Morgunblaðið - 23.12.1964, Page 30

Morgunblaðið - 23.12.1964, Page 30
30 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 23. des. 1964 UM 6ÆKUR GRdSK Árni Óla: Grúsk. Greinar um þjóðleg fræði. Ísafoldar- prentsmiðja, Heykjavík, 1964. 222 bls. ÞAÐ er undarlegt hve jafnvel greindir íslendingar eins og minn gamli kunningi Jónas Guðmunds- son og nú Árni Óla, geta verið ginkeyptir fyrir því hlálegasta í enskri menningu eins og pýra- mídaspámanninum Adam Ruth- erford og kenningunni um það að germanskar þjóðir og Rússar (Skýþar) séu komnir af hinum tíu töpúðu kynkvíslum ísraels- manna. Ekki veit ég hvers vegna þeir ensku „fræðimenn" sem Árni nefnir hafa verið svo áfjáð- ir að rekja ætt sína til Ísraelíta nema þeir hafi skammast sín fyrir sinn norræna uppruna eins og íslendingar nú skammast sín fyrir sinn norræna uppruna og vilja heldur vera írskir. Það er því kannski ekki undarlegt að næst hinum brezka spámanni Rutherford, gangi hinn íslenzki spámaður Benedikt frá Hofteigi, sem ég er nýbúinn að hrósa fyr- ir stórskáldskap hans um írland, en það tekur fram öllu því er Einar Benediktsson hefur ort og ritað um fra á íslandi, þó Árni hafi fugl og hval af því líka. Benedikt fékk hugmynd sína að ómögulegt væri að flytja stór- gripi um íslandshaf á víkinga- skipum — sem gátu tekið 300 manns — af óförum gufuskips, sem lenti í mesta foraðs veðri 23. október 1866, drap af sér 600 fjár — en skilaði þó 1100 lifandi til Newcastle. En ef menn hafa ekki flutt gripi á vík- ingaskipum til íslands, þá hljóta menn að hafa flutt gripina á skinnbátum íra. Um þessa báta segir Viihjálmur Stefánsson í bók sinni um Grænland (Green- land, New York, 1944) með mynd af grænlenzkum umiak sem hann segir líkjast mjög írskum curragh (coracle, ísl. kúða): hvor þessara báta getur borið 50—75 menn. Árni Óla skrifar skemmtilegar og fróðlegar greinar um Kolla- firði og Kollabúðir, þar sem hann dregur þessi örnefni af írskum munkakolium, sem hann lýsir þó rangt (krúnan var klippt þvert yfir haus frá eyra til eyra), um heilagan Brendan, bát hans og ferðir. Árni er ekki í neinum vafa um það að írar hafi flutt fé til íslands og hafi íslenzkir land- námsmenn þvi ekki þurft að kaupa fé á írlandi, eins og segir í Laxdælu. Ætli íslenzkir fjár- menn gætu ekki svarað því strax hvort sama fjárkyn, hið horn- ótta, væri á íslandi og írlandi. Ég veit ekki betur en íslenzki hesturinn sé náskyldastur hestum í Fjörðum vestur í Noregi. Kult- urhistorisk Lexikon (Kvægavl) segir berum orðum að norrænir landnámsmenn hafi flutt naut sín til íslands. Annars ber öllum saman um það að íslendingar likist meir Skotum og írum í blóðflokkum en Norðmönnum, hvort sem um má kenna samför- um norrænna manna og írskra ambátta. Hitt er líka víst að margt irskt fólk er nauðalíkt ís- lendingum. — Þarf ekki annað en nefna Kennedy-bræður, sem eru mjög áþekkir sonum Gutt- orms frá Stöð, svo sem Benedikt Guttormssyni og Hreini syni hans, enda hefur Benedikt frá Hofteigi rakið ætt þessara manna bæði í karllegg og kvenlegg til Ólafs pá og Melkorku írakon- ungsdóttur. Aftur á móti hef- ég ekki heyrt þess getið að nokk- ur Gyðingasvipur sjáist á afkom- endum 'hinna týndu þjóðflokka Gyðinga, að minnsta kosti ekki ef þetta eru hreinræktaðir Ger- manar í Englandi og það hlýtur að vera, annars mundu þeir ekki sleppa