Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ ^nmtudagur 3. des. 1964 Richard IMixon: og Kennedy HINN 19. apríl 1961, þremur mánuðum eftir valdatöku Kenn- edys, flaug ég til Washington frá heimaríki mínu, Kaliforníu, en þangað hafði ég flutzt og tekið að sinna lögfræðistörfum, eftir 14 ár í þjónustu ríkisins. Það var ákveðið, að ég flytti ræðu um utanríkispólitík í Chicago i næstu viku, og ég hafði skrifað Allen Dulles og beðið hann að gefa mér yfirlit yfir síðustu viðburði. — Kennedy forseti gaf fúslega leyfi til þess; ég átti samkvæmt um- tali að hitta Dulles klukkan sex síðdegis þann 19. — Þetta viðtal átti að fara fram heima hjó mér í Washington. Ég kom þangað frá flugvellin- um skömmmu fyrir kl. 6 og fékk þá skilaboð frá CIA, að ■ Dulles hefði tafizt að minnsta kosti í eina klukkustund. Klukkan var orðin 7.30 þegar dyrabjöllunrti var loks hringt og ég fór fram til að taka móti honum. Svinaflói Ég hafði þekkt Allen Dulles og unnið með honum, síðan 1947, þegar hann var einn ráðgjafanna fyrir Herternefndina, sem ég var L Á sömu stundu og ég sá hann, varð mér ljóst, að hann var í mjög óróu skapi. Ég spurði hann, hvort hann vildi ekki fá sér eitt glas. Hann var alveg ólíkur þeim rólega og faglega manni, sem ég hafði séð ráða fram úr erfið- leikum eins og kunnáttumanni sæmdi, árum saman, og hann svar aði: — Jú, það vil ég sannarlega. Ég hef áreiðanlega þörf fyrir það. Þetta er versti dagur, sem ég hef lifað. — Hvað er að? spurði ég, og hann svaraði: — Allt er tapað. Innrásin á Kúbu fór gjörsamlega í hundana. Ég hafði auðvitað vitað, að þessi innrás var í undirbúningi, en hitt datt mér aldrei í hug, að þeir létu hana mistakast. Dulles skýrði mér nú frá mál- inu í smáatriðum. Eftir kosning- una, en áður en Kennedy tók við embætti, hafði Dulles skýrt hon- um ýtarlega frá þessum æfing- um. Nýkjörni forsetinn hafði gef- ið til kynna, að halda skyldi áfram með þessa fyrirætlun, og kvaðst myndi styðja hana, eftir að hann væri tekinn við embætt- inu. En alveg eins og orðið hafði hjá stjóm Eisenhowers, varð mikill skoðanamunur um Castro meðal ráðgjafa Kennedys. Hóp- ur hina framgjörnustu hvöttu hann til að framkvæma fyrirætl- unina. Frjálslyndir ráðgjafar hans, bæði úr stjórninni og starfs liði hans, tóku þá afstöðu, að yrði hjálp Bandaríkjanna við innrás- ina uppvís, hefði það ill áhrif á almenningsálitið í heiminum. — Þessi hópur lagði til, að annað hvort skyldu Bandaríkin reyna að koma sér saman við Castro, eða þá finna einhverja aðra að- ferð til að snúast við honum. Loksins kvað Kennedy þessa hlédrægu ráðgjafa sína niður og ákvað að halda fyrirætluninni áfram. — Það kostaði mikið hugrekki, sagði Dulles við mig, — fyrir for- setann að kveða niður suma þessa rágjafa sína og fyrirskipa að halda áfram með innrásina. En að lokum veitti hinum lingerðu betur, og með málamiðlun á síð- ustu stundu var fyrirtækið dæmt til að mistakast. Mennirnir ótt- uðust meira „heimsálitið" en ógn anir kommúnismans á vestur- helmingi jarðar og fengu forset- ann til að stýfa upprunalegu inn- rásaráætlunina. Tvær eða þrjár árásir flugmanna meðal frjálsra Kúbumanna, sem ætlað var að gera loftflota Castros ó- virkan, voru afurkallaðar og þannig hafði innrásin enga að- stoð úr lofti. Útkoman var herfi- legur ósigur, bæði fyrir frelsis- baráttu Kúbu og fyrir Bandarík- in. Okkur var álasað fyrir að vera að sletta okkur fram í þetta; við misstum af þeirri frægð, sem við hefðum hlotið fyrir að sigra — og Castro var fastari í sessi en nokkurn tíma áður. Viðbrögð Kennedys forseta Næsta dag, 20. apríl, þegar ég kom heim til mín, eftir að hafa farið í heimsókn til Capitols, fann ég miða við símann, sem Patricia, 15 ára dóttir mín, hafði skilið þar eftir. Á honum stóð: „Kenn- edy forseti hefur hvað eftir ann- að verið að reyna að ná í þig síðasta klukkutímann. Hringdu í símaborðið í Hvíta húsinu“. 