Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. jan. 1965
MORGU N BLAÐIÐ
3
SIAKSTEIMR
Eeinir eða óbeinir
skattar
Alþýðublaðið birti í gær rifc-
stjórnargrein með framanritaðri
fyrirsögn. Þar segir m.a.:
„Sænska jafnaðarmannastjóm-
in hefur stigið stórt skref í skatta
málum. Hún hefur dregið vera- -
lega úr beinum sköttum og auk-
ið óbeina skatta að sama skapL
Er þetta gert með því að hækka
söluskatt í smásölu úr 6% í 9%,
en lækka um leið beina tekju-
skatta. Ellilaun og fjölskyldu-
bætur voru um leið auknar all-
mi>-ið.“
„Fyrr á árum voru allir þessir
jafnaðarmannaflokkar (þ.e. í Nor
egi, Danmörku og Svíþjóð) á móti
söluskatti, og töldu stighækkandi
tekjuskatta allra skatta bezta.
Nú hafa þeir skipt um skoðun
vegna þess, að þjóðfélagið og
lífskjör vinnandi fólks hafa tek-
ið stökkbreytingu. Fátæktinni
hefur að mestu verið útrýmt og
tæknin gerir þjóðunum kleift að
stórauka framleiðslu sína. Sú
aukning hefur verið og verður
notuð til að jafna lífskjörin og
veita alþýðu manna rúman fjár-
hag“.
Fólkið vill fremur
óbeina skatta
Ritstjórnargrein Alþýðublaðs-
ins heldur áfram:
„Á þessum breytingum byggist
hin breytta aðstaða jafnaðar-
manna til skattanna. Reynslan
hefur sýnt, að ógerlegt er að
hindra skattsvik í stórum stíl í
tekjuskatti, og niðurgreiðslur á
vöruverði eru látnar nema svip-
uðum upphæðum og söluskattur
er á nauðsynlegustu matvælum
heimilanna. Síðast og ekki sízt
hefur reynslan sýnt að . með
batnandi lífskjörum almenn-
ings, vill fólk heldur greiða ó-
beina skatta en beina, og geta
þannig ráðið meiru um ráðstöf-
un á tekjum sínum.“
Það er vafalaust rétt að fólk
vill fremur greiða óbeina skatta
en beina, og hins er einnig að
gæta að þeir, sem bezt lífskjör
hafa, og nota mest fé til eigin
neyzlu, greiða þá um leið hæsta
óbeina skatta, þar sem þeir eru
í rauninni skattar á eyðslu. Auð-
vitað má endalaust um það deila
hvaða skattar séu sanngjarnast-
ir, og hvernig ríkið eigi að afla
þess fjár, sem það þarf til að
sinna sameiginlegum þörfum
borgaranna, en líklegt er að það
fyrirkomulag, sem bezt hefur
gefizt á Norðiirlöndum, muni
einnig henta hér.
Ummæli Efnahags-
og framfarastofn-
unarinnar
Stjórnarandstæðingum er sýni-
lega meinilla við álit Efnahags-
og framfarastofnunarinnar um
efnahagsþróun á íslandi og er það
að vonum.
Þar er um alþjóðlega og óháða
stofnun að ræða, sem hefur m.a.
það hlutverk á hendi, að gefa
áreiðanlegar og ýtarlegar skýrsl-
ur um efnahag hvers einstaks
lands innan samtakanna. Sérfræð
ingar stofnunarinnar heimsækja
hvert einstakt land og kynna sér
aðstæður, og auðvitað eru þeir
ábyrgir fyrir þvi að senda ekki
frá sér annað en hinar áreiðan-
legustu upplýsingar og skýring-
ar á efnahagsþróuninni. Það er
þess vegna fráleitt þegar Tím-
inn er að reyna að halda þvi
fram, að ríkisstjórn íslands geti
pantað einhverja álitsgerð frá
þessari stofnun. Um ekkert slikt
er eðá getur verið að ræða.
