Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 18. nóv. 1964 ÚTVARP REYKJAVfK SUNNUDAGUR 8. nóvember var einn bezti útvarpsdagur um langa hríð. Upp úr miðdegi hóf Jón Jónsson, fiskifræðingur, að ræða um hvali, þróun þeirra, byggingu og hegðun. Hvalir eru, sem kunnugt er, stærstu dýr jarðarinnar, og stærsti hvalur, sem veiðzt hefur, var 136,4 tonn j á þyngd og 90 fet (nálægt 30 ( metrum) á lengd. Til samanburð : ar gat Jón þess, að meðalfíll væri um 4 tonn á þyngd. Vilhjálmur Þ. Gíslason, út- varpsstjóri, stjórnaði þættinum: „Af bókamarkaðinum", sem hófst kl. rúmlega 4. Gætti þar margra grasa. Athyglisverðastur þótti mér upplesturinn úr hinni nýju bók Hannesar Péturssonar um Steingrím Thorsteinsson, skáld. Um kvöldið flutti sér Gísli Brynjólfsson ágætt erindi, sem hann nefndi: „Þættir að norðan“ og fjallaði um Steingrímsfjörð í Strandasýslu norður. Síðar kom Sveinn Ásgeirsson með snilling- ana, og héldu þeir uppi fögnuði í klukkutíma. Meðal annars fengu þeir okkur þennan vísu- fyrrihluta til að botna: Andar köldu í okkar garð enn í dönskum ræðum. Bezti botninn ku eiga að fá verðlaun, og munu úrslit birt sunnudag 6. des. Nú er okkar að taka á skáldskaparhæfileik- nokkru sinni, þá gerist það að sjálfsögðu óháð því, hvar lög- gjafarsamkunda hennar er stað- sett innan lögsagnarumdæmis ríkisins. Hitt er ekki óeðlilegt, né held- ur neitt nýmæli, að uppástung- ur komi fram um að flytja Al- þingi til Þingvalla, þótt meiri hluti manna nú muni ekki telja það hallkvæmt. En hver veit, hvað gerast kann á ókomnum öldum, löngu eftir að við Sig- urður höfum misst sjónar af degi og vegi. Síðar á mánudagskvöld hófst allnýstárlegur útvarpsþáttur: „Tveggja manna tal“. Matthías Johannessen, ritstjóri, ræddi við Ásmund Sveinsson, myndhöggv- ara, og bar margt á góma í þeim viðræðum. Það var meðal ann- ars sjónskekkja í æsku, sem gerði Ásmundi kleift að leggja út á listabraut- ina, þar sem hann þótti lítt hæfur til bónda- stöðu af þeim sökum. Taldi Matthías líklegt, að það væri í fyrsta sinn, sem sjónskekkja yrði íslenzkri list til framdráttar. Viðræðunum lauk með eftirfarandi tilvitnun hins aldna listamanns: „Það er engin fegurð til, unum. Á mánudagskvöld talaði Sig- urður Jónasson, forstjóri, um daginn og veginn. Kom hann víða við, ræddi um væntanlega handritabyggingu, fallvatnavirkj anir, skólamál o. fl. Honum þótti ærið hátt framlag til fræðslu- mála í nýjustu fjárlögum, 459 milljónir króna. Hann taldi unnt að gera kennslu bæði ódýrari og einnig að öðru leyti hagkvæm- ari, meðal annars með því að koma á fót fræðslusjónvarpi. ís- lenzka sjónvarpið, tilvonandi, vildi hann láta flytja fræðsluefni aðeins leitin að fegurð. Á kvöldvökunni á miðviku- dagskvöld flutti Pétur Benedikts son, bankastjóri erindi, sem hann nefndi: „Hvers vegna orti Egill Höfuðlausn?" Setti hann þar fram þá skoðun, að Egil Skalla- grímsson hefði ekki rekið í flas- ið á Eiríki blóðöx með jafntil- viljunarkenndum hætti og fram virðist koma í Egils sögu, né heldur, að nokkurs konar galdra- tilverkanir hafi átt þar hlut að máli. Telur hann, að Arinbjörn hersir, hirðmaður Eiríks blóð- axar, en tryggur vinur Egils, hafi borið sáttarorð þeirra í milli og hafi hin ytri atrik þeirra sætta verið að miklu leyti svið- sett, til að konungur héldi and- litinu. Samkvæmt því hefði Eg- ill haft kvæðið Höfuðlausn upp á vasann, er hann hélt til Skot- lands til fundar við Eirík kon- ung og þarf því ekki að hafa ort kvæðið á einni nóttu, eins og Egils saga greinir. Allsterk rök virtist mér Pét- ur færa fyrir þessari skoðun, eftir því sem um getur verið að ræða um svo löngu liðna at- burði. Síðari hluti kvöldvökunnar var helgaður Steini Steinarr, skáldi, lesið eftir hann kvæði og grein- ar, og var að því skemmtun góð. Skáldskapnum voru þannig gerð góð skil á kvöldvökunni, þar sem segja mátti, að allt efni hennar lyti að skáldskap. Á fimmtudagskvöld talaði