Morgunblaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ i Föstudagur 13. nðv. 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 X lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VER SKIPULEGGJUM ÍTm langt árabil bjuggu ís- lendingar við víðtækt haftakerfi. Þá voru það stjórn arherrar, sem sögðu til um hvað gera mætti og hvað ekki. Innflutningur var háð- ur leyfisveitingum, vörur voru skammtaðar og enginn mátti reisa svo mikið sem girðingarspotta án þess að fá til þess leyfi einhverrar nefndarinnar, en ef út af bar var hann dæmdur afbrota- maður. Þetta kerfi hefur nú verið upprætt, og afnám þess er réttnefnt viðreisn. Þeir menn voru orcjnir fáir, sem mæltu þessu kerfi bót, enda hefðu þeir stjórnmála- menn ekki hlotið mikið fylgi, sem talið hefðu aðalatriðið að viðhalda slíkum hætti í við- skiptum og framkvæmdum. En þó er það svo, að forysta Framsóknarflokksins er nú tekin að boða það, að þetta kerfi eigi að endurreisa. Málgagn Framsóknarflokks ins segir, að fjárfestingarmál- in „einkennist af öngþveiti og skipulagsleysi“. Mörg orð eru höfð um það að keppzt sé um framkvæmdir, „sem vel mega bíða“ og loks fjöl- yrt um „stærstu skrifstofu- hallir“. Frjálsræðið í byggingarmál um er þannig beinlínis for- dæmt af Framsóknarforingj- unum og það boðað umbúða- laust að taka eigi upp ný fjárfestingarhöft, að aftur eigi herskari manna að setjast að á opinberri skömmtunar- skrifstofu, sem gefi fyrirmæli um það hverjir megi byggja og hvað megi byggja og hvernig. Sjálfsagt yrði svo samræmi haft í hlutunum og á ný tekin upp innflutningshöft, því að ekki mundi þykja vitmeira að sólunda gjaldeyri en innlendu fjármagni til byggingarfram- kvæmda. Þá yrði t.d. séð um það, að almúginn væri ekki að eyða fjármunum þjóðar- innar í bílakaup og annan óþarfa. Þeir einir fengju að flytja inn bíla, sem hefðu til þess unnið með pólitískri tryggð o.s.frv. Það er þetta ástand, sem of- stjórnarmenn dreymir um. Þessir menn eru beinlínis búnir að telja sér trú um það að almenningur hafi ekkert vit á eigin málefnum og þess vegna sé nauðsynlegt að þrautþjálfaðir stjórnmála- menn ráði sem allra mestu en fólkið sem minnstu. Þessi manngerð hefur raunar verið til í öllum löndum og á öllum öldum, en hún hefur yfirleitt ekki verið mikils megnug í lýðræðisríkjum og verður aldrei. Ef til vill má segja að það sé ekki nema' eðlilegt að menn, sem frá blautu barns- beini hafa aldrei gert annað en vasast í pólitík séu orðnir svo gegnsýrðir af hugmynd- um um það, að stjórnmála- menn séu einu viti bornu mannverurnar, að þeim finn- ist þeir verða að hafa forsjá allra málefna. En Morgunblaðið getur full vissað forystu Framsóknar- flokksins um það, að íslenzka þjóðin mun aldrei fela þeim eða öðrum ofstjórnarmönnum að smeygja á ný á sig fjötr- um á borð við þá, sem hún kynntist á haftatímanum, BLAÐAMANNA- FUNDIR egar forsætisráðherra Bjarni Benediktsson kom úr ísraelsför sinni hélt hann fund með blaðamönnum og skýrði þeim frá því, sem á daga hans hefði drifið í ferða- laginu. Bjarni Benediktsson hefur áður kvatt blaðamenn á sinn fund og greint þeim frá mál- efnum, sem erindi eiga til þjóðarinnar, en fram að þessu hefur samt of lítið verið af því gert að helztu ráðamenn héldu fundi með blaðamönn- um og gerðu þar grein fyrir málum. Blaðamenn fagna frum- kvæði forsætisráðherra í þessu efni og vona að það verði til þess að meira verði að gert í framtíðinni. Því