Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 28
BOUILLON TENINGAR lELEKTROLUX UMBOÐIÐ * LAUOA VEGI 69 sími 21800 Samstaða Framsðknarmanna og kommúnista á ASl-þingi Unnið að laffningu hitaveit uæðar í Grensásveg. Hún verður eennilega tekin í notkun í n æsta mánuði. ÞrNG Alþýðusamhandsins hélt áfram í gær. Á fundinum var alger samstaða með kommúnist- um og Framsóknarmönnum um kjör forseta og ritara þingsins eins og verið hefur á síðustu þingum. Var Björn Jónsson kos- inn þingforseti með 198 atkvæð um, en Eggert G. Þorsteinsson hlaut 156 atkvæði. Auðir seðlar voru 2 og ógildur 1. Við umræð- ur um skýrslur stjórnar ASÍ forð uðust forystumenn lýðræðis- sinna allar deilur um málefni sambandsins í þeirri von, að unnt verði á þessu þingi að ná málefnalegri einingu innan verka lýðssamtakanna. Meðal tillagna á þinginu í dag var frumvarp 'miffstjórnar ASÍ að fjárhags- áætlun fyrir tvö næstu ár, þar sem gert er ráð fyrir nær tvö- faldri hækkun á skatti sam- bandsfélaga til ASL Fundurinn í gær hófst kl. 2 e.h. í upphafi fundar voru tekin til afgreiðslu kjörbréf 5 nýrra fulltrúa og kjörbréf fyrir 2 vara fulltrúa. Voru þau öll samþykkt samhljóða. Enn er eftir að af- greiða kjörbréf tveggja fulltrúa og verða þau tekin fyrir í upp- hafi fundar í dag. Þessu næst var gengið til kosn Víða kalt í húsum — tafir á hitaveituframkvæmdum inga forseta og ritara. Var Björn Jónsson kjörinn forseti, sem fyrr segir. Fyrsti varaforseti var kjörinn Óskár Jónsson og annar varaforseti Jón Snorri Þorleifs- son. Tillaga um aðra menn kom ekki fram. Þá voru kosnir ritarar þeir Tryggvi Emilsson, Sigurjón Pétursson, Jón Bjarnason og Björgvin Brynjólfsson. Ekki voru tillögur um aðra menn. Að lokinni kosningu forseta og ritara hófust umræður um skýrslu og reikninga stjórnar ASI, sem lögð voru fram við setningu þingsins. Fyrstur tók til máls forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson. í ræðu sinni rakti hann hið markverðasta í starfi stjórnarinnar sl. tvö ár og þá einkum þróun kaupgjalds- og kjaramála á þeim tíma. Einkanlega ræddi hann þau átök, sem orðið hafa á undan förnum árum um kjaramál verka lýðsfélaganna, og þá sérstaklega úrskurði dómstólanna um ágrein ingsatriði þeirra við atvinnu- rekendur. Hannibal ræddi einnig um væntanlega stofnun Sparisjóðs al þýðu í Reykjavík og nágrenni. Taldi hann rétt, að öll meiri hátt ar verkalýðsfélög í Reykjavík og nágrenni ættu aðild að sparisjóðn um. hér væri um þýðingarmikla stofnun að ræða, sem efla þyrfti sem bezt. Kvað hann stofnfund sparisjóðsins verða væntanlega haldinn fljótlega að loknu sam- bandsþingi. Þá ræddi forseti ASÍ um Kjara rannsóknarnefnd, sem skipuð er fulltrúum launþega og vinnu- veitenda og kvaðst vænta góðs af störfum hennar í framtíðinni. Um skattamálin sagði Hanni- bal, að hann teldi litlar líkur til að nokkuð verulegt ynnist á til hagsbóta fyrir skiattgreiðendur varðandi þau opinberu gjöld, sem á voru lögð sl. sumar, Fratnhald á bls. 27 Skortur hótelher- bergja í Reykjavík UM ÞESSAR mundir eru flest gistihús í Reykjavík yfirfull og hafa orðið að vísa frá mörgum þeirra, sem nú sækja til borgarinnar utan af landi til að sitja þing og ráðstefnur