Morgunblaðið - 03.12.1964, Side 27

Morgunblaðið - 03.12.1964, Side 27
Fimmtudagur 3. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 2r/ Veltur framtíð Argentínu á gerðum Juan Perons? Nafn hans er fjöldanum töfraorð — Erfiðleikar Argentínu eru afleiðingar óstjórnar hans, en almenningur virðist ekki gera sér það ljóst Juan Peron (fyrir miðju). Myndin er tekin á Spáni. Með hon um er hin nýja eijinkona hans og lífvorður. JUAN PERON, fyrrum ein- valdur Argentinu, virðist ætla að standa við það, sem hann sa.jði fyrir nokkrum mánuð- um. „Ég verð kominn aftur tii Argeníínu áður en árið er lið- ið“, sagði hann. Mikill órói hefur gripið um sig þar í landi. Er þess skemmst að minnast að fyrir nokkrum vikum bárust út lausafregnir þess efnis, að Peron væri far- inn frá Spáni, þar sem hann hefur verið í útlegð. Er þessi tiðindi spurðust í Buenos ÁTres, varð uppþot í kaup- höllinni, ráðherrar kallaðir saman á ráðuneytisfund fyr- ir birtingu, varalið löigreglu kvatt út o.s.frv. Fregnirnar reyndust að þessu sinni ekki á rökum reistar, og margir drógu andann léttar. — En nú er Peron kominn til Súður- Ameríku, þ.e. Brazilíu, og virðist nú sem til tíðinda kunni að draga innan skamms. JÞað virðist vera nægilagt, að nefna hinn 69 ára afdankaða einvald á nafn, til þess að upphlaup verði í Argentínu, hvað þá að það sé staðreynd, að hann sé kominn til 'ná- grannaríkis. Menn hafa vitað, að Peron hefur á undanförn- um mánuðum rætt við sendi- menn frá Perónistahreyfing- unni í Argentínu, og enn- fremur verið í sambandi við ýmsa yfirmenn hersins, og foringja annara flokka í Argentínu. Mun því stjórnar- völdum landsins vafalaust finnast þau sitja á púður- tunnu, sem sprungið getur í loft upp fyrr en varir. Landflótta fyrir 9 árum. Níu ár eru nú liðin frá því að Peron var velt úr sessi og hann varð að flýja land. Draumur hans um að gera Argentínu að „fyrirheitna landinu" fyrir hina fátæku, „hina skyrtulausu“, hafði ekki rætzt. Þessi draumur var að mestu upp byggður af konu hans, Evitu Peron, og hún var nánast holdi klætt tákn hans í auigum landsfólksins. En skýjaborgirnar hrundu í rúst er Evita Peron lézt af krabba- meini, og þá tók að halla undan fæti hjá Peron. Evita var ekki aðeins stoð hans og stytta, heldur er einnig mælt, að hún hafi verið manni sín- um slungnari í stjórnmálum. Evita Peron Er Evita Peron lézt fyrir níu árurn, varð Peron sjálfur, sem- ýmislegt kunni fyrir sér varð- andi múgsálina eftir dvöl sem hernaðarráðunautur sendiráðs Argentínu 1 Ítalíu Mussolinis, að flýja land oig á náðir ann- ars einvalds, Franco á Spáni. Má af þessu sjá, hvílíkt afl tilvera Evitu Peron var. Peron settist að í Madrid, í lúxusíbúð í útjarðri borgar- innar. Fyrir sex árum kvænt- ist hann aftur, 28 ára gömlum einkaritara sínum Isabellu Martinez. Isabella Martinez er í dag meiriháttar vandamál fyrir Peron. Hann hefur ekki farið dult með það í kunningjahópi, að snúi hann aftur til Argen- tínu, geti hann ekki tekið hana með sér, því Peron-helgisögn- in þar í landi er ekki hvað minnst terugd nafni Evitu Peron, sem enn er nánast til- beðin sem dýrlingur af Peron- istum. Mörg Ijón á veginum En það eru mörg önnur ljón á veginum til valdatöku í Argentínu. Ef Peron kemur aftur til landsins, bíða hans ákærur fyrir landráð, mis- notkun ríkisvaldsins, og í ofanálag ein eða tvær kærur fyrir siðferðisafbrot gagnvart unglingum. Nú- velta menn vöngum yfir því, hvað verða muni um þessar kærur í því tilviki að Peron komizt til Argentínu, og hvort hugsan- legt væri, að þær yrðu