Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 21
'1 Miðvikudagur t?. TiSv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 Gunnar Bfarnason, ráðumautur: „Viti þrældómsins vin“ VIÐ íslendingar skuldum mangir Einari Benediktssyni þakklæti, ekki sízt við Þingeyingar. Ung- mennið írá Héðinshöfða stóð á íjörubergi og horfði út yfir Skjálf anda, en „himnarnir opnuðust" og kvæðið „Útsær“ rann inn í önd hans, og þar fyrir norðan sameinaðist í huga Skáldsins land og ljóð (Slútnes) ag foss og ljóð (Dettifoss) í ódauðleikanum Bjálfum. * Einar er og verður lengi óþrjót andi náma fyrir hugsandi og les- andi íslendinga í andlegum efn- lioi, hann var hugsjónasjór. Þessa smágrein um stórbúskap skrifa ég í þakklætis- oig heiðurs skyni við Einar Benediktsson á aldarafmæli hans, því að hann sá betur en aðrir, hvernig auðæfi Íslenzkrar náttúru myndu geta ieyst búalið undan oki þrældóms, sjúkleika og fátæktar. í dag eru íslenzkar búskaparhugsjónir á ömurlegum villislóðum. Vinir þrældómsins ráða lögum og lof- um með miklu málæði, en hugs- unin virðist oftast vera annað ihvort enigin eða röng. v „Er ei bóndans frelsi fórnað í fyrir þjónsins rétt, Jægst á bekkinn lága stjórnað landsins óðalsstétt?“ Engum var það betur ljóst en , Einari Benediktssyni, að aliar framfarir og hver ný hugsun eða hugsjón þarf að knýjast fram til sigurs með baráttu við þursa í ýmsum myndum: y » „Enginn stöðvar þá göngu, , þótt leiðin sé lönig, fólkið leysir með hörku, ef auðmjúkt það batt; — viti þrældómsins vin, eyðist ' kyn, fæðist kyn og hann krýpur þó loks því, sem rétt er og satt.“ Ættlið eftir ættlið mótuðust snilligáfur Einars Benediktsson- ar í erfðum íslenzks bændafólks fyrir norðan og sunnan: i „Forna tímans merki og myndir imótuð sjást í byggð og lýð — \ arna lífsins kynið kyndir, ' kröftugt streyma blóðsins I lindir. Eðiið sama ár og síð. —“ ' Hann var afsprenigi örsnauðr- ar bændaþjóðar, sem afburðagáf ur færðu líf við embættiskjör. Hann leið af meðaumkvun með lýð sínum og hvatti hann svo akarplega til dáða að leiddi til andúðar og lágkúrulegrar gagn- rýni: i ' „Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný, nú þarf dáðrakka menn — ekki blundandi þý I>að þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. Sjáið ristastig heims! Tröllbrot rafar og eims selja rammleik og auð hverri mannaðri þjóð. Eigum vér einir þol, fyrir vílur og vol til að varða og greipa vorn arðlausa sjóð? Hinn „arðlausi sjóður" lands og þjóðar, sem Einar talar um eru náttúruauðæfin, afl og orka í fossum ag jarðvarma. Það lítur út fyrir, að enn þurfum við að nota hvatningarorð skáldsins, því ®ð varla má svo nefna stóriðju eða stórbúskap nú á dögum að ekki rísi upp heilar fylkingar af „þrældómsins vinum“ með „vil- ur og vol“. „SJÁIÐ RISASTIG HEIMS“ i iandbúnaðarmálum í dag. Skoð- um þau og metum þau með bjart sýni og dirfsku Einars Benedikts sonar, en losum okkur undan oki vanhyiggjunnar, valdi hreppa- kón,ga og nefnda: „óstjórn, heift til allra valda, oksins klóm varð síðar hremmd. Anda og listum hömlur halda, hreppakóngar borðum falda. HEITING ÞÚSUND ÁRA ER EFND ÞUNGLEGA með nefnd við nefnd Einar Benediktsson — fyrir vistráð eldri alda. 111 er þræladrápsins hefnd. Það verða engar framfarir á fs landi, hvorki í búnaðarmálum eðá öðrum málum, ef það lýðst til langframa rangsleitnum mönnum að halda uppi áróðri fyrir öfugþróun og kjassa mennta menn til að leita að rökum gegn þekkingu og vísindalegum fram- förum, aðeins í því markmiði að vernda ímyndaða hagsmuni hrörn andi rekstrarforma, sem ekki lif- ir nema með tröllslegum ríkis- styrkjum. Enn þarf unga fólkið í landinu að hrista klafann: „Sjá hin ungborna tíð vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk.“ Menn ræða í dag um stóriðju ag stórvirkjanir í anda Einars Benediktssonar. í búnaðarmálum er nú að móta fyrir nýjum „risa- stigum“ hjá menntuðum og iðn- þróuðum þjóðum. Mannsandinn og menntunin leitar eftir að margfalda framleiðslu eftir vinn andi hönd hverja. Lengi voru vél arnar helzta viðfangsefnið. Nú er það leyst svo, að ný tækni- nýjung sprettur úr grasi í hvert skipti sem atvinnuþróunin þarfn ast þess. Nú er „rationalisering- i_n“ (skynvæðingin) efst á baugi. A því sviði ske nú „ristastig heims“ hvert á fætur öðru. Það sem nú er helzt á dagskrá hinnar andlegu forystu í land- búnaði heimsins er aðskilnaður jarðyrkju og kvikfjárræktar. Verður þá hvort fyrir sig í stór- rekstrarformi. Tíu til fimmtán manna starfslið framleiðir mjólk í fj ósum með 800-1000 mjólkandi kúm. Fóðurverksmiðja verður starf- rækt á 2400 ha. samfelldu landi á góðu akurlendi í Skandinavíu. Hún framleiðir 20,000 tonn af grasmjöli, sem er blandað í fóð- urmjölskökur (bríkettur )handa mjólkurkúm. Þetta er myndin ,sem er í sam ræmi við skáldsjón Einars Ben. og skal ekki farið út í hinar fræði legu hliðar málsins, eins ag þær blasa við, en málið er á dagskrá til lausnar í framkvæmd. Væntan lega birtist í næsta mánuði ýtar- leg grein um slíkar fóðurverk- smiðjur í „Búnaðarblaði" Vik- unnar eftir nemanda hér á HvanneyrL Nýjungar á þessu sviði eru að koma fram. Á ég við hinar s.n. „hálf-pneumatísku“ þurrkvélar fyrir grasmjöl. Hef ég grun um, að einmitt þessi tækni henti fyr- ir ha^gnýtingu hverahitans til framleiðslu á grasfóðri í verk- smiðjum. 2400 ha. samfellt land er talið vera hámarksstærð fyrir verk- smiðjurekstur vegna flutninga á hráefni. í nágrannalöndunum er reiknað með 5000 FE af ha., en við getum ekki reiknað með meiru en ca. 2500 eftir þeirri reynslu, sem enn er fengin og miðað við þær jurtir, sem við verðum að nota í dag. Við yrðum því að hafa 10.000 tonna verk- smiðju hér sem hámarksstærð, en hún myndi framleiða um 6 millj. FE., en það samsvarar 120 þúsund hestburðum af töðu. í Danmörku er rætt um að æskilegt væri að setja saman fóðurblöndu fyrir mjólkurkýr úr lúzernumjöli og byiggi þannig: Fróteínið er mikilvæigur þáttur Lúzernumjöl Bygg í grasmjölinu erlendis. Við get- um ekki haft eins próteín-auðug ar jurtir, en við eigum að geta notið „beztu kjara“ við kaup á próteínfóðri fiskiðnaðarins, s.s. síldarmjöli, fiskimjöli og hval- mjöli: Við gætum því gert svip- aða fóðurblöndu fyrir mjólkur- kýr þannig: Möguleikar til stórframleiðslu 1. Grasmjöl 2. Síldarmjöl 3. Maísmjöl Samtals: á úrvalsfóðri í verksmiðjum á ís landi blasa við. Við getum létt Gunnar Bjarnason. af vinnuoki sveitanna á fáum ár- um með því fjármagni, sem nú þjónar litlu gagni og spornar gegn heilbrigðri framvindu. Sveitalífið mun breytast gagn- gert; þar munu rísa upp allmörg stóriðjuþorp. Landbúnaðarmálin þarfnast kröftuigra umræðna. Þau virðast vera að falla í lognmóðu. Það er sama hvaða afglöp eru fram- in. Þeir, sem þau fremja, til- kynna með vissu1 millibili, að nú sé verið að bæta fyrir gamlar syndir, rétt eins og um fram- kvæmd á stórmerkum hugsjóna- málum sé að ræða. Svo fjölgar „leyndarmálum“ landbúnaðarins og „ósýnilegum félögum" áhuga- Kg. FE. Meltanlegt próteín 100 65 13,6 kg. 50 50 5,0 — 150 115 18,6 — manna , — en hagur bænda versn- ar. Notum málið. Til þess hvetur okkar skáldið góða: »Ég ann þínum mætti í orði þungu, ég ann þínum leik í hálfum svörum, grætandi mál á grátsins tungu. Kg. FE. Meltanlegt próteín 130 93.0 12.1 kg. 10 13,5 5,,7 — 10 10,5 0,8 — 150 117,0 18,6 kig. gleðimál í ljúfum kjörum.