hinum hreinræktuðu ger- mönsku íslendingum í flokk með sér. Sé ég ekki annað en að hér sé um sama tóbakið að ræða og Aríadýrkun Hitlers með öfugum forleiknum. Og væru þeir í raun og veru af Gyðingum komnir, þá myndi Gyðingasvipurinn segja til sín — ekki er hann ósterkara ætt- armót en írsk-íslenzki svipurinn, nema síður sé, eins og menn sem lengi hafa búið innan um Gyð- inga kannast við. Líklega mundu gáfur Gyðinga þá líka segja til sín. Gaman er að ritgerð Árna um Hönd guðs, sé ég ekki ann- að en aðalatriðin í henni gætu verið rétt, án þess að gera ráð fyrir hinum týndu kynkvíslum. Þá er komið að aðalritgerð pýra- mídafræðingsins, þar sem hann telur áð Askur Yggdrasils sé enginn annar en Cheops-pýra- mídinn. Nú veit ég. ekkert um pýramída, svo að ég ég hef ekki vit á því að dæma um þá. En ekki hneykslast ég neitt á því, þótt Árni leiti langt suður og austur í lönd til þess að finna fyrirmyndir asksins. Get ég í því efni bent honum á nýja bók eft- ir Turville-Petre, Myth and Religion of the North eða eldri bók eftir Jóseph Fontenrose, Python. Þvi miður get ég ekki bent honum á neina bók um pýramídafræðina og tíu ættkvísl- ir fsraels endurfundnar, en get sagt honum það að prófessor William F. Albright, lærðasti maður okkar í Semítískum fræð- um og Austurlandamálum (heið- ursdoktor við 24 háskóla) full- vissaði mig um að hvorttveggja væri della. Eiginlega ætti þar með að vera útrætt um þetta mál. Þó get ég til gamans Árna nefnt 'umar uppástungur hans. Einna verst finmst manni að kymgja því að Askur Yggdrasils, veraild artréð skuíli vera úr steini, þar seei Árni er vel heima í sænsk- um helluristuim get ég bent hon um á það, að þar er nóg af trjá myndum sem gætu verið ver- aldartré en engin pýramídi eng- in pýramídi. Þá kann ég illa við Ask Yggdnaisils amar lausan í toppi og með engan Ratatosk að renna niður hl iðar trésins. Enm fremur kann ég betur við Níðhögg undir rótum trésins, en sem stjömu á loifti. Ekki get ég heldur séð að það sé vel til- falilið að kaMa sali pýramídana brunna. Ámi befur á móti því líkimgamáii að hirta skuli vera látin renma í trjám. Aftur á móti siegir hann að það eigi vel við að kalla þá \ gaghálsa, „því hver hlið pýramídans dregst saman í topp.“ En þessar línur eru þráðbeinar sem er ofugt við gagúr. Því þá ekki beimihálsa. Gaman er að heyra það að midd im stouili vera sama og mjótuðr eð mjótviðr, og ég sé ekki að tréð þurfi að vera steinnimn fyr ir þvi. Og aðra menkingu leggur Árni í sögmina að bifast á bjargs oddi, em ég hef vanizt enda seg- ir hamri sjáifur að pýramídinn sé grópaður niður í fast berng. Slíkiur hlutur bifast ekki. Mér hefði skilizt þetta ef pýramídinn hefði staðið á hausmuim eins og sumu irsiku Askar Ygigdrasils gera, en svo er ekiki eins og Árxú segir sjálfur. Tjöld fræða tforttelur Ámi mianni úr hinmi vísu Enoksbók og með því sktimmtilegasta það, að hamn leggur meyjarfæðingu Krists og HeimdaJls að jöfnu. Hér er þó sá miunur á að Heimdaliur var níu mæðra mögur og allar systur. En Árni upplýsir að þessar niu mæður séu ekki ölduroar, heild ur þær níu nætur sem Óðinn hékk í Vingameiði geiri undað- m- og gefimn Óðni sjálfur sjálf- Árni Óla. um mér. Nú breytir Árni þess- uim nóttuim, maeðrum Heimdalls í ár „nætur allar níu“ ætti því að þýða 9 ár, em í bverju ári eru 360 diagar og í níu árum 3240 dagar þá breytir Ihann dögunum í spádómsdaiga og segir að þeir séu jafmliaingir ári, svo að þessir daigar séu 3240 áx, og sivo lengi hékk Óðinn í Vingaimeiði. Nú fékk Entok vitrum sína árið 3208 fyrir Krist sé reiknað frá því nær tímatall víoum.nar fram til ársins 33. eftir Krist em á því ári var hamn krosisflestur. Loks, spyr Ámi hvort orð Óðins „geri undaður og gefinn Óðni sjálfur sjálfuim mér“ séu ekki lík orð um Krists „ég og faðirinm erum eitt.