Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 32
291. tbl. — Miðvikudagur 23. desember 1964 bilaleiga magnúsar skipholt 21 •imar: 2*190-21183 0 0 0 1 0 0 0 2 2 2 1 viinu C C C i r r r 1 o o r 0 o o I 2 2 2 d32 I 2 2 2 > ► ► I Umferðin um TAKMÖRKUN á umferð, sem lögreglustjórinn í Reykjavík hef- ur auglýst vegna hinnar miklu jóiaumferðar fellur úr gildi á morgun, aðfangadag. Beinist þá umferðin einkum að Miklatorgi og stærri umferðaræðum borgar- jnnar, vegna mikillar umferðar fóiks milli hverfa. — Einnig mun lögreglan gera sérstakar ráðstaf- anir vegna umferðar að Fossvogs kirkjugarði. Umferðarlögreglan telur sér- staka ástæðu til þess að vekja athygli fólks á akstri um Mikla- torg. Nauðsynlegt er að öku- menn athugi að raða ökutækjum sinum á báðar akreinar torgsins, þannig að ,;nýting“ þess verði meiri. Þeir ökumenn sem t. d. koma akandi Hringbraut að vest- an og ætla að aka inn Miklu- braut fari hvora akreinina sem er, en þeir sem koma Hring- braut, að vestan og ætla að aka Reykjanesbraut fari í hægri akrein. Á sama hátt geta þeir bílstjórar, sem koma Reykjanes- braut og ætla vestur Hringbraut fari engu síður í vinstri akrein, en þá hægri. Hinsvegar þeir öku menn, sem ætla að fara niður Snorrabraut fari í hægri akrein (innri hring). Þó er sérstök ástæða til þess að þeir ökumenn, sem aka á ytri akrein í hring- torginu sýni sérstaka varúð. Lög- reglan mun gera ráðstafanir við Miklatorg m. a. með umferðar- stjórn á götum sem liggja að torginu. Búast má við að mikill fjöldi fólks leggi leið sína í Fossvogs- kirkjugarð á aðfangadag og vill lögreglan beina þeim tilmælum til ökumanna að nota vel bif- reiðastæðin við kirkjugarðinn og leggja bifreiðum sínum þar skipulega. Alþingi frestað 1 iok fundar í Sameinuðu þingi í gær las forsætisráðlherra, Bjarni Benediktsson upp forseta- bréif um frestun Alþingiis, þar sem fram var tekið áð fundum Allþingis væri frestað, en það ekuli koma saman að nýju eigi siðar en 1. febrúar 1965. Forseti Sameinaðs þings, Birg- ir Finnsson árnaði þingmönnum gleð ilegra jóla og nýárs og kvaðst óska þess, að þeir myndu ailir hittast heilir á hinu nýja árL Eysteinn Jónsson árnaði for- ®eta gleðilegra jóla og nýárs svo og fjölskyldu hans og tóku þing- menn undir þáð með því að rísa úr sætum. . í bænum Fyrrihluta aðfangadags verður mikil umferð á öllum stærri um- ferðaræðum borgarinnar. Er þá mikilvægt, að ökumenn haldi ökutækjum sínum á vinstri vegabrún, þannig að eðlilegur framúrakstur geti átt sér stað. Að gefnu tilefni: ökumenn hafið gott útsýni úr bifreiðum ykkar. Útilokið dögg á rúðum með því að hafa hliðarrúður hæfilega opnar, þannig að móðu taki af. Jólaumferðin í ár hefur gengið vel og er sýnt að almenningur hefur tekið höndum saman við lögregluna við að gera jólaum- ferðina sem greiðasta. Vonar lög reglan að svo verði einnig þenn- an síðasta dag sem takmörkun á umferð gildir á þessu ári. Myndin hér neðst á síðunni sýnir Miklatorg að kvöldlagi. I IMIIMIMMMIMIIIIHMHUttMHMIII* DAGUR TIL JÓLA i i Kosið í nefndir og ráð á Alþingi í gær bandalagið því fulltrúa, sem það hefur haft í bankaráði Búnaðarbankans. Alþýðubandalagið fékk heldur ekki kosinn fulltrúa í Norðurlandaráð. Kommúnistar eiga eins og kunnugt er 9 fulltrúa á Al- þingi. Er því ljóst að við ýms- ingsmaður ríkisstjórnarinnar greitt atkvæði með framboðs- lista þeirra og þar með tryggt kommúnistum sæti, sem þeir hafa áður haft, en komið í veg fyrir að Framsóknarflokkur- inn fengi 2 menn kjörna í við- komandi nefndir. Kommúnistar töpuðu eins og kunnugt er einu þingsæti Framhald á bls. 13. L. R. gefur í minningarsjóð A FUNDI sín/um 13. "des. 196 ákvað stjóm Leikifélags Reykj víkur að geía 10.000.00 krónu í Minningarsjóð frú Stefani Cuðmundsdóttur sem stofnaðu var af Poul Reumert leikara ! des. 1964. Víkingur stórskemmdur úllllllMlllimiMHIIIMMIHIHHMIIHimHIHIHHIHNHIHÓ Á ALÞINGI fóru í gær fram kosningar í bankaráð bank- anna, stjórn Sementsverk- smiðju og Áburðarverk- smiðju, Norðurlandaráð, út- hlutunarnefnd listamanna- launa og fleiri nefndir sem Alþingi kýs. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn báru fram sameiginlegan lista við allar þessar kosningar, þar sem kjósa skyldi fimm menn eða sjö. Hlaut framboðslisti þeiriw yfirleitt 31 atkvæði, listi Framsóknarflokksins 19 at- kvæði og listi Alþýðubanda- lagsins oftast 10 atkvæði. Þegar kosið var í bankaráð Búnaðarbankans hlaut listi Alþýðubandalagsins þó að- eins 8 atkvæði. Missti Alþýðu ar kosningar hefur einn stuðn Hvalfjörður torfarin Akranesþ 22. des. KEXBÍLLINN frá Esju var fjór- ar klukkustundir frá Reykjavík í dag. Leiðin var svo slæm að hann eyddi % meira af benzíni en venjulega. Verstu kaflar Hval fjarðarvegarins í dag voru þeir, sem liggja um Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós. Akranesi 22. des. TOGARINN VÍKINGUR varð fyrir vélarbilun aðfaranótt s.l. sunnudags. Hann var að koma úr söiuferð í Cuxhaven í Þýzka- landi og staddur 25 sjómílur suð- ur af Vestmannaeyjum í sæmi- legu veðri 4. vindstig á SV., er hann bilaði. Það var sveifarás í aðalvél sem brotnaði. Gátu þeir aðeins siglt hálfa ferð. Víkingur hafði samband við varðskip, sem var á leið vestur fyrir land, en hann þurfti ekki á aðstoð þess aö halda. Mikil sild hefir borizt á land á Austfjörðum að undanförnu. Hér getur að líta mikinn síld- arbing á staðnum, en ekki gat sildarverksmiðjan tekið við öllum aflanum, sem barst að í einu. Talið er að vélstjórarnir hafi unnið þrekvirki við að koma skipinu til hafnar. Vílkingur kom til Reykjavíkur kl. 10 á sunnudagskvöld. Víkingur þarf að fara til út- landa til að fá vélina í laig. Und- irbúningur að því að Víkingur geti siglt er þegar hafinn. Ekki er vitað hvenær hann leggur af sta’ð, enn það er í ráði að hann fari til Amsterdam í Hollandi þar sem togarinn mun fá nauð- synlega viðgerð hjá fyrirtæki því sem þessar vélar framleiðir. VW- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.