“ BRIDGE lilMMIillliMIIMMIIIMIIMIIllMMIII IMMIMMMMMMIIMMMIMI í L O K þessa árs mun enska bridgetímaritið, British Bridge World, hætta að koma út, en mun sameinast öðru ensku, Bridge Magazine. Ein megin- ástæða þess, að þetta víðlesna tímarit, sem komið hefur út frá því á árinu 1932, hættir að koma út er sú að ritstjórinn, Albert Dormer, er fluttur til Bandaríkj- anna. f spilinu, sefti hér fer á eftir, sýnir Dormer ágæta vörn. AK84 V K 7 3 ♦ ÁKD865 ♦ 3 4k G 10 49752 VÁ 10 94 V G 6 2 ♦ 93 ♦ 7 4 ♦ K 9 8 5 2 +ÁD7Í 4 ÁD63 V D 85 ♦ G 10 2 4 G 10 4 Suður var sagnhafi í 4 spöðum, Vestur lét út laufa 5 og Dormer, sem sat í Austur, drap með ás. Dormer hugsaði sig lengi um áð- ur en hann lét út og þá hitti hann á eina útspilið, sem orsak- aði að sagnhafi tapaði spilinu. Hann lét út lauf og orsakar það að sagnhafi getur aldrei fengið nema 9 slagi. Spilið vinnst auð- veldlega ef Dormer lætur út spaða, hjarta eða tigul. Sagnhafi gefur strax einn slag á tromp, tekur trompin af andstæðingun- um og síðan 6 slagi á tigul. Klubbfundur Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri KLÚBBFTJNDUR Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu (litla sal) fimmtudaiginn 19. nóv. og hefst kl. 20.30. Dagskrá fundarins er þessi: 1) Erindi: Mannanöfn á fs- landi, Gísli Jónsson, mennta- skólakennari, flytur. 2) Kvikmyndasýning. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri. — Á Skerðings- fjalli Framlhefd af bls. 19 gödsalapparat. Hann sagði að það mundi fást hjá Jobu Salgskontor í Oslo. Eina undantekningin frá þessari aðferð sagði hann vera malað fosforgrjót (GMR). Það leyst- ist svo hægt í jarðveginum, að af því stafaði ekki hætta, þótt það væri notað við gróður- setningu. Ég minntist þess að hafa fyrir nokkrum mánuðum tal- að við skozkan skógræktar- stjóra, sem sagði mér, að hann áliti að eini áburður- inn sem nota ætti í Skotlandi væri einmitt þessi áburður (GMR). En, á íslandi myndi vera gott að nota fleiri teg- undir af áburð, en ekki við gróðursetningu, heldur árið eftir. Það er mjöig áríðandi að hlýindin komist að rótinni, sagði Mork. Á íslandi hafið þið þéttan jarðveg. Þið megið þess vegna ekki þrýsta hon- um niður með hælnum, eins og ég varð að viðurkenna að oft er gert. Plantan þarf að anda. Og hún þarf að hafa lausan jarðveg í kringum sig. Eitt af því sem ég veitti athygli í þessari ferð var það, að furuskógurinn er líkari birkiskóginum að því leyti, að lyng og gras þrífst þar á milli trjánna. Aftur á móti drepur grenið af sér flestan gróður. Ég hélt að ég væri bjart- sýnn á skóginn á íslandi, en ég var hvergi nærri eins bjart- sýnn og Mork prófessor. En hann talar líka af ævilangri reynslu. Eftir komuna til Osló skrapp ég til Ás þar sem landbúnaðarháskólinn er, til þess að kveðja hann. Talið barst að staðsetningu land- búnaðarháskólans. Hann taldi það mikin ókost að háskólinn skyldi vera þetta langt frá Osló. Mig minnir að vega- lengdin sé 30 km. Ég sagði honum frá umræðum um staðsetningu landbúnaðarhá- skóla á íslandi. Hann áleit að skólinn ætti að vera í næsta nágrenni Reykjavíkur. Menn væru yfirleitt sámmála um það, að staðsetning háskólans í Noregi hefði verið misráðin. Ég sagðist vera sömu skoðun- ar, að þvi er Ísland áhrærði. Landbúnaðarháskólina þyrfti vísindamenn. Við Vitram svo fáir og stofnanir akkar það litlar, að við yrðum að nota sömu vísindamennina við landbúnaðarháskólann og við háskólann. Sennilega væri hyggilegast að hafa landbún- aðinn sem deild í háskólan- um. Tilraunastarfseminni þarf hins vegar að dreifa um landið, eins oig gert er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.