mið- ur hefur það lengst af verið ! svo að erfitt hefur verið að' afla frétta frá íslenzkum: stjórnarvöldum, þannig að stundum hafa einu úrræðin til að afla fregna, t.d. af sam- skiptum okkar við aðrar þjóð ir, verið þau að fá þær er- lendis frá. Þetta þarf að breytast, og þrátt fyrir miklar pólitískar erjur hér á landi munu blaða menn sýna það að þeir hafa þroska til að bera að um- gangast sómasamlega fregn- ir, sem þeir fá með velvilja stjórnarvaldanna og sýna sjálfsagða kurteisi á blaða- mannafundum með forystu- mönnunum. SLYSIN IT’ins og greint var frá hér í ^ blaðinu í gær, hefur bæði af hálfu borgaryfirvalda og Slysavarnafélagsins verið gripið til róttækra aðgerða til Kúbubúar hafa tekið við stjórn eldflauganna — segir Castre í viðtali I VIÐTALI, sem C. L. Sulz- berger átti við Fidel Castro, íorsætisráffherra Kúhu, og birtist í „The New York Times“, sagffi Castro, aff Kúbubúar hefðu nú yfirstjórn og umsjón meff loftvarnar- eldflaugunum, sem Rússar fluttu til eyjarinnar 1962. Sagffi Castro, aff Kúbubúar væru viffbúnir aff skjóta könnunarflugvélar Banda- ríkjamanna, af gerffinni U-2 niður meff þessum flaugum, yrffi ekki unnt aff fá könnun- arfluginu hætt eftir „lögleg- um leiffum.“ Sulzberger ræddi m.a. við Castro um eldflaugarnar, sam . band Kúbu og Sovétríkjanna, sovézka tæknifræðinga á Kúbu og fall Krúsjeffs. Hann spurði Castro, hvort Krúsjeff hefði hvatt Kúbustjórn til þess að nota ekki loftvarnareld- flaugarnar gegn bandarísku könnunarflugvélunum, og Castro svaraði: ,,Við erum al- gerlega mótfallnir könnunar- fluginu, en lengi höfðum við ekki yfirráð yfir eldflaugun- um. Þegar okkar menn tóku við þeim, þá Skuldbundum við okkur til þess að taka ekki einhliða ákvörðun um að nota þær gegn bandarísku fkugvélunum. Við lítum þannig á þessa skuldbindingu, að okk ur bera að reyna allar aðrar leiðir til að fá Bandaríkja- menn til að hætta könnunar- fluginu, áður en við skjótum. En skuldbindingin gildir ekki ótakmarkaðan tírna, og eld- flaugarnar eru nú undir okk- ar stjórn.“ Sulzberger spurði Castro hvernig Bandaríkjamenn ættu að sannfæra sig um að lang- drægar eldflaugar, búnar kjarnorkuvopnum, væru ekki á Kúbu, ef þeir hættu fluginu. Kúbanski forsætisráðhecrann varð mjög æstur, er hann heyrði þessa spurningu og sagði, að fyrst og fremst gætu Bandaríkjamenn verið örugg- ir vegna þess að þeir vissu fullvel, að Kúbubúar gætu ekki framleitt slík vopn, og í öðru lagi, gætu þeir verið ör- uggir, ef þeir breyttu stefnu sinni gagnvart Kúbu og Kúbu búar þyrftu ekki að óttast inn rás. Forsætisráðherrann hétt áfram: „En Kúbubúum ber engin skylda til að tryggja Bandaríkjamönnum að eld- flaugarnar séu á brott. Við getum ekki fallizt á að Banda ríkjamenn hafi rétt til að hafa eftirlit með því haváða vopn við eigum.“ Sulzberger spurði hvort eft- irlitsnefnd frá Sameinuðu þjóð unum gæti ekki leyst vandann. Castro kvað það ef til vill mögulegt, ef hún tryggði jafn- framt, að engar tilraunir væru gerðar til árása á Kúbu. Castro sagði, að nú væru nægi- lega margir hernaðarlegir tæknifræðingar á Kúbu til þess þess að mynda varnar- sveit, ef innrás yrði gerð, ekki innrás, eins og sú í Svína- flóa, heldur regluleg innrás hers Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar vildi forsætisráð- herrann ekki gefa um fjölda tæknifræðinganna, en sagði, að þeir myndu verða á Kúbu meðan Bandaríkjamenn héldu stefnu sinni gagnvart eyjunni