Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 1
32 si5ur K1. áro'angxir 261. tbl. — Miðvikudagur 18. nóvember 1964 Prentsmið.iií Morgunblaðsli Maður finnst í kassa á Rómarflugvelli Róm, 17. nóv. (AP) ÍTALSKA lögreglan skýrðt frá því í kvöld, að tveir starfsmenn sendiráðs Eg- yptalands í Róm hefðu reynt að senda bundinn og keflaðan mann í kassa til Kairó með egypzkri flug- vél. Lögreglan segir, að toll j Jverðir á flugveliinunt hafi heyrt stunur úr kassanunt og lögreglan hafi rannsak- að innihald hans. Hafi þá ljós maður um sem bundinn hafi | verið við lítinn stól, kefl- I aður og skorðaður nteð vír. Maðurinn í kassanum er Marokko-búi, Josef Dahan að nafni. Hann var undir áhrif- um svefnlyfs, »r kassinn var opnaður og gat ekki skýrt frá málavöxtum. Þó tókst honum að segja, að sér hefði verið rænt á mánudagskvöldið úr kaffihúsi í Róm og gefið svefnlyf. ítalska lögreglan segist ekki | Framh. á bls. 2. ; | að inniha | | komið í r þrítugt, s IsEenzk stúlka bjargast úr s^ávarháska NÍTJÁN ára islenzk stúlka, Anna Zeisel, skráði sig sem þernu á skipið Brita Dan til að geta farið með dönskum eiginmanni sínum i brúð- kaupsferð, en hann var 1. vél stjóri á skipinu. Brúðkaupsferðin endaði ó- vænt, þegar Brita Dan sökk á Eystrasalti undan Finniands sitröndiim. — Sjá nánar á bls. 15. Anna Zeisel Bretar hætta að selja S-Afríku vopn Stjórnarandstaðan lýsir áhyggjum vegna herstöðvarinnar í Simonstown London, 17. nóvember (NTB) % Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, skýrði frá því á fundi Neðri málstofunnar í dag, að stjórnin hefði ákveðið að hætta að selja S-Afríku vopn. Sagði forsætisráð- herrann, að samningar, sem þegar hefðu verið gerðir um vopnasölu, yrðu haldnir, en þó væri enn í athugun hvort endurskoða ætti samninginn um afhendingu 16 sprengju- flugvéla af Buccaneer-gerð. t Harold Wilson sagði, að ákvörðun stjórnarinnar væri í samræmi við tilmæli Sameinuðu þjóðanna um, að öll ríki hættu að selja S-Afríku vopn. t Stjórn S-Afríku hefur hótað, að segja einhliða upp sanuiingunum um, að Bretar fái að hafa herstöð í Simonstown, haldi þeir ekki samningana um afhendingu flugvélanna 16. Eftir að Harold Wilson hafðimeiði við okkur í mörgum mál- skýrt frá ákvörðun stjórnar sinn-um“. ar tók leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, Sir Alec Douglas-Home, Peter Thorneycroft, sem var varnarmálaráðherra í stjórn f- haldsflokksins og undirritaði samninginn um Buccaneer-flug- vélarnar við S-Afríku, gagnrýndi forsætisráðherrann fyrir ákvörð- un hans, fyrst og fremst það, að stjórnin hugsaði sér að endur- skoða samninginn um Buccaneer- vélarnar. Forsætisráðherrann svaraði og endurtók, að enn hefði ekki ver- ið tekin ákvörðun um, hvort Þegar Chou En-lai, forsæt- isráðherra Kínverska Alþýðu lýðveldisins, kom heim úr heimsókninni til Moskvu, þar sem hann ræddi við hina nvju leiðtoga Sovétríkjanna, tóku aðrir kínverskir leiðtogar á móti honum á flugvellinum í Peking. Á myndinni sjást (frá vinstri) Chu Teh, marskálk- ur, Chou