Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 24
MORCU N BLADIÐ Miðvikudagur 18. nóv. 1964 S4 '\ JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni v.. J — Hvaða bindi mynduð þér sj álfur velja, ef þér væruð hár, myndarlegur og laglegur vrngur maður? I>að húmaði að og fallegu lit- irnir voru orðnir gráir. Gail gægðist útúr skútanum aftur. Brett var ekki kominn, en nú mundi hann koma á hverri stundu, og þá skyldi hún ekki láta svo lítið að standa á bryggj- unni og bíða. Ó-nei, hann mátti gjarnan verða dálítið skelkaður og fá að leita að henni um stund. Hann hefði ekki nema gott af því. Ennþá var hlýtt þarna inni í sklútanum, en nú fann Gail, að hún var þreytt. Hún tók bað- handkteeðið sitt og breiddi úr því á sandinn. Það yrði gott að hvíla sig meðan hún biði. Niður- inn frá öldunni var svæfandi og notalegur, og hún sofnaði von bráðar. Ef til vill var það tunglsljósið sem vakti hana. Hún hrökk upp í einni svipan og horfði kringum sig. Hún var enn í skútanum, og hún hlaut að hafa sofið nokkuð lengi, því að nú var aldimmt. Nú var orðið kalt, og það fór hrollur um hana. Líklega best að hún beygði odd af oflæti sínu og gengi niður á bryggjuna. Hver veit nema Brett sitji þar og sé að bíða eftir*mér, hugsaði hún með sér. En þegar hún kom útúr skugganum, sá hún sér til skelfingar, að sjórinn hafði fall- ið svo mikið að, að hún var um- kringd — einangruð. Ef til vill gæti hún vaðið fjöruna og kom- ist upp í eyjuna, en. . . . Mundi það Itoma henni að nokkru gagni. Nú fann hún að henni var ekki aðeins kalt, og að hún var króuð inni, — hún var hrædd líka. Hvernig mundi þetta enda? Hvenær mundi sjórinn flæða upp í sjálfan skútann? Hún klifr aði ósjálfrátt upp 1 klettana til þess að komast á öruggan stað. Hún gat séð mennina, sem voru á veiðum þarna skammt undan. Ef hún gæti látið þá taka eftir sér? Hún kallaði aftur og aftur, en röddin var hljómlaus. Hún skalf eins og hrisla — hún var veik. Það var óskiljanlegt að Brett skyldi gera þetta. Þó að þau hefðu rifizt. Ef hann hélt að hægt væri að ógna henni í hjóna bandið þá skjátlaðist honum. Hann skyldi fá að heyra sann- leikann, ef hún kæmist lifandi úr þessum ógöngum. Nú fór aldan að sleikja klett- inn, sem hún hafði leitað hælis á, og hún hafði ekki hugmynd um hvort fallið væri að ennþá. Hún fór að íhuga hvort hún ætti að fleygja sér í sjóinn og reyna að synda upp í fjöruna. Átti hún að gera það strax, eða bíða dálitla stund ennþá? Og nú reyndi hún aftur að hrópa eins hátt og lungun leyfðu, og um leið bað hún guð um að láta einhverja fiskimennina heyra til sín og hjálpa sér. Hún fann að rödd hennar skarst eins og hnífsegg gegnum myrkrið — það var síðasta örvæntingartilraun- in, sem hún gerði til þess að ná sambandi við umheiminn. Eftir eilífðarítma var svo að sjá, sem þetta hefði heppnast. Gail sá að einn báturinn skildi við hina og svo sá hún, að hann stefndi þangað sem hún var. Nú var flóðið orðið svo hátt, að sjór- inn lék um öklana á henni. Fiski maðurinn kom í tæka tíð, en heldur ekki augnabliki of snemma. 24 — Skiljið þér ensku? kallaði hún til hans. — Viljið þér gera svo vel að flytja mig í land Henni létti þegar hún heyrði að hann skildi hana. — Já, missie, við förum bráð um í land, sagði hann á pidgin- ensku. Gail hélt á töskunni í hend- inni, en annað dót hennar hafði orðið eftir í skútanum. Og nú var ómögulegt að ná í það. Það hafði ekki verið nema ör- stutt stund, sem þau voru á leið inni út í eyjuna í vélbátnum. En hraðinn var annar á þessum sampan, sem var róið með að- eins einni ári. Hún óskaði að hún hefði verið í kápu. Hún sat í tágastól og hélt dauðahaldi í bríkurnar. Hún sá ljósin á bát- unum allt í kring og heyrði