Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 20. jan. 1965 Hvað er hægt að gera til að efla íslenzk raunvísindi? Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur svarar þannig: í stuttu máli og með litlum fyrirvara er ógerningur að gera þessari spurningu viðun- andi skil, en þess skal freist- að að benda á nokkur praktísk atriði, sem auðvelt ætti að vera að framkvæma. 1) Samþykkja ætti á yfir- standandi alþingi þau lög, sem fyrir því liggja um Rann- sóknaráð og Náttúrufræði- stofnun íslands. Enda þótt mér virðist lagabálkurinn um Rannsöknaráð óþarflega flók- in og erfiður í framkvæmd er þó þarna um að ræða þýðing- armikið spor í áttina til bætts skipulags vísindarannsókna á íslandi. 2) Skipa ætti nefnd vísinda- manna, er væri Menntamála- ráðuneytinu til aðstoðar um það, hvernig við getum not- fært okkur það sem bezt, að ísland er nú orðið aðili að UNESCO. Sú aðild er að mínu áliti sjálfsögð, en hún er ærið dýr og er því nauðsynlegt, að við notfærum okkúr sem bezt þá möguleika, sem í þessari aðild felst íslenzkum vísind- um til eflingar, því annars er þeSsu aðiídarfé að nokkru á glæ kastað. 3) Efla ber Vísindasjóð stórlega. Sakir vaxandi dýr- tíðar, ekki aðeins hérlendis heldur einnig erlendis, heldur sjóðurinn ekki í horfinu með núverandi tekjum. Ég tel, að Vísindasjóður hafi þegar sýnt, að hann er nokkur lyftistöng íslenzkum vísindum, en hann meignar enn alltof lítils. 4) ’ Koma þarf sem allra fyrst viðunandi lagi á bóka- safnsmál ókkar, en í þeim málum ríkir nú slíkt ófremd- arástand, að engu tali tekur. Gefa þarf út árlega skrá yfir allar þær bækur og tímarit, sem ríkisstofnanir kaupa og koma upp háskólabókhlöðu, eða sameina háskóla- og landsbókahlöðu, sem varð- veitt getur það af þessum rit- um, sem stofnanir þurfa ekki að hafa til lengdar í sínum húsakynnum. Við þá bókhlöðu þyrfti að starfa a.m.k. einn bókavörður, sem skynbragð bæri á raunvísindi. 5) Gæta verður þess, að skynsamleg hlutföll verði milli grundvallarrannsókna og hag- nýtra rannsókna í landinu og að aðstaðan til grundvallar- rannsókna bæði um laun og tæki séu ekki lakari en til hag nýtra. Það borgar sig aldrei að byggja pýramída á haus. 6) Stórauka þarf það kenn- aralið sem hæft er til kennslu í náttúrufræði og eðlisfræði í gaignfræða- og menntaskóloim. 7) Koma þarf upp Náttúru- fræðideild við Háskóla ís- lands og búa að henni frá fyrstu byrjun svo viðunandi sé. Einn prófessor í hverri greinanna: dýrafræði, grasa- fræði, jarðfræði, landafræði er lágmarkið frá fyrstu byrj- un og auk þess þarf aðstoðar- kennara í hverri grein og við- unandi útbúnað tækja, bóka og tímarita. Hér dugar hvorki kák né sýndarmennska, ef eitthvert gagn á að vera að þessari deild. Eðlilegt er og ódýrast að þessi kennsludeild verði í tengslum við Náttúrugripa- safnið, enda þarf á næstunni að koma úpp Náttúrugripa- safnsbyggingu með kennslu- stofum fyrir náttúrufræði- deild og með sýningarsölum, er samanlegt séu meir en fimm sinnum stærra að flatar- máli en sú kompa, sem nú er verið að innrétta við Hlemm- torg, og nefna á sýningarsal. 8) Einn dagur á ári hverju ætti að vera vísindadagur, helgaður vísindum, bæði í blöðum og útvarpi. Á þeim degi væri í ræðu og riti gerð grein fyrir því, sem afrekað hefur verið á árinu í vísind- um, ræddar framtíðarhorfur og óskir o.s.frv. Vel færi á því, að á þessum degi yrðu verð- laun veitt eða viðurkenning fyrir eitthvert vísindaafrek, sem unnið hefði verið á árinu eða einhverja merka vísinda- ritgerð sem út hefði komið. Gæti t.d. Vísindafélagið, Vís- indasjóður og Háskólinn stað- ið saman að þessu. Hér að ofan hefur verið drepið á nokkur atriði, sem mér komu í huig í fljótu bragði. Aðalatriðið er þó, að ráðamönnum landsins sé það ljóst, að efling vísinda er alveg nauðsynleg viðhaldi og eflingu velmegunar í þessu landi og á þetta ekki síður við um grundvallarvísindi en þau, sem