Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. des. 1964
UM BÆKUR
Grasafræði handa þeim sem
lengra eru komnír
EINAR GUDMUNDSSON:
JÓLAEYJAN, bamasaga.
Vtg.: ísafoldarprentsm. h.f.
Reykjavík, 1964. 60 bls.
Er öld ævintýrsins liðin?
Líklega mundu einkverjir
svara, að svo væri. >ó er ekki
svo langt, síðan börn sátu um-
hverfis forneskjulegar ömmur
og sfðskeggjaða afa og hlýddu
hugfangin á furðusögur af karls-
sonum og öskubuskum, sem
héldu að heiman með nesti og
nýja skó, börðust til frama í
fjarlægum löndum og urðu á
endanum kóngar og drottningar
í víðlendum ríkjum.
Börnin lifðu sig inn í slíkar
sögur. Undir niðri fannst þeim,
sem í þeim fælist einhver yfir-
skilvitleg og dularfull vísbend-
ing til þeirra sjálfra, hvers um
sig. Gat ekki hugsazt, að svipuð
ævintýr ættu fyrir þeim sjálfum
að liggja?
Ég veit ekki, hvort ævintýr
eru lengur sögð börnum né held-
ur, hvort börn hafa lengur gaman
af sögum um karlssyni og ösku-
buskur, sem verða að kóngum
og drottningum. En einhvern
veginn þykir mér vafasamt, að
öll börn vildu nú verða kóngar
og drottningar, þó þau ættu þess
kost.
En hvað sem líður kóngum og
drottningum, þá er svo mikið
víst, að ævintýr eru enn samin
og út gefin. Nýjasta ævintýrið
heitir Jólaeyjan. Höfundurinn er
Einar Guðmundsson, sem þekkt-
ur er af sínu mikla þjóðsagna-
safni. Kallar hann þessa bók
sína „barnasögu" á titilblaði.
Jólaeyjan er nýstárlegt ævin-
týr. Þar segir frá feðgum tveim,
sem heima eiga á bænum Meld-
unarstöðum vi'ð suðurströnd ís-
lands, og er sonurinn, ungur
drengur, söguþulur. Þeim feðg-
unum verður á jólanótt reikað
niður að ströndinni, og sjá þeir
þá undur mrkið, sjálfa Jólaeyna,
sem berst þar upp að ströndinni.
Jólaeyna hafði íorðum rekið
þarna að landinu á hverju ári,
en nú hafði hún ekki sézt sí'ðustu
fimm aldirnar, eftir að bóndi
nokkur skaut sér undan að lið-
sinna nauðstöddum strandmönn-
um. Var þá lagt á ætt hahs, að
bölvun skyldi henni fylgja og
ekki létta, fyrr en hún hefði
bjargað hundrað mannslífum. Nú
vau þeirri tölu náð, og Jólaeyjan
var komin aftur.
Af upphafi sögunnar mætti
ætla, að þarna væri á ferðinni
táknræn saga, sjálf öriagasaga
þjóðarinnar í yfirfædðri mynd,
og það er hún sjálfsa.gt í vissum
skilningi, þó færra bendi til þess
í síðari hluta bókarinnar.
Mestur hluti sögunnar er lýs-
ing á hinu fjölskrúðuga gróður-
ríki eyjarinnar. Sú lýsing er ná-
kvsem og eflaust fróðleg. Um
það mál er ég ekki dórnbær.
Drengurinn, sem er bæði aðal
persóna og söguþulur, er svo fróð
ur í grasafræði, að hann kann
skil á öllum trjám og jurtum,
sem fyrir augu ber á eynni, en
hún er, sem geta má nærri, þak-
in suðrænum gró'ðri, þroskamikl-
um ávaxtatrjám og ilmandi, lit-
fögrum blómum. Drengurinn
þekkir heiti allra blóma og trjáa,
sem hann sér, og ekki nóg með
það, hann kann líka, þó ótrúlegt
sé, að nefna það allt á latínu.
Mér er ekki fullljóst, hvað
höfundurinn er að fara með þess
ari miklu og nákvæmu grasa-
fræði í ævintýri handa börnum.
Þá er mér ekki minni ráðgáta,
í hvaða tilgangi hann tilfærir
alla þessa latínu. Get ég ekki við
bundizt að varpa fram þeim
spurningum, þar sem sagan er
áð öðru leyti mjög vel undir-
byggð og vandvirknislega unnin
á allan hátt. Mun latínan ekki
fæla venjuleg börn frá sögunni
fremur en hæna þau að henni?
Skáldskapargildi sögunnar
kann að vísu að vera álitamál.
En tungutak höfundar svíkur
engan. Einar Guðmundsson er
svo vel að sér í íslenzku máli
og þar að auki svo orðmargur,
að börnum kæmi betur en ekki
að hafa skýringar við Jólaeyna.
