Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Firmntudagur 3. des. 1964
Þorbjörg Bernhard segir frá
fegurðarsamkeppninni í Finnlandi
„Hver er helzti munurinn á
að taka þátt í fegurðarsam-
keppnikeppni erlendis og hér
heima?“ spurðum við f»or-
bjöngu Bernhard, þegar leiðir
okkar lágu saman um daginn.
„Ja, ég hef nú ekki mikia
reynslu á þessum vettvangi,"
sagði I>orbjörg og brosti glettn
islega. „Ég- hef aðeins tekið
þátt í einni samkeppni er-
lendis, oig það var Norður-
landakeppnin síðasta, sem
haldin var í Ábo í Finnlandi
í byrjun október. Aðalmun-
urinn þótti mér vera sá, að
keppninni þar var stillt upp
þannig, að hún kæmi sem
bezt fram í sjónvarpi, en
hérna eru keppendur látnir
ganga milli áhorfenda. Það
voru ekkert afskaplega marg-
ir áhorfendur á sjálfri keppn-
inni í Finnlandi, en ekki þver
fótað fyrir kvikmynda- og
sjónvarpsvélum af öllum
stærðum og gerðum og ótal
sterkum ljóskösturum.“ i-
„Og hvor hátturinn þótti
þér betri?“
„Finnska fyrirkomulagið
tvímælalaust. Ég kann því
betur að ganga fram fyrir
myndavélar en lifandi fólk.
Ennfremur var ég á sínum
tíma feimin að koma fram hér
í Reykjavík, þar sem ég hef
slitið barnsskónum og þekki
marga og margir þekkja mig.“
„Seigðu mér eitthvað frá
ferðalaginu sjálfu, vár það
ekki skemmtilegt?“
„Það var einn draumur frá
upphafi til enda. Ég hafði ekki
komið til útlanda fyrr og allt
var nýtt í mínum augum.
Ferðasagan er í stuttu máli á
þá leið, að við Margrét Vil-
bergsdóttir flugum til Káup-
mannahafnar og þaðan beint
til Stokkhólms. Þar gistum
við eina nótt og flugum daig-
inn eftir til Helsinki, ásamt
nokkrum' öðrum þátttakend-
um. Við vorum tíu alls sem
tókum þátt í Norðurlanda-
keppninni, tvær frá hverju
landi.
Við komum til Finnlands
nokkrum dögum áður en
keppnin var haldin. Við sát-
um ótal veizlur og vorum
kynntar fyrir gestum, og eitt
kvöldið var sjónvarpað frá
einum slíkum mannfagnaði.
Alls staðar þar sem við kom-
um fram vorum við í falleg-
um kjólum, og sýndum okkur
ekki í sundbol fyrr en í aðal-
keppninni.
Aðalkeppnin fór fram
sunnudaginn 4. október í Kon
serthöllinni í Ábo, eða Turku
eins og hún heitir á máli
Finna. Fyrst komum við fram
í þjóðbúningum, Mangrét var
í upphlut og ég sömuleiðis, en
auk þess bar ég möttul á herð
um. Luku allir lofsorði á ís-
lenzka þjóðbúninginn, og er
það ekki í fyrsta sinn sem
hann vekur verðskuldaða at-
hygli. Síðan gengum við fram
og söigðum nokkur orð við
kynnirinn og töluðum móður-
mál okkar. Að þessu loknu fór
um við fram, meðan dóm-
nefndin settist á rökstóla. Á
meðan komu söngvarar frá
Norðurlöndunum og sungu
nokkur lög, Haukur Mortens
kom frá íslandi. Síðan var
sigurvegari Norðurlanda-
an til að horfa á okkur. Mér
fannst meira umstang við
keppnina þar en við eigum
að venjast um fegurðarsam-
keppnir hér heima.
Við fórum víða og vorum alls
staðar leystar út með gjöfum.