eða í innkaupaferð fyrir jólin. Auk Alþýðusambandsþingsins, sem nú stendur yfir, mun á föstudag og laugardag verða haldin í Reykjavík árleg ráðstefna kaupfélagsstjóra um land allt, svo að enn kann ástandið að versna. í FROSTINU undanfarna 2 daga hefur hitun húsa víffa verið mjög ábótavant á hitaveitixsvæffi Reykjavikur. Fólk hefur leitt ýmsum getum aff ástæffunum fyrir þessu, en Morgunblaðið sneri sér í gær til hitaveitustjóra, Jóhannesar Zoega, og spurðist fyrir um orsakirnar. Jólhannes kva'ð miklar fram- kvæmdir hafa verið í sumar við hitaveitukerfi borgarinnar, sem auk þess hefði verið stækkað um ló% á síðastliðnu ári. Hefði Rússarnir enn fyrir austan AÐSPURÐUR í gær, kvað Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- igæzlunnar rússnesk skip enn fyrir Suðausturlandi utan 12 mílna fiskveiðimarkana. í fyrra- dag voru 7 móðurskip á þessum slóðum, en fiskiskip í nánd við þau voru færri en gerzt hefur að undanförnu. Slys um borð í Jóni Þorlákssyni StEINT í. fyrrinótt varð slys um borð í togaranum Jóni Þorláks- syni, sem var að veiðum undan Jökli, Andrés Straumland, Iháseti, sem var að vinna við togspilið, varð milli víra og hlaut af því meiðsli einkum á höfði. Togarinn hélt þegar til Reykja- víkur og kom þangað um kl. 16 í gærdag. Var Andrés fluttur á slysavarðstofuna oig síðan í sjúkrahús. Hafði hann kjálka- brotnað og hlotið auk þess fleiri áverka, sem enn voru í rannsókn í gærkveldi. þessum framkvæmdum átt að vera að fullu lokið í septemiber- mánuði, en tafir orði'ð á af- greiðslu tækja og verkinu ekki lokið nú, er kuldakastið kom í opna skjöldu. Hitaveitustjóri skýrði frá þremur eftirfarandi atriðum, sem hann kvað valda vandræðunum: 1) Vesturbæjarstöðin nýja við Fornhaga hefur ekki enn tekið til starfa, þar sem helztu tæki hennar komu ekki til landsins fyrr en nú fyrir nokkrum dög- um. Nokkur hundruð hús hafa veri'ð tengd Vesturbæjarstöðmni en aðeins einfaldri tengingu ennþá, þannig að bakrennslis- vatnið tapast. Sennilega verður þetta þó komið í lag og stöðin tekin í notkun eftir næstu helgi. 2) Komið hefur verið upp svo- kölluðum lofteyðingartækjum við borholurnar. Ekki hefur verið hægt að taka þau í notkun ennþá, þar sem staðið hefur á sjálfvirk- um ventli (loka) sem stillir þryst ing í millidælustöðinni. Þetta gerir það að verkum, að meiri mótþrýstingur er á holunum og minna vatnsmagn fæst úr þeim. Þessu verki verður sennilega lok ið innan hálfs mánaðar. Við þetta bætist það, að meðan unnið er að þessari breytingu á millidælustö'ðinni, er ekki hægt að nýta varastöðina við Elliða- ár, sem tengd er kerfinu. og hef- ur varmamagn, sem samsvarar um þriðja hluta alls varmamagns Hafnfirðingar HJARTA og æðaverndarfélag Hafnarfjarðar efnir til fundar í kvöld, miðvikudag, í Góðtempl- arahúsinu kl. 20,30. Prófessor Sig urður Samúelsson flytur erindi á fundinum. hitaveitusvæðanna í Reykjavík og Mosfellssveit. 