Kristinn Björnsson, sálfræðingur, um „geðrænt jafnvægi nemenda". Sagði hann m.a., að oft hefðu Ik^yrzt sögur um fávita, sem hefðu einhverja mikla hæfi- leika á þröngu afmörkuðu sviði. Þar sagði hann, að ekki væri um raunverulega fávita að ræða, heldur geðræna veilu, sem sljóvg aði almennan, andlegan þroska barnanna, þótt þau gætu sýnt mikla hæfni á takmörkuðum sviðum. Nefndi hann í því sam- bandi smíðagáfu og reiknings- hæfileika t.d. Steindór Hjörleifsson las smá- söguna „Sáning“ eftir Jón Dan. Er það hugljúf saga um lítinn dreng, sem gat ekki lært til fulls að tala, nema málfræi væri sáð í sál hans. Þá var þátturinn „Með æskufjöri", m.a. viðtal við Jón Ólafsson, íþróttakappa um Tokýóför. Gils Guðmundsson hélt áfram að lesa úr hinum skemmtilegu og lifandi endurminningum Frið- riks Guðmundssonar, og síðan lokaði Guðmundur Arnlaugsson dagskránni með nokkrum tafl- lokum. Á föstudagskvöld ræddi Páll Sigurðsson, læknir, um sjúkra- tryggingar. Þótti honum þeim enn mjög óbótavant á ýmsum sviðum, t.d. væru sjúkradagpen- ingar of lágir og enn væru sjúkl- ingar vart styrktir nógsamlega til utanfara, þótt þeim kynnu að vera slíkar farir nauðsynlegar. Þessi gagnrýni Páls hefur mikið ! til síns máls. Efnalitlir sjúkling- ar eiga þess oft alls engan kost að leita sér lækninga út fyrir' pollinn, þótt læknar ráði þeim eindregið til þess, þar sem i sjúkrasamlagsstyrkur til slíkra fara er svo óverulegur og auk þess greiddur eftir á. Er það furðulegt að greiða hinn lítilfjör- lega styrk eftir á, þegar tekið er tillit til þess, að sjúklingar eiga allra manna óhægast með að fá skyndilán. Munu fjármála- menn af skiljanlegum ástæðum telja það einhveija hæpnustu fjárfestingu sem getur að leggja fé til endurreisnar falleraðri heilsu manna. Hér er þörf snöggra úrbóta hins opinbera. Jónas Jónasson rabbaði við Jón Leifs, tónskáld, í vikulokin á laugardag. Þeir töluðu svo hratt, er líða tók á viðtalið, að erfitt var að nema mál þeirra, einkum Jóns. Jónas beitti all- nærgöngulum spurningum að vanda, en Jón hrökk lítt fyrir og var snöggur í enn mjög „prod- uctivt" tónskáld, en hefur einn- ig staðið fremstur hérlendra manna við verndun höfunda- réttar tónskálda, sbr. Stef. Jón vildi ekki fallast á, að hann væri mjög umdeildur eða sumum stæði jafnvel ógn af hon- um. Hann virtist þó óánægður með velflest hér á landi. Hann kvað það sterkt þjóðareinkenni hjá íslendingum, að hver og einn vildi helzt engan foringja, nema sjálfan sig, það væri líkt og allir kepptu eftir konungsgráðu og öf- unduðust hver út í annan. Þetta er merkileg kenning, kannski ekki endilega vegna þess, hvað hún kann að virðast fjarstæðukennd í fyrstu, heldur hins, hvað hún veldur manni miklum þankabrotum við nán- ari ihugun. Hún er hér með borin undir atkvæði lesenda. Sveinn Kristinsson. svörum. Jón er Alftir skotnar á Fúlutjörn Fréttabréf úr Holtum MYKJUNESI, 18. okt. — Tíðar- farið hefur verið gott að undan- förnu, lítið um frost og ekki nein- ar stórrigningar, eins og oft vill þó verða á haustin. Kemur þessi góða tíð sér vel, því margt er að starfa og mörgu ólokið áður en vetur gengur í garð. Miklar útihúsabyggingar standa yfir hér og má segja að sé góður hver dagur, sem hægt er að vinna að slíku. Sauðfjárslátrun er lokið í slát- urhúsum hér í sýslu. Sauðféð hef ur yfirleitt verið vænna í haust en undanfarin ár. Heldur verður sett meira á af lömbum í vetur en undanfarin ár. Og er það hvort tveggja að hey eru með allra mesta móti og svo hefur fé held- ur fækkað að undanförnu. En ekki er ótrúlegt að sauðfjárrækt aukist heldur hér á kostnað mjólkurframleiðslunnar á næst- unni, þar sem aðstaða er til þess, enda stuðlar nú sú stefna sem fylgt er í verðlagningarmálum landbúnaðarins að því. Sá atburður skeði hér I sveit um siðustu helgina í september, að eitthvert æði greip ferðalanga nokkra, er áttu hér leið um og skutu hér nokkrar álftir á Fúlu- tjörn. Virðist