En-lai, Mao-Tse- tung, formaður kínverska kommúnistaflokksins og I.iu Shao-chi, forseti Albýðulýð- veldisins. flugvélarnar yrðu afhentar, og hann myndi skýra frá niðurstöðu stjórnarinnar í málinu þegar að athugun lokinni. Enn skothríð á landamær- Israels og Sýrlands um Tel-Aviv, New York 17. nóv. (NTB-AP). ÁTÖKIN é landamærum Sýr- lands og ísraels voru til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Meðan fundur stóð, bárust fregnir frá ísraei, þess efnis, að Sýrlending- ar hefðu skotið á ísraelska her- sveit, sem hefði verið á eftirlits- ferð á landamærunum, en engan hefði sakað. f morgun bárust fregnir nm skothríð frá Tel-Aviv. Hermdu þær, að Sýrlendingar hefðu skot- ið á hóp verkamanna í .Tórdan- dalnum. Engan sakaði heldur í þessavi skothrið. Engin niðurstaða fékkst & Framh. á bls. 14 til máls. Spurði hann hvort ekki væri óvarlegt, að hætta við af- hendingu flugvélanna, þar sem það gæti leitt til þess að Bretar fengju ekki að hafa herstöð í Simonstown. Kvaðst hann vilja benda á, að herstöðin væri Bret- um mjög nauðsynleg t.d. ef brezk um skipum yrði bönnuð umferð um Súez-skurðinn, en slíkt gæti gerzt, ef til styrjaldar kæmi milli Indónesíu og Malaysíu eða Indlands og Kína. Wilson svaraði Sir Alec og sagði, að ákvörðun stjórnarinnar væri nauðsynleg vegna samþykkt ar SÞ, og með tilliti til samveldis ríkjanna í Afríku. Samningnum um Simonstown væri ekki unnt að rifta einhliða. Gerði stjórn S- Afríku það, væri ljóst, að lítið gagn yrði af herstöðinni í styr- jöld, sem S-Afríkustjórn væri mótfallin. „Við getum ekki sætt okkur við það“, sagði Wilson, „að öryggi lands okkar sé bundið afstöðunni til S-Afríku, því að stjórn landsins er á öndverðum Ráðherranefnd EBE gerir hlé á viðræðum um landbúnaðarmál V-þýzkir bændur hafa í hótunum við stjórnina — ítalir leggja fram kröfur, sem flækja málið Brussel, 17. nóv. (NTB): — Á FUNDI sínum í dag fjallað'i ráðherrancfnd Efnahagsbanda- lags Evrópu um landbúnaðarmál in og þá fyrst og fremst korn- verðið. Að fundinum loknum, var frá því skýrt, að samkomu- lag hefði ekki náðst, en vonir stæðu til að takast myndi að semja í desember. Sem kunnugt er, hafa Frakkar hótað, að segja sig úr EBE, náist samkomulag ekkt fyrir áramót. Ágreiningur um kornverðið er fyrst og fremst milli Frakklands og V-Þýzkalands, enda er mest- ur mismunur á verðinu í þeim löndum. Er það hæst í V-Þýzka- landS, en lægst í EYakklandi. Bændur í V-Þýzkalandi hafa mót mælt harðlega fyrirhugaðri sam ræmingu kornverðs í löndum EBE, og í dag hótuðu þýzku bændasamtökin að skera upp her ör gegn stjórn Ludwigs Erhards, kanzlara, yrði kornverðið í V- Þýzkalandi lækkeð til samræmis við önnur lönd EBE. Ráðgert var að halda annan fund um iandbúnaðarmálin í EBE í kvöld, en fallið var frá því og kemur ráðherranefndin ekki sam an aftur til viðræðna um máiið fyrr en 30. nóv. nk. Meðal þeirra, sem til máls tóku á fundinum í dag var Ed- gard Pisani, landbúnaðarráð- herra Frakka. Sagði hann m.a. Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.