Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 20. jan. 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VINSTRA ÆVINTÝRIÐ A llt frá því að vinstri stjórn-' in sagði af sér haustið 1958, hefur Framsóknar- flokkurinn unað hlutskipti sínu hörmulega. Flokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðismenn sumarið 1956, og hugðist með mynd- un vinstri stjórnarinnar tryggja sér langvarandi for- ustuaðstöðu í íslenzkum stjórnmálum. FormaðurFram sóknarflokksins lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði nú verið einangraður, og myndi trauðla komast til áhrifa á stjórn landsins um ófyrirsjáanlega framtíð. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Bæjarstjórnarkosn- ingarnar veturinn 1958 sýndu þegar að Sjálfstæðisflokkur- inn var í stórkostlegum vexti meðal þjóðarinnar. Einstakir flokkar innan vinstri stjórn- arinnar voru að hríðtapa trausti og fylgi. Eftir þetta má segja að vinstri stjórnin hafi verið eins og strá af vindi skekið. Verðbólga og dýrtíð fór hraðvaxandi, og stjórnin gat ekki komið sér saman um neitt úrræði, annað en að leggja stöðugt nýja skatta á þjóðina. En verðbólguflóðið varð stöðugt ofsafengnara og óviðráðanlegra. Loks var flokkum vinstri stjórnarinnar orðið það ljóst, að þeir gátu ekki stjórnað landinu saman. Stjórrí þeirra logaði að innan af illindum, og verkalýðssam- tökin, sem áttu að verða helzta máttarstoð stjórnar- innar, snerust til fullkominn- ar andstöðu við hana. Þegar þannig var komið, brast Framsóknarflokkinn kjark til þess að halda stjórn- arsamstarfinu árfam. Vinstri stjórnin gafst upp að rúmlega hálfnuðu kjörtímabili. Hinu mikla vinstri ævintýri var lokið. Segja má að öll þjóð- in væri sammála um að vinstri stjórnin hafi verið úr- ræðalausasta og gæfurýrasta stjórn, sem setið hefur í þessu landi. Síðan hún sagði af sér, eru liðin rúmlega 6 ár. Allan þann tíma hefur Fram- sóknarflokkurinn verið í stjórnarandstöðu. Hann hefur eins og sagt var í upphafi, un- að því hlutskipti hið versta. Framsóknarmenn kunna því yfirleitt illa að vera utan rík- isstjórnar, enda hefur flokkur þeirra mikið verið riðinn við stjórn landsins allt frá upp- hafL HVER ERU ÚRRÆÐI FRAMSÓKNAR? að er ómaksins vert að at- huga hvernig Framsókn- arflokkurinn hefur brugðizt við í stjórnarandstöðunni. Hann skildi við efnahagslíf þjóðarinnar í rústum, seinast þegar hann hafði forustu í ríkisstjórn. Hann brast allan manndóm til þess 'að marka nokkra raunhæfa stefnu til lausnar þeim vanda, sem hann sjálfur hafði átt ríkast- an þátt í að skapa. Það kom í hlut Viðreisnarstjórnarinn- ar að ráða fram úr honum, og gera víðtækar ráðstafanir til þess að hindra það hrun sem við blasti. En Viðreisn- arstjórnin hikaði ekki við að gera það sem gera þurfti, og hlaut fyrir það aukið traust og fylgi meðal þjóðarinnar. Hún vann mikinn sigur í síð- ustu alþingiskosningum, og hélt áfram að stjórna landinu með Framsóknarmenn og kommúnista í stjórnarand- stöðu. Framsóknarmenn hafa látið við það eitt sitja allan þennan tíma að hamast gegn hverri einustu ráðstöfun, sem Við- reisnarstjórnin hefur gert, hversu sjálfsögð og eðlileg sem hún hefur verið. Þeir hafa hins vegar ekki getað bent á eitt einasta sjálfstætt úrræði til þess að leysa vand- ann með öðrum hætti en rík- isstjórnin hefur gert á hverj- um tíma. Þetta er staðreynd sem blas ir við öllum íslendingum. Það verður því ekki með sanni sagt að Framsóknarflokkur- inn hafi með framkomu sinni í stjórnarandstöðunni, unnið sér aukið traust, eða skapað sér möguleika til þess að gegna forustuhlutverki í ís- lenzkum stjórnmálum. Hann hefur þvert á móti gerzt ber að ábyrgðarleysi og henti- stefnu, sem hlýtur að vera fordæmd af öllum hugsandi mönnum. ÓBEINIR SKATTAR að hlýtur að vekja veru- lega athygli að jafnaðar- mannastjórnirnar í Svíþjóð og Noregi hverfa nú í stöðugt vaxandi mæli að álagningu óbeinna skatta í stað beinna skatta. # Þannig hafa bæði sænska og norska ríkisstjórn- Mynd þessi er tekin við útför Thor Thors, er fór fram 14. janúar að Washington Cathedral, Fremst á myndinni er Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sígarettureykingar