Morgunblaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLADIÐ ! Fostudagur 13. nóv. 1964 * m Bréf Vanja frændi i gömlu Iðnó UM þessar mundir standa yfir, á vegum Ueikfélags Eeykjavík- ur, sýningar á einu fremsta leik- húsverki síðustu aldar, Vanja frænda, eftir rússneska skáldið Anton Tsjekhov. Leikritið er þýtt úr frummálinu af Geir Kristjánssyni, rithöfundi. Ég sá Vanja frænda í annað sinn í gærkvöldi í Iðnó, og hafði þó fyrir skömmu séð leikinn í þjóðleikhúsi Breta, stjórnað af meistaranum Olivier, með heims- frægu fólki í hverju hlutverki, og jókst mér sannarlega enn á þessarri mikiu leiksýningu hér, trú á framtíð íslenzkrar leiklist- ar, þó ofurkapp virðist nú lagt á að beina hugum ungs fólks að ófrjórri viðfangsefnum. Að leiks- lokum fann ég glöggt, eins og svo oft áður í þessu gamla, virðulega húsi, hvílíkri þakkarskuld við stöndum í við L. R. og hve gæfa þess hefir, þrátt fyrir erfiðar að- stæður, verið mikil, og margt skapandi manna staðið að baki hins mikla framtaks þess í meira en hálfa öld. Vanja frændi er átakanlegt leikrit, en það skín alls staðar bros gegnum tárin. Hin marg- ræða gamansemi leiksins minnir stundum á íslenzk þjóðkvæði. Fagrar raddir draumsins óma veikt gegnum helkaldan drung- ann. En sögu höfundarins er ekki hægt að segja nema til hálfs á prenti, hún liggur hálf milli lín- anna. Og það verður að hlusta á Tsjekhov með sama hreina hugarfarinu og tónlist Mozarts og Schuberts, en þá reynist líka allt jafnauðskilið hverju barni. Sagan sem hér er sögð af slíkri nærfærni og mannlegri ástúð, að aðeins verður borið saman við hina miklu Vínarsnillinga, er jafn fersk, sönn og nálæg okkur öllum og hún var fyrir meira en hálfri öld austur á steppum Rúss- lands. Enginn fer samur maður heim til sín af fundi þessa gáfaða, en hartleikng og góða fólks. Eitt dæmi um fátækt okkar, þrátt fyrir allt menningarmontið, er hinn raunalegi skortur á reyndum leikstjórum og hljóm- sveitarstjórum. Stöðugt verður að leita til hinna beztu leikara að vinna bæði verkin samtímis, leika stærstu hlutverkin og ann- ast leikstjórn samtímis. Eina huggun okkar, og raunar ekki smá, hve altítt er að þá takist leikstjórn bezt, þegar hún er í höndum aðalleikarans. Og sú góða saga hefir nú endurtekið sig. Leikstjórinn, Gísli Halldórs- son, leikur hér líka aðalhlutverk- ið, Vanja frænda, og af eldlegri andagift, eins og honum er lag- ið. Heiðarlegir, þjálfaðir listnjót- endur kunna vel að meta þá menn, sem leggja sig alla fram, óhræddir að draga ekkert und- an, leggja hverju sinni líf sitt og listamannsheiður að veði, þó það setji listgagnrýnendur títt í slæman vanda. Helgi Skúlason náði mjög góð- um tökum á hlutverki Astrovs læknis. Það hefur þó aldrei þótt heiglum hent að ráða til fulls þessa miklu gátu, en í höndum Helga reyndust hinar mörgu og margskiptu persónur, sem hér er komið fyrir í einum manni, skilj- anlegar og hugstæðar. Og það var reisn yfir heiðursgestinum, Gesti Pálssyni, eins og oft áður. Aðalkvenhlutverkin, og á marg- an hátt erfiðustu, léku þær Helga Bachmann og Briet Héð- insdóttir. Þetta eru meðal allra erfiðustu hlutverka. Helga skil- aði sínu með prýði. Hún þræddi hiklaust hin mjóu einstigi, lék á marga strengi samtímis, grét og hló í senn, sviftist milli kvelj- andi óvissu og æskuhitaðrar ör- yggiskenndar, bældra ástríðna og blossandi lífsgleði, án þess að verða fótaskortur. Briet Héðins- dóttir er tvímælalaust