Sjaldgæf orð er þar býsna mörg
að finna.
Sumum barnabókahöfundum
hefur veri'ð brugðið um lélegt
málfar, og það með réttu. Einar
Guðmundsson verður ekki sak-
aður um slíkar ávirðingar. Bók
hans er á svo fögru máli a'ð til
fyrirmyndar er.
Ég get hvorki sett mig í spor
barna né gizkað á, hvort þau
• MÆÐUSVIPUR
í bókaverzluninni í Vestur-
veri heyrði óg að kona tautaði
við sjálfa sig um leið og hún
leit yfir jólakortaúrvalið:
„Og svo verður maður víst
að kaupa eitthvað af þessum
jólakortum."
Ég sá það á konunni, að hún
hefði getað keypt hvaða bók
sem var í verzluninni án tillits
til verðsins — og það var ekki
kostnaðurinn við jólakaupin,
sem hún horfði í. Nei, hún hef-
ur sjálfsagt ekki nennt að skrifa
á kortin og koma þeim í póst.
Ég er viss um að þetta var eina
ástæðan til þess að hún skoðaði
kortin með mæðusvip.
íslendinigar státa af öllu milli
himins og jarðar — m.a. af því,
kunna að njóta þessarar sögu.
Fyrir mitt leyti hefði ég kosið,
að hún byggi yfir eilítið meiri
spennu, einhverju óvæntu, því
söguefni'ð sjálft hefði óneitanlega
verið vel til þess fallið.
En nóg um það. Við íslending-
ar höfum alltaf átt okkar jóla-
eyju innst í hugskotinu. Við bú-
um í fögru landi, en skóglausu.
Og skógleysið er það eina, sem
við höfum aldrei sætt okkur við
í þessu landi okkar, sem betur
fer, vil ég segja. Þess vegna eru
skógræktarmenn okkar ennþá
hugsjónamenn, þó aðrar hugsjón-
ir séu farnar veg allrar veraldar.
Ég vona, að JÓLAEYJA Einars
Guðmundssonar verði svo gó'ður
fyrirboði, að kynslóð sú, sem hún
er ætluð til lestrar, geri landið
sjálft að jólaeyju, svo við þurfum
ekki lengur á neinum jólatrjám
að halda handan yfir höfin.
Ef sú von yrði að veruleika,
yrði þáð ævintýr stórkostlegra
en öll þau ævintýr, sem áður
hefðu verið sögð og skrifuð á
íslandi.
Erlendur Jónsson.
Andar
MISVINDI, greinasafn eftir
Snæbjörn Jónsson.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Reykjavík, 1964. 240 bls.
MISVINDf heitir greinasafn það,
sem Snæbjörn Jónsson hefur nú
sent frá sér. Þar er að finna
tuttugu og fimm kaflafyrirsaign-
ir auk formála. Fáeinum mynd-
um er dreift um bókina og aft-
ast er nafnaskrá.
Höfundur lýsir því yfi'r í for-
mála, að hann vilji helzt enga
bók sjá formálalausa. Og ræki-
að á íslandi séu allir læsir og
skrifandi. Flestir verða þó að
taka á honum stóra sínum til
að skrifa á jólakort einu sinni
á ári — og er sú staðreynd senni
lega ekki bezti vinisburðurinn
um það, hve allir eru hér vel
skrifandi.
• GAGNLEGUR HLUTUR
Hin svonefnda pennaleti ís-
lendinga — og tökum þá jóla-
kortin sem dæmi — á að mín-
um dómi rætur að rekja til þess,
að við leggjum ekki réttan
skilning í þessa einföldu jóla-
kveðju. Eða — hugur fylgir
ekki máli.
Það er ágætur siður og gagn-
legur að viðhalda tengslum og
kunningsskap, sem annars er
lega stendur hann við þau orð,
hvað þessa bók áhrærir, því for-
máli hennar er fyrir margra
hluta sakir merkileg lesning.
Meðal annars víkur höfundur-
inn þar að stafsetningunni á bók-
inni.
„Alltaf finnst mér það vera að
gera lítið úr sér að ræða um staf-
setningu í formála eða ritdómi,"
segir hann. „Fyrir þessu eru þó
sumar frómar sálir ofurviðkvæm
ar. Ég vil því sýna lítillæti og
geta þess, að stafsetning á þess-
ari bók er ekki samræmd."
Þessi orð hafa sjálfsagt átt að
vera afsökun, því stafsetningin
á bókinni er einn hrærigrautur,
sem ómögulegt er að botna L
Sama er að segja um greinar-
merkjasetningu. Það verður því
að álíta, að orðin hafi snúizt við
hjá Snæbirni Jónssyni, því vissu-
lega er það á valdi lesendanna að
sýna lítillæti gagnvart slíkum
vinnubrögðum.
„Skammlitla íslenzku tel ég
mig skrifa,“ sagir hann ennfrem-
ur í formálanum þau orð eru
sönn í bókstaflegum skilningi.