2. GREIN Ég hringdi og símavörðurinn gaf mér tafarlaust samband við forsetann. Rödd hans var spennt, en vingjarnleg, er hann sagði: — Heyrðu Dick, gætirðu skropp- ið hingað og talað við mig? Hve- nær sem þér er hentugast. Ég á von á viðtali við Dick Russel og byltingarráðið frá Kúbu, en að öðru leyti er ég laus síðdegis. Ég sagðist skyldi koma í skrifstofu hans klukkan fjögur og vera reiðubúinn að tala við hann, hve- nær sem annir hans leyfðu hon- um. Það' var farið með mig inn í skrifstofu forsetans, fáum mín- útum eftir að ég kom í Hvíta hús- ið. Ég hafði ekki komið inn í þetta sögulega, sporöskjulagaða herbergi, síðan ég kvaddi Eis- enhower forseta þar 19. janúar, fyrir þremur mánuðum. Forset- inn stóð við skrifborðið sitt og var að tala við Johnson varafor- seta. „Lyndon er að fara suður til að reyna hvort hann getur fengið Mexíkómenn til að standa með okkur í þessu Kúbumáli. Ég var rétt að segja honum að láta Mexíkómenn heyra það, að við eigum inni hjá þeim greiða. Finnst þér ekki við ættum að vera stífir við þá?“ Ég svaraði: „Jæja, Mexíkó- menn er nú oft heldur linir þeg- ar kommúnistar eru annars veg- ar, sökum áhrifa frá Cardenas, en þeir þarfnast okkar eins mik- ið eða meira en við þeirra, eins og er, og eins og nú stendur, tel ég, að við ættum að vera harðir á því að þeir standi með>okkur.“ Skömmu síðar fór Johnson út úr skrifstofrnni, og forsetinn settist í hinn fræga ruggustól. Hann tók nú að segja mér frá viðbrögðum sínum við atburðunum síðustu daga. „Ég var alveg að koma af fundi með byltingarráði Kúbumanna," sagði han. „Margir þeirra, sem þar voru, höfðu misst syni, bræð- ur eða önnur náin skyldmenní í þessum bardaga. Það er það versta, sem ég hef komízt í, að horfa á hryggðarsvipinn á þeim.“ „f gærkvöldi", hélt hann á- fram, „voru þeir bálvondir við okkur. En í dag hafa þeir róazt talsvert, og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá eru þeir reiðu- búnir að berjast aftur, ef við vilj- um segja til, og veita þeim hjálp.“ Kennedy reyndi ekkert að dylja vonbrigði sín og reiði yfir þessum mistökum með innrás- ina. Hann stikaði fram og aftur um gólfið og notaði meira hisp- urslaust írskt málfar en Harvard- mál og sagði mér nú, hve mikil vonbrigði sér hefðu orðið ráð- leggiingarnar, sem hann hafði fengið. „Allir fullvissuðu mig um, sem ég talaði við — allir herfræðing- ar og CIA — að fyrirætlunin mundi takast.“ Aftur og aftur endurtók hann þá staðreynd, að þannig hefði hann verið fullviss- aður. En hann nefndi ekki þá örlagaríku ráðleggingu — sem einhver frjálslyndur ráðherra og Hvíta húsið höfðu gefið honum — að aflýsa þessum tveim árás- um — og spilla þannig allri fyrirætluninni fyrir fullt og allt. Loksins kom hann með aðal- spurningúna, beint og blátt áfram: „Hvað mundir þú gera með Kúbu, eins og komið er?“ „Ég mundi finna mér viðeig- andi lagavernd og hefjast síðan Allen Dulles handa,“ sagði ég. Ég gat látið mér detta í hug þrjár lagalegar réttlætingar á því að fara þann- ig að: 1) Nýja skýrgreiningu á árás, byggða á þeirri forsendu, að Sovétríkja-herbúnaður væri notaður af her Castros, og að við værum skyldugir til að sjá svo um, að frelsis-hermennirnir væru ekki verr útbúnir. 