látnar niður falla. Hinsvegar er það talið Ijóst, að ef Peron kemur fram á sjónarsviðið í Angentínu nú, mundi algjör upplausn og ringulreið skapast í landinu, og hætt yrði jafnvel við blóð- ugri borgarastyrjöld. Og ein- mitt nú eru skilyrði til þess, að Peron nái völdum, honum hagstæð. í fyrsta laigi hefur hann að baki sér skipulagða hreyfingu Peronista meðal verkamanna. Hún telur a.m.k. þrjár milljónir manna. Hin brennandi spurning er hins- vegar hvað herinn mundi gera, því það var einmitt her- inn, sem felldi Peron fyrir níu árum. Og hvað segir stjórn Ilias forseta? Mörg og mikil vandamál Vandamál þau, sem hafa gert lýðræðisstjórnarfar í Argentínu nær ómögulegt, eru velflest arfur frá valdatímum Perons. En annað hvort gerir almenningur sér ekki grein fyrir þeirri staðreynd eða hann hreinlegar lokar aug- unum fyrir henni. Aðalvaldamálið liggur í þvf, að helmingur íbúa Angentínu lifir af eða á að lifa af land- búnaði. Hinn helmingurinn eru verkamenn, í öflugum verkamannasamböndum. Á valdatímum Peron^ hlúði hann að verkamönnum á kostnað landbúnaðarins. Peron byggði upp iðnað, dýran og óhag- kvæman iðnað, til þess að öðlast stuðning verkamann- anna. Landbúnaðarkreppa sigldi í kjölfarið og svo hefur farið fyrir Argentínu, þessu mesta hveitiframleiðslulandi heims, að grípa hefur orðið til brauðskömmtunar oftar en einu sinni. Verðbólga hefur vaðið óbeizluð yfir landið, gjaldeyrisforðinn gufað upp, en það eina, sem verkamenn- irnir virðast taka eftir, er að verð á lífsnauðsynjum hefur áttafaldast frá því að Peron fór frá völdum. Peronistahreyfingin Peronistahreyfingin telur um þrjár milljónir manna. Hún er mjög vel skipulögð og óbrotgjörn. En meðlimir hennar hafa verið rændir venjulegum mannréttindum, oig þeir hafa þannig t.d. haft mjög takmarkaðan kosninga- rétt. Á seinni árum hafa Peron- istar fengið byr undii- báða vængi í Argentínu, vegna hinnar hroðalegu verðbólgu og efnahagsmálaástandsins í landinu. Auk þess hefur hreyfingin fengið ungan, og dugmikinn leiðtoga, hinn 43 ára Timoteo Vendor. Hann er fyrrverandi foringi í sjóhern- um, og leiðtogi samtaka málm- iðnaðarmanna. Gælunafn hans er „E1 Lobo“ — úlfur- inn. Vandor hefur komið fyrr- um leiðtoga Peronista, Andres Framini, út úr spilinu. Hins- vegar mun Peronistahreyfing- in vera að nokkru klofin, því Vandor hefur not fyrir Peron, ekki mannihn Peron, heldur helgisögnina Peron. Talið er að Vandor hafi enigan áhuga á að missa forystuhlutverkið úr höndum sér. Það var vegna þess, sem hann fór til Spánar í ágúst sl. og settist þar á rök- stóla með Peron, og samdi um endurkomu hans til Argen- tínu. Margir um boðið. En Peronistar eru ekki þeir einu, sem telja sig hagnast á endurkomu Perons. í Argen- tínu eru ýmsir aðilar, sem telja sér hag í að hann komi til landsins. Hin veika ríkisstjórn Illias hefur áhuga á því, að því er talið er, að Peron styðji hin meira hægfara öfl innan Peronistahreyfingarinnar, og þannig geti hann e.t.v. stutt stjórnina óbeint gegn hernum, og unnið henni skilninig meðal verkamanna. Frondizi, fyrrum forseti Argentínu, sem enn vonar að sér muni aftur auðnast að leika aðalhlutverkið í Argen- tínskum stjórnmálum, hefur einnig leitað til Perons um hvort hugsanlegt væri að þeir tveir gætu ruglað reitum sín- um. Loks ber æ meira á því, að ungir forinigjar í hernum styðji Peron, enda Þótt búizt sé við, að herinn muni berjast með öllum tiltækum ráðum gegn því að Peron, sem herinn setti af, nái völdum á nýjten leik. Enn einu sinni er Peron því orðinn sá maður, sem framtíð