“ Hvað segir Sigurður A. Magmúsison uim þessa guðfræðL Árni notar tvíræð orð úr Eddu- kvæðunum til sönnunar málisínu er Læraður eða Hlæraður, þá er Heimidallar hljóð, sem Árni vill lesa ljóð er tákn Heimdallar gald ur. Loks vill Árni lesa rót fyrir hrót og spennir þar af leiðandi fót upp í rót það er að segja þakið. Hygg ég að böfundar Eddukvæðanna enm hafa sagt hrót um þak. Em töni annars en spádómstíma hefur sjálfsagt lít- ið að segjá'í bók Árma. Þá er komið að öðru efni í bók Aroa og sýnist flest af þvi vera gott. Það eru Norslk og ís- ler zk bæjanöfn er skynsamleg grein sömuleiðis Torsikilin bæja- nöfm. Há í Vestmannaeyjum og Há í Mýrdal, kirkjustaður undir HeMuhraumi. Aðrar góðar grein ar eru Sveitasiður varð orsök stórviðburða, Úr öifium áttuim, Áheitatrú á íslandi, Hvað varð um hreinidýrin á Reykjanes- skaigia, Húsfreyjan á Hafurbjam- aistöðiuim, Torfusteim, Álaga- stein/n með ristuim, Tímataiið. Allt eru þetita skemmtilegiar og vielritaðar greinar. Stefán Einarsson. Horft á Reykjavík Árni Óla. Horft á Reykjavík. Sögukaflar. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1963. 401 bls. ÞETTA er fjórða bindi í stóru ritsafni Árna Óla um Reykjavík og fylgir því nafnaskrá yfir það og öll hin bindin sem mjög er þakkarverð eins og flestar skrár. En í bindinu eru þessar greinar: Legsteinn Narfa Ormssonar (síð- asta sjálfseignarbónda), Miðbær- inn fyrir einni öld, Þegar torf- byggingar voru bannaðar í Mið- bænum (1848), Halldór Absalon vatnskari, Seðlamat Sigurðar Breiðfjörð, Köld er sjávardrífa, (Póstmaður fórst en bréfin komu til skila), Brezkur hrossakaup- maður ætlaði að reisa gistihús í Reykjavík, Dauður maður í Grjótaþorpi. Frá Jóni í Ofanleiti, Skotfélag var stofnað í Reykja- vik fyrir níutíu árum, Bardagi á Örfiriseyjargranda, Vinnumað- ur gleymir sér (út af áfengi), Úr sögu Arnarhóls, Landa- merkjadeila milli Arnarhóls og Reykjavikur, Hurðin hvarf af skólabrúnni (á Þorláksmessu 1856), Fáein dæmi um fjármál í Reykjavík fyrir einni öld, Einar prentari kærður fyrir að taka í skegg sjóliðsforingja, Á gömlum vegi í borg. Frá Sjónarhólum að Skafti, Söðul- steinn, Huldumannssteinn, Svip- ur Reykjavíkur fyrir fimmtíu ár- um, Bæjarstjórnarkosningin 1908, (þá fengu konur kosningarétt og þá var listakosning í fyrsta sinni), Þáttaskil í byggingarsögu Reykjavíkur (7. sept. 1903), Hvass er hann af Esjunni, (Mað- ur sem sofnaði of oft svo slys varð að), Fyrsti kirkjugarður- inn (garður Schienbecks land- læknis), í minni sveit Breiðdal austur, var sagt að þetta hefði verið uppáhaldsvísa hans: Hann rær og hann slæst og hann sækir kýr og ær, ekkert þó í kaupið fær, utan tvær tannlausar gaml- ar ær, Líklega hafa læknaskóla- piltar hér hent gaman að gormælt um framburði hans, Fiskimanna- sjóður Kjalarnessþings, Gasstöð in kveður, Húsið með mörgu nöfnin, Merkilegt hús á förum, Veltan hverfur, Port Reykjavík, Landsbókasafnshúsið, Landnem- ar í Langholti, Ingólfur á Arnar- hóli, Fundið bæjarstæði Ingólfs, Þetta er mikið safn, merkilegt og skemmtilegt. Það eina sem ég get að því fundið er það að sneitt hafi verið sjálfsagt að ásettu ráði hjá heimildum sem gefa mundu aðra mynd af bænum samskonar heimildum og Ólafur Daviðsson safnaði um ísland og kallaði „Hvað útlendingar segja um okkur á bak.