Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudaguf 23. des. 1964 Bezta gjöfin fyrir fjölskylduna er Broxodent rafmagns tannburstinn, sem er viðurkenndur af tannlæknum um allan heim. Búinn til í Sviss. — Ábyrgð gefin. Verzlunin Oculus, Austurstræti. Raftækjastöðin, Laugavegi 68. ÍSLENZK AMERÍSKA VERZLUNARFÉLAGIÐ Aðalstræti 9 — Sími 17011. Timpson herraskór sokkaskór I úrvali TOFFLIiR OG IIMÍHIISKÓR Glæsiiegit úrval MYTT URVAL AF KVENSKÖM ENSKAR KÁPUR OG PELSAR — Ræ&a Bjarna — Benedihfssonar Framhald af bls. 17. Með þessu hefur eins oig Páll heitinn Hermannsson sagði fyrr- um þegar hann skarst úr liði fleikksibræðra sinna og greiddi tryggingalöiggjöfinni atkvæði, tekizt að skapa nýtt og betra þjóðfélag. Margt hefur farið verr en skyldi og verst af öilu er, að enn hefur okkur ekki tekizt að ráða við verðbólguna. En við skulum þess vegna ekki gleyma því, sem vel hefur tekizt fyrir ekkar kynslóð og þar 'ber ekki sízt að telja það, sem áunnizt hefur með tryggingunum. Sum- ir segja, að þær séu of víðtækar, 0® þar megi mikið spára. E.t.v. má það að vissu marki, en þótt hinir betur stæðu njóti þeirra einnig, en út á það er einkum sett, þá greiða þeir jafnvel öðrum fremur til trygginganna. En fyrst og fremst eru það hinir fátækari, sem nú búa við allt annan hag en ella vegna trygg- inganna. Þeirri gerbreytingu er oft gleymt, þegar verið er að telja fram hversu kaupgildi tíma- kaups almennra verkamanna sé nú lakara en stundum áður. Allur er sá samanburður meira en lítið villandi, hæpinn við' miðunartími valinn og ýmsu sleppt, sem er skilyrði þess, að rétt my nd fáist, eins og margoft hefur verið sýnt. Það er alrangt hjá hv. þing- manni Þórarni Pórarinssyni, a@ kaupmáttur dagkaups sé minni nú en fyrir 6 árum. >að er líka rangt hjá honum, að hlutur verka manna á þjóðartekjum sé nú minni en áður. Á tímabilinu 1956—'1963 hafa hreinar Iþjóðartekjur á mann auk izf um 15,6 af hundraði, á sama tíma hefur kaupmáttur ráðstöf- unartekna kvæntra verkamanna á Reykjavik hækkað um 16,5 af hundraði frá árinu 1966 til érsins 1963 og ef sjómenn og iðnaSar- menn eru taldir með, er meðal- hækkunin 23,3%, á öllu iandinu munu þessar tölur vera lítið eitt lægri, en þessar stéttir hafa fylli lega haldið sinni hlutdeild í þjóð artekjunum og þó heldur betur. Mjög ber á milli um þessar töl- ur, sem hinir fróðustu menn hafa látið mér í té og hinria, sem hv. stjórnarandstæðingar hafa á milli tannanna. Almenningur á að von um erfitt með að gera sér grein fyrir, hvemig stendur á þessum mikla mun á útkomu dæmisins, en um allt þetta mál má lesa stórf-róðiega ritgerð í 13. hefti ritsins Úr Iþjóðarbúskapnuna, sem út. kom á þessu árj og hafa niður stöður hennar ekki verið véfengd ar. >rœta um þessar tölur skipt- ir og ekki öllu máli. Almenning- ur veit bezt af eigin raun, hvílík gerbseyting til hins betra hefur orðið á kjörum hans undanfarna áratugi og þá ekki sizt s.l. 3 ár, Iþó að stórátök þurfi að gera til þess að stytta vinnutíma, þvá er ég sammála. Ein stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar eiga vafa- laust minnj hlut að máli um þess ar kjarabætur bæði til góðs og ills, en bæði Iþeir sjálfir og aðrir oftast láta. Mestu veldur tækni- þróun, dugnaður almennings og framtak afchaínamanna. En