hagnýt nefnast. SLgurður Þórarinsson. Stefán Aðalsteinsson, bú- fjárfræðingur, svarar spurn- ingunni þannig: Ég vil miða svarið við þess- ari spurningu við það eitt, að Búnaðardeild Atvinnudeild ar Háskólans hafi því hlut- verki að gegna að vera mið- stöð hagnýtra rannsókna í ís- lenzkum landbúnaði, eins og honum er háttað í dag. Ég mun því miða svarið við spurningunni við það, hvern- ig sú stofnun þarf að vera búin að mannafla, tækjum og aðstöðu til að geta sinnt þessu hlutverki á fullnægjandi hátt. Til þess að rannsóknir á sviði landbúnaðar beri hag- nýtan árangur, þarf eftirfar- andi fjórum skilyrðum að vera fullnægt: 1. Vísindamaðurinn þarf að kunna skil á vísindalegum vinnuaðferðum. 2. Vísindamaðurinn þarf að kunna full skil á eðli þeirra vandamála í at- vinnuveginum, sem honum er ætlað að finna lausn á með rannsóknum sínum. 3. Vísindamaðurinn þarf að hafa aðstöðu til að safna upplýsingum um vanda- málið og vinna úr þeim upplýsingum. Það gerir hann með þrennu móti: a) Með því að leggja út tilraunir, en til þess þarf land og búfé. b) Mæð rannsóknum á rannsóknarstofu, t.d. til efnagreininga, smásjár- athugana, rafeindáheila- reiknivinnu o. fl. c) Með því að kynna sér allt, sem áður hefur ver ið ritað um málið, þ.e. með góðu bókasafni. ♦. Vísindamaðurinn þarf að hafa aðstöðu til að endur- prófa niðúrstöður rann- sókna sinna og tilrauna við mismunandi skilyrði til að fá sem bezt yfirlit yfir það, hve víðtækt gildi niður- stöðurnar hafa. Fyrstu tvö atriðin, sem hér er minnzt á, vísindaþjálfun vísindamannsins og þekking hans á atvinnuveginum, ættu að vera svo sjálfsagðir hlut- ir, að ekki væri þörf á að minnast á slíkt. Þess ber þó að minnast, að margar tilraunir og rannsókn- ir þurfa endurskoðunar við á 10—20 ára fresti, vegna þess hve tækni við tilraunastarf- semi og þekkingu á vísinda- legri vinnu fleygir ört fram. Þess vegna þarf að sjá til þess, að vísindaleg þjálfun þeirra, sem að rannsóknun- um vinna, sé sífellt að taka endurbótum. Atvinnuvegurinn sjálfur tekur líka stakkaskiptum með hverjum áratug, svo hraðar eru breytingarnar. Ný við- horf myndast, ný vandamál skapast og nýir möguleikar bjóða breyttum framleiðslu- háttum heim. Þess vegna þarf vísindamaðurinn sífellt að vera í sambandi við atvinnu- veginn, ef hann á ekki að verða of gamaldags í viðhorf- um sínum. Þriðja meginundirstaða hag nýtra landbúnaðarrannsókna er aðstaða til upplýsingasöfn- unar. Við getum ekki sett okkur nema tvö aðalmarkmið, þeg- ar um hagnýtar rannsóknir á sviði íslenzks landbúnaðar er að ræða. Fyrra markmiðið er að stefna að því með ránnsókn- um að lækka framleiðslu- kostnað á mjólk og öðrum afurðum af nautgripum. Hitt markmiðið, sem við verðum að setja okkur og sem hefur miklu meira þjóðhags- legt gildi, er að finna og taka í iTotkun tækni og þekkingu, sem gerir okkur kleift að framleiða sauðfjárafurðir á svo hagkvæman hátt, að við stöndumst fyllilega sam- keppni við helztu sauðfjár- ræktarlönd heims á því sviði. Til þess að gera málið ekki of flókið, mun ég aðeins ræða hér um síðara verkefnið, þ.e. hvernig hægt er að gera sauð- fjárræktina sem arðgæfasta. Það sem um það verkefni verður dregið fram, mun að miklu leyti eiga við um rann- sóknir í sambandi við naut- griparækt líka. Rannsókn á hagkvæmri sauðfjárrækt er hægt að skipta niður í mörg stig, og verða hin helztu þessi: J arðvegsrannsóknir. Rannsóknir á jurtum til beitar og slægna, korntilraun- ir og veðurfarsrannsóknir í því sambandi. Áburðartilraunir og rann- sóknir á áhrifum áburðar á jarðveg og sprettu. Rannsóknir á beit á ræktað land og úthaga. Heyverkunartilraunir og fóðurrannsóknir. - Rannsóknir á véltækni, girðingum og fjárhúsabygg- ingum. Rannsóknir á jarðvinnslu og frágangi túna til að forð- ast kal. Rannsóknir á erfðaeiginleik um fjárins og afurðum þess, t.d. rannsókn á litarfjölbreytn inni og hvernig hægt er að nýta