki á enn heima í Hong Kong, og nú hef ég tekið í mig, að komast að hver hann er. Það er ekki óhugsandi að þessi Wong geti gefið mér upplýsingar um það, og þess- vegna verð ég að hitta hann aft ur. Vilt þú ekki koma með mér til hans eitthvert kívöldið, Bobby Ég þori varla að fara ein. — Alveg sjálfsagt, sagði hann án þess að hugsa sig um. —• Segðu bara til, þegar þú villt fara. Ég hef alltaf tíma. — Það væri bezt að ég símaði á undan mér og spyrði hvenær hann geti tekið á móti okkur, sagði hún hægt. — En heldurðu að það sé hyggilegt að fara að hreyfa við þessu, sagði hann. — Það er orð ið langt síðan það gerðist. Væri ekki bezt að reyna að gleyma því? — Það er ekki hægt, Bobby, sagði hún. — Þessi maður er valdur að dauða foreldra minna, jafn sekur og hann hefði myrt þau sjálfur. Og svo langt sem ég man aftur í tímann hef ég þráð að fá hefnd. — Hefndin getur orðið hættu legt leikfang, Gail, sagði Bobby alvarlegur/ — Hefndin hefur ó- þægilegt lag á að kastast til baka, eins og boomerang. Það leggst í mig að þú gangir í blindni út í hættu, ef þú ferð að fást við þetta. — Ég skeyti ekkert um hætt- una,_ sagði hún og kastaði höfðL — Ég hef heitið sjálfri mér að gera þetta, en fyrst er að kom ast að hver maðurinn er. Gail símaði til Wongs, sem kvað sér ánægju, að takja á móti henni daginn eftir. Hann lýsti fyrir henni leiðinnL sem hún ætti að fara. Bobby hafði keypt sér lítið notaðan bíl og ók henni heim að húsi Wongs, sem stóð úti á tanga. Þetta var mjög fallegt hús og ljómandi garður í kring. Fuglarnir sungu og blóma ilmurinn var indæll — jasmin, kaprifol og akasia blandað sam an. Rauðar asaleur voru með- fram hvítum húsveggjunum, og það var hugaryndi að ganga gegnum garðinn. Þau voru bein línis hátíðleg þegar þau gengu upp að dyrunum og hringdu bjöllunni. Brosandi þjónn lauk upp, hneigði sig og bauð þau velkomin. Hann fylgdi þeim gegnum stóran forsal og opnaði fyrir þeim skrautlega stofu, en þar var Wong og tók á móti þeim. Hann var afar kurteis, i Blaðburðafólk jóskast til blaðburðar 1 eftirtalin hverfi Bergþórugata Tómasarhagi Hjallavegur Freyjugata Sími 22-4-80 I KALLI KUREKI Teiknari: J. MORA 1. Hver fjárinn. Ég sé ekki eins vel 2. Slepptu hnífnum, gamli minn áð Þú hefur bara ekki tima til þess og áður. ur en ég skýt. drengur minn. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- Iandi, svo og til fjölda ein- staklinga um allau Eyjaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.