fiskimennina kalla hvern til annars þegar þeir fengu veiði. Loks lagðist báturinn við bryggju Toms Manning. Hún gaf manninum það sem í buddunni var. Það var ekkíi mikið, en hann virtist vera ónægður. — Góða nótt, missie — þér eruð veik, sagði hann. Farið þér varlega, missie. Jú, víst var hún veik, hún mundi ekki hvenær hún hafði verið svona bág síðast. En hún gat þó staulast upp að húsinu. Hún hneig niður á einn legustól inn á svölunum og lokaði aug- unuVn. Eftir augnablik kom Tom Manning hlaupandi til hennar. — Eruð það þér, Gail! sagði hann, og það var auðheyrt að honum létt. — Þér getið ekki hugsað yður hve órótt okkur hefur verið! — Já, ég var talsvert hrædd líka, svaraði Gail þreytulega. — Ég var inni í hellisskúta og flóðið lokaði mig inni. Ég mundi vera drukknuð núna, ef sjómað ur hefði ekíd heyrt til mín þegar ég hrópaði á hjálp. Hann flutti mig í land á sampaninum sín- um. Gail fann að tennurnar glömr- uðu í munninum á henni og hrollur fór um hana. Tom Mann ing beygði sig niður að henni. — Kæra Gail, sagði hann. — Ég er í vandræðum útaf yður. Mig langaði til að drepa Brett, þegar hann sagði mér að hann hefði skilið yður eftir úti í eyju. Mér skilst að þið hafið rifist út af einhverju, en honum er engin afsökun að því. Alls ekki! Hann fullvissaði mig um að hann hefði alltaf ætlað sér að fara út aftur og sækja yður. Hann segir að hann hafi ætlað að hræða yður, vegna þess að þér tókuð ekki bónorði hans í alvöru. Svo fór hann út í eyju og leitaði að yður en fann yður ekki. Og nú sárkvíðir hann vafa laust fyrir að hitta yður, og sann ast að segja gerði ég það líka! Veslings stúlkan, — þetta hefur verið óhugnanlegt •— þér skjálf- ið líka eins og hrísla. Nú skal ég sjá um að þér fáið eitthvað heitt að drekíka. En Gail versnaði við að drekka þetta sem hún fékk, og nú fór hún að skilja að hún væri alvarlegaveik. Tom Manning var í vafa um hvað til bragðs skyldi taka. Hann klappaði saman lóf- unum og' að vörmu spori kom þjónn til hans. — Farðu og náðu í konuna þína, Hsung, sagði Tom Mann- ing. — Hún verður að hjálpa ungfrú Stewart til þess að hátta, uppi í stóra gestherberginu. Og svo verður hún að koma með heitt sítrónutoddy og nokkra hitabrúsa. Skilurðu mig? Og svo ætla ég að síma til læknisins. — Það er fallega hugsað, sagði Gail, — en ég verð að komast heim í matsöluna aftur. Tom vildi ekíki heyra á það minnst að hún færi, og hann var ráðríkur, en Gail hinsvegar alvarlega veik og þreytt, og hafði enga orku til að spyrna á móti. — Ég fullvissa yður um að þér fáið ekki að fara út úr þessu húsi fyrr en læknirinn hefur skoðað yður, og mig grunar að hann hleypi yður ekki heim í nótt. . . . Og auk þess býst ég við að Brett sé í öngum sínum núa, úr því að hann fann yður ekki. Nú ætla ég að senda mann út í eyju strax og segja honum hvernig komið er. Ég hugsa að hann láti þetta sér að kenningu verða. Ég býst við að hann láti ekki gáskann takja ráðin af skyn seminni oftar. Þjónninn Hsung mun hafa verið milli þrítugs og fertugs, en konan hans var kornung. Hún var í fallegum, svörtum kín- verskum fötum. Pilsið tvískift upp að hnjám. Hún var alúðleg og hjálpfús og hafði komið með einn náttkjólinn sinn og kín- verskan kímonó, sem Gail gæti notað sem morgunkjól. Hún tók fötin af Gail -og fór með þau, til að þvo þau og strjúka morg- uninn eftir. Svo kom hún með heitt vatn og þvoði Gail í fram- an og hendur og fætur. Gail lét hana ráða hvað hún gerði. Dag- urinn hafði verið óvenjulega heitur, og nú kiom þægileg værð yfir hana. Hún hlaut að hafa sof ið um stund, því að þegar hún opnaði augun aftur, var kín- verskur læknir að bogra yfir henni. Hann tók á slagæðinni, athugaði hjartsláttinn og mældi hitann. Hann