Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. jan. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 13 KALHQLT "w»"«TOV'>vww»r SKÁLHOL.T er jafnan ofarlega í Ihugum íslendiniga að fornu og nýju. Á síðustu árum hefur átt eér stað mikil og víðtæk endur- reisn Skálholts og eru miklar vonir og áform við staðinn bund- in í framtíðinni. Tíðindamaður Morgunblaðsins sneri sér fyrir skömmu til biskups íslands, herra Sigurbjörns Einarssonar og spurðist fyrir um framtíðar- áform varðandi Skálholt og hvað gerzt hefði frá því að kirkjan tók við staðniyjn. Hér fer á eftir frá- sögn biskupsins. Framkvæmdir í Skálholti. Kirkjan tók við Skálholti samkv. alþingissamþykkt á vígsludegi kirkjunnar 21. - júlí 1963. í>að sem fyrst lá fyrir þá, var að fullsmíða íbúðarhús, sem þá var hálfsmíðað á staðnum, og um það var hafizt handa þeigar í fyrra haust og smíðinni lokið í fyrra vetur. í>angað fluttist svo sóknarprestur prestakallsins, en Skálholt hefur verið útkirkja frá Torfastöðum, síðan biskup var fluttur þaðan. í Skálholti situr nú góður prestur og auk þess myndarbóndi. Þegar sumarið 1963 var byrjað að reisa sumarbúðir í Skálholti og því verki var haldið áfram ósleitilega s.l. sumar. Fyrra sum- arið 1963 vann við þetta alþjóð- legur vinnuflokkur ungmenna stuttan tíma, en s.l. sumar vann þarna flokkur íslenzkra stúdenta. Þessar sumarbúðir eru fyrsta skref áleiðis að því marki að veita íslenzkum æskulýð athvarf í Skálholti honum til uppbygg- ingar, menningar og þroska. Næsta skrefið á þeirri leið er lýðháskóli, menntastofnun, sem kirkjan hyggst að koma á fót í Skálholti. Hún á að verða með sérstöku sniði og um það ætlum við að styðjast við erlenda reynslu og fyrirmyndir, sem bezta raun hafa gefið og á þeim grundvelli vonum við, að þjóðin eignist þarna trausta, kristna, þjóðlega menningarstofnun. Þessi hugsjón hefur vakið athygli er- lendis og er studd þar af góðum vinum íslands og Skálholts. Fjársafnanir henni til stuðn- lngs eru í gangi á Norðurlöndum öllum og hefur hinn alkunni og ágæti tryggðavinur' íslands, inorski presturinn séra Harald Hope gengið allra manna bezt fram í þvL Á vígsludegi kirkj- unnar afhenti hann mér 300.000 norskar kr. til skólans. Vestur-íslendingar hafa safn- að myndarlegri upphæð í sama skyni 100.000 kr. rúmum. Við væntum þess eindregið, að ís- lendingar sjálfir láti ekki sitt .eftir liggja um framlög, svo að þessi stofnun geti komizt á fót sem fyrst. Á grundvelli hennar vonum við, að fjölþætt, kirkjuleg menn- ingarstarfsemi geti risið smátt og smáttj að kirkjan eignist þar miðstöð fyrir margháttaða starf- semi til fræðslu og vakninigar. í því sambandi er vert að geta þess, að það er von mín, að guð- fræðistúdentar geti eignazt sitt heimili í Skálholti og ég tel, að sá vinnuflokkur, sem þar var á s.l. sumri, hafi verið upphaf að því. Ég á við þetta; guðfræði- stúdentar þurfa að hafa aðstöðu til að dvelja í Skálholti í leyfum sínum, hafa tækifæri til þess að vinna við þær framkvæmdir, sem þar eru á döfinni og njóta andlegrar örfunar. Þá vona ég, að í framtiðinni verði í Skálholti aðstaða fyrir guðfræðikandidata til þess að dveljast,. auka og styrkja anda sinn, áður en þeir takast prests- starf á hendur. Um ytri framkvæmdir þennan stutta tíma, sem kirkjan hefur. haft ábyngð á Skálholti, er þess að öðru leyti að geta, að mikil framræsla hefur verið fram- kvæmd til undirbúnings undir aukna ræktun og staðnum til fegrunar. Þá hefur verið athugað um virkjun og nýtingu heitavatns, en það er mikið atriði fyrir allan rekstur á staðnum. Annað atriði hefur kostað furðu mikla fyrirhöfn, en það er að finna neyzluvatn fyrir stað- inn, nægilegt, ef miðað er við nánustu framtíð. Líkur benda til, að athugun á þessu hafi nú borið árangur og unnt verði að leysa þetta vandamál á næsta sumri. Framtíð Skálholts Þá var enn fremur rætt um framtíð Skálholts og bar þar fleira á góma, en unnt er að rekja hér. Það er kunnuigt, að biskup- inn, herra Sigurbjörn Einars- son hefur dreymt stóra drauma um Skálholt, hvort sem þeir geta allir orðið að veruleika og hvort þess verður skemur eða lengur að bíða. í því sambandi rifjast upp orð biskups, sem hann lét falla í ávarpi sínu á Skálholtshátíð, 18.