3) Dælan í borholunni við Laugarnesveg, sem er hin stærsta í Reykjavik, er biluð og starfar aðeins með nokkrum hluta sinna venjulegu afkasta. Viðgerð henn- ar verður lokið nú í vikunni. Aukning hitaveitunnar tefst vegna tilrauna með dælur. Ennþá eru óvirkjaðar í borg- arlandinu 4 stórar holur og nokkr ar smærri. Vatnsmagnið úr öllum þessum holum nemur um 30% þess, sem fyrir er. Virkjunin hef ur dregizt á langinn, sökum þess að verið er að reyna nýjar dælur. Hefur enn ekki verið úr því skor ið hverjar henti bezt við heitustu holurnar. F orsætisráðherra segir f rá Israelsför ANNAÐ KVÖLD verður kirkju- kvöld í Hallgrímskirkju, og hefst það kl. 8.30 — Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, segir þar frá ferð sinni til ísrael. Þá syntg- ur Svala Nielsen einsöng með undirleik Páls Halldórssonar, en Hallgrímskórinn aðstoðar. Þetta er annað kirkjukvöld Hallgrímskirkju á þessu hausti. AÐALFUNDUR Larxclsmála- félagsins Varðar verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8.30. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum Morgunblaðið átti í gær tal við Konráð Guðmundsson, forstjóra Hótel Sögu. Konráð kvað hótelið ekki vera alveg fullt, en mun meira væri að gera en í fyrra á sama tíma. í nóvember í fyrra hefði nýtingin aðeins verið 48%, en nú yrði hún að minnsta kosti 60%. Öll ódýrari herbergin væru nú upptekin, en nokkur hinna stærri og dýrari laus. í Hótel Sögu eru 90 herbergi með um 150 rúmum. Upptekin voru í gær 70 herbergi með um 100 manns. Konráð kvað ástæðuna fyrir því, að ekki eru öll herbergi leigð á Sögu, þótt skortur sé á húsnæði Gunnar G. Schram. Gunnar G. Schram, ritstjóri, ræðu, og fjallar þar um stjórn arskipti þau, sem nýlega hafa orðið í austri og vestri. fyrir aðkomufólk um þessar mundir, líklega vera þá, að mörg- um muni ekki kunnugt um af- slátt þann, sem hótelið veitir gestum að vetrarlagi, en hann næmi frá 20 til 50% frá sumar- verði. Skrifstofustjóri Hótel Borgar, Jón Magnússon, sagði, að gisti- húsið væri yfirfullt og hefði orð- ið að vísa mörgum frá. Hann kvað hvert herbergi yfirleitt hafa verið leigt undanfarin ár, nema helzt í desember og janú- ar. Á Hótel Borg eru 46 herbergi með gistirými fyrir 75 manns. Ingólfur Pétursson, hótelstjóri á City Hotel, kvað miklu meira en yfirfullt, þar sem 23 gesturn hefði verið komið fyrir í her- bergjum úti í bæ. Minnti nóvem- bermánuður helzt á hásumarið, þegar setið væri um hvert her- bergi, sem losnaði. Reyndar kvað Ingólfur alltaf vera fullt á City Hotel nema um jólaleytið. 44 gest ir væru nú í gistihúsinu í 28 her- bergjum. Auk íslendinga, sagði Ingólfur, að talsvert væri um er- lenda langdvalargesti, sem flest- ir hefðu verið fengnir um tíma til tæknilegrar aðstoðar ýmsum fyrirtækjum í Reykjavik. Þá væru alltaf nokkrir gestir, sem hér hafa nokkurra daga viðdvöi á leið yfir Atlantshafið með flug- vélum Loftleiða. Á Hótel Skjaldbreið var allt troðfullt, að sögn hótelstjórans, og mörgum hafði verið vísað frá. Hann kvað hvert herbergi hafa verið leigt síðan í vor, að örfáum undantekningum, þegar gestir hefðu ekki komið á þeim tíma, sem þeir höfðu pantað. Á Skjald- breið er rúm fyrir 60 manns í 30 herbergjum. Þá var einnig fullt á Hótel Vxk, að sögn starfsfólksins. Þar gista 38 manns í 25 herbergjum hótels- ins, þar á meðal danska hand- knattleiksliðið Ajax. Varðárfélagar eru hvattir flytur til að íjölmenna á fundinn. Aðalfundur Varðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.