Morgunblaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐID
Miðvfkudagur 18. nóv. 1964
Unglingar eyði-
leggja Ijósaperur
I
ÞaS var mokað og ýit klukkutímum saman, en það hafðist að k oma bílunum alla leið.
Fjallamenn lentu í
skafhríð og ófærð
Voru 32 klst. í stað 8 úr Jökulheimum
ÁTJÁN röskir fjallamenn,
meðlimir í Jöklarannsóknar-
félaginu og Flugbjörgunar-
sveitinni lentu um helgina í
kafhríð inni á öraefum og voru
32 klst. í stað 8 að brjótast á 6
jeppum úr Jökulheirrfum í
Tungnaárbotnum og til
Reykjavíiaar. Aðallega var
veðrið vont á Búðarhálsi, en
þar voru þeir 18 klst. að kom
ast um 40 km vegakafla.
Þeir félagar höfðu farið úr
Reykjavík kl. 6 á laugardags-
morgun áleiðis í Jökulheima,
í þeim tilgangi að skipta um
geymi í öðrum snjóbíl Jökla-
félagsins og hafa hann tilbú-
inn ef á þyrfti að halda í vet-
ur, einkum með tilliti til þess
að hlaup kann að verða í
Grímsvötnum og þá vera þörf
fyrir snjóbíl í Vatnajökuls-
ferð. Bezta veður var á laug
ardaginn, frost og snjólítið og
komu þeir í Jökulheima kl.
5 síðdegis. Um það leyti byrj
aði að snjóa og hélzt snjókiom
an fram á nóttina.
Á sunnudagsmorgun var
ágætt veður. Þar sem farar-
tækin voru jeppar, þurfti að
fara yfir Tungnaá á nýju ferj
unni og yfir brýrnar á Köldu
kvísl og Þórisósi, sem báðar
eru svo til nýkomnar. Var
haldið sem leið liggur að Þór-
isósi, en þá fór veður að
versna. Ferðin gekk vel út
yfir brúna á Köldukvísl. Úr
því var veður slæmt. Skaf-
bilur var svo mikill að ekki
sá út úr augum og erfitt að
finna slóðina eða greina skafl
ana fyrr en í þá var komið.
Varð að láta menn ganga á
undan bílunum, en langt er
þarna á milli stikanna, sem
varða leiðina, sumar vantar
og ekki eru á þeim glitaugu,
svo þetta var mjög tafsamt.
Voru þeir félagar staddir við
Köldukvíslarbrúna um kl. 2
síðdegis, en voru ekl:i komnir
að ferjunni á Tungnaá fyrr en
kl. 8—3 næsta morgun. Þó
er þetta aðeins um 40 km leið.
Síðasta spölinn þurfti að
draga 2 af 6 jeppunum.
Mjög kalt var, a.m.k. 12
stiga frost. f förinni voru rösk
ir menn, sem ekki varð um
þetta. Þó kól einn á tá, án
þess að veita því athygli nægi
lega snemma.
Við þessa erfiðleika gekk
mjög á benzínbirgðir, og voru
sumir jepparnir orðnir benz-
Kláfferjan á Tungnaá á Haldi, þar sem fjallamenn fóru yfir
með jeppa sina sex. — JLjósm. llaukur Hafliðason.
inlitlir við Tungná. Fóru
þeir Gunnar Guðmundsson á
Scout-jeppa sínum og Guð-
mundur Jónasson á Landrov
er sínum þá niður að Galtalæk
og sóttu benzín. Úr því gekk
ferðin vel og voru þeir félag
ar komnir til Reykjavíkmr um
kl. 6 síðdegis á mánudag eftir
32 tíma stanzlausa ferð frá
því þeir fóru úr Jökulheim-
um. Venjulega eru Jökla-
menn sem eiga skálann í Jök-
ulheimum um 8 klst. að fara
á milli.
— Ráðherranefnd
Framhald af bls. 1
mikilvægt, að nú væri i fyrsta
sinn farið að ræða málið á breið
um grundvelli af alvöru og festu.
Benti hann á, að síðasta hálfa
árið hefði ráðherranefndin fyrst
og fremst fjallað um ýmis smá-
atriði varðandi vandamálin, en
ekki gefið aðalatriðunum nægi-
legan gaum. Hann kvaðst hvorki
vera bjartsýnn né svartsýnn á
árangur viðræðnanna um land-
búnaðarmálin.