minnkuðu um 3% í USA á sl. ári Ár liðið frd birtingu skýrslunnar um skaðsemi reykinga RÚMT ár er nú liðið frá því að út var gefin í Banda- ríkjunum skýrsla land- læknisskipaðrar nefndar vísindamanna um sígarettu reykingar og áhrif þeirra á heilsu manna. Niðurstaða vísindamannanna varð sú, að sígarettureykingar gætu stytt líf manna að marki, væru ein aðal-orsök krabba meins í lungum og lykilor- sök fjölda annarra sjúk- dóma. Þrátt fyrir þessar uggvænlegu upplýsingar skýrslunnar, hafa sígarettu reykingar ekki minnkað nema um 3% í Bandaríkj- unum á árinu 1964. En það er fyrsta árið, sem dregur úr reykingum þar. Áður gátu sígarettuframleiðend- ur alltaf reiknað með 3%— 4% aukningu á sígarettu- reykingum árlega. Skýrsla vísindamannanna olli miklu umtali, er hún var birt. Mörgum brá illilega við lestur hennar og þeiir stein- hættu að reykja þegar í stað. Flestir byrjuðu þó aftur eftir stuttan tíma, og sumir tóku að reykja vindla og pípu í stáð- inn. Fyrsta mánuðinn eftir að skýrslan var birt s.l. ár minnk uðu sígaretturejdúngar um tæp 11% í Bandaríkjunum, en sem fyrr segir var heildar- minnkunin á árinu 3%. Margir, sem hættu að reykja sígarettur eftir lestur skýrslu visindamannanna, en byrjúðu aftur, reykja nú með öðru hugarfari en áður. Nú vita þeir, að sígarettureyking- ar eru hættulegar, en þrátt fyrir það geta þeir ekki hætt. Þótt þeir hugsi oft um það. >eir, sem berjast gegn reyk- ingum í Bandaríkjunum, hafa reynt að höfða til almennrar skynsemi fólks og umhyggju þess fyrir heilsu sinni og barna sinna. Hefur mikið verið skrif að um þetta í blöðum og við- töl birt við fjölda fólks, sem aldrei hefur reykt eða hefur hætt að reykja. Segir frá því hvernig hin sfðarnefndu sigr- uðust á örðugleikunum, sem verða á vegi margra, er hætta að reykja, og hvetja aðra til að feta í fótsporin. í Bandaríkjunum hafa síga r'ettuiframleiðendur opnað skrifstofu, sem á að ganga úr skugga um að ekki séu birtar sígarettuauglýsingar, sem geti höfða’ð til barna. Liggja við því sektir að nota slíkar aug- lýsingar. Yifirleitt er það mál manna, að fullorðið fól'k eigi sjálft að ráða hvort það reyki eða ekki, en þeir, sem ekki hafi náð lögaldri skuli vernd- aðir fyrir ótiihlýðilegum aug- lýsingaáróðri. Lang mest er unnið að því að sannfæra ung linga um skaðsemi tóbaks og gera þá frábitna sígarettu- reykingum. En það, sem fyrst Og fremst hefur aukið síga- rettureykingar í Bandaríkjun- um undanfarin ár, eru ung- lingar, sem bætast í hóp reyk- ingamanna. Við síðustu áramót, er tó- baksiframleiðendur gerðu upp reikninga sína, sög'ðu þeir, að minnkunin, sem orðið hefði á sígarettureykingum s.l. ár, hefði lítil áhrif á fyrirtæki þeirra. Hins vegar sögðu þeir að árið 1965 gæti orðið erfiður hjalli. Talsmenn framleiðenda segja, að meiri og ítarlegri rannsóknir þurfi á meintri skáðsemi sígaretta og hafa framleiðendur gefið banda ríska læknafélaginu 10 mili- jónir dollara til rannsókna á þessu sviði. Segjast framleið- endur, að sé eittihvert efni í sígarettum, sem orsafki krabbamein, vilji þeir £á að vita hvað það sé, svo unnt sé að framleiða sígarettur án þess. in nýlega hækkað söluskatt verulega. Eins og kunnugt er voru jafnaðarmenn fyrr á ár- um mjög mótfallnir óbeinum sköttum ,sem þeir töldu að kæmu hart niður á efnalitlu fólki og barnmörgum fjöl- skyldum. Ástæða þessarar afstöðu- breytingar norrænna jafnað- armanna er einfaldlega sú, að lífskjör þjóðanna eru nú allt önnur og jafnari en áður var. Reynslan hefur líka sýnt að óbeinu skattarnir eru hag- kvæmari í framkvæmd. Fólk- ið greiðir þá jafnóðum og það eyðir aflafé sínu, og enn- fremur gera óbeinir skattar skattsvik erfiðari. Á það hefur einnig verið bent að hægt sé að gæta hags- muna hinna tekjulægstu og efnaminni með ýmsum félags legum ráðstöfunum, svo sem víðtækri tryggingastarfsemi, niðurgreiðslu á vöruverði o. s. frv. Flest bendir til þess að við íslendingar eigum að fylgja fordæmi frænda okkar á Norð urlöndum í þessum efnum. Við eigum að hverfa í stöðugt vaxandi mæli frá beinum sköttum og taka í þess stað upp óbeina skatta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.