2) Senda amerískt herlið þangað undir vérnd sáttmála okkar, vegna hugsanlegrar ógnunar við Guan- tanamó. 3) Senda amerískt ilð til að vernda líf og réttindi nokk- urra þúsunda amerískra borgara, sem búsettir voru á Kúbu. Ég lagði á það áherzlu, að mér fynd- ist við verða að gera hvað sem nauðsynlegt væri til að losa Kúbu við Castro og kommúnismann. Kennedy hlustaði á mál mitt til enda, án athugasemda, og svar- aði síðan: „Bæði Walter Lipp- mann (sem þá hafði nýlega talað við Krúsjeff) og Chip Bohlen (sem hafði verið sendiherra okk- ar í Moskvu) hafa tilkynnt, að Krúsjeff sé í mjög herskáu skapi eins og stendur. Ef þetta álit þeirra er rétt, kann hann að trúa því, að nú sé rétti tíminn til að snúast gegn okkur, og hann gæti notað hvern ófrið okkar í garð Kúbu sem átyllu tn þess. Þess vegna er það vel til í dæminu, að ef við ráðumst á Kúbu, muni Krúsjeff ráðast á Berlín. Mér finnst beinlínis við ekki geta lagt það í hættu, sé þetta mat okk- ar rétt.“ Viðræður okkar snerust svo stuttlega að Laos, þar sem am- erísk aðstoð við hlutlausa stjórn virtist vera að leiða til þess, að kommúnistar tæki völdin fyrir fullt og allt. Ég sagði Kennedy forseta, að mér fyndist, að bæði hvað snerti Laos og Kúbu væri það fyrir öllu að taka einhverja jákvæða af- stöðu, þar með talið, ef nauð- syn krefði, að beita lofther Bandaríkjanna. Hann sagði: „Mér finnst bara ekki að við ættum að blanda okkur í málið í Laos, þar sem við gætum komizt í það að þurfa að berjast við milljónir Kínverja í fenjaskógunum.“ Næstu orð hans undirstrikuðu, hve mjög þessi vanræksla á að takast á við kommúnismann á einum stað á hnettinum, hafið veikt stöðu okkar á öllum öðruiyi stöðum í heiminum. Hann sagði: „Að minnsta kosti fæ ég ekki séð, hvernig við getum nokkuð hreyft okkur í Laos, sem er 5000 mílur í burtu, ef við hreyfum okkur ekkert á Kúbu, sem er aðeins í 90 mílna fjarlægð.“ J. F. Kennedy Ég svaraði: „Þetta er auðvitað ákvörðun, sem enginn getur tek- ið nema þú, eftir þeim upplýs- ingum, sem þú hefur um styrk okkar og skýrslum upplýsinga- þjónustu okkar um styrkleik ó- vinarins og fyrirætlanir hans. Ég vil gjarna taka það fram, að ég mun styðja þig opinberlega gegn um þykkt og þunnt, ef þú tekur slíka ákvörðun viðvíkjandi Laos eða Kúbu, og ég skal hvetja aðra repúblikana til hins sama. Ég veit, að sumir stjórnmálamenn munu segja, að þú kynnir að eiga á hættu pólitískan ósigur 1964, ef ókyrrðin á Kúbu eða Austurlöndum hafa í för með sér sendingar vopnaðra Bandaríkja- manna. En ég vil að þú vitir, að ég fyrir mitt leyti mun aldrei nota það gegn þér stjórnmála- lega, ef slíkt verður nauðsyn- legt.“ Með tilliti til þess, sem gerðist þremur árum seinna, var svar hans spámannlegt, enda þótt ég haldi ekki, að hann hafi ætlað því að vera það. „Eins og allt gengur nú og með öllum þeim vandamálum, sem við eigum við að etja, og ef ég fer að öllu rétt, þá veit ég ekki, hvort ég verð hér að fjórum árum liðnum.“ Mér var ekki alveg Ijóst þá, hyað hann átti við með þessu. Ég bjóst við, að Kennedy forseti sæi það fyrir, að hann yrði að tala áhættusama, hernaðarlega ákvörðun. Og með ófarirnar í Svínaflóa ferskar í huganum hafi hann séð það fyrir, að annar slíkur ósigur gæti orðið honum pólitískt að falli 1964. Engu að síður sagði hann með festu: „Þú getur verið viss um, að pólitísk- ar afleiðingar skulu engin áhrif hafa á þá ákvörðun, sem ég tek í þessu vandamáli.