Pisani lagði áherzlu á, að það
væri tilgangslaust fyrir Frakka
að taka þátt í umræðum um hin
smærri deilumál á sviði landbún
aðarins, ef V-Þjóðverjar héldu
fast við fyrri sjónarmið sín og
neituðu að fallast á samræmingu
kornverðsins. Ekki væri unnt að
forðast stjórnmálalegar afleiðíng
ar, ef V-Þjóðverjar stæðu ekki
við gefin loforð.
KRÖFUR ÍTALÍU
Landbúnaðarráðherra Ítalíu,
Mario Ferrari-Aggradi, sagði, að
Étalir gætu líklegast fallizt á sam
ræmingu kornverðsins fyrir 1970
sn aðeins með því skilyrði, að
framlag ítala til landbúnaðar-
sjóðs EBE yrði lækkað, enda
væri framlagið hlutfallslega of
hátt. Einnig krafðist hann þess,
að samið yrði um markað fyrir
olíu og fituefni og að nýir samn-
ingar, sem gerðir hefðu verið um
ávexti og grænmeti, gengju í
gildi fyrir 15. janúar nk.
Bæði fulltrúar EBE og land-
búnaðarráðherra Hollands, lýstu
áhyggjum -sínum vegna ummæla
ítalska ráðherrans og sögðu að
hínar nýju kröfur ítala gerðu erf
iðara að ná samkomulagi um
kornverðið.
Fregnir frá Brússel herma, að
30. nóv., þegar ráðherranefnd
EBE kemur saman á ný til við-
ræðna um kornverðið, muni
stjórn V-Þýzkalands gera ljósari
grein fyrir afstöðu sinni og það
muni auðvelda viðræður um mál
ið.
— Maður finnst
Framh. af bis. 1
geta gefið neinar upplýsingar
um tilgang ránsmannanna að
svo stöddu. Fréttamenn sneru
sér því til egypzka sendiráðs-
ins í Róm, en talsmaður þess
kvaðst ekkert vita um at-
burðinn.
Tveir starfsmenn sendiráðs-
ins komu með kassann á flug-
stöðina og sitja þeir nú allir í
varðhaldi. Kassinn var merkt-
ur utanríkisráðuneytinu í
Kairó og á honum stóð, að í
honum væru hljóðfæri. Þegar
aka átti kassanum út að flug-
vélinni heyrðist tollvörðunum
þeir heyra stunur úr kassan-
um, og höfðu orð á því við
sendiráðsstarfsmennina, e n
þeir sögðu að þetta heyrðist
í hljóðfærunum. Tollverðirnir
voru ekki ánægðir með skýr-
inguna og kölluðu á lögregl-
una. Þegar sendiráðsstarfs-
mennirnir gerðu sér grein
fyrir að lögreglan var á leið-
inni, báru þeir kassann út í
litla sendiferðabifreið og kom
ust af stað í henni, þótt toll-
verðirnir reyndu að stöðva þá.
Skammt frá flugvellinum náði
lögreglubifreið sendiferðabif-
reiðinni og óku mönnunum á
lögreglustöðina ásamt kassan-
um og þar var hann opnaður.
U M þessar mundir gengur
faraldur meðal unglinga í
bænum, þar sem þeir ráðast
á ljósastaura og eyðileggja
Ijósaperurnar. — Starfsmenn
rafmagnsveitunnar hafa snú-
ið sér til blaðsins og beðið
það að koma því áleiðis til
borgaranna að aðstoða við að
kveða niður þennan vágest.
Unglingarnir ráðast frekast á
járnstaura og berjá í þá með
grjóti eða öðru barefli og kemur
þá svo mikill titringur á staurinn
að gormur perunnar lætur sig og
ljósið slökknar. Mest hefir borið
á þessu að undanförnu í Vestur-
bænum og þá einkum í Mela-
hverfinu og Sólvallahverfinu,
einnig hefir þessa orðið talsvert
Stefán Filippusson
látinn
STEFÁN Filippusson frá Kálfa-
fellskoti andaðist í gær í Hrafn-
istu 94 ára að aldri.