Argentínu virðist munu velta á. Syningar Kjortons Ó. Bjoninsonar í Hnfnnrfirði og Kópavogi — Kongó Framhald af bls. 1 Tshombe, sem staddur er í Paris, átti í dag fund með fréttamönn- um. Lét hann svo um mælt, að Kongóbúar væru eins og börn, er villzt hefðu í myrkri og reyndu að berjast áfram. Sagðist hann kominn til Parísar til þess að biðja Frakka um tæknilega að- 6toð — en hvorki fé né fallbyssur. Skömmu eftir blaðamanna- fundinn tilkynnti upplýsinga- málaráðherra Frakka, að stjórn- in hefði ákveðið að veita Korngó áfram tæknilega aðstoð og menn- ingarlega — og þá fyrst og fremst til þess að endurskipu- leggja stjórnarkerfi landsins. Tshombe hafði rætt við de Gaulle forseta í gær og lét svo ummælt við fréttamenn, að for- eetinn væri einstaklega vel að sér um málefni Afríku. „Það er »« atkunna að hann elskar Afriku og getur því ekki látið afskipta- lausa þá þolraun, sem við nú eigum í. Við lítum á Frakkland, sem von og Ijós í myrkrinu, án þess þó við vanmetum þá miklu aðstoð, sem við njótum annar- staðar frá“, sagði Tshombe. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Tshombe hafi lagt fyrir frönsku stjórnina á- ætlun, sem byggist á því að skipta Kongó í þrjú „endurreisnar- svæói“. Mun eitt þessara svæða taka yfir Leopoldville-svæðið — mið- og vesturhluta Kongó, •— annað Katanga og hið þriðja Stanleyville-svæðið, — norður og norðausturhluta landsins. Þá mun honum mikið í mun að end urskipuleggja herinn og lögregl una og vonast til að fá tii þess evrópska ráðgjafa- — Kjarnorkuher Framhald af bls. 2 kjarnorkustyrk hefði þann kost, að með henni væri spornað gegn dreifingu kjarnorkuvopna — ein stökum aðildarrikjum væri gert kleift að taka þátt í kjarnorku- vörnum, án þess að hafa eigin kjarnorkuher. Hinsvegar væri ekki þar með sagt, að þetta væri eina leiðin til að ná slíku marki. Þá kvaðst Brosio vantrúaður á, að hættan á klofningi NATO út af fyrrgreindum kjarnorkuher væri eins mikil og margir vildu vera láta. Hvatti hann til þess að málið yrði reifað af skynsemi en tilfinningar lagðar til hliðar. í tillögu bandalagsins, sem sam þykkt var í dag, segir, að kjarn- orkustyrkur NATO ætti að vera undir ströngu eftirliti stjórnmála manna viðkomandi ríkja — og skuli umfram allt miðað að því að hindra frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna til einstakra ríkja. KJARTAN Ó Bjarnason kvik- myndatökumaður hefir að und- anförnu haldið um 90 sýningar á nokkrum kvikmyndum sínum víðsvegar hér á landi. Hafa þær verið mjög vel sóttar og mesta at hygli vakið mynd hans um Surts ey og Norðurlandakeppni í hand knattleik kvenna. Síðustu sýningar Kjartans hér á landi að þessu sinni verða í Hafnarfjarðarbíói næstkomandi fimmtudag 3. desember og föstu ag 4. desember og í Kópavogs- bíói þriðjudaginn 7. desember. Kjartan mun ekki hafa tæki- færi til að sýna myndir sínar hér í Reykjavík að þessu sinni, því hann er á förum til Noregs þar sem hann mun hafa sýningar á 1 myndum sínum í vetur. 1 Á sýningarskrá Kjartans er mynd frá Noregi, Vor í Noregi, urlandkeppni í handknattleik, Vetrarolympíuleikum 1964, skíða myndir frá Noregi, Vor í Noregi. heimsókn Philips prins til ís- lands, fegurðarsamkeppnin 1964 og loks mynd frá Surtsey og vertíð í Vestmannaeyjum. 2600 gærur sútaðar SÚTUN hf. á Akranesi er búin að starfa í 3 vikur á þessu hausti og hafa verið sútaðar 2600 gærur, samkvæmt upplýsingum frá Guðna Einarssyni. Eru vikuaf- köstin 750 gærur, en verða um 1 1000 gærur á viku eftir áramót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.