Ég á marga fallega minja-
gripi úr þessari ferð.“
„Þótti þér ferðin ekkert
þreytandi, margar stúlkur
kvarta undan því að það sé
erfitt að standa frammi fyrir
áhorfendum á hverjum degi?“
„Hver mínúta var skipulögð
út í yztu æsar og ég geri ráð
fyrir að til lengdar sé þreyt-
andi að lifa svo skipulögðu
lífi. T.d. fengum við einar
tíu mínútur til að verzla. Ég
var svo óheppin að rífá annan
sokkinn minn, þagar ég fór
út úr bílnum, svo verzlunar-
tíminn fór í það að skipta um
sokka. En þetta var sannkall-
að „lúxuslíf", við höfðum all-
ar einkabílstjóra og bjuggum
í glæsilegum hótelum, veizlu-
krásir í hvert mál og allir
kepptust um að gera okkur til
hæfis. Ég kunni þessum lifn-
aðarháttum vel, þó mér fynd-
ist ósköp potalegt að koma
heim aftur. Ég kom þó ekki
rakleitt heim eftir keppnina,
dvaldi nokkra daga hjá skyld-
fólki mínu í Danmörku.“
• „Þú hefur oft sýnt á tízku-
sýningum hér, Þorbjörg. Hef-
urðu aldrei hugsað um að
verða sýningarstúlka að at-
vinnu?“
„Jú, ég hef hugsað um það,
því ber ekki að neita, en hins-
vegar ekkert gert til þess að
láta drauminn rætast. Ég
lærði í tízkuskóla Andreu,
sem að mínum dómi er ákaf-
lega góður, og hef nokkrum
sinnum sýnt á hennar vegum.
Það eru engir atvinnumögu-
leikar á þessu sviði hér á
landi, svo ég yrði að leita að
atvinnu út fyrir landsstein-
ana, og mér hrýs hálfpartinn
hugur við það, a.m.k. meðan
ég er ekki eldri.“
„Hvað ertu gömul?“
„Éig varð 18 ára 9. október
og hélt upp á afmælisdaginn
í Danmörku, svo segja má að
ég hafi tímann fyrir mér.“
Þorbjörg Bernhard
í þjóðbúningnum
keppninnar kallaður fram.
Það var sænska stúlkan Birg-
itta Alvarljung. Númer tvö
var finnska stúlkan Sirpa
Suosmaa, þriðja var Agneta
Malmgren frá Svíþjóð, fjórða
Liv Bang frá Noregi og ég rak
svo lestina í fimmta sæti. Ég
hef sjaldan verið eins undr-
andi og þegar nafn mitt var
kallað upp.“
„Vakti keppnin mikla at-
hygli í Finnlandi?“
„Já, það var mikið skrifað
um hana í blöðin í Finnlandi,
sömuleiðis rakst ég á stórar,
myndskreyttar greinar um
keppnina í hinum Norðurlanda
blöðunum. Hvar sem við fór-
um fylgdi okkur skari ljós-
myndara og fólk hópaðist sam
Saumaklúbburinn Bláþráður, talið frá vinstri: Rósa Sveinbjörnsdóttir, Aslau,g Þorfmnsdottir,
Auður Matthíasdóttir, Sigurjóna Jóhannsdóttir, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Jóhanna Petursdottir,
Oddrún Pálsdóttir, Þórey Bergmann og prestsfrúin í Bústaðasókn, Ebba Sigurðardóttir, sem
var gestur klúbbsins þetta kvöld. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
Saumaklúbbur fœrir
kirkju sinni gjöf
EKKI alls fyrir lönigu birtist
sú frétt í blöðunum, að sauma
klúbbur í Bústaðasókn hefði
gefið söfnuði sínum 100 litla
silfurbikara, sem nota á við
altarisgöngur. Þessi frétt vakti
forvitni okkar, við vissum
raunar að margir klúbbar
söfnuðu smásjóðum en héld-
Hattasaumur í tómstundum
ÞESSl mynd er tekin úr ein-
um félagsskap kvenna í
Bandaríkjunum. Þær hafa það
fyrir tómstundaiðju að búa
til hatta handa sér eða kunn-
ingjum sínum. Auðvitað hafa
þær hattadömu sér til aðstoð-
ar við þessa skemmtilegu iðju
sina. Væri þetta ekki tilvalin
tómstundaiðja fyrir einhvern
félagsskap kvenna hér heima?