efni í mikla leikkonu, og sýndi hún það glöggt í hlutverki hinnar ógæfu- $ömu Sonju, sem fórnar öllu, sem konu tekur sárast að sjá á bak, jafnvel þó ást hennar sé endurgoldin. Tvær aðrar þýðingarmiklar persónur eru í leiknum, sem stjórnandanum hefir tekizt frá- bærilega vel að láta fylla rúm sitt á þessu heimili æstra til- finninga, Télégin (Karl Sigurðs- son), gamall uppflosnaður óðals- bóndi og gamla fóstran María (Guðrún Stephensen). Þau tvö eru í senn skopleg gömul hús-1 gögn, sem skapa leiksviðinu festu og heild og miðdeplar hinnar kyrrlátu spennu leiksins. Þegar gamla fóstran leiðir hinn stolta gamla uppgjafaprófessor út úr stofunni, eins og lítið þægt barn, skeður eitthvað sem hrópar á samúð og nærgætni. Þetta augna- biilc leiksins var einn af há- púnktum leikstjórnarinnar. Það hlýtur að teljast til stór- viðburða í hvaða vestrænu leik- húsi sem er, þegar ráðist er í að flytja þetta margslungna og vandmeðfarna verk hins göfuga snillings, áður en stjórnandinn og aðalleikarar höfðu séð það á * MENNINGARBÆR KONA ein í Austurbænum hringdi og sagðist hafa setið í strætisvagni inn Miklubraut á dögunum og séð þá stóra stráka vera að príla í strengjunum í hörpu Einars Benediktssonar. Hún var viss um að þeir yrðu ekki lengi að eyðileggja myndastyttuna, ef ekki yrði tekið fyrir slíkt háttalag. Eniginn ætlaðist til þess af konunni, að hún þyti út úr vagninum til þess að taka í pilta^ia, en það er hins vegar siðferðisleg skylda allra veg- farenda að skerast í leikinn, þegar slíkt sem þetta ber fyrir augu úr því að foreldrar eru ekki allir færir um að kenna börnum sínum einföidustu mannasiði. Einn af andstöðumönnum íslendinga í handritamálinu lét þau orð falla í viðtali við Morgunblaðið ekki alls fyrir lömgu, að handritin ættu heima í menningarbæ, ekki Reykja- vík. Vomandi tekst ekki nokkr- um illa uppöidum krökkum að setja ómenningarstimipil á höfuðstaðinn með því að spilla hinu veglega minnismerki þjóð- skáldsins. *- VONANDI EKKI Nú eru þeir farnir að skila aftur togurunum góðu, sem við erum að selja út um allan heim. Sú var tíðin, að Færey- ingar urðu að gera sér að góðu skipin, sem íslendingar voru hættir að nota. Nú er öldin önnur — sem betur fer. Vegna dugnaðar, atorku og ráðdeildar Færeyinga hefur öllu fleygt þar fram á undanförnum árum og í þeirra flota eru nú mörg skip, sem jafnast á við það bezta. Þar getum við samglaðst vinum okkar. En vonandi fáum við ekki gríska fiskiskipaflotann endur- sendan einn góðan veðurdag. ★ ER HÆGT AÐ HUGSA SÉR ÞAÐ BETRA? Og hér kemur bréf frá Bolungarvík — og ég hef marg- ar ástæður til að ætla að bréf- ritari sé ekki eini maðurinn hér á landi, sem ekki er ánægð- ur með póstþjónustuna: „Um nokkurt árabil hef ég verið áskrifandi að einu ágætu bandarísku viku-tknariti, Time. Ritið er prentað í Paris, sent þaðan með flugpósti ti'l Reykja- víkur og er yfirleitt komið til áskrifenda þar eða á blaðsölu- staði á útgáfudegi, sem er föstudagur. í áskrift minni er tekið fram, að ritið verði sent mér- með flugpósti og gildir áskriftin til 3ja ára. Sum tímarit hafa fréttagildi og eru því tímabundin. Meðal þeirra eru t.d. Time og News- week. Önnur blöð og tímarit hafa lítið eða ekkert fréttaigildi, t.d. Readers Digest, Life og Hjemmet. Hin íslenzka yfir- stjórn póstmála gerir samt engan greinarmun hér á. Er mér tjáð, að öll erlend blöð og tímarit séu send áfram frá Reykjavík út um landsbyggð- ina