Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 28
} JWJVÍ7JI/Æ
♦ SAUMAVÉLAR
^ Jfekla LAUGAVEGI
bílaleiga
magnúsar
SkipHolt 21
simar: 21190-21105
c n n
000
z z z I
tt V, w
c c c ,
r r r
fí n n
0 0 0 I
XXX
Síldveiðiskipin nú 13
fyrir Austfjöröum
Neskaupstaður 2. des.
OG ENN veiða þeir síld á
Austfjarðamiðum. Veður var
gott á síldarmiðunum fram eftir
nóttu s.l. nótt og þeir bátar, sem
úti voru, fengu allir síld frá 150
upp í 1500 mál. Síldin veiddist á
sömu slóðum og í haust. þ.e. um
70 mílur ASA af Norðfjarðar-
horni. Segja sjómenn þar vera
mikla síld. Fái þeir veður til að
kasta er örugg veiði. I nótt kom
síldin upp á 12-15 faðma og var
ágætt a'ð eiga við hana. Enn er
rússneski síldveiðiflotinn þarna
að veiðum.
Nú má búast við að fjölgi mjög
íslenzkum síidveiðiskipum á
þessum slóðum þar sem þau
koma að sunnan og munu trú-
lega halda áfram síidveiðum hér
fyrir Austurlandi um óákveðinn
tíma.
Hingað komu í dag: Hrafn
Sveinfojarnarson III. me'ð 1500
mál, Stjarnan 500 og Gísli lóðs
með 1000 mál. — Ásgeir.
Eskifirði 2. des.
Hingað komu 2 bátar í dag
með síld, Siglfirðingur með 1450
mál og Jón Kjartansson með
1400 mál. Síldin fer til söltunar,
Minkur í rcf-
mngnsíúrbinu
BÆ Höfðaströnd, 2. des. — Á |
Vatni á Höfðaströnd er vatns- .
aflsstöð. Bóndinn tók eftir þvi
nýlega, að rafmagn fór skyndi I
lega af hjá honum. Fór hann |
að rannsaka hvað að væri og j
tók túrbinuna í sundur. Kom .
þá ljós að innan í henni var '
stór, fullorðinn minkur.
— Björn.
frystingar og bræðslu. — Gunnar
W. St.
Auk þeirra báta, serp komu til
Neskaupstaðar og Eskifjarðar í
gær komu þrír til Fáskrúðsfjarð-
ar: Margrét méð 1200 mál, Bára
1000 og Freyfaxi með 300 mál.
Sigurður Jónsson fékk 250 mál,
en fór ekki í land í gær. Auk
framangreindra skipa eru að
veiðum fyrir austan ísleifur IV.,
Garðar RE, Þórður Jónsson og
Sunnutindur. Síðasttöldu skipin
voru úti á miðum í gær, en þar
var þá kominn kaldi og ekki lík-
ur fyrir veiðum.
Alls er blaðinu þá kunnugt um
13 skip, sem stunda nú síldveið-
ar fyrir Austfjörðum.
Læknir 9 tíma frá
Hofsósi til Ólafs-
fjarðar
BÆ, Höfðaströnd, 2. des. — Snjóa
lög eru ekki mikil í byggð hér
um slóðir, en fjallvegir eru erf-
iðir. Þess má geta að læknirinn í
Hofsósi, sem stunda verður Ól-
afsfjörð með sínu læknishéraði
sökum læknisleysis þar, var 9
klukkustundir á leiðinni til Ól-
afsfjarðar sl. laugardag, en þetta
er tæp tveggja tíma ferð í góðri
færð. — Björn.
Spilakvöld
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garða-
og Bessastaðahrepps gengst fyrir
félagsvist í samkomuhúsinu
Garðaholti í kvöld kl. 20.30. —
Sjálfstæðisfólk er hvatt til að
fjölmenna á þetta fyrsta spila-
kvöld félagsins á þessum vetri.
Þessi bátur slitnaði upp í norðanrokinu í gærmorgun, en hann
lá í króknum fyrir vestan Battaríisgarðinn. Eigandinn kom fljót-
lega á strandsfað og setti belgi á milli skips og bakka. Báturinn
náðist síðan út á flóðinu. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
Jólaundirbúningur er nú í fullum gangi í bænum og þegar komnar upp götuskreytingar, sem verzl-
anir bæjarins standa að. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins í gær uppi á Skólavörðustíg af ljósa-
dýrðinni þar.
Húsgagnaverzlun og
verkstæði brenna
í GÆRKVÖLDI kom upp eld
ur í húsgagnaverzluninni Sóf-
inn við Strandgötu 50 í Hafn-
arfirði. Verzlunarhúsið, og
allt sem í því var, er talið stór
skemmt eða nánast ónýtt.
Kl. 22.10 var slökkvilið Hafn-
arfjarðar kvatt að Strandgötu 50
þar í bæ og var þá mikill eldur
og reykur í húsinu. Þarna er hús-
gagnaverzlunin Sófinn ásamt hús
gagnaverkstæði. Húsið stendur
eitt sér og er einlyft timburhús.