“ Þar í yrðu skammir sveitamanna um Reykja vík eflaust ófagur lestur. Ég veit til dæmis um einn aust- firzkan klerk, föður séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg sem ekki var aldeilis mjúkmáll um Reykjavík. Saga skrifuð eftir slíkum heimildum mundi hvorki vera frýnileg né sönn, en skemmtileg gæti hún verið. En það er vel farið að gamlir Reyk- víkingar eins og Árni Óla leggi sig niður við að skrifa hina sönnu sögu bæjarins og gera hana lika skemmtilega. Stefán Einarsson. EFTIRFARANDI spil er frá keppni í Bandaríkjunum ekki alls fyrir löngu og er gaman að athuga sagnirnar, gem gengu þannig: A Á K 5 ¥ K 10 3 ♦ K D 8 2 *ÁD6 * D 10 9 7 A G 8 ¥ Á 9 4 3 ♦ 10 7 4 ¥ 8 7 4 9 8 7 3 2 ♦ G ♦ G 462 ¥ D G 6 5 2 ♦ Á 5 * K 10 5 4 9 6 3 Norður Vestur Suður Austur 2 Grönd Pass 3 Lauf Pass 3 Tíglar Pass 3 Hjörtu Pass 3 Spaðar Pass 4 lauf Pass 4 Hjörtu Pass 5 Tílar Pass 6 Hjörtu Pass Pass Pass Þriggja laufa sögn suðurs er skv. STAYMAN-sagnkerfinu og biður um hálit, þar sem norður getur hvorki sagt spaða eða hjarta neitar hann hálitunum með 3 tíglum. Suður segir næst frá 5 lit í hjarta og norður segir 3 spaða, og biður um frekari upp lýsingar. Þar sem norður hafði áður neitað hálitunum getur suð- ur ekki misskilið 3ja-spaða sögn ina. Suður reynir með næstu sögn þ. e. 4 lauf, að finna til hjá fé- laga sínum, en norður neitar laufinu og segir 4 hjörtu. Enn gerir suður tilraun og segir 5 tígla, sem norður getur vaiéa skilið á annan veg en að suður sé að hvetja hann til að fara i slemmu og það gerir hann og segir 6 hjörtu. Ekki er hægt að segja að þetta sé slæm sögn, þótt eðlilegra hefði verið hjá norður að segja 6 grönd. Spilið tapaðist, því vestur lét í byrjun út lauf og síðan aftur lauf, þegar hann komst inn á hjarta Ás, og austur gat tromp- að. Alsírfangar láín- ir lausir Paris, 19. des. (NTB) MARGIR þeirra 3.000 manna, sem handteknir voru á meðan Alsírstríðið stóð, munu nú vera látnir lausír í samræmi við ný náðunarlög, sem samþykkt voru á föstudaigskvöld í franska þing- inu. Stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðslu um frum- varpið. Dvöl gæzluliðsins á Kýpur framlengd New York, 18. des. AP-NTB Öryggisráð sameinuðu Þjóð- anna samþykkti einróma á fundi í dag, að fallast á tilmæli U Thants, frk v.stj. um að dvöl gæzluliðsins á Kýpur verði fram- lengd um þrjá mánuði. Hinn 21. deeemiber nk. er lið- ið rétt ár fná því átökin á Kýpur hófust svo uim munaði. Af því tiletfni hétfur yfinmaður liðsine K. S. Thimayya, Ihersihöfðingll, mælzt til þess við leiðtoga þjóð- artorotanna, að þeir beiti álhrifum til iþess að forðast átöik. Að sögn Thimayya heifur verið rólegt á Kýpur að undanförnu, en ólga er þó veruleg undir niðri. Síð- ustu daga hafa blöð grfeku og tyrkneskumæl'andi manna skipzt á sta'ðíhætfinigium um ánásarundir- 'búning anidstæðingsins í tileíni 21. des.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.