í iand- eða sjópósti. Skiptir þá ekki máli, hvort tímaritið hefur verið sent til landsins í flugpósti. Timarit, sem er að- eins nokkrar klukkustundir á ferð sinni til Reykjavíkur, er því iðulega, a.m.k. að vetrarlagi orðið 7-14 daga gamalt, þegar því er skilað á ákvörðunarstað. Ég hef verið harla óánægður með þessa stjórn póstmála, enda er mér ekki hálf ánægja að lesa Time-ið mitt viku til hálfs- mánaðar gamalt. Ég hef því reynt þá leið fyrsta að tala um fyrir ráðamönnum póstmála. Umdæmisstjóri póstmála á Vestfjörðum lýsti því yfir snemma á s.'l. vori í viðurvist um 30 votta, að hann tryði ekki sögu minni, tryði því ekki að póstþjónustan væri í raun og veru svona slæm. Fáeinum dögum síðar hringdi hann til að láta mig vita, að sagan væri sönn, en kvaðst jafnframt mundu kanna leiðir til úrbóta. í dag, hinn 6. nóvember, hef ég sviði í föðurlandi skáldsins, eins og sá hljómlistarmaður, sem nú hyggst freista að hefja í skáld- hæðir, hér norður við ísröndina, anda Mozarts og Schuberts, tel- ur sig þurfa að hafa gist Vínar- borg, og difið hendi í hina bláu Dóná. Þeir fíngerðu viðkvæmu strengir, sem tengja hversdags- legt strit og armæðu fólksins, þeim undrum, sem mannssálin lumar á, ef öllu er til skila hald- ið, sem Guð gaf, eru þar af öðr- um toga en þeir bláþræðir, sem ömmur okkar spunnu á sína göf- ugu örlagarokka. Andrúmsloft hinna háþróuðu heimsleiklistar- borga, næsta óskylt íslenzkrl hlóðarlykt og römmum daun úr sýrukeri, að því hvoru tveggja ólöstuðu. Það er ilmur fullþrosk- aðra eðalla ávaxta og sólbrenndra vara, þó mannssálin lendi þar og hér í skyldum raunum, og lúti tíðast að lokum í lægra haldi fyrir lífsþyrstu ákalli hjartans. Það væri mikil ógæfa fyrir ís- lenzkt æskufólk ef það fengi ekki tækifæri til að kynnast Vanja frænda og hans dásamlega fólki. R. J. 23000 tunnur frystar og saltað ar hjá H.B. Akranesi, 11. nóvember. TUITUGU og þrjú þúsund tunn ur frystar og saltaðar. Á þe&sari haustvertíð er nú búið að hrað- frysta 14.100 tunnur af sild hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. og búið að salta hjá sama fyrirtæki tæpar 9 þúsund tunnur. þó ekki enn fengið blaðið, sera ég veit að kom til Reykjavíkur hinn 29. eða 30. október s.l. Á sama tíma hefur verið flogið 6 s' til ísafjarðar oig 3svar sir. i Bolungarvíkur. Ekki er von úti, því að Esjan mi i á vesturleið í hring- ferð og Særún lestar í dag stykkjavörur í Reykjavík. Ég hef rætt við einn helzta fulltrúa póstmála í Reykjavík, gamlan kunningja. Hann reynir að gera mér Ijóst, að til þess að hin íslenzka póstþjónusta gæti sent blaðið mitt með flugi frá Reykjavík til Bolungarvík- ur.þyrfti milliríkjasamning við Frakkland. í Time hef ég lesið að De Gaulle sé valdamaður. En ekki grunaði mig fyrr, hversu langt völd hans teygðu sig, og þar sem &g hef hvorki til landsins komið eða skil frönsku að gagni, þá hef ég ekki enn getað spurt hann un» álit hans á slíkum samningi. Nú fer vetur í hönd. Akvegir til Vestfjarða eru að lokast og flugvélar fljúiga á hverjum degi og stundum fleiri en ein á dag. Það er að mörgu fundið hjá Pósti og Sima, því sem míður fer, og oft með réttu. Hins er sjaldnar getið sem betur er gert. En sér að skaðlitlu sýnist mér sem póstmálastjórnin hljóti að geta — oig jafnvel bera skylda til — að bæta úr þessu smáatriði, sem ég hef hér gert að umtalsefni. ( Bol víkingur", | j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.