hana, hvernig neytend- ur vilja helzt hafa dilkakjöt- ið, hvernig á að breyta ull- inni og afurðasemi fjárins með kynbótum o.s.frv. Ef dæma skal um aðstöðuna, eins og hún er í dag, til að sinna þessu verkefni, þá má segja, að á næsta leiti hilli undir lausn á þörfinni fyrir rannsóknastofur og bókasafn fyrir landbúnaðarrannsóknir Búnaðardeildar, þar sem er byggingin á Keldnaholtinu í Mosfellssveit. Landþörf Búnaðardeildar- innar hefur hins vegar ekki verið leyst ennþá, því að enn eftir nærri 30 ára tilveru hef- ur sú stofnun ekkert jarðnæði fengið til umráða til frambúð- ar. Verkefnin verða hins veg- ar ekki leyst nema með miklu landi og fjölda búfjár á því landi. Það mun ekki fjarri lagi að ætla, að á aðal- búi rannsóknarmiðstöðvarinn- ar þyrftu að vera 2000 fjár og 200 kýr og annað eins á úti- búum dreifðum um landið. Ef ekki verður hægt að fá land undir rannsóknirnar í nánd við Keldnaholtið, verða starfsmennirnir að vinna við ófullnægjandi athafnamögu- leika og starfsemin gegnir ekki því hlutverki, sem henni er ætlað. Hér hefur fyrst og fremst verið litið á ransóknaaðstöðu á aðalbúi rannsóknamiðstöðv- arinnar. í 4. atriðinu í upptalning- unni í byrjun greinarinnar er hins vegar bent á nauðsyn þess, að hægt sé að fylgja niðurstöðum ransóknanna frá miðstöðinni eftir með nánari prófunum við önnur skilyrði. Eins og sakir standa, er hægt að semja um slíkar endurprófanir við tilrauna- stöðvarnar í jarðrækt, bænda- skólabúin og við einstaka bændur. Búfjárerfðarannsókn ir Búnaðardeildar hafa t.d. eins og stendur náð samkomu lagi við tilraunastöðvarnar á Reykhólum og Skriðuklaustri og bændaskólana á Hólum og Hvanneyri um samvinnu um ýmsar sauðfjárrannsóknir, og sýnir það, að endurprófun á tilraunaniðurstöðunum er til- tölulega auðveld viðfangs. Hins vegar er hætt við því, að það verði of fáar niður- stöður til að endurprófa, með- an miðstöð rannsóknanna hef- ur ekki landumráð. Hagnýtar landbúnaðarrann- sóknir verða ekki á annan hátt betur efldar í dag heldur en með því að afla þeim jarð- næðis og búfjár til að sinna þeim verkefnum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Stefán Adalsteinsson. Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rann- sóknarráðs ríkisins segir: Morguntolaðið spyr: „Hvað er hægt að gera til þess að efla íslenzk raunvísindi?“. Spurningin er tímabær, sér- staklega ef hún getur stuðlað áð einhverjum framförum á iþessu sviði. Það er sannfæring mín, að við íslendimgar höf- um dregizt aftur úr öðrum menninganþjóðum á undan- iförnum árum á sviði raun- vísinda oig menntunar, og það er vissulega mjög alvarlegt. Spurningunni verða ekki gerð ítarleg skil í stuttu máli, og mun ég hér á eftir aðeins drepa á fáein atriði, sem ég tel miest a'ðkallandi til efling- a>r raunvísinda. 1. Fjöldi og menntun raun- vísindamanna. Ármann Snævarr, rektor, skýrði frá því í ræðu sinni 1. desember, að aðeins tíu af hundraði af 19 áira aldu rshópi isiendinga sætu í menntaskól um, en þetta hlutfall væri 17 —18 af hundraði hjá hinum Norðurlöndunum. Þetta er mjög alvarlegt. Það tekur æði mörg ár að ná upp þeim mismun á fjölda menntaðra manna, sem af þessu hlýtur að lefða. Fjöldi tæknifræðinga verkfræðinga og vísinda- manna er einnig tiltölulega minni hér en í flestum Vestur -Evrópuliöndunum. Til dœmis eru aðeins starfandi um það bil 1 tæknifræðingur hér á landi fyrir hverja 6 í Svíþjóð. Eitthvert brýnasta verkefn- ið til eflingar íslenzkra raun- vísinda tel ég því stóraukna menntun tækni- og raunvís- indamanna. í því skyni þarf að endurskoða menntakerfið allt frá rótum og stórefla Hé- skóla íslands og Tækniskólann Þeirra bíða þairna mjög mik- ilvæg verkefni. Þetta þolir enga bið. Þáð tekur fjölda- mörg ár að mennta hvern vis- indamann. 2. Skipulag raunvLsinda. Skipulag rannsókna í þágu atvinnuveganna er niú að Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.