var alvarlegur og gáfulegur, og Gail fékk strax til- trú, til hans. Loks sagði hann eitthvað á kínversku við Tom Manning, en hann þýddi það jafnóðum fyrir Gail. — Fong læknir segir að þér hafið ofkælst alvarlega, og hafið mikinn hita. Hann segir að þér verðið að liggja hérna í næði, bæði í nótt og á morgun. Þá ætlar hann að koma og vitja um yður aftur. — En mér er þetta ómðgu- legt, sagði Gail og varð skelfd. En þó vissi hún með sjálfri sér að henni var ómögulegt að rísa upp úr rúminíi. — Þér verðið að hlýða því, sem læknirinn skipar fyrir, það er óhjókvæmilegt, sagði Tom Manning. — Nú skuluð þér fá annað glas af sítrónutoddí, og svo gefur læknirinn yður eitt- hvað, svo að þér getið sofnað. Þér verðið eflaust miklu hress- ari á morgun. — En hvernig fer þá með vinnuna? sagði Gail. Hana lang- aði ekki til að gera Grant gramt í geði. — Ég á að vera í stofn- uninni klukkan níu. — Það verður ekki um neina vinnu að ræða núna fyrstu dag- ana, góða mín, svaraði Tom Manning. — Það er eins gott að þér komist í skilning um það strax. Fyrst um sinn verðið þér gestur minn, og kona Hsungs hjúkrar yður og sér um að yður vanhagi ekki um neitt. Gail lokaði augunum — hún þoldi ekkli að hugsa. Morguninn eftir vaknaði Gail við að þjónn setti tebakka hjá henni, en henni leið ekki hóti betur. Hún var óróleg, með beinverki um allan kroppinn og hitinn mikill. Tom Manning kom í stutta sjúkraheimsókn. Hann í hvítum kínverskum kímonó með ísaumuðum, gylltum dreka- myndum. Þessi búningur gerði hann enn stórbrotnari en hann var. Hann spurði mikið um hvernig henni liði, og kánkaði kolli þegar hún svaraði að húa væri lítilfjörleg. — Þér eruð talsvert aumingja leg, sagði hann. Og eftir augna- blik hafði hann orð á því, að Brett langaði til að sjá hana. — Hann er í öngum sínum, aum- ingja drengurinn. Hann var marga klukkutíma að leita að yður í eyjunni, og nú hefur hann ekkert getað sofið. Ég veit vel að hann hefur hagað sér við yður eins og ábyrgðarlaus praklc ari, en þér megið ekki gleyma, að æskan er óstýrilát. Getið þér ekki fyrirgefið honum, eða að minnsta kosti vorkennt honum? Og lofað honum að líta inn og heilsa yður. — Þér getið látið hann koma inn strax, ef þér viljið, hvíslaðl hún þreytulega. Haldið þér að ég getið fengið aspirín? herra Manning. Ég hef svo sáran höf- uðverk. — Þér skuluð fá það eftir auknablik, sagði Manning. — Og ef þér viljið koma skilaboðum til einhvers, skal ég með ánægju annast um það fyrir yður. — Þakka yður innilega fyrir, sagði Gail og reis upp á oln- bogann. — Yiljið þér gera svo vel að hringja í stofnunina og spyrja eftir Raeburn læknL Segið honum að ég sé veik og verði að liggja í rúminu. En . . , en það er kannske réttast að segja honum ekki hvernig þetta atvikaðist. Hann kinkaði k»lll og var henni auðsjáanlega sammála. — Ég vildi allra helst óska þess að við gætum fengið að hafa yður hérna, sagði hann vin. gjarnlega. — Ef yður er ekki ver við það. Þjónana grunar senni- lega vegna hvers þér liggið veil* hérna, en við því verður ekki gert. Mér væri illa við að farið væri að bera sögur um yður og Brett, skiljið þér. — Ég ætla mér að minnsta kosti ekki að segja neitt, sagði Gail. — Ætli það dugi ekki að segja, að ég hafi verið að synda þarna úti í eyjunni og hafi orðið innkulsa. KALLI KUREKI Teiknari: J. MORA 1. Viljið þið sjá hvað þið voruð að gera, þegar þið völduð Buffalo Bates fyrir fórnardýr? Hér er saga uni það í blaðinu hvemig hann varðist geit, sem kastar hnífunum. tíu Apache-Indíánum. 3. Skoðaðu betur. Þú ert að verða 2. Ég sé enga sögu um þessa gömlu heitur. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allau Eyjaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.