Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 2
P" L í 2 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 3. des. 1964 Miðstjórnarfundur í Moskvu á mánudag? — Talið að Krúsjeff verði þá vikið úx miðstjórninni JVIeðfylffjandi mynd var tekin 1. des. sl. er hinn nýkjörni forseti 19. Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna, Quaison Sr’e’ ey frá Ghana hafði tekið sér sæti við hlið U Thants framkvæmda- stjóra samtakanna. Páll Zóphóníasson frv, alþingismaður látinn í FYRRAKVÖtD andaðist í Borgarspítalanum Páll Zóphón- íasson fyrrum alþingismaður og búnaðarmálastjóri. Páll hafði átt við langa og erfiða sjúkdóms- legu að stríða. Páll var sonur séra Zóphónías- ar Halldórssonar og konu hans Jóhönnu Soffíu Jónsdóttur. Hann var fæddur að Viðvík í Skagafirði 18. nóvember 1886 og því ný orðinn 78 ára að aldri. Hann var búfræðingur frá Hól- um 1905, lauk kandidatsprófi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1909 og gerðist þá kennari við bændaskólann á Hvanneyri og var þar til 1920 er hann gerðist skólastjóri á Hól- um og var það til 1928. í>að ár réðst hann nautgripa- og sauð- fjárræktunarráðunautur til Bún aðarfélags fslands, en lét af síð- arnefnda starfinu 1937 en ráðu- nautur í nautgriparækt var hann allt til 1950, en var þá settur bún aðarmálastjóri og var það til 1956. Það ár lét hann af störfum hjá Búnaðarfélaginu en hafði a hendi forðagæzlu til ársins 1963. Páll sat á þingi fyrir Norðmýl- inga allt frá 1934 til 1959. Hann gengdi fjölmörgum trúnaðar- störfum öðrum svo sem í nefnd- um Alþingis og tók mikinn þátt í félagsmálastarfsemi sveitanna. Páll ritaði fjölda greina og átti um skeið búnaðarblaðið Frey og stjórnaði því. Páll var sivökull og sístarfandi fyrir landbúnað- inn hér á landi og hafði geysimik il áhrif á gang mála innan þeirr ar greinar. Hann hafði til áð bera mjög mikla þekkingu í sér- greinum sínum og þá fyrst og fremst nautgriparækt. Hefir kyn bótastarfsemi sú, er unnin hefir verið á sviði nautgriparæktar hér á landi, að miklu verið hans verk. Páll var geysifróður um allt er lét að sveitum, þekkti vei flesta sveitabændur, ættir þeirra og búskaparháttu. Hann var frá bærlega greiðasamur og heimili hans gestmargt alla hans tíð. f upphafi fundar í Sameinuðu Alþingi í gær minntist þingfor- seti Páls Zóphóníassönar. Vott- uðu þingmenn hinum látna virð ingu sína með því að rísa úr sætum. Moskvu, 2. des. (NTB) t Miðstjórn sovézka komm- únistaflokksins kemur saman til fundar einhvern næstu daga — sennilega á mánudag, að því er áreiðanlegar heim- ildir herma. Mun ætlunin að ræða þar samskipti Sovét- ríkjanna og Kína — og önnur vandamál, er steðja að hinni aiþjóðlegu hreyfingu komm- únista. Einnig er talið víst, að á fundi þessum verði Nikita Krúsjeíf vikið úr miðstjórn- inni, þar sem hann enn á sæti. Þá er haft fyrir satt, að rætt verði um frestun fundar fulltrúa 25 kommúnistaflokka, sem boðað hafði verið til 15. desember. — Ennfremur verði fjallað um ýmis flokksmál með tilliti til þess, að Krúsjeff hefur látið af völdum, Glæsileg somhoma Sjólfslæðis- monno á Patreksfirði Páll Zóphöníasson Hann var virtur hæði af andstæð ingum, sem samherjum í stjórn- málum. Páll kvæntist árið 1912 Guð- rúnu Hannesdóttur frá Deildar- tungu og áttu þau 6 börn, sem öll eru á lífi. Konu sína missti Páll fyrir rúmu ári. Börn þeirra eru: Unnur, kona Sigtryggs Klemenzsonar ráðu- neytisstjóra, Zóphónías, skipu- lagsstjóri ríkisins, kvæntur Lis, danskri konu, Páll Agnar, yfir dýralæknir kvæntur Kirsten Henriksen dýralækni, Hannes, bankaútibússtjóri, kvæntur Sig- rúnu Helgadóttur, Hjalti, fram- kvæmdastjóri Véladeildar SÍS, kvæntur Ingigerði Karlslóttur og Vigdís kona Ballvins Halldórs- sonar leikara. SJALFSTÆÐISFÉLAGIÐ Skjöld ur á Patreksfirði efndi til sam- komu þriðjudaginn 1. desember og hófst hún í samkomuhúsinu „Skjaldborg" kl. 9 um kvöldið með sameiginiegri kaffidrykkju. Jóhannes Árnnson sveitarstjóri setti samkomuna og stjórnaði henni. Síðan minntist Ásmundur B. Olsen oddviti þess að 30 ár voru liðin frá því að samkomuhúsið Skjaldborg var vígt og tekið í notkun. En það var þá eitt mynd arlegasta samkomuhús landsins. Þakkaði harfn brautryðjendun- um mikilsvert starf þeirra og gat þess að bygging nýs félagsheim- ilis væri nú í undirbúningi á staðnum. Sigurður Bjarnason alþingis- maður flutti því næst aðalræðu kvöldsins. Þakkaði hann