Hann skrifar einmitt skammlitla
íslenzku og ekkert fram yfir það.
Ég hygg, að veruleg mállýti sé
ekki mörg að finna í greinum
hans. Hins veigar er stíllinn
hvergi rismikill og víðast þung-
lamalegur. Til dæmis hefjast
málsgreinar gjarna á forsetningar
lið eða atvikslið. Orðaröðin er þó
hnökralaus, aðeins fremur óþjál.
Málið er í einu orði sagt bóklegt,
en ekki líflegt.
Tvær fyrstu greinarnar í bók
Snæbjarnar Jónssonar fjalla um
dulspeki og heita Undur dul-
heima og Um miðilsstarfsemi.
Yfir lesmálssíðum síðar nefndu
köldu
gréinarinnar er þó prentað ann-
að heiti. Ekki er mér kunnugt
um, hver á sök á því.
Höfundurinn gerir á einum
stað þann fyrirvara, að ,,allir
kunnugir vita að qg er maður
lítillar trúar.“ Ekki get ég ráðið
af skrifum hans, hvernig skilja
beri þau orð, því mikið ræðir
hann um trúmál og mjög virðast
þau mál vera honum hugleikin.
En lífsspeki Snæbjarnar Jóns-
sonar finnst mér vera úrleiðis
frá okkar alþýðlegu og hversdaigs
litið ræktaður, með því að
senda skriflega kveðju einu
sinni á ári, eða svo — og þetta
gerum við einmitt um jól og
áramót — þegar flestir eða allir
eru í huigsanlegu beztu ástandi
til að meðtaka hlýja vinar-
kveðju c|* gefa henni meiri
gaum en ella. Og kveðjunni má
gjarnan fylgja eitthvað smáveg
is, sem minnir frekar á send-
anda — eða þegar um útlönd
er að ræða, eitthvað, sem minn
ir á landið.
• HVER ER AÐ VERÐA
SÍÐASTUR
Fjölmöngum veitist hins veg-
ar auðveldara að koma frá sér
dýrum gjöfum en einu sendi-
bréfi ,sem ekki þarf að kosta
Snæbjörn Jónsson
legu viðhorfum, að ekki sé meira
sagt. Hvaða lærdóm á til dæmia
að draga af þessari staðhæfingu:
„Ef þú glettist við sofandi
hund, veiztu ekki við hverju þú
mátt búast af honum.“
Ef dæma má af orðum Snæ-
bjarnar Jónssonar, er honum
harla uppsigað við oflætið. „Já,
það er miklu hentast að forðast
oflætið," segir á einum stað. Á
öðrum stað vitnar hann í Einar
H. Kvaran oig klykkir svo út með
eftirfarandi athugasemd frá
sjálfum sér: „Þessi orð mættu
mörgum verða til varnaðar gegn
oflæti."
Manni einum lýsir hann svo:
„Ofláti var hann sízt af öllu.“ Og
þannig er víðar að oflætinu
sneitt. Það á sem sagt ekki upp
á pallborðið hjá Snæbirni Jóns-
syni.
Og þá fær alvöruleysið og hé-
igóminn ekki síður á baukinn, því
hartn er strangur maður.
„Margsinnis er ég búinn að
fordæma þekkingarlítið, alvöru-
laust og hégómlegt miðilsfunda-
kák, sem hér er of mikið tíðkað.
Það er ætlun mín að þetta verði
seint vítt um of“, segir í grein-
inni Um miðilsstarfsemi.
„Alvörulausa miðilsgutlinu,
sem óg vék að, er með engu bót
mælandi. Það verðskuldar ekk-
ert annað en fordæmingu," segir
síðar í sömu grein.
Framh. á bls. 17
nema fimm eða sex krónur að
viðbættum stundarfjórðungi úr
okkar dýrmæta lífi. Og eg er
ekki viss um að dýrar gjafir séu
alltaf betur metnar en það ó-
dýrasta.
Ég minnist á þetta núna
vegna þess að nú er hver að
verða síðastur að koma jóla-
kveðjum og jólabögglum í
skipapóst til útlanda. Síðasta
Ameríkuskipið fyrir jól mun
vera farið, en Selá fer þann 9.
til Hamborgar, Gullfoss þann
11. til Skolands og Danmerkur
— og síðast fer Drottningin,
þann 17. til Færeyja og Dan-
merkur. Það er yfirleitt svo
margit, sem gera þarf á síðustu
stundu, að gott væri að ljúka
við að ganga frá jólapóstinum
áður en jólaskipin leysa land-
festar.
B O S C H
rafkerfi
er í þessum bifreiðum:
BENZ SAAB
DAF TAUNUS
NSU VOLVO
OPEL VW
Við höfum varahlutína.
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF.
Vesturgötu 3. — Sími 11467.