vist er, að stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar geta bæði greitt fyrir og tafið. Öllum kem ur okkur nú orðið saman um, a® kaupgjaldsbarátta undanfarinnai ártuga hafi verið eiwstakiega ófrjó og síður en svo skilað erindt sem erfiði. Við allir, sem hlut áttum að máli um júní-samkomu- lagið, teljum okkur menn að meiri fyrir þá hlutdeild. Við er- um ósammála um margt. og eðli málsins samkvæmt eru viðhorf okkar harla ólik. >að er ekki ein- ungis á íslandi, sem stjórnar- andstæðingar eru yfirleitt á móti flestu, sem stjórnin stingux upp á. „Hlutverk stjórnarandstöðu er að vera í and-stöðu“ er haft eftir Taft heitnum foringja íhalds- samari arnfis republikana í Banda- rikjunum. Án gagnrýni raá sízt vera. En rikisstjórn má ekki hverfa frá skyldu sinni, einunga af því að hún veit, að hún á vun á gagnrýni og skömmum. Við vissum ofur vel, þetgar við gerðum júní-samkomulagið. að allir mundu vilja taka sinn hlut af hrósinu fyrir það en við vissum einnig að því fylgdi sitthvað, sem ekki var líklegt til vinsælda, en ríkisstjómin yrði engu að síður að trygigja. Engir sjá betur en við annmarka á söluskattshækk- un nú. En annmarkamir á því að skjóta sér undan og afla nauð- synlegs fjár eru enn þá meiri, Þá fyrst yrði með öllu vonlaust að ráða við verðbóiiguna. Við höfum sannfærzt um, að eins og horfir, þá er þessi skattlagninig eina færa leiðin til óhjákvæmi- legrar, fjáröflunar, óhjákvæmi- legrar. ef ekki á að verða halll á ríkissjóði og enn ný verðbólgu- orsök að bætast við. Þeir, sem tekið hafa að sér að vera í ríkisstjóm, verða að vera við því búnir, að á þeim mæði, þegar taka verður óþægilegar, óvinsælar ákvarðanir. Undan þessari skyldu munum við ekki skjóta okkur, en við treystum því, að áður en yfir lýkur, muni gæfa fslancls endast til þess, að á ný verði leitað sameiginlegrar lausn ar á vanda, sem steðjar að allri íslenzku þjóðinni og okkur ber því öllum að gera allt, sem við megnum, til að leysa. — Alþingi Framhald af bls. 13 . um og e.t.v. á Austfjörðum. Sigurvin Einarsson tók aftur breytingartillögu, sem hann hafði flutt um lántökúheimild vegna Vestfjarðavega. Fjárlagafrumvarpið afgreitt. í gær fór svo fram atkvæða- greiðsla um fjárlagafrumvarpið. Þar voru samþykktar þær breyt ingartillögur, sem meiri hluti fjárhagsnefndar hafði mælt meðy en tillögur einstakra þingmanná felldar að undanskildri tiliögu irá Ðenedikt Gröndal um 100 þús. kr. fjárveitingu til undirbún ings bálferju yfir Hvalfjörð. —« Einnig var samþykkt tillaga frá Gísla Guðmundssyni og Karli Kristjánssyni um að hækka styrk til Rímnafélagsins til útgáfustarfsemi um kr. 10 þús. og tillaga frá Sigurvin Ein- arssyni um fjárframlag að upp- hæð kr. 25.000,00 til minningar um Jón Thoroddsen að Reyk- hólum. Var frumvarpið síðan samþykkt og afgreitt sem lög frá Alþingi. LaBidsnnálafélagHð Vörðnir JÓLATRÉSSKEMMTANIR félagsins verða í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 27. desember og mánudaginn 28. desember klukkan 15.00 til 19.00. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Sjálfstæði sflokksins 24. desember kl. 9—12 fyrir hádegi. 26. desember kl. 2—6 e.h. — 27. desember kl. 11—12 fyrir hádegi og 13—15 eftir hádegi. Skemmtinefndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.