Sjálf- stæðisfólki á Patreksfirði mikils verða forystu í félagsmálum hér aðsins, minntist fullveldisdags- ins 1. des. og þeirrar baráttu, sem lá að baki honum. Ennfrem ur ræddi hann ýmis þau stórmál, sem nú væru efst á baugi með þjóðinni og að lokum helztu framfaramál Vestfirðinga. Síðan fóru fram frjáls ræðu höld og tóku þá til máls þeir Jónas Magnússon sparisjóðsstjóri og Snæbjörn Thoroddsen odd- viti í Kvígindisdal. Öllum ræðumönnum var ágæt lega tekið. Þá söng Karlakór Patreks- fjarðar undir stjórn Jóns Þ Björnssonar og þótti söngur hans takast ágæta vel. En kórinn er aðeins um það þil eins árs gam- alL Varð hann að endurtaka mörg lögin, er hann söng. Að lokum var dansað. Þessi samkoma ' Sjálfstæðis manna á Patreksfirði var mjög fjölsótt og var öll hin glæsileg asta. V-Evrópubandalagiið meðmælt kjarnorkuher — Þrátt fyrir ummæli Brosio, írkv.stj. NATO París, 2. des. — NTB-AP: SAMÞTKKT var á fundi Vestur Evrópubandalagsins í dag, að hvetja stjórnir aðildarríkja þess I GÆR var NV átt og vægt frost hér á landi. Suðvestan lands voru 7—8 vindstig, en miklu hægari annars staðar. Norðan lands og vestan voru smáél. — Lægðin suðvestur af Grænlandi fer norður og mun sennilega draga hér til sun.._. á morgun. — sem eru Bretland og aðildar- ríki Efnahagsbandalagsins — til þess að styðja hugmyndina um kjamorkuherstyrk Atlantshafs- bandalagsins. Var jafnframt lagt til að hann yrði byggður á sem víðtækustum grundvelli og skip aður hermönnum margra aðildar ríkja NATO. Atkvæðagreiðsla um mál þetta fór fram að loknum tveggja daga umræðum. Greiddu 37 atkvæði með, en 9 á móti — 15 sátu hjá. í gær, þriðjudag, hélt Man- ilo Brosio, framkvæmdastjóri At lantshafsbandalagsins ræðu á fundinum — og lýsti þvi þar yf ir að hann væri þess ekki full- viss að umræddur kjamorkuher mundi ráða úrslitum fyrir varn- ir bandalagsins í framtíðinni — og taldi, að of mii l ð hefði ver- ið gert úr mikilvægi og áhrif- um hans. Brosio sagði í ræðu sinni, að hugmyndin um sameiginlegan Framhald á bis. 27 breytingar sem orðið hafa á skip- an Æðsta ráðsins og fram- kvæmdanefndarinnar o. s. frv. Að öllum líkindum hefst fund- ur þessi á mánudag, en ekki er vitað hve lengi hann stendur yf- ir. Ýmsir sendiherrar Sovétríkj- anna, sem sæti eiga í miðstjórn- inni, eru á leið heim til Moskvu. Málverkauppboð FJÖLDI manns lagði leið sína að Hótel Sögu í gær, en þar voru til sýnis myndir þær, sem verða á uppboði Sigurðar Benediktssonar í dag. Meðal þeirra mynda, sem sérstaka athygli vöktu, má nefna sjálfsmynd Muggs, teikn- ingu Einars Jónssonar frá 1907, myndir Jóns Stefánssonar, Klett- ar og Sýslunefndarfundur eftir Kjarval, og módelstúdíur Gunn- laugs Blöndals, en sjö myndir eftir Gunnlaug verða á uppboð- in í dag. Myndirnar verða til sýnis í dag frá kl. 10 til 4. Upp- boðið hefst að Hótel Sögu kl. 5 í dag, og gefst mönnum þá kost- ur á að bjóða í rúmlega fjörutíu málverk og teikningar eftir 23 listamenn. Hljómsveitarstjónnn og emleikararnir. — Frá vinstri: Averii Williams, Proinnsias O’Duinn, Ladislava Vicarova. Fimmlu hljómleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar í kvöld FIMMTU hljómleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða haldn- ir í samkomuhúsi Háskólans í kvöld, 3. desember. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður að þessu sinni Proinnsias O’Duinn, en einleik leika þær Averil Williams og Ladislava Vicarova. Hinn írski hljómsveitarstjóri er íslendingum að góðu kunnur síð- an hann stjórnaði hljómleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar í fyrra. Hann hefur undanfarið stjórnað vikulegum hljómleikum í sjónvarpi í Dublin. Averil Williams og Ladislava Vicarova hafa báðar leikið ein- leik með Sinfóníuhljómsveitinni áður, en það var á jólatónleikum hljómsveitarinnar í fyrra. Þær hafa báðar leikið með hljóm- sveitinni að undanförnu, en ung- frú Williams kennir auk þess flautuleik í Tónlistarskólanum. Efnisskrá hljómleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar að þessu sinni verður á þann veg, að fyrst verð- ur leikinn Inngangur og Allegro op. 47 eftir Elgar. Þá Konsert fyrir flautu og hörpu K. 299 eftir Mozart. Leikur Averil Williama einleik á flautu, en Ladislava Vicarova á hörpu. Eftir hlé verð- ur svo flutt Sinfónía nr. 9 í e- moll op. 95 (Frá nýja heimin- um), eftir Dvorák. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.