um að það væri hefð, að
klúbbrúeðlimir gerðu sér daga
mun í vetrarlok fyrir söfnun-
arféð.
Næst þegar ofangreindur
saumaklúbbur kom saman,
trufluðum við konurnar smá-
stund. Þær hröktu fyrrgreinda
kenningu okkar, sögðust að
vísu ekki vita hve margir
saumaklúbbar störfuðu eftir
sömu reglu og þeirra, en þær
vissu a.m.k. um einn í Saga-
mýrinni, sem væri að safna
fyrir kirkjugrip. Þær sögðust
halda saumafundi tvisvar í
mánuði og borga 20 krónur í
hvert skipti.
Við spurðum nú, hvað
klúbburinn væri gamall,
hvað hann héti o.s.frv. Auður
Matthíasdóttir, sem verið hef
ur formaður kvenfélags Bú-
staðasóknar frá upphafi þar
til fyrir skömmu, varð eink-
um fyrir svörum. Hún sagði,
að klúbburinn hefði nú starfað
í 11 ár, eða ári skemur en
Bústaðasókn. Þá hefði verið
rætt um að stofna smáklúbba
en ekki kvenfélag innan sókn
arinnar. Sæju klúbbarnir um
að safna í sjóði, sem síðan
yrði varið til nytsamra hluta.
Nokkrar konur hefðu hóað
sig saman í saumaklúbb, sem
seinna fékk nafnið Bláþráður,
veigna þess hve tala klúbb-
meðlima var óstöðug framan
af og klúbburinn alltaf í þann
veginn að slitna í sundur.
„Við erum aðeins tvær, sem
höfum verið í klúbbnum frá
upphafi," sagði Auður, „Jó-
hanna Pétursdóttir og ég. En
það var Oddrún Pálsdóttir,
sem kom með nafngiftina og
líkar okkur nafnið vel.“
„En starfar ekki kvenfélag
innan Bústaðasóknar?"
„Jú, niðurstaðan varð sú að
stofna kvenfélaig þar eins og í
öðrum sóknum. Núverandi for
maður er Rósa Sveinbjarnar-
dóttir, sem einnig er meðlim-
ur í Bláþræði. Sem stendur
eru fimm af átta klúbbkon-
um í stjórn kvenfélagsins, svo
segja má að samstarfið milli
þessara tveggja félaga sé mjög
náið.“
„Hvað kom til að þið völd-
uð silfurbikara sem gjöf til
kirkjunnar?"
„Kikjuna vanhagaði um
þessa hluti og markmið okk-
ar er að kaupa einhvern
kirkjugrip, sem að gagni má
koma á hverjum tíma. Það
má kannski segja, að það hafi
verið hending ein að bikararn
ir voru fyrir valinu en ekki
eitthvað annað, því kirkjuna
okkar vanhagar að sjálfsögðu
um margt. Eins og allir vita er
ekkert guðshús í sókninni og
messað í Réttarholtsskóla. Nú
er mikill hugur í mönnum að
kirkja verði reist sem fyrst og
hefur henni þegar verið val-
inn staður og Helgi Hjálmars-
son, arkitekt, hefur teiknað
mjög fallegt guðshús."
„Er kvenfélagið þá ekki
með einhver áform á prjón-
unum til að afla fjár til kirkju
byglgingarinnar ? “
„Nú erum við að undirbúa
jólabazar, þann fyrsta sem við
höldum .Til þessa höfum við
Framhald á bls. 17.