“ Þegar hér var komið, höfðum við talað saman í næstum klukku stund. Hann fór með mig út um hliðardyr að einum bíl Hvíta hússins, sem hann hafði skipað að senda eftir mér, og beið nú á akbrautinni á suðui#lettinum. En á leiðinni að bílnum gerði hann aðra spámannlega athugasemd: »Ég vona, að þú gefir þér tíma til að skrifa bók. Það er raun- verulega ágætis tiltæki, jafnvel þótt ekki seljist af henni nema fáein eintök. Það er eitthvað við það að vera rithöfundur, sem aítur byggt upp álit stjórnmála- manns. Líttu t.d. á hvað „Sam- vizka íhaldsmanns“ hefur gert fyrir Barry Goldwater!" Við kvöddumst með handa- bandi og hann sneri sér við og gekk áleiðis til skrifstofu sinn- ar. Þegar hann gekk frá mér, niðurlútur og með hendurnar á kafi í vösunum, virtist hann bein- línis bera allar áhyggjur heims- ins á herðum sér. Þegar ég horfði á þennan þreytta, álúta mann, sem venjulega. var svo hnarreist- ur og fjörlegur, hverfa inn í hina hræðilegu einveru Hvíta hússins, lagðist það þungt á mig, hve niðurdreginn og vonsvikinn hann hlaut að vera. Ég veit, að menn halda, að stjórnmálamenn geti ekki haft mannlegar tilfinning- ar — og sízt þegar andstæðingar þeirra eiga í hlut. En ég verð nú samt að segja, að á þessari myrkustu stundu stjórnmálafer- ils vinar míns, Jacks Kennedys, þá vorkenndi ég honum, mann- inum, sem hafði komizt á þing um leið og ég, fjártán árum áð- ur. — Lærdómurinn af Svínaflóa Dóttir Theodores Roosevelts, Alice Longworth, sagði mér einu sinni: „Pabbi trúði aldrei á gamla máltækið um að gráta aldrei yíir mjólk, sem hellist niður (þ.e. sakast um orðinn hlut). Hann sagði alltaf: „Auðvitað grætur maður yfir mjólkinni, sem hell- ist niður — maður grenjar og æðir fram og aftur, til þess að vera viss um að hella henni ekki niður aftur.“ Af því að Kúba er sígilt dæmi um það, hvernig ekki á að haga sér í utanrikismálum, þegar við kommúnista er að eiga, þá er nauðsynlegt að sjá, hvar okkur skjátlaðist áður, til þess að geta ákveðið, hvaða stefnu við eigum að taka framvegis. Tvo aðallærdóma er hægt að draga af Svínaflóamálinu: í fyrsta lagi, þegar ákvarðað hefur verið að leggja virðuleik Bandaríkjanna í hættu, verða menn að vera reiðubúnir að leggja fram tilsvarandi mikið af herafla Bandaríkjanna. Ég var í 82 ára afmæli James Byrnes, fyrrverandi ráðherra, skömmu eftir ófarirnar í Svínaflóa og hann sagði: „Við Bandaríkja- menn megum ekki byrja á neinu, sem við erum ekki reiðubúnir að ljúka við“. í öðru lagi verður utanríkis- stefna Bandaríkjarina jafnan að vera í sámræmi við öryggisþörf þeirra, en ekki fara eftir ein- hverju þokukenndu „heimsáliti", Bandaríkin ættu jafnan að taka fullt tillits til álits vina sinna meðal annarra þjóða. En sem voldugasta þjóð heims, er það skylda okkar að vera í farar- broddi fyrir, en elta ekki, her- afla þann, sem hefur það hlut- verk að verja frelsið. í Kreml hlýtur Krúsjeff að hafa fylgzt með áhuga með klaufaleg- um og heimskulegum tilraunum Bandaríkjanna til að frelsa Kúbu. Hann dró sínar eigin ályktanir af þvi, sem hann sá, og hafði nú næga ástæðu til að efast um ein- beittni okkar til að verja okkar eigin hagsmuni. Það var eins og hann sagði seinna við Robert Frost: „Bandaríkjamenn eru of frjálslyndir til að berjast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.