Neyðarástand
barnafjölskyldu
EINS og Morgunblaðið skýrði
frá í gær kviknaði í húsinu að
Lindargötu 44B aðfaranótt
mánudags og urðu á því tals-
verðar skemmdir.
í kjallara hússins bjó Emil
Richter ásamt fjölskyldu sinni,
konu og fimm börnum. Konan
liggur nú á fæðingarheimilinu
við Eiríksigötu.
Vegna brunans er fjölskyldan
nú húsnæðislaus og hefur ekki
tekizt að fá íbúð. Hér er því um
neyðarástand að ræða og er fólk
vinsamlegast beðið að hringja til
Emils Richters í síma 3 67 61 ef
það hefur nakkur tök á því að
útvega honum og fjölskyldu
húsnæði.
vart á Fjölnisvegi og þar í kring.
Fleiri staði mætti nefna þar sém.
talsverð brögð eru að þessum
skemmdarverkum. Til er að
skóladrengir hafa gengið á Ijósa-
staura í heilum götum og slökkt
á þeim öllum á örskammri
stundu. Síðan kvartar fólkið I
hverfunum linnulaust yfir myrkr
inu á götunum.
Perurnar, sem fyrst og fremst
verða fyrir barðinu á skemmdar-
vörgunum, eru 300 vatta glóðar-
perur. Veldur eyðilegging hverr-
ar peru fjárhagslegu tjóni fyrir
bæinn, sem nemur 60—70 krón-
um á peru, auk hins beina tjóns
og þeirrar hættu sem stafar af
því að heilar götur eru myrkv-
aðar.
Hér í bæ eru settar upp 500—-
600 perur vikulega um þessar
mundir; en að sjálfsögðu er þetta
nokkuð breytilegt. Starfsmenn
rafveitunnar fullyrða að minnsta
kosti þriðjungur þeirra pera, sem
skipt er um, séu eyðilagðar af
skemmdarvörgum.
Það eru eindregin tilmæli til
íbúa hinna ýmsu+verfa í bæn-
um að þeir láti lögregluna þegar
í stað vita ef þeir verða varir við
að unglingar eru að eyðileggja
Ijósaperur götuljósa.
Heimdallur
LAUNÞEGAKLÚBBUR. Annað
kvöld verður haldinn fundur í
Launþegaklúggnum í Valhöll við
Suðurgötu og . hiefst hann kl.
20:30. Þar mun Þórir Einarsson,
viðskiptafræðingur, ræða við
fundarmenn um: „Hlutverk nú-
tíma verkalýðshreyfingar". — Á
eftir verða kaffiveitingar og
kvikmyndasýning.
Allir ungir launþegar eru vel
komnir í Launþegaklúbbinn.
í SJÖTTU umferð fóru leikar
svo í A-riðli:
Rúmenía 2% — Holland lMs
USA 2V2 — ísrael 1%
V-Þýzkal. 2 % — Pólland 1 %
USSR 3 — Búlgaría 1
Júgóslavía 1 — Spánn 0
+ 3 bið
Argentina og Ungverjaland bið
Tékkóslóvakía 3 % —
Kanada V2
í 5. umferð sigraði L. Schmidt
P. Keres eftir 10 tíma tafl-
mennsku og er það lengsta skák
mótsins til þessa. Rússar töpuðu
síðast á Ólympíumótinu í
Moskvu 1956 með IV2—2Vfe hjá
Ungverjum.
C-riðill
Sviss 3t4 — frland Vj
Finniand 2% — Grikkland 1 Vz
íran 3 — Tyrkland 1
Kólumbía 2Vs — Monaco IVz
ísland 2V2 — Indland 1%
Röð efstu þjóðanna eftir 6 um>
ferðir í A-riðli:
1. USSR 16 V2
2. Rúmenía 15
3. Tékkóslóvakía 13 V2
4. Argentína 13 + 1 bið
5. V-Þýzkaland 13
B-riðill
1. A-Þýzkaland 18 Mi
2. Svíþjóð 17
3. Danmörk 15%
C-riðill
1. Finnland 17
2. fsland 16 + 1 bið
3. Sviss 16
4. Kólumbía 16
5. Venezuela 14%