Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 1
28 si3ur Lengsta ferð, sem páfi hefur nokkrn sinni tekizt á hánáur Bombay 2. des. — AP — Páll páfl VI heilsar Lal Bahadur Shastri forsætisráðherra Indlands á flugvellinum í Bombay. Bombay, 2. des. (AP) t PÁLL páfi VI kom síð- degis í dag í þriggja daga pflagrímsför sína til Bombay til þess, fyrst og fremst, að vera viðstaddur alþjóðaþing rómversk-kaþólskra kirkju- leiðtoga í borginni. Er þetta í fyrsta sinn sem páfi heim- sækir Indland — og jafnframt lengsta ferð, sem nokkur páfi hefur nokkru sinni tekizt á hendur. t Páfa var ákaft fagnað við komuna til Bombay. Tóku forsætisráðherra Indlands, Lal Bahadur Shastri, og vara- forseti, Zakir Hussain, á móti honum á flugvellinum, auk fleiri ráðherra og sendimanna erlendra ríkja — og að minnsta kosti hundrað þús- undir manna af ýmsum trúar- brögðum höfðu safnazt þar saman til að fagna honum. ♦ Ekki bar á neinum mót- | mælaaðgerðum öfgamanna Uppreásnarmenn haffa drep< ið 80.000 manns — segir Kasavubu forseti Kongó London, Leopoldville, 2. des. AP—NTB • Stjórnir Bretlands og Belgíu hafa orffið ásáttar um, aff úr því, sem komið er, verffi að fara stjónrmáialegar leiðir tii þess aff reyna aff bjariga þeim hvítum mönnum, sem enn eru á valdi uppreisnarmanna í Kongó. Munu þeir nokkur hundruff talsins, víðsvegar á svæffi uppreisnar- manna. í dag björguðu stjórnar hermenn hundraff belgískum mönnum frá bænum Dingila, sem er um 400 km. fyrir norffan Stanleyville. • Frá Leopoldville berast þær fregnir, aff Kasavubu, for- seti Kongó, hafi sent þrjátíu leiðtogum Afríkuríkja orðsend- in,gu, þar sem segir, aff uppreisn- armenn hafi orðiff meira en 80.000 manns aff bana í Kongó. Sé óhugsandi aff taka tillit til manna, er sýni mannslífum slíka lítilsvirffingu sem uppreisnar- menn hafa gert sig seka um. Telur Kasavubu fund æffstu manna Afríku um Kongómálið ástæðulausan og beina lítilsvirff- ingu við Kongóstjórn. Forsætisráðherra Komgó, Moise Framhald á bls. 27 er játa hindúatrú, enda hafa um 250 leiðtogar þeirra verið handteknir síðustu daga og munu þeir sitja í gæzluvarð- haldi meðan á dvöl páfa stendur. Páll páfi VI lagði upp frá Róma borg í dögun í morgun í ausandi regni. Hann fór með þotu af gerð inni Boeing — 707 frá indverska flugfélaginu Air India. Tók ind- versk sari-klædd flugfreyja á móti honum á flugvellinum og fylgdi honum um borð í vélina. Farþegar voru 76 auk páfa, þar á meðal fimmtán manns úr hirð hans, allmargir kaþólskir trúboð- ar og fjöldi blaðamanna. í föru- neyti páfa voru m.a. forsætis- og utanríkisráðherra Páfagarðs, Al- meto Cicagnani kardináli, og lif- læknir páfa, prófessor Mario Fontana. Flugferðin til Bombay, sem er nær 4.000 flugmílur, tók sjö klukkustundir, en komið var við í Beirut í Líbanon og Damaskus í Sýrlandi. ★ í Beirut var höfð klukkustund- ar viðdvöl og ræddi páfi þá við forseta landsins, Charles Helou. Blöð og fréttastofnanir höfðu gert ráð fyrir því, að í viðræðum þeirra mundi bera á góma yfir- lýsingar kirkjuþingsins mikla í Róm um afstöðu kaþólsku kirkj- unnar til Gyðinga. Hafa þær vak- ið mikla reiði meðal Araba, sem telja, að ísraelsmönnum hafi bætzt öflugur stuðningsmaður, þar sem kaþólska kirkjan er. Svo fór hinsvegar, að ekki var á mál þetta minnzt. I Damaskus var páfa hinsvegar afhent mótmælaorðsending frá Amin Hafez, hershöfðingja, þar sem hann v’ar minntur á fram- komu ísraelsmanna við arabiska Framh. á bls. 3. Breyiing á [ sovézku réttarfari? Moskvu, 2. des. (AP) t í DAG birtist í stjórn- arblaðinu „Isvestija“ grein eftir dómarann Aleksander Gorkin, þar sem hann seg- ir, að héðan í frá muni sov- ézkir dómstólar ganga út frá því, að sakborningur sé saklaus, þangað til sannazt hafi á hann sök. Vekur þessi yfirlýsing dómarans verulega athygli, þar sem hún er mikilsvert frávik frá sovézkum réttar venjum og greinilega birt með samþykki stjórnarinn- ar og flokksins. Tilraun Peróns mistókst Verður sendur aftur til Spánar — verði þá við honum tekið Rio de Janeiro, 2. des. — AP-NTB — Ó í kvöld eða nótt er fyrirhugað að Juan D. Feron, fyrrum einræðis- herra Argentínu, verði fluttur flugleiðis til Madrid — eftir árangurslausa til- raun hans til þess að kom- ast til heimalands síns. — Kom Peron til Rio de Jan- eiro í dag með flugvél frá spánska flugfélaginu IB- ERIA. Hugðist hann halda áfram förinni til Monte- video í Uruguay og þaðan til Paraguay, þar sem hann ætlaði að bíða færis að komast til Argentínu, svo sem hann hafði heitið stuðn ingsmönnum sínum heima fyrir. • í för með Peron voru nokkrir stuffningsmenn hans, argentínskir, og verða þeir sendir til Buenos Aires, aff sögn brasilískra ráðamanna. • Nágrannaríki Argen- tínu — Brazilía, Uruguay og Paraguay — hafa neitaff Peron um Iandvistarleyfi, — og haft er eftir utanríkisráffherra Argentínu, Zavalo Ortiz, aff þaffi hafi veriff forseti Brazilíu, Castelo Branco, sem átti frum- kvæðiff aff því að hefta för Perons. „Með framkomu sinni í þessu máli hefur hann lagt fram mikilvægan skerf til stuðnings samstarfi og vináttu þjóða okkar“, sagffi Ortiz í viff tali viff fréttamenn í kvöld. • Frá Spáni berast hins- vegar þær fregnir í kvöld, aff óvíst sé, hvort Peron verffi Veitt dvalarleyfi þar aftur — þar sem hann hafi brugffizt þeim skiiyrðum, sem sett voru fyrir landvistarleyfi hans. — Peron hefur búiff á Spáni frá því árið 1960. Fljótt eftir miðnætti í nótt flutti spænska fréttastofan „CIFRA“ þá fregn, að Peron hefði verið um borð í einni af þrem flugvélum, sem lögðu upp frá Madrid á tímabilinu 01.30—01.45, að staðartíma. Fylgdi fregninni, að ein vél- anna ætti að fara til Rio de Janeiro, en hinar tvær til Buenos Aires. Framh. á bls. 3 Bio de Janeiro 2. des. - AP - Juan D. Peron og fylgdarmenn hans stiga út úr flugvélinni á Galeao-flugvellinum í Rio de Janeiro. Pall páfi VI í Bomhay

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.