BLÁ birta flæddi út yfir sal-
inn og uppi á sviðinu í Tjarn-
arbæ blöstu við kynjatré með
bláum og frostasilfruðum
blöðum. Birtan varð skærari
og við vorurti strax komin inn
í æfintýrið, þar sem ganga
um fögur álfkona í hvítum
kyrtli með töfrasprota, austur
lenzkur snáði með rauðan
vefjahött, skýrtnir dvergar, Höfundur Ieikritsins Ólöf Árnadóttir, og leikarar, sem ekki eru á sviðinu, fylgjast með utan
drotnning og prins, hirðmeyj- úr sal.
mesta athafnafrelsi í þessu
barnaleikriti, þó þeir þurfi að
hnitmiða hverja hreyfingu og
skáskjóta sér hver fram hjá
öðrum inn og út af sviðinu.
En leikarar eru 30 talsins,
bæði leikarar frá Leikfélag-
inu og nemar úr eldri deild
leikskólans. Og einn að auki,
sem ekki hefur gengið í leik-
skóla nema kannski heima hjá
sér — Hallgrímur Helgi, 7 ára
gamall sonur Hélga Skúlason-
ar og Helgu Bachman.
Höfundur leiksins, frú Ólöf
Árnadóttir, er þarna á æfing-
unni, enda æfir hún dansana
og sönginn, en lög, dansar og
ljóð eru eftir hana, engu síð-
ur en leikritið sjálft. —
Þetta er eins og á sveita-
heimili, allt heimatilbúið,
segir hún, og sama er um leik
sýninguna, þar sem leikararn-
ir syngja, dansa og spila sjálf
ir, í stað þess að fá t. d. at-
vinnuhljómsveit utan úr bæ.
Ég vona að það verði þá sam-
--felldur og svipaður blær yfir
sýningunni. Þó Ólöf vilji lítið
gera úr því, hefur hún nokkra
undirstöðumenntun til slíkra
hluta, lærði alls konar líkams
mennt og ýmsar greinar sem
tilheyra koreografíu í Þýzka-
landi og Danmörku. — Já, ég
Osvikið æfintýri með álfum
dvergum og kdngssyni
að æfa barnaleikritið um
Almansor konungsson, sem
Leikfélag Tteykjavíkur ætlar
að frumsýna á föstudaginn.
Það verður fyrsta sýning fé-
lagsins í Tjarnarbæ, þar sem
það hefur fengið inni. Búið er
að lagfæra sviðið, til að fá
leikhúslegri blæ á það, og
salurinn hefur verið teppa-
lagður. Áhorfendur verða
lítt varir við þrengslin kring-
um sviðið, þar sem nær
ekkert rými er öðrum megin,
ekki hægt að komast bak við
sviðið og leikararnir þurfa að
hlaupa útí gegnum portið í
kuldanum, til að geta komið
inn á réttum stað. Er alveg
meistaraverk hvernig leikar-
arnir koma inn og spranga
um eins og þeir hafi heimsins
Yngstl leikarinn ©g kynnlrlnn (Hallgrímur Helgi) og Jokki
hirðfífl (Sigmundur Örn Arngrímsson).
ar og alls konar skrýtin dýr,
og léttar dansandi álfameyjar.
Þessa stundina er þessi
söfnuður að vísu út um allan
sal, því leikstjórinn, Helgi
Skúlason, og leiktjaldamálar-
inn, Steinþór Sigurðsson, eru
að gera tilraunir með birtuna
á sviðinu, áður en æfing
hefst. Þarna er sem sagt verið
unsir iciMiusiesiir Kja iraman i uyn
hefi próf í þessu. En það er
svo langt síðan, segir hún eins
og afsakandi.
Það er gaman að fá þetta
bamaleikrit fram núna, -en ís-
lenzk barnaleikrit hafa ekki
komið á markaðinn síðan leik
rit Óskars Kjartanssonar um
1930. Og hver man ekki Álfa-
fell, Litla Kláus og Stóra
Kláus og fleiri leikrit sem oft
hafa verið sýnd síðan. Nýja
leikritið er líka ósvikinn
æfintýraleikur, byggður á ind
verskri sögu, sem Ólöf fann
í gömlum Dýravin. Fyrst
samdi hún stutt útvarpsleik-
rit upp úr því og síðan þetta
fullgilda leikrit fyrir leiksvið,
umskapaði það og bætti þá
inn í persónum.
Framh. af bls. 13
Almansor konungsson (Borgar Garðarsson leystur úr álögum og heilsar hirðmeyjunum. Hjs
honum stendur drottningin móðir hans (Guðrún Stephenscn), álfkonan Asand.ila (Margré
Guðmundsdóttir) og dýrin í kring.