ráðið hafa meira drápslöngunin en hagnaðarvonin, því a.m.k. nokkuð af „veiðinni'* var skilið eftir, þar sem vatnið var ekki vætt. Fyrir allmörgum árum var sami leikur leikinn á þessum stað og þá drepinn hóp- ur af álftum. Verður þetta að Framhald á bls. 16. nær eingöngu. í lokin vék hann að mikið um- ræddu efni, stjórnarskránni is- lenzku, sem hann taldi að dreg- izt hefði úr hömlu að endurskoða og endurskipuleggja. Meðal breytinga, sem hann taldi æski- legar, var/að auka vald forseta, stofna varaforsetaembætti og endurreisa Alþingi á Þingvöll- um. Hann hvatti ungu kynslóð- ina til að láta sérstaklega hið síðasttalda atriði til sín taka og stofna í því augnamiði til þjóð- fundar á Þingvöllum eftir svona 3 ár. Þetta var kraftmikið erindi hjá Sigurði, hugarumbrot mikil og uppástungur margar, þótt engri væri fylgt ýkja langt úr hlaði. Vitanlega er það slagorð hjá Sigurði, að sjálfstæðisbar- áttu okkar sé ekki lokið, fyrr en Alþingi hafi verið endurreist á Þingvöllum. Að svo miklu leyti sem sjálfstæð- isbaráttu smáþjóðar lýkur • KEÐJUBRÉF KEÐJUBRÉF eru með hvim- leiðustu sendingum, sem fólk fær. Þetta getur e.t.v. verið kærkomið tómstundagaman fyr ir þá örfáu, sem vilja senda kunningjum sínum bréf — en vita ekki hvað þeir eiga að skrifa. í keðjubréfi er allur texti bréfsins uppgefinn. Ekki þarf annað en endurrita bréf- ið og senda áfram. Og persónu lega myndi ég aldrei taka þátt í slíkri vitleysu, ekki néma að hún þjónaði að einhverjú leyti góðgerðarstofnun eða öðru slíku málefni. En sem betur fer hefur engin sú stofnun, sem ég hef áhuga á að styðja, tekið upp jafnleiðinlega fjáröflunar- aðferð og keðjubréf. • EINFÖLD AÐFERÐ ar af því að mér hafa borizt í hendir tvö keðjubréf, bæði úr sömu keðjunni — þótt örlítill munur sé á textanum á stöku stað. Þau eru skrifuð á ensku — og yfirskriftin er: The Chain of Fortune The Kingdom Comes í upphafi bréfsins er vitnað í Biblíuna og síðan er hvatt til kristilegs þankagangs. Þetta á sem sagt að vera vakningabréf. En svo kemur aðalatriðið. Við takandi er beðinn að endurrita efnið í níu eintökum og senda til níu vina — fólks, sem við- takandi óskar gæfu og gengis. „Gerið þetta NÚNA og þér munið hljóta hamingju að laun um. Takið eftir hvað gerist níu dögum eftir að þér hafið sent bréfið“. Góð og einföld aðferð til að höndla hamingjuna!! • MINNA MÁ NÚ GAGN GERA Og síðan heldur áfram: „Rjúf ið ekki keðjuna, því yður getur hlotnazt ógæfa af því. Níu dög um eftir að þér sendið bréfið áfram munu ánægjulegir at- burðir fylla hjarta yðar gleði. Ef ekki (þ'.e.a.s. ef viðkomandi afritar ekki og sendir bréfin), þá getur það orðið hræðileg sorg. Þessi keðja er ekkert grín. — Victoria vann 20,000 dollara á níunda degi eftir að hún sendi áfram níu afrit af bréf- inu. Q. Wilson missti son sinn þrjátíu dögum eftir að hafa móttekið keðjuna án þess &ð láta bréfið ganga áfram. — Hús Jóseps gereyðilagðist af því að hann fylgdi ekki fyrir- mælunum (í bréfinu). Við vit- um ekki hvað gerist, ef þér bregðizt og sendið ekki níu af- rit innan níu daga“. • TIL LÆKNIS Hér er viðtakendum næstum hótað barnamissi og tjóni á eignum, ef þeir verði ekki við fyrirmælum bréfsins um að endurrita allt þetta rugl og senda níu kunningjum sínum. Það er ekki nóg með að í þessu bréfi sé geðveiki, heldur líka ófyrirleitnar dylgjur og hótanir, sem sjálfsagt hafa áhrif á sumt auðtrúa fólk. Og enginn óbilað- ur maður kemur slíku af stað I gamni — og hálft í hvoru I nafni kristninnar. Það er í rauninni hneyksli að endurrita slíkt bréf til að senda vinum og kunningjum. Ef við- takendur bréfanna telja sig þurfa að fylgja fyrirmælum bréfsins til að sleppa við hefnd máttarvaldanna — eða til að fá frið á sálinni, þá ættu þeir fyrst að leita læknis. Kaupii bað bezta RAFHLÖÐUR Bræðurnir Ormsson hf Vesturgötu 3. — Sími 11467. Ég tek þetta mál til meðferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.