óbreyttri. Tæknifræðinigarnir væru vel þjálfaðir til bardaga og myndu taka þátt í að verja eyjuna. Aðspurður sagði Castro, að engir erlendir hern aðarsérfræðingar væru á Kúbu nema þeir rússnesku. Castro sagði, að meðan Kúbudeiian stóð sem hæst 1962, hefðu verið mun fleiri Rússar á Kúbu, en almennt hefði verið álitið. Hann kvaðst ekki geta gefið upplýsingar um fjölda þeirra, en þeir hefðu verið fleiri en 22 þús., en sú tala hefði birzt í blöð- um á Vesturlöndum. Síðan spurði Sulzberger Castro hvort Kúbustjórn hefði haft neitunarvald, ef komið hefði til greina að skjóta lang drægum sovézkum eldflaug- um frá eyjunni „Ef til þéss hefði komið,“ svaraði Castro, „hefði ástand- ið verið þannig að ósamkomu lag hefði verið óhugsandi. Þá hefði verið styrjöld, sem Kúba hefði verið flækt í. Þessi vopn voru send hingað vegna yfirvofandi árása á Kúbu og samningurinn, sem Fidel Castro. gefður var áður en þau komu, var bundinn því að hætta væri á innrás. Þar var ekki kveðið á um hvort nota skyldi eldflauigarnar, ef til átaka kæmi annars staðar í heimin- um. Hefði þð orðið, hefðú kringum stæður ráðið um notkun vopnanna. Ljóst er, að þau hefðu komið við sögu í stórstyrjöld. í samningnum við Sovétríkin var kveðið svo á, að eldflaugarnar skyldi nota til þess að verja kúbanskt land, ef til árásar kæmi og þá með samþykki beggja að- ila. En í stórstyrjöld hefðu báðir styrjaldaraðilar notað öll vopn sín án tillits til stað- setningar þeii-ra.“ Síðan ræddi Castro vald- hafaskiptin í Sovétríkjunum og sagði, að þau hefðu ekki breytt sambúð ríkjanna, enda byggðist hún á samskiptum tveggja þjóða og flokka, en ekki einstaklinga. „Ég þekki bæði Brezhnev og Kosygin". sagði Castro, „ég hef hitt þá og mér finnst Brezhnev sér- staklega áhrifiamikill persónu leiki .Hvað brottvikningu Krú sjeffs viðkemur, er hún al- þjóðlegt vandamál fyrir Sovét ríkin Breytingin getur haft jákvæð áhrif á kommúnista- hreyfinguna, en mér geðjast vel að Krúsjeff sem mannl og virti hann.‘“ þess að reyna að forða slys- um, þar sem unnið er að stór- framkvæmdum, en eins og kunnugt er fara nú fram í Reykjavík lang umfangs- mestu framkvæmdir, sem um getur í sögu borgarinnar. Það verður þó aldrei nóg- samlega brýnt fyrir fólki að öryggisráðstafanir af hálfu borgaryfirvalda, verktaka og Slysavarnafélagsins eru tak- mörkunum háðar, 'og slysum verður ekki afstýrt nema all- ir taki höndum saman um að koma í veg fyrir þau. Borgarverkfræðingur vakti hér í blaðinu réttilega athygli á því, að börn leituðu þangað, sem eitthvað væri um að vera, og erfitt væri að stía þeim það an í burtu. Almenningur þarf að aðstoða löggæzlumenn og Sútunarverk- smiðja stofnuð á Akranesi Akranesi, 11. nóvember. OPNU® var hér í fyrradag Sút- unarverksmiffja aff Ægisgötu 9. Á hún aff geta sútaff árlega 50 þúsund lambaskinn og verffur framleiffslan seld á erlendan markaff, til Danmerkur og Ameríku. örygigsverði í þessu efni, svo að ekki hendi á ný hörmuleg slys eins og þau, sem að hef- ur borið undanfarna daga. Stjórnarformaður er Þórhallur Björnsson á Siglufirði, en fram- kvæmdastjóri Helgi Júlíusson, klaupmaður hér í bæ. Fimm menn vinna núna að sútunarstörfum, en 10—12 munu gera það í framtíðinni. Auk lambaskinn mun verksmiðjan einnig súta aðrar tegundir skinna. Fyrirtækið heitir Sútun h.f, og eru flestar vélar þess smíð- aðar í Hafnarfirði hjá fyrirtæk- inu Bene. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.