Enginn var í húsinu er eldur-
inn kom upp. Gola stóð af hafi
og beint gegnum húsið en ekki
var þó svo hvasst að það hindr-
aði slökkvistarf. Húsið var nær
alelda er slökkvistarfið nófst,
en tók þó ekki langan tíma að
slökkva eldinn 'og var því lokið
laust fyrir kl. 23. í húsinu var
talsvert af húsgögnum, en ókann
Lélegtu hita-
leiðslur springa
BI.AÐIÐ hafði af því spurnir í
gær að á nokkrum stöðum hefðu
hitaveituleiðslur sprungið í hús
um er þrýstingur heita vatnsins
jókst í fyrradag. Olli þetta nokkr
um skemmdum. Ástæðurnar til
þessa eru þær, að leiðslur í sum
um gömlum húsum eru farnar að
tærast; svo og voru þær á stríðs-
árunum gerðar ú.r lélegu efni,
þar sem ekki var annað að fá.
Þá hafa gamlir helluofnar einn-
ig látið undan, er þrýstingsbreyt
ing hefir orðið á hitakerfinu.
Við sþurðum sérfræðinga hita
veitunnar um þetta mál í gær
og sögðu þeir þetta aðeins geta
komið fyrir þar sem hitatæki og
leiðslur væru lélegar. Það mun
allvíða vera þörf á endurbótum á
hitakerfum, en bilanir á þeim
verða frekast þegar sízt skyldi
eða í kuldaköstum, en þá er eink
um von misrennslis.
Hitaveitan er nú að komast í
lag víðast hvar í bænum, nema
lag víðast hvar í bænum, nema
búið að jafna sig eftir að við-
gerðir hafa farið fram á dælu-
kerfum þeim, er úr lagi fóru.
að var í gærkvölli hve verðmæti
þeirra var mikið. Þau eru hins
vegar talin ónýt.
Einn af eigendum verzlunar-
innar og verkstæðisins mun hafa
verið nýfarinn úr húsinu er eld-
urinn kom upp. Eldsupptök eru
ókunn.
BÆ, Höfðaströnd, 2. des. — Sl.
föstudagskvöld brann hey að
Neðra-Ási í Hjaltadal. Bóndi þar
er Garðar Björnsson. Svo hagar
til að þarna eru 3 heyhlöður sam-
hliða, fjós og fjárhús. Um kl. 7
um kvöldið varð drengur allt í
einu var við að farið var að loga
í miðhlöðunni. Um 30 skólapiltar
frá Hólum komu þarna strax og
tóku að vinna að björgun. —
Nokkru síðar kom slökkvilið frá
Sauðárkróki, svo og fleiri sveit-
ungar úr Hjaltadal. Aðstaða til
björgunar var slæm því stór-
viðri var og stóð uppá bagga-
gatið og varð að selflytja hey út
um fjárhús, sem eru áföst hlöð-
unni. Það tókst að verja hinar
hlöðurnar tvær, en talið er að
250—300 heyhestar hafi eyðilagzt.
Hlaðan er braggabygging úr
járni og steinsteypu og mun lítið
sem ekkert skemmd. — Björn.
DAGUR 1
TIL JÓLA |
Á FUNDI í Sameinuðu þingi í
gær svaraði Ingólfur Jónsson,
samgöngumálaráðherra fyrir-
spurn frá Benedikt Gröndal um
bifreiðaferju í Hvalfirði. Þar
kom það fram, að kostnaðar-
áætlun vegna hugsanlegrar ferju
lægi fyrir, og væri heildarkostn-
aður áætlaður um 27 millj. kr.
Þá kom. það einnig fram, að um-
Síld söltuð
á Eskifirði
ESKIFIRÐI, 2. des. — Af þeim
tveimur síldarbátum, sem
hingað komu með síld í dag,
er eitthvað af síldinni tekið til
söltunar. Síldin virðist vera
allsæmileg til söltunar. Saltað
er hjá söltunarstöðinni Auð-
björgu hf.
tM
Heybrimi í Hjaltadal
Bílferja í Hvalfirði?
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumF
= ^
Færeyingar =
1 Ieggja orð Es
=1 í belg =
= DANSKA blaðið „Politiken“ =
= segir, að í Færeyjum ræði 1
menn nú af kappi um hand- =
ritamálið — og bendi á, að
= í Flateyjarbók sé margt að =
= finna, sem hafi mikla þýð-
= ingu fyrir Færeyjar. Séu marg ;
= ir Færeyingar þeirrar skjoð- i
= unar, að forðast skuli að taka =
1 fl jótfærnislegar ákvarðanir
— um örlög handritanna — og =
= umfram allt ekki afhenda þau =
1 íslendingum gegn vilja vís-
I indamanna.
= „Politiken" segir, að fær-
1 eyska blaðið „Tingakrossu“
= skrifi, að Færeyjar séu einnig
E grein hins norræna málstofns
= og til þess eigi að taka tillit.
E Segir blaðið, að hvað svo sem =
= verðigert, beri að tryggja fær- 1
= eyskum vísindamönnum ljós- =
myndir af þeim handritum, =
|[ sem mikilvæg séu vegna 1
íránnsókna á færeyskri sögu. 1
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimmu
ferð um Vesturlandsveg mýndl
vera nálægt 100.000 bifreiðum á
ári. Er því augljós hinn míkli
tímasparnaður, sem hlytist af
fyrir mikinn fjölda fólks, ef að
bílferjunni yrði, því hún myndi
stytta leiðina vestur á land veru
lega. Nánar er skýrt frá þessu á
þingfréttasíðu blaðsins í dag.