—19. júlí 1964. Þar segir hann m.a.: „Yér erum ekki hér í dag og morgun til þess að halda hátíð í tilefni af því sem unnizt hefur á fáum árum, þótt oss sé vissu- lega þökk og gleði í hug vegna þess, sem þjóðin er búin að gera sér til sæmdar og heilla á þessum stað. Tilefni þeirrar hátíðar, sem nú er hafin, er miklu víðtækara og stærra en svo. Hátíð vor nú er framhald þeirra, sem til var stofnað um leið og hinn nýi siður hófst, og hlutverk þeirra var, að vér næmum hér staðar í skini sögunnar en horfðum fram til nýrrar dögunar, kæmum hér og værum hér til að samstilla óskir og bænir um nýjan dag og styrkja krafta til hollra átaka, helgrar viðleitni. Vér erum hér með allar minningar sögunnar í kringum oss, vér erum hér til þess að komast í snertingu við það afl, sem hefur igefið þjóð vorri allar hátíðastundir, hver jól,’ alla páska, hverja hvíta- sunnu, alla bjarta, friðsæla þv! að bænin bín taki undir> saTn. einist aldanna helga bænamálL Vertu sérstaklega velkominn til þessarar hátíðar. Enn gegnir sama máli og fyrir 14 árum, þótt margt hafi breytzt: Vér erum komnir hér í dag til liðveizlu ag vegsemdar þeirri hugsjón að endurreisa Skálholtsstað. Hvað þýðir það? Að endurreisa Skál- holtssfað er fólgið í því fyrst að endurreisa í oss sjálfum styrkja óg efla í oss sjálfum, það, sem hefur helgað Skálholt vora heilögu kristnu trú. Að endur- reisa Skálholt er að lífga og glæða trúarneistana, sem hvergi, hjá engum af oss skína svo sem vera ber og sumsstaðar hafa fölskvast og grafizt undir ösku? og gjall. Að endurreisa Skálholt er að reisa viðrétta kristinn sið, kristna kirkju í landi voru. Allt sem hér er og verður gert, öll áform og áætlanir, allar fram- kvæmdir eiga þessi rök, hafa þetta markmið. Skálholt er tákn og Skálholt er tæki. Ekkert sem reist er hér eða endurreist er 1 sjálft takmark og ekkert hefur Framkvœmdir á staðnum og framtíð harss Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson skýrir frá drottinsdaga í þúsund ár. Vér erum hér til þess að þakka ljósin sem kveikt voru við vöggu barnsins og kistu hins látna, þakka það allt, sem mæður vor- ar og feður áttu af trausti, huigar styrk pg hjartagöfgi, þolgæði og bjartsýni vegna þess orðs og anda, sem kirkja Guðs á Islandi hefur boðað og vitnað um. Vér erum hér til þess að lúta þeim mætti, hylla þann Drottin, sem hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Skálholt er ímynd þeirrar sögu, sem er hans saga í lífi þessarar þjóðar. Sú helgi, sem hvílir yfir Skálholtsstað, er helgi þeirra spora, sem hann hef- ur markað á ferli þjóðar vorrar frá kristnitöku til þessa dags. Héðan liggja þræðir til allra mannavista og allra legstaða, sem verið hafa og eru um allt Island. Héðan liggja þræð- ir að hverju hjarta, sem nú slær í islenzkum barmi. Svo mikið er tilefnið. Og orsakir þess, að gestakomur hér eru í seinni tíð orðnar svo miklar, sem raun ber vitni, eru þannig næsta eðlilögar, þær eru djúpar og sterkar. Það lifir eitthvað í oss öllum af dýpstu kenndum og helgustu reynslu forfeðranna. Þess vegna laðar Skálholt, þess vegna una allir svo vel á þessum stað, því er svo gott að ganga hér í kirkju og lyfta huga sínum og finna hið helga og háa færast nær. Vertu velkominn hingað hvaða dag sem er, Skálholtsdóm- kirkja á sem oftast að veta opin, ekki sem sýningargripur fyrst og fremst, heldur sem bænastaður, hún er þín, hver sem þú ert, hvenær sem er hún bíður eftir staðinn sjálfan út af fyrir sig að markmiði, ekkert mannvirki, eng in stofnun, ekkert embætti; mark miðið er sú kirkja öll, sú kristni vors lands, sem á þessa móður, helgan Skálholtsstað, og rækir þessa móður vegna þess að hún er að leita að sjálfri sér, leita uppruna síns, leita þeirra linda, sem hún hefur líf sitt frá, hún vill rækja þessar sínar móður- stöður af því að hún er að leitast við að styrkjast til þeirrar þjón- ustu við íslenzka þjóð, sem Drottinn hefur falið henni. Þessari hugsjón til liðveizlu og vegsemdar ertu kominn hér. Verkefnin, sem nú eru hendi næst og ýmist hafin eða senn að hefjast, eru stórvaxin. Skálholt vantar almennan stuðning, drengilega liðveizlu, styrk fjár- muna og annarrar fórnfýsi, stuðn ing ræktarsemi oig ástar. Slík stoð er aðhlynning að því sem bezt er til, viðkvæmast og dýr- mætast af öllu, sem sagan hefur látið oss eftir í arf og stafar björtustum geislum yfir ófarnar brautir þjóðar vorrar. Gleðilega hátíð. Frá húsi Drott ins blessum vér yður. Nýtt tónverk Irum- ílutt eltir Jón Leiis Verður flutt i útvarpið i kvöld kl. 9.30 KLUKKAN 9.30 í kvöld verð- ur flutt í útvarpið nýtt tón- verk eftir Jón Leifs. — Er það hljómsveitarforleikurinn „Hekla“, sem verður nú flutt ur á norrænum tónlistardegi í Helsingfors sl. haust. Morgunblaðið hitti Jón Leifs tónskáld að máli í gær og spurði hann um þetta nýstárlega tón- verk, sem hann segist hafa sam- ið í árslok 1961, og er þetta 53. verk tónskáldsins. Það var gos Heklu árið 1947 sem var tilefni þessa tónverks. Hinar stórkostlegu hamfarir eld- gosins knúðu tónskáldið til þess að krefjast stærri hljóðfæraskip- unar en áður, og segist Jón Leifs ekki hafa gert sér vonir um að verkið yrði flutt að honum lif- andi. í tónverkinu er krafist um 30 sláttarhljóðfæra, sem sum eiga að vera á bak við leiksviðið, en það eru bæði trommur og hamrar og sleggjur, steðjar, fall byssuskot, sírenur líkt og í eim- skipuim, rúllandi akkeriskeðjur og blandáður söngflokkur í lok- in, auk hinna venjulegu hljóm- sveitarhljóðfæra, strengja, lúðra og blásturshljóðfæra. Verkið hefst á veikum fimm- undarthljóðum íslenzka tvísöngs- Jón Leifs. ins, Hekla með ísró undir tign jökulsins unz eldgosið hefst og vex þar til eldhraunið rennur og kórin nsyngur með fullri hljómsveit og sikruðningi akkeris ifestanna þessi orð Jónasar Hall- grímssonar: „Grimm eru í djúpi dimmu dauða-org, þaðan er rauðir logar yfir landið bljúga leiddu hraunið seydda“. Tónhöfundurinn telur þó að hann sé í verki sínu ekki að lýsa eldgosinu, heldur að hylla kraft efnis og anda. í frumflutningi verksins með borgarhljómsveitinni £ Helsing- fors, undir stjórn Jussi Jalas, sem flytur verkið hér, vantaði þó ýmislegt, sem tónhöfundur- inn hafði gert ráð fyrir, svo sem ýms sláttanhljóðlfæri, tviskipt- ingu þeirra í mismunandi fjar- lægð, akkerisfestarnar, skothvell ina, rétta tónlhæ’ð í steðjum og sírenum og lokakórinn. — Með álfum Framhald af bls. 3 Þarna kemur t. d. hann Jokki, hirðfífl hennar hátign- ar, sem skoppar um sviðið og talar við krakkana frammi I sal. „Hann er góður, ea óþekkur“, útskýrði lítil hnáta. Hann verður vafalaust auga- steinn barnanna, engu síður err Alamonsor konungsson, sem fær að kenna á því hve hann er í fyrstu vondur við dýrin. Og svo öll dýrin; skringilegi asninn, góði hund urinn, ærslafulli apinn, ljón- ið, nautið og björninn. Þetta verða eflaust allt vinir barn- anna í salnum. Bíósýnincf til dgóða fyrir Davíðs-söfnunina HÚSNEFND Félagsheimilis Kópa vogs hefur ákveðið að gefa allan ágóða af kvöldsýningu (kl. 9) í Kópavogsbíói annað kvöld 21. jan. til styrktar kaupunum á húsi Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi, en eins og kunn- ugt er, er 21. janúar fæðingar- dagur hins ástsæla þjóðskálds. Einnig munu liggja frammi söfnunarlistar í Félagsheimili Kópavogs, svo að þeir sem styrkja vilja kaupin á húsi Davíðs Stefánssonar geti skrifað sig þar fyrir framlögum. Aðdáendur skáldsins eru hvatt ir til þess að styrkja þetta góða málefni með því að sækja nefnda bíósýningu og skrifa sig á söfn- unarlistana. Sýnd verður kvik- myndin „Stolnar stundir“, áhrifa rík og ógleymanleg mynd. Fólk getur einnig skrifað sig fyrir framlögum hjá húsnefnd Félagsheimilis Kópavogs, en hana skipa þessir menn: Árnl Sigurjónsson, lögregluvarðst / i, Guðmundur Guðjónsson, verzl- unarmaður, Guðmundur Þor- steinsson, fasteignasalL Gunnar Guðmundsson, skólastjóri og Jón Skaftason, alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.