Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 24
15. tbl. —■ Miðvikudagur 20. janúar 1965 ♦ SAUMAVÉLAR $ JM!i LA'JGAVEGI Frakkar hyggja á fleiri eldflauga- skot á Íslandi FRAKKAR virðast hafa verið ánægðir með árangurinn af eld- flaugaskotum sínum í fyrrasum- ar, því nú eru þeir famir að ráð- gera að skjóta aftur eldflaugum af Mýrdalssandi. Eru tveir fransk ir menn, verkfræðingurinn Lefevre, sem stjórnaði verkleg- nm framkvæmdum við eldflauga skotið í fyrra, og M. Renou, komn ir til landsins, til að athuga mögu leikana á fleiri eldflaugaskotum Longir og tíðir sóttnfundir SATTAFUNDURINN um kjara- deilu bátasjómanna stóð til kl. 3 í fyrrinótt. í gær boðaði sátta- semjari fulltrúa sjómanna og vinnuveitenda aftur á fund kl. 2 e.h. og stóð sá fundur enn er blaðið fór í pressuna eftir mið- nætti. og til viðræðna við íslenzk yfir- völd um það. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá franska sendiráðinu í gær, að ef af yrði, mundu eldflaugunum lík lega skotið í ágúst í sumar. En málið væri á undirbúningsstigi og ekkert ákveðið enn. Þeir Lefevre og Renou fóru austur í Vík í gær, en Frakkamir hafa hug á að skjóta eldflaug frá svipuðum slóðum og áður. Síldveiði við Tvísker, veður að versna VESTMANNAEYJUM, 19. jan. — Síðasta sólarhring var 7—8 þús. mála síldveiði. Mest af þeim afla mun koma hingað, en eitt- Engey og Akurey fá afgreiðslu í Eyjum í GÆR lönduðu síldveiðskipin Engey og Akurey í Vestmanna- eyjum, 350-400 tunnum og 700 tunnum, og var það látið alveg afskiptalaust. En banninu á af- greiðslu skipa frá verkfallshöfn- um í Eyjum var í uppháfi að <mestu béint gegn þeim, svo sem áður hefur verið frá skýrt. Mbl. átti tal við Ólaf Gunnars- som, framkvæmdastjóra í Vest- mannaeyjum. Hann sagði að verkamannafélagið í Eyjum hefði verið búið að tilkynna að það mundi ekki skipta sér af löndun- úr þessum tveimur skipum, þar sem gengið hafði verið úr skugga um að skipin höfðu verið leigð til Vestmannaeyja löngu fyrir verkfallið í Reykjaví'k og að á- hafnimar, sem eingöngu eru skipaðar Vestmannaeyjnguim, voru komnar á þau strax í haust. hvað af bátum mun þó halda til Reykjaneshafna og sumir austur. Veður var iekki gott á miðun- um í nótt og nú er ekM veiði- veður eins og er. Veiðisvæðið er eins og að undanförnu við Tvískerin og vestur af þeim. Síldin er yfri- leitt smá Og lítið af henni hæft tl vinnslu í frystihúsunum. Fer því meiri hlutinn í braéðsluna. Þó eru nú flest húsin með síld til vinnslu í dag, en gengur erfið lega, því mikið gengur úr henni. Þeir bátar, sem fengu síld í nótt, eru Bára 400, Gulltoppur 550, Gjafar 700, Krossanes 700, Guð- rún Jónsdóttir 800, Hafrún 550, Sveinbjörn Jakobsson 750,' Akurey 750, Guðbjörg GK 700, Húni II 750, Ófeigur II 250, Engey 250, Víðir SU 350, Friðrik Sigurðsson 400. Fiskimjölsverksmiðjan h.f., sem er önnur síldarverksmiðjan hér, hefur tekið á móti 70 þús. tunn- um síðan um áramót. Hefur þar verið brætt nótt og dag. Síldar- verksmiðja Einars Sigurðssonar, sem verið er að vinna að stækk- un á, er ekki byrjuð enn, en búizt er við að hún byrji á hverri stundu. Hefur hún tekið við miklu magni af síld í þrær. Línu- bátarnir voru allir á sjó í gær. Afli var yfirleitt tregur hjá þeim. Þó fékk einn bátur. Stígandi, fyrirtaks afla, um 11 tonn og það sem meira er, þessi afli var mjög góður, að lang mestu leyti þorskur og ýsa. — Bj. Guðm. Tunglið, tunglið, taktu mig, hefur vafalaust einhver róman tízkur sagt, þegar hann sá tunglið, þennan gyllta skjöld velta eftir brún Esjunnar í gærkvöldi, með sindrandi hala á haffletinum í höfninni. — Þannig er tunglið eflaust þeg- ar það heillar mest. A.m.k. heillaði það Ijósmyndara blaðs ins, Sv. Þorm. svo að hann reyndi að festa töfra þess á filmu. | Vélskóíla brann UM hálf tvö leytið í gær var slökkviliðið kvatt að í Blesugróf. Þar var vélskófla frá Hafnar- sjóði Reykjavíkur alelda er að var komið. Var slíkkt í henni, en hún var þá mikið skemmd. Úflendir lausir í vega- Eyjum Astralíumevin, S-Afríkanar og fleíri komu í gær Leikrit eftir Jökul í sænska útvarpimr. ÚTVARPSLEIKRIT Jökuis Jakobssonar, Gullbrúðkaupið, sem leikið var í ríkisútvarpinu í vor, verður nú flutt í sænska útvarp nu laugardag- inn 30. janúar af þekktum sænskum leik- urum frá Dramaten. — Verður leikrit ið flutt klukk- an 20,30 að sænskum tíma, eða 18,30 að íslenzkum tíma. Mbl. hringdi í gær til Jökuls og fékk staðfest að þetta væri rétt. Leikritið hafði venð sent til sænska útvarpsins í enskri þýðingu og það svarað og vilj- að kaupa það til sýningar. — Vildi sænska útvarpið fá það þýtt á sænsku úr frummálinu og benti á Svein Einarsson, leikhússtjóra sem þýðanda. Sveinn iþýddi svo leikritið og nú verður það flutt annan laugardag. Tilkynnt var hverjir mundu leika í leikritinu, sem nefnist Gullbröllop á sænsku, en það eru allt kunnir leikarar frá Dramaten og aðalhlutverkin í höndum gamalfræg-ra leik- ara. Karin Kalvi leikur aðal- kvenhlutverkið, sem Helga Valtýsdótir lék hér. Anders Henrikson leikur hlutverkið, sem Þorsteinn Ö. Stephensen lék; Björn Gustavsson hlut- verk Roberts Arnfinnssonar og Helena Brodin hlutverk Guðrúnar Ásmundsdóttur. Við spurðum Jökul hvort hann ætlaði ekki að reyna að hlusta á sænska útvarpið Iþetta kvöld, en þetta er fyrsta út- varpsleikritið hans sem flutt er erlendis., — Ég hef nú ekki útvarp sjálfur til þess að ná þessu, en ég ætla að reyna að koma mér á einhvern stað, þar sem er til gott útvarp, svaraði hann. — Ég ^r ákaflega spenntur að heyra hvernig þetta hljómar í sænsku útgáf- unni og það eru leikararnir sem léku þetta hérna, líka. Góðar tog- arasölur KARLSEFNI seldi í morgun í Grimsby 111 lestir fyrir 11812 sterlingspund og Uranus í Brem- erhaven 129 lestir fyrir 119.800 mörk. f gær seldi Skúli Magnús- son í Bremerhaven 87 tonn fyrir 89.800 mörk og Surprise tæp 89 tonn í Cuxhaven fyrir 102.306 mörk. f FYRRINÖTT fór sjúkraflugvél Bjöms Pálssonar til Þingeyrar til að sækja unglingsstúlku af Núpsskóla, sem talin var vera með sprunginn botnlanga og því brýn nauðsyn að hún kæmist strax í sjúkrahús í Reykjavík. Fór Stefán Jónsson, flugmaður, af stað á Vorinu um kl. 11 um kvöldið. Tunglskin var og gott veður. En það sem reið baggamuninn VESTMANNAEYJUM, 18. jan. — Á udanförnum árum hefur ver- ið mikill skortur á fólki til að leysa af hendi ýmiskonar störf í sambandi við fiskvinnsluna hér í Eyjum. Hefur ástandið verið þannig bæði » sumrum og vetr- um og hafa menn því oft haft mikið upp úr sér. Til að bæta úr fólksskortinum hafa fisk- vinnslustöðvarnar gert nokkuð að því að fá útlendinga hingað til starfa og hafa komiö menn af ýmsum þjóðernum til vinnu hér. um að lendinigin var framkvæm- anleg um dimma nótt, var að sr. Stefán Eggertsson á Þingeyrum hefur komið upp lugtum við flug brautina, sem kveikja má á með bílgeymum. Eru það að vísu ekki fullkomin lendingarljós, en má notast við þau, ef á liggur eins og í gær. Ferðin gekk að óskum og var komið með sjúklinginn til Reykja víkur 'kl. 1. Nú hefur þannig skipazt á staðnum að framboð er meira af fólki en áður var og þar af leið- andi e.t.v. minni þörf fyrir út- lendinga. Eigi að síður sækja út- lendingar hingað og er orsökin sjálfsagt sú, að þeir sem fyrr hafa verið hér, hafa látið vel af dvöl sinni í Eyjúm. í gær komu með flugvél yfir tugur manna af ýmsu þjóðerni, þar af tveir frá Ástralíu, tveir frá Suður-Afríku, einn Frakki, Þjóðverjar, Austurríkismenn o.fL Allir þessir menn koma hingað óráðnir, án þess að hafa haft samband við nokkurn mann og ætla að grípa atvinnu. Sumir eru peningalitlir og þegar það 'bætist við, er erfitt við málið að eiga. Mennirnir sem komu í gær munu hafa leitað á náðir lögregl unnar og beðið um fyrirgreiðslu. Kom hún þeim til bráðabirigða fyrir í húsnæði hvað sem seinna verður. Vafasamt er að þessir menn geti komið sér í atvinnu meðan ekki er meira líf í ver- tíðinni en nú er. Á meðan er hér fullskipað við öll störf — Hér byrjaði að snjóa í morgun og hef ur snjóað í allan dag. Er orðin þung færð á götunum og erfitt að fara um, ekki sízt þar sen) komið er krap. — Bj. Guðm. Næturflug eftir sjúkum til Þingeyrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.