Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. nóv. 1964 Afhjúpun minnisvaröa Einars Benedikfssonar Ræða tViagnúsar Víglundssonar Herra forseti íslands, borgar- Stjóri, ráðherrar, borgarfulltrú- ar og aðrir háttvirtir áheyrend- ur! „Vort land er i dögun, af annarri öld. rís elding þess tíma, sem f fáliðann virðir. Á þessari hátíðarstund, þegar vér erum hér saman komin til að afihjúpa minnismerki þjó'öskálds- ins Einars Benediktssonar á ald- arafmæli hans, verður oss ekki sízt litið til framtíðarinnar, því að Einar var hinn mikli boðberi íkomandi tíma. Einar Benediktsson tók sér stöðu í fremstu röð íslenzkra skáida fyrir um það bil þrem aldarfjórðungum. íslenzka þjóð- in var, er hér var komið sögu, langþjökuð af erlendri kúgun og sárri fátækt, og hið nýja skáid vartS gagntekið af samúð með henni. í aldamótaherhvöt sinni, íslandsljóðum, segir Einar: „Þú fólk með eymd í arf“, og í ljóða- bréfi sínu til Þingvallafundarins 1888 talar hann um land og óðal, sem er „útsogið, kvalið, dautt úr öllum taugum." Gegn þessu ömurlega ástandi reis þjóðskáldið Einar Benedikts son með þvílíkum mætti, mynd- uigleik og málsnilld, að íslend- ingar höfðu aldrei heyrt aðra eins lögeggjan, enda hreifst al- þjóð af or'ðum skáldsins. Áður en varði var þetta hámenntaða og víðsýna skáld órðið spámaður þjóðar sinnar, boðberi nýrrar ald ar, 20. aldarinnar. Einar Bene- diktsson sagði við þjóð sagna og rímna: „Bókadraumnum, bögu- glaumnum, breyt í vöku og starf,“ og við fólki'ð, sem alið hafði aldur sinn í hrörlegum torf foæjum öld eftir öld, sagði hann: „Lút ei svo við gamla, fallna bæinn, „byggðu nýjan, „bjartan, hlýjan, „brjóttu tóftir hins. . . Einar fór víðar og átti sterk- ari ítök erlendis en nokkurt ann- að íslenzkt skáld allt frá tímum Ihirðskáldanna fornu. Hvar sem hann fór, orti hann stórbrotin kvæði um hinar miklu furður mannsandans, er hann kynntist á ferðum sínum. Á þennan hátt reisti hann hvert bókmenntalegt minnismerkið á fætur öðru, er standa munu óbrotgjörn um ald- ir. Ég nefjai af handahófi: Colos- seum, Kvöld í Róm, Kirkjan í Mílanó, í Disarhöll, Tínarsmiðj- ur, Signubakkar og Spánarvín. Þannig færði Einar Benedikts- son landmörk íslenzkrar Ijóðlist- ar út að miklum mun í krafti Þess viðsýnis, þeirrar yfirsýnar, sem hann öðlaðist um fram önn- ur hérlend skáld, í krafti reisnar sinnar, sem heimspekihugsuður, í krafti þeirrar bjargföstu sann- færingar, er hann orðaði svo: „Ég skildi, að orð er á Íslandi til, um allt, sem er hugsað á jörðu.“ En hvar sem hann fór, var fs- land, íslenzk náttúrufegurð drotnandi í lýsingum hans og sbáldlegri túlkun. Og hver hef- ur reist náttúruundrun> íslands stórbrotnari minnisvarða en hann gerði í kvæðunum: Sumarmorg- un í Ásbyrgi, í Slútnesi, Dettifoss Útsær, Bláskógavegur og Hauga- eldar, svo að dæmi séu nefnd? Hvergi hefur íslenzka þjóðin eignazt jafn stolta framtíðar- drauma, sem í kvæðum þessa xnikla skálds. Hvergi hefur metn eðar- og sjálfstæðisþrá íslendinga yerið svalað á jafn djarflegan og listrænan hátt og þar. Ekkert skáld hefur skapað jafn tignar- legt ísland og Einar Benedikts- son gerði í kvæ'ðinu Sóley. Ekk- .ert skáld hefur vogað sér að gera Íslendinga að annarri eins andlegri forustuiþjóð og hann. Það var ekki að undra, þótt þjóðin yrði höggdofa af hrifn- ingu og undrun, er hún tók að nema nýstárlegan boðskap hinna stórkostlegu kvæða Einars Bene- Magnús Víglundsson diktssonar. Þvílík hrópandans rödd hafði ekki á'ður kveðið við úr hópi íslenzkra skálda. Ég efast um, að önnur eins lýðhvöt hafi nokkru sinni verið kveðin á nokkra tungu við sambærilegar aðstæður og íslandsljóð Einars Benediktssonar. Það hrikti í máttarviðum þjóðfélagsins við þá iögeggjan, þar heyr'ði alþjóð gný komandi aldar. Og áður en varði tók íslenzka þjóðin að breyta spásögn skálds ins í veruleika: Breyta bóka- draumnum í vöku og starf, brjóta tóftir gömlu bæjanna og byggja nýja, hætta að dorga upp við sandinn, en koma sér upp nýtízku veiðiskipaflota, hrinda hafskipastól á flot, og jafnvel hugleiða í alvöru og undirbúa stóriðjuframkvæmdir á íslandi. Verk Einars Benediktssonar hafa vaxi’ð og öðlazt nýtt inntak með hverjum nýjum áfanga í framsókn íslenzku þjóðarinnar, og skáldið mun vissulega enn ná- lægjast þjóð sína um langan ald- ur, er vér kunnum að lesa og nema boðskap þess, skynja tign- ina í verkum skáldsins. Mér er kunnugt um mikinn fjölda manna af öllum stéttum, sem hafa sótt sér þrótt og sálar- styrk í kvæði Einars. Þeir hafa kvæðabækur hans jafnan tiltæk- ar, og skilja þær ekki við sig er þeir ferðast, innan lands eða ut- an. Einarskvæði eru þeim ómet- anleg hugsvölun og orkulind. Við oss blasir nú nýtt framfara skefð í sögu íslenzku þjóðarinnar, ef rétt er stefnt, tímabil geysi- legs tæknilegs framtaks, nýtt landnám í vissum skilningi. Til þess er gott að hugsa, að þjóð vor á sér nú tápmeiri og fjölmennari sveit mannvænlegs æskufólks en nokkru sinni áður. Innan skamms verða örlög og framtíð íslands lögð í hendur þessa unga fólks. Það er vissulega mjög mikilvægt að þetta æskulið eigi þess kost, að kynnast stórbrotnu, þjóðlegu list Einars Benediktssonar. Það er menningarleg skylda vor að veita æsku þessa lands lifandi hlutdeild í kvæðum þjóðskálds- ins. Það á að verða sjálfsagður áfangi hverrar nýrrar kynslóðar frá skólafræðslu til sannrar, upp byggilegrar íslenzkrar menning- ar. Einarskvæði eru eitt af höfuð- vígjum vorum í baráttunni gegn ýmsum tilbrigðum mjög vafa- samra erlendra áhrifa, sem leita hér landsetu. Með þessar stað- reynir í huga hefur Bragi, nú á aldarafmæli skáldsins, ákvéðið að stofna til verðlaunaveitinga méðal íslenzkrar skólaæsku fyrir beztu ritgerðir um íslenzkar bók- menntir og sögu, samkvæmt nán- ara skipulagi. Verðlaunin verða bundin nafni og minningu Einars Benediktssonar. í þessu sam- bandi mun félagið gangast fyrir víðtækri kynningu á verkum Einars í skólum landsins, og leita í þeim efnum samstarfs við hina hæfustu menn. Þá er og áformað, að Bragi gangist hér eftir fyrir útgáfu ársrits, er verði helgað minningu skáldsins. Munu þar m.a. vetða birtar verðlaunaritgerðir æsku- fólksins, en þessu tímariti er fyrst og fremst ætlað að verða vett- vangur íslenzkrar æsku. Á þessum kröfuhörðu tímum er ungum íslendingum brýn þörf á Ijóðlegri menntun, áður en þeir hleypa heimdraganum, áður en þeir skyggnast „vítt of veröld hverja“. Verði þeirri þörf fullnægt, mun raun sanna, að „vor landi vill mannast á heims- ins hátt, en hólminn á starf hans, líf hans og mátt.“ Þá mun Bragi beita sér fyrir því, að kannaðar ver'ði svo vel, sem verða má, innlendar og er- lendar heimildir um áform og á- ætlanir Einars Benediktssonar um virkjanir fallvatna og aðra stóriðju á íslandi. Mál þessi eru raunar veigamikill þáttur í stjórn málasögu íslands á fyrsta fjórð- ungi 20. aldar, og mun félagið SKOZK-ÍSLENZKA félagið („The Scottish-Icelandic Socie- ty“) var stofnað í Lynn-gistihús- inu í Glasgow 6. nóvember síð- astliðinn. Á stofnfundinum voru fimmtiu Skotar og þrír íslend- ingar. Einar T. Elíasson, lektor við háskólann í Glasgow, setti fund- inn með nokkrum orðum og stakk upp á því, að séra Robert Jack yrði fundarstjóri. Var það samþykkt. Síðan skýrði séra Robert Jack frá hugmyndinni leita samstarfs við hina hlutgeng- ustu menn um þessi efnL Hins- vegar tel ég áhættulaust að full- yrða, að þessi heimildakönnun leiði í Ijós, að Einar Benedikts- syni hafi jafnan veri'ð efst í huga, að efla heill og hagsæld íslenzku þjóðarinnar, með því að ryðja fullkomnustu tækni hans samtíðar braut til áhrifa og um- svifa í atvinnulífi þjóðar hans. Félagið vill þannig gera sitt til þess, að Söguþjóðin, sem nú býr sig undir að beita nýjustu tækni á öllum sviðum atvinnulífsins, fái rétta mynd af baráttu þeirra, er brautina ruddu. Á vori lífs síns ávarpar Einar Benediktsson æsku aldamótaár- anna þessum orðum: „Vér hlutum af féðrunum sigursæl sverð, „og sagnir um frjálshuga drengi „og hörpuna gömlu við eigum að erfð, „með ósvikna, hljómdjúpa strengi. „En nú þarf að stilla hvern streng, sem hún á „og stálið hið góða úr riðinu slá. Þessi orð eru ’ekki síður í tíma töluð nú, en á er þau voru mælt í öndvertSu. Mér þætti vel til fallið, að æska Íslands kæmi framvegis saman á afmælisdegi Einars Benediktssonar við þennan bauta stein hans, til að treysta þar heit sín við ættjörðina. Og ég veit, að hin unga sveit kyndi við slík tækifæri björt og upplitsdjörf bregða sverði sögunnar og láta skáldhörpu íslands hljóma. Æska lands vors mun valda hvoru- tveggja. Ég vil nú, fyrir hönd Braga, færa þakkir hinum mörgu, sem hafa lagt hönd að verki við gerð þessa minnismerkis. Skal fyrst Þakkað listamanninum .Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara, sem gefið hefur steininum líf af neista listar sinnar. Borgarstjór- anum í Reykjavík og nánustu um stofnun félagsins, en mark- mið þess væri að efla menningar- leg samskipti og önnur tengsl milli íslands og Skotlands. Hann þakkaði Einari Elíassyni, Pea- cock ræðismanni og Ólafi Jóns- syni frá Flugfélagi íslands fyrir aðstoð við stofnun félagsins. Síðan var gengið frá félags- stofnunni, og þessir kosnir í stjórn samkvæmt tillögu séra Roberts Jacks: Formaður: Einar T. Elíasson, lektor. Varaformaður: John samstarfsmönnum hans, er sýnt hafa máli þessu mikinn velvilja og áhuga, skal sérstaklega þakk- að. Reykjavíkurbong hefur séð um uppsetningu minnismerkis- J ins, og staðið að þeim fram- kvæmdum af miklu'm myndar- brag. Ég vil og færa þakkir Eim- skipafélagi íslands fyrir drengi- legan stuðning, og skylt er og ljúft að þakka hinu brezka fyrir tæki, Morris Singer Company í Lundúnum, er steypt hefur mynd skáldsins í varanlegt efni. Þá vil ég þakka hinum áhugasama framkvæmdastjóra Braga, Þóri Ólafssyni hagfræðingi, fyrir störf hans, og ég vil að lokum þakkað listamanninum, Ásmundi sem hafa á margan veg lagt sig fram um að gera aldarafmæli Einars Benediktssonar sem eftir- minnilegast. „Þú gafst oss allt þitt líf og voldugt verk. ( „— Guð verndi list vors máls og íslands heiður. Svo kva’ð Einar Benediktssoa um annað íslenzkt stórskáld, Matthías Jochumsson. Sú viður- kenning, sem vér skuldum Ein- ari sjálfum, verður naumast orð- uð betur. — Það minnismerki, sem hér er reist, er áfangi í rækt arsemi íslendinga við eitt af stór mennum þjóðarinnar. Minnis- merkinu hæfir það svið, sem stjórn Reykjavíkurborgar hefur valið því í stærsta skrúðgarði höfúðborgarinnar. Bragarlaunia frá 1897 eru goldin. Vér óskum þess, að minnis- merki Einars Benediktssonar megi um ókomnar aldir minna íslenzku þjóðina á allt hið göfug asta og uppbyggilegasta í sögu hennar og menningu. En þó um fram allt í skuld hennar við ætt- jörð sína. Ágæti borgarstjóri Geir Hall- grímsson: Mér hlotnast nú sá heiður, að biðja yður að veita viðtöku, fyrir hönd Reykjavíkur- borgar, minnismerki Einars Bena diktssonar til ævarandi eignar og varðveizlu. Ormond Peacock, ræðismaður íslands í Glas,gow og Vestur-Skot landi. Ritari: Frú Olivia Aitken. Meðstjórnendur: Alfred Mac Dougall, Ólafur Jónsson, skrif- stofustjóri Flugfélags íslands í Glasgow, T. MacEwan og S. Kirkpatrick. Að lokum var sýnd kvikmynd um ísland og veitingar fram bornar. Þegar hafa fleiri gengið í fé- lagið en þeir, sem á stofnfundin- um voru. Tilmæli hafa borizt frá mörgum stöðum í Skotlandi og Norður-Englandi um að stofnað- ar verði félagsdeildir á þessum stöðum. Utanáskrift félagsins er: The Scottish-Icelandic Society, 1 Hughenden Terrace, Kelvinside, Glasgow, Scotland. Standandi frá vinstri: Ölafur Jónsson, Séra Robert Jack, T. MacEwan. Sitjandi frá vinstri: S. Kirkpatrick, frú Olivia Aitken, Einar T. Elíasson, J. O. Peacockog Aifred MacDougall. (Ljósm. Len